Morgunblaðið - 14.04.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 14.04.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 29 VEL\/AKAI\IDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 14—1 5, frá'mánudegi til föstu- dags 0 Heilbrigðis- mál Magnús Ölafsson skrifar undir ofangreindri fyrirsögn: Ég var að lesa i Staksteinum Morgunblaðsins þingsályktunar- tillögu, sem læknarnir Sverrir Bergmann og Oddur Ölafsson hafa flutt á Alþingi. Sagt er frá itarlegri ræðu, sem Oddur flutti þar, og að hann hefði lagt áherslu á, að þá fyrst er læknar fóru að leita eftir sjúkdómum á byrjunar- stigi, hafi verulegur árangur sagt til sin í heilsugæslunni. Hann hafi nefnt þar sem dæmi baráttuna við berklaveikina. Og í því sambandi minnst á fyrirbyggjandi ráðstafanir, sem væri besta heilsuvörnin. Þá telur blaðið mjög athyglis- vert þar sem læknirinn hafi sagt um siðari tíma sjúkdóma, orsakir þeirra og afleiðingar. Hafi hann nefnt þar fyrst og fremst sjúk- dóma. sem stafa af reykingum, áfengisnautn og notkun Þar sem læknirinn leggur áherslu á það í ræðu sinni að fyrirbyggjandi ráðstafanir séu besta heilsuvörnin, kom mér i hug að vekja athygli á því, að Góðtemplarareglan hefur frá upphafi haft því mikla hlutverki að gegna, að vera það fyrir- byggjandi afl, sem gæti forðað þjóðinni frá ógæfu áfengisins. Að vera sú uppeldisstofnun, sem leitast við að móta barnssálina í bindindisátt, með barnastúku- starfi, og svo áfram með bindindisstarfi á öllum stigum Reglunnar — Hún hefur nú starfað hér á landi i rúm 90 ár. Hennar göfugu hugsjónir um fegurra og fullkomnara niannlif geta aldrei undir lok liðið. Hvers vegna gengur lækna- stéttin ekki til samstarfs við Góð- templararegluna á baráttunni við það böl, sem stafar af áfengi og öðrum eiturefnum? læknirinn hennar væri aftur kominn í vinnu. Kkki er gott í efni, ef heimilis- la'knirinn er veikur. En varla er verjandi að láta sjúklingana bíða, þar til hann rfs upp aftur. Von- andi rætist úr þessu, þegar heilsu- gæslustöðvarnar eru komnar í gagnið, því þá vinna fleiri læknar saman og geta gripið inn í læknis- störf hver annars. En á meðan verið er að koma þeim upp, verður sýnilega eitthvað að gera. Þegar talað er um að hvergi sé hægt að ná i lækni, hefi ég stund- um spurt fólk hvort það hafi i vandræðum sínum leilað til göngudeildar Landspítalans, en það er eins og enginnn hafi heyrt nefnt að þar sé hægt að ná til læknis. Þó er t.d. daglega í dag- bók Morgunblaðsins getið um hana. Þar segir: Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgi- dögum, en ha'gt er að ná sam- bandi við lækni * á göngudeild Landspitalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardögum kl. 9—12 og 16—17, simi 21230. Þetta er fyrir utan læknavaktina, sem hægt er að ná i , ef ekki er hægt að ná í heimilislækni. Nú er mér ekki vel Ijóst hvert þessi unga kona leitaði. En aðrir, sem ég hefi hitt, hafa ekki vitað af göngudeild Landspítalans, sem hægt er að fara á, ef maður lendir í vandra>ðum. % Skíðamenn og snjórinn Utivistarmaður skrifar: Nú er að koma ein mesta úti- vistarhelgi ársins, páskahelgin og við erum svo heppin hér sunnan- lands að hafa mikinn snjó i skíða- löndunum i nánd við þéttbýlið. En þar sem kosturinn við