Morgunblaðið - 14.04.1976, Page 19

Morgunblaðið - 14.04.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1976 19 Aukin starfsemi Ferðaleikhússins: „Bjartar nætur” — létt kvöldskemmtun í apríl og maí Ferðaleikhúsid, sem þau Kristfn Magnús Guðbjartsdótt- ir og Halldór Snorrason stofn- settu I desember árið 1965, hyggst nú færa út kvfarnar og efna til starfsemi allt árið um kring. Er fyrirhugað að færa upp létta kvöldskemmtun fvrir tslendinga f leikhúsi Loftleiða- hótelsins og verður fyrsta for- sýningin, sumardaginn fyrsta kl. 21.00 en áætlað er að hafa fjórar sýningar f viku hverri eftir það til 31. maf, þ.e. á fimmtudags-, föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöldum og verða sýningar því 24 tals- ins. í viðtali við Morgunblaðið um þessa nýju starfsemi sagði Kristin Magnús Guðbjartsdótt- ir, að fyrstu þrjár sýningar kall- aði hún forsýningar en þá fjórðu frumsýningu. Sýning- arnar bera heitið „Bjartar næt- ur.“ Þetta eru fimmtán stutt atriði, sem eiga að koma áhorf- endum í sumarskap. Islenzk skáld hafa á öllum öldum ort og skrifað mikið um vortímann, sem ekki er undarlegt eftir langan og harðan vetur eins og við megum búa við hér á hjara veraldar, sagði Kristín Magnús. Áætlað er að hafa þessar sýn- ingar, „Bjartar nætur“, með fjölbreyttu efni ár hvert. Það er frá sumardeginum fyrsta til 31. mai. Ég vona að þetta verði fastur liður hjá fólki, segir Kristín Magnús. Ekki veitir af góðri upplyftingu eina bjarta sumarkvöldstund eftir allt skammdegið. Tilgangur Ferða- leikhússins er jafnframt með þessum sýningum að kynna ný verk. Að þessu sinni verða sýndir tveir nýir leikþættir, sérstaklega skrifaðir fyrir þessa uppfærslu. Annar þáttur- inn er eftir Ásu Sólveigu og hinn eftir ónafngreidan höf- und. Báðir þættirnir eru enn- fremur sérstaklega skrifaðir fyrir þær þrjár leikkonur, sem fram koma í sýningunni, en það eru þær Sigríður Eyþórsdóttir, Þórunn M. Magnúsdóttir og ég. Önnur atriði á sýningunni eru stutt klassísk verk eins og lítið ljóð eftir K.M. og Örn Arnar og stuttar spaugilegar frásagnir erlendra ferðamanna frá fyrri tímum um Island og Islendinga svo eitthvað sé nefnt. Ferðaleikhúsið vill gefa ung- um leikritahöfundum tækifæri til að sýna verk sin, verk sem ekki henta stórum leikhúsum og eru jafnvel aðeins stuttir þættir í tíu til tuttugu mínútur. Það er augljóst, að þannig verk eiga ekki upp á pall hjá stóru leikhúsunum og þá er að snúa sér til okkar, sagði Kristin Magnús. Ef við álítum verkið nógu gott, gæti Ferðaleikhúsið hugsanlega komið því fyrir al- menningssjónir. Svo hef ég líka gaman af að uppgötva ungt hæfileikafólk. Núna að þessu sinni hef ég þá ánægju að koma með sönglagatríóið „Við þrjú“ en það skipa Sturla Erlendsson, Ingibjörg Ingadóttir og Harald- ur Baldursson. Eftir að hafa séð þau á þjóðlagahátíð 1976, er þau stóðu fyrir til ágóða fyrir þroskaheft börn, bað ég þau að spila og syngja hjá okkur á sýn- ingum „Bjartar nætur“ og tóku þau því boði. Þetta er ungt og heilbrigt fólk, sem ánægjulegt hefur verið að vinna með. Ferðaleikhúsið mun ekki starfa í júnimánuði, en hefja sýningar á „Light nights" um miðjan júli og út ágústmánuð til þriðja september. Engar sýn- ingar verða i september, en byrjað verður að undirbúa næstu uppsetningu, sem von- andi sér dagsins ljós fyrir enda októbermánaðar. Það er ný- skrifuð revía íslenzk í húð og hár, þar sem þjóðfélagsmál eru séð í spéspegli. Þess má að lokum geta, að Ferðaleikhúsinu var boðið að halda sýningar á „Light nights" í desember 1974 í New York og Chicago. Stóð American Skandinavian Foundation fyrir þeirri leikferð, en síðan voru stór erlend og islenzk fyrirtæki, sem greiddu allan kostnað til og frá Chicago. Jafnframt kynntu forsvarsmenn Ferðaleikhússins sér það sem var að gerast í leikhúsum Chicagoborgar og New York og nutu til þess styrks frá menntamálaráðu- neytinu, sagði Kristfn Magnús að lokum. EDEN Páskar í Eden í Eden liggur leiðin—Opið alla daga og öll kvöld Má bjóða þér í bæinn? EDEN TIZKU SÝNINGAR (Karon-samtökin) MÁLVERKA SÝNING (Steingrímur). Blómaverzlun -— Gjafavöruverzlun. Tvær sælgætisverzlanir. ísbar og kaffiterian vinsæla. Allt opið frá kl. 9 til 23.30 alla daga STORSÝNING STEINGRÍMS opnuð miðvikudagskvöld Tízkusýningar Karon samtakanna fimmtudagskvöld (skírdag), mánudagskvöld (annar í páskum) og fyrsta sumardag. Öll kvöldin kl. 1 9.30. Páskablóm í þúsundatali í EDEN Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.