Morgunblaðið - 28.04.1976, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976
Yfirlýsing frá lækna-
deild Háskóla Islands
í SKRIFUM Morgunblaðsins und-
anfarið um veitingu prófessors-
embættis f kvensjúkdómum og
fæðingardeild Háskóla íslands
virðist gæta nokkurs misskilnings
og ókunnugleika á reglum um
veitingu kennaraembætta við Há-
skólann og kemur þetta sérstak-
lega fram í ritstjórnargrein blaðs-
ins laugardaginn 24. þ.m. Þykir
því rétt að taka fram eftirfarandi.
1. I 11. gr. laga nr. 84/1970 um
Háskóla íslands segir svo varð-
andi skipun prófessora og dós-
enta:
„Dómnefnd skal láta uppi rök-
stutt álit um það, hvort af vísinda-
gildi rita umsækjenda og rann-
sókna, svo og námsferli hans og
störfum megi ráða, að hann sé
hæfur til að gegna embættinu.
Álitsgerð nefndar skal höfð til
hliðsjónar, er embættið er veitt,
og má engum manni veita prófess-
orsembætti eða dósentsstarf við
Háskólann, nema meiri hluti
nefndarinnar hafi látið i ljós það
álit, að hann sé hæfur til þess.
Ennfremur skal leita álits hlutað-
eigandi háskóladeildar um um-
sækjendur, og eiga fulltrúar stúd-
enta á deildarfundi þá ekki at-
kvæðisrétt.“
2. Með nokkru millibili voru
auglýstar lausar stöður prófessors
og dósents í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp við læknadeild.
Læknarnir dr. med. Gunnlaugur
Snædal og dr. med. Sigurður S.
Magnússon sóttu um báðar stöð-
urnar. Dómnefndir voru skipaðar
samkvæmt lögum til þess að meta
hæfni þeirra.
3. Með bréfum dagsettum 3.
75 ára:
i Landnámabók segir svo m.a.
um Ketil Hæng, landnámsmann,
e'n hann nam Rangárvelli:
„Hann kom skipi sfnu í
Rangárós ok var enn fyrsta vetr at
Hrafntóftum. Ketill nam öll lönd
á milli Þjórsár og Markarfljóts.
Þar námu síðar margir göfgir
menn með ráði Hængs. Ketill
eignaði sér einkum land milli
Rangár og Hróarslækjar, allt fyrir
neðan Reyðarvatn og bjó at Hofi.
Þá er Ketill hafði flutt flest föng
sín til Hofs, varð Ingunn léttari
og fæddi þar Hrafn, er fyrst sagði
lög upp á íslandi. Því heitir þar að
Hrafntóftum."
Síðan Hrafn Hængsson leit
fyrst ljós þessa heims í bæjartóft-
unum við Ytri-Rangá eru runnar
11 aldir. Mikið vatn hefur áin,
sem mér er kærust allra áa, flutt
til sjávar á þessum tíma. Kyn-
slóðir hafa komið, byggt bæi sína á
bökkum hennar — bjargast af eða
farist eftir atvikum—, og nú
hefur einn ábúanda Hrafntófta,
Sigurður Þorsteinsson, nýlega átt
merkisafmæli. Hann varð 75 ára
hinn 16. apríl s.I.
Á Hrafntóftum er hann borinn
og barnfæddur. Þar hefur hann
alltaf átt heima og hefur nú
stundað búskap í meira en hálfa
öld eða frá árinu 1924. Þá var það,
sem hann kvæntist sinni góðu
konu, Kristjönu Þórðardóttur frá
Hrafnkelsstöðum á Mýrum.
Sigurður Þorsteinsson er 5. ætt-
liðurinn í beinan karllegg, sem
búið hefur óslitið á Hrafntóftum.
Hann er sonur Þorsteins Jóns-
sonar bónda þar og síðari konu
hans Guðnýjar Vigfúsdóttur frá
Skálakoti undir Eyjafjöllum.
Fyrri konu sína, Sigríði Páls-
dóttur frá Gaddstöðum á Rangár-
febrúar 1976 og 20. febrúar 1976
sendi menntamálaráðuneytið
læknadeild umsóknargögnin til
álits. Dómnefnd sú, sem fjallaði
um umsókn ofangreindra aðila
um prófessorstöðuna, taldi báða
umsækjendur hæfa, en dr. med.