skiða- landið í Bláfjöllum er sá, að þar snjóar óhemjulega mikið, þá fylgir auðvitað að í slíkum vetrum fer allt á kaf. vegir, skiðalyftur og bílastæði og erfitt að halda því auðu. Við, sem sækjum þessa staði okkur til ánægju og heilsu- bótar, ættum ekki að vera i neinum vandræðum þó við sjáum snjó. En því skrifa ég þér að mér þykir dálitið fyndið að horfa upp á svokallaða „skíðamenn", sem ekki geta gengið á skíðunum sinum á snjó, til að komast í brekkurnar. Utbúnaðurinn er stundum svo fínn, að hann virðist eiga betur heima á stofugólfinu heima en úti í íslenzkri náttúru að vetrarlagi. Þessir ágætu menn eiga greinilega bara heima i plast- brekkum innanhúss, þar sem brekkur eru tilbúnar og ekki er hætta á snjókorni til að trufla þá. E.t.v. finnst einhverjum þetta •ýkjur, en ég hefi séð margt ungt fullfrískt fólk, sent er alveg i vandræðum og fokvont, ef það þarf að ganga nokkur skref. Ég vil þvi ráðleggja köppunum að fá sér gúmmistigvél, fyrir páskana eða gönguskó, svo þeir geti bjargað sér ef eitthvað er að veðri og fa'rð, og borið þá finu skóna sina. Hitt er eins og að fara á háum bandaskóm í fjallgöngu, og á illa við á tslandi. Laxveiðimenn Veiðileyfi í Ölfusá fyrir landi Hellis- og Foss- ness. Veiðitímabilið frá 21. júní — 20. sept. eru seld hjá Kristjáni Ásgeirssyni, Miðvang 121, Hafnarfirði, sími 53121. SAMKOMUR í Aðventkirkjunni (Reykjavík) um páskana MIÐVIKUDAGUR 14. apríl Almenn samkoma kl. 20:30 Dr. B.B. Beach talar. FIMMTUDAGUR (skírdagur) 1 5. apríl Biblíurannsókn kl. 9:30 Almenn samkoma kl 20:30 Hugh I. Dunton talar FÖSTUDAGURINIM LANGI, 16. april Biblíurannsókn kl. 9:30 Almenn samkoma kl. 20:30 R.E. Appenzeller talar. LAUGARDAGUR 17.apríl Biblíurannsókn kl. 9:45 Guðsþjónusta kl. 1 1 Æskulýðssamkoma kl. 20:30 PÁSKADAGUR 18. apríl Almenn samkoma kl. 20:30 R .E. Appenzeller talar. Opið til kl. 8 kvöld í £ Lækna- skortur Ung kona hafði samband við Velvakanda. Hún hafði fengið flensuna um daginn, eins og svo margir aðrir, og varð af því tals- vert veik. Þegar hún svo reyndi að ná í lækni sinn, vildi ekki betur til en svo, að hann var líka kominn með flensu. En hvað var þá til ráða. Hún kvaðst hafa leitað vitt og breitt og fengið þau ein svör, að við þessu væri ekkert að gera. Hún yrði að bíða þar til aftur þetta kvöldið. Tvö siysaskot var of mikið af þvf góða. Læknirinn batt um sárið þegar hann hafði hreinsað það og gaf honum sprautu. — Þér megið ekki svæfa mig, sagði David. — Ég verð að sprauta yður svo að ekki komi ilit f sárið. Eg er ckki viss um þér þurfið neitt til að sofa á. En ég skal þó skilja eftir töflur handa yður til öryggis. — Meðal annarra orða, sagði David. — flefur verið hringt á lögregluna? — Ég hef ekki hugmvnd um það. — Ég held ekki, sagði vínvrkju- bóndinn væni. — Viljið þér láta gera það. — Ætli það sé ekki bezt á láta Marcel um það. — Hárrétt, sagði læknirinn. — Þetta er hans heimili og hans gestur. Nú ættuð þér að reyna að sofna. Ég skal koma til yðar f býtið f fyrramálið. Hann rétti honum tvær verkja- töflur og vatnsglas og David hlýddi með góðu geði. — Ég skal aðstoða yður við að hátta, sagði vfnyrkjuhóndinn. HÖGNI HREKKVÍSI ?? S\GSA V/QGA £ \tLVtMU Allt á gamla veröinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.