Gunnlaug Snædal hæfari á grund-
velli vísindastarfa og lagði nefnin
því til að honum yrði veitt staðan.
Dómnefndina skipuðu prófessor-
arnir Þorkell Jóhannesson, sem
var formaður nefndarinnar, Ing-
elman Sundberg frá Karolinsa
Institutet í Stokkhólmi og Mogens
Ingerslev frá Árósarháskóla. í
nefndinni, sem fjallaði um dós-
entsstöðuna áttu sæti prófessor
Þorkell Jóhannesson og sérfræð-
ingarnir í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp Guðjón Guðnason
og Viglundur Þór Þorsteinsson.
Töldu þeir báða umsækjendur
hæfa. Hins vegar áleit meiri hluti
nefndarinnar (G.G. og V.Þ.Þ.) að
dr. med. Sigurður S. Magnússon
væri hæfari, þar sem doktorsrit-
gerð hans væri meira á sviði sér-
greinarinnar en doktorsritgerð
Gunnlaugs Snædals og lagði því
til að Sigurði yrði veitt staðan.
4. Á almennum fundi í lækna-
deild þann 5. marz 1976 voru of-
angreindar álitsgerðir lagðar
fram til afgreiðslu eins og lög
Háskóla íslands mæla fyrir að
gert sé. Álits deildarmanna var
leitað með leynilegri atkvæða-
greiðslu að viðteknum hætti. At-
kvæðisrétt um stöðuveitingar á
deildarfundi hafa allir prófessor-
ar, dósentar og lektorar deildar-
innar, svo og forstöðumaður til-
raunastöðvar Háskólans í meina-
fræði að Keldum. Fyrst var leitað
álits deildarmanna um það hvor-
völlum missti Þorsteinn á bezta
aldri. Með henni átti hann tvær
dætur, sem upp komust, Ingigerði
og Pálínu. Eina dóttur, Guðbjörgu,.
eignaðist Þorsteinn áður en hann
kvæntist. Sigurður var elstur
fjögurra alsystkina. Hin eru Vig-
fús, járnsmiður í Reykjavík,
Margrét giftist Birni sýslumanni
Rangæinga. Hún féll frá á bezta
aldri. Yngstur systkinanna er
Rafn, sem alltaf hefur dvalið með
Sigurði og búið í félagi við hann
um langt skeið.
Svo sem fyrr segir hóf Sigurður
búskap árið 1924 sama árið, sem
hann kvæntist. Fengu ungu hjón-
in ‘A hluta Hrafntófta til ábúð-
ar. Settu þau saman bú af litl-
um efnum eins og fleiri á þeim ár-
um. Foreldrar mínir bjuggu á %
hluta jarðarinnar og fluttu þau
að Hrafntóftumsamaár ásamt
okkur systkinunum 6, sem þá vor-
um enn öll í foreldrahúsum.
Bjuggum við í Vesturbænum, en
Sigurður og Kristjana í Austur-
bænum. Ég var svo ungur þegar
þetta var, að ég get ekki lagt dóm
á búskap þeirra Austurbæjar-
hjóna þessi fyrstu ár. En mér
finnst flest benda til þess, að
þeim hafi vegnað vel. Eitt er stað-
reynd sem ekki segir svo litla
sögu. Sigurður á Hrafntóftum var
einn af þeim fáu bændum, sem
ekki sótti um lán úr Kreppulána-
sjóði, þegar kreppan mikla, sem
skall á árið 1931, var að sliga
landbúnaðinn og allur þorri
bænda varð nánast gjaldþrota.
Margt og mikið gæti ég sagt um
Sigurð Þorsteinsson ef ég færi
fyrir alvöru að rifja upp gömlu
dagana. Til þess er ekki mögu-
leiki í blaðagrein. Þau fáu orð,
sem ég læt frá mér fara í tilefni
Ólafur Bjarnason.
um umsækjenda þeir vildu mæla
með í prófessorsstöðu. Atkvæði
féllu þannig að 22 mæltu með
Sigurði S. Magnússyni, en 16 með
Gunnlaugi Snædal. Einn seðill
var auður. Rétt til þátttöku í ofan-
greindri atkvæðagreiðslu höfðu
48 manns. Mun þetta vera einn
allra fjölmennasti fundur, sem
haldinn hefur verið í læknadeild
til þessa.
Að lokinni atkvæðagreiðslu um
prófessorsstöðuna bar deildarfor-
seti upp tiilögu þess efnis að
Gunnlaugi Snædal yrði veitt dós-
entsstaðan og var sú tillaga sam-
þykkt einróma.
5. Gagnrýnt hefur verið og
spurt hvers vegna læknadeild léti
afmælis hans, eru aðeins lítill
vottur um þakklæti til hans og
konunnar hans látnu, fyrir vin-
áttu og órofa tryggð við okkur
systkinin og foreldra okkar alla
tíð meðan þau voru ofar moldu.
„Fáir lofa einbýlið, sem vert
er“, segir gamalt máltæki. Víst er
um það, að oft reynist tvíbýli
erfitt — veldur vinslitum og
orsakar jafnvel fullkomið hatur
milli fólks —. Þessu var ekki til
að dreifa á Hrafntóftum þau 10
ár, sem foreldrar mínir bjuggu á
móti Sigurði og Kristjönu, eða þar
til þau brugðu búi, var þar miklu
fremur sambýli en tvíbýli.
Bæirnir stóðu hlið við hlið. Túnin
Iágu saman, engjalöndum var
skipt i skákar og voru þær
nytjaðar til skiptis af báðum
aðilum. Allur fénaður gekk
saman á óskiptu landi. Sum
peningshúsin voru i sameign.
Veiðiskapur i Ytri-Rangá var sam-
eiginlegur. Bátur og veiðarfæri
voru sameign. Veiðin sem oft var
mjög góð á þessum árum, var
stunduð þannig, að sinn maður
var frá hvorum bæ. Minni sam-
skipti nágranna en hér hafa verið
nefnd, gefa oft tilefni til
ágreinings, en það kom aldrei til.
Fullkomið traust og einlægni
ríkti milli heimilanna. Ágangur
og óþarfa afskiptasemi þekktist
ekki. Það er bjart í huga mér yfir
þessum árum æsku minnar. Þar á
Sigurður Þorsteinsson og hans
fólk sinn hlut. Þótt margt væri
ólíkt því allsnægta og eyðsluþjóð-
félagi, sem við þekkjum nú, þæg-
indi minni og takmörkuð fjárráð,
leið fólkinu vel.
Ánægjustundirnar voru margar
þrátt fyrir mikla vinnu og frítím-
inn var oft vel nýttur. Sigurður
var félagslyndur og glaðsinna.
Hann fylgdist vel með því sem var
að gerast hverju sinni í landsmál-
um og öðru. Skoðanir hans voru
fastmótaðar og hélt hann þeim
fram óhikað og varð ekki haggað.
Hann hafði gaman af að rökræða
allt milli himins og jarðar, ekki
sist stjórnmál ef kosningar voru i
ekki fylgja greinargerð með áliti
sínu um umsækjendur. En þar
sem hér er um leynilega atkvæða-
greiðslu að ræða, má öllum ljóst
vera að slíkt er útilokað. Engin
fyrirmæli eru til um það að menn
skuli gera grein fyrir atkvæði
sínu við val umsækjenda í stöður
og verður því ekki vitað um af-
stöðu einstakra deildarmanna í
því efni. Hins vegar er mönnum
að sjálfsögðu heimilt að gera
grein fyrir atkvæði sínu, ef þess
er sérstaklega óskað.
1 gildandi lögum eru fyrirmæli
um það að álits hlutaðeigandi há-
skóladeildar skuli leitað jafn-
framt áliti dómnefndar. Hefir lög-
gjafinn væntanlega byggt þau
fyrirmæli á því m.a. að í umsögn
dómnefndar komi ekki fram öll
sjónarmið varðandi umsækjend-
ur, sem ástæða sé að taka tijlit til
og deildarmönnum mætti vera
kunnugt um vegna persónulegra
kynna eða reynslu af umsækjend-
um. Einnig getur meirihluti
deildar haft önnur sjónarmið en
dómnefnd um það á hvaða hæfi-
leika beri að leggja höfuðáherzlu
(vísindastörf, kennsluhæfileika,
stjórnun o.s.frv.)
6. Að tillögu menntamálaráð-
herra skipaði forseti islands Sig-
urð S. Magnússon prófessor í
kvensjúkdómum og fæðingar-
hjálp í læknadeild og yfirlækni
við kvensjúkdómadeild Landspít-
alans frá 1. apríl 1976 að telja.
jafnframt skipaði menntamála-
ráðherra Gunnlaug Snædal dós-
ent i sömu greinum frá sama tíma
að telja og var í skipunarbréfi
hans tekið fram að dósentsstaðan
væri bundin við yfirlæknisstöðu
þá er hann nú gegndi við kven-
sjúkdómadeild Landspítalans.
7. Eins og ofanrituð greinar-
gerð ber mér sér hefir afgreiðsla
máls þessa af hálfu læknadeildar
farið fram í fullu samræmi við
gildandi lög og reglur.
F.h. Læknadeildar Háskóla ís-
lands.
Ólafur Bjarnason,
deildarforseti.
Sigurður Þorsteinsson, Kristjana
Þórðard. kona hans og Jón Þor-
berg, fóstursonur þeirra.
aðsigi. Hitnaði mönnum þá stund-
um í hamsi, en þegar upp var
staðið voru allir sáttir. Ég veit, að
ég mæli fyrir munn systkina
minna allra, er ég á merkum tíma-
mótum í lífi Sigurðar þakka hon-
um fyrir öll samveruárin. Þær
voru margar ánægjustundirnar,
sem við áttum með honum bæði í
starfi og leik. Margt vetrarkvöldið
leið fljótt, þótt ekki væri útvarp
og því síður sjónvarp. Nóg var af
góðum bókum í lestrarfélaginu,
Málfundafélagið Vísir starfaði
mikið á þessum árum, þótt ekki
væri það fjölmennt. Mikið var
sungið við orgelið í stofunni
heima og oft spilað bridge, lomb-
er og whist fram á nætur. í öllu
þessu var Sigurður þátttakandi. A
vorin og sumrin voru hestarnir
teknir þegar færi gafst og þeyst
um allar jarðir. Ekki skorti góða
hesta eða góða reiðvegi á Rangár-
bökkum. Ég minnist í því sam-
bandi Grána hans Sigurðar, sem
ekki hikaði við að lyfta sér yfir
grindina í túnhliðinu með knap-
ann á bakinu ef svo vildi til aó
Keisari á
umdeildu
hafsvæði
Izmir, 23. apríl. Reuter.
ÍRANSKEISARI sigldi inn á
Eyjahaf í dag ásamt tyrknesk-
um og pakistönskum leiðtog-
um til að fylgjast með
æfingum tyrkneska sjóhersins
og flughersins. Tyrkir og
Grikkir hafa deild um yfiijráð
yfir hafsbotninum á Eyjahafi
slðan olfa fannst þar.
Keisarinn hefur átt fund i
Izmir með Hahri Koroturk,
forseta Tyrklands, og Zulfikar
Ali Bhutto, forseta Pakistans.
Löndin hafa með sér efnahags-
samvinnu. Ákveðið var að efla
þessa samvinnu á fundinum,
stofna fríverzlunarbandalag
landanna og sameiginlegan
fjárfestingarbanka.
Kunnugir telja að Tyrkir
noti nærveru iranskeisara til
að leggja áherzlu á kröfur
sinar á Eyjahafi. Utanríkisráð-
herra irans, Ali Abbas
Khalatbari, segir að stofnun
fríverzlunarbandalagsins taki
tíu ár.
Sprenging
í Boston
Boston 24. apríl — AP
SPRENGJA sprakk í gær í
dómshúsi í Boston og særði
a.m.k. 18 manns, m.a. missti
einn maður fótinn. Talið er að
um hafi verið að ræða tilræði
vegna ástandsins i kynþátta-
málum og 20 mínútum fyrir
sprenginguna hringdi kona og
varaði við henni. Hún skír-
skotaði, að sögn lögreglunnar,
til máls blökkumanns sem
sakaður er um að hafa myrt
hvítar námsmeyjar við háskóla
borgarinnar fyrir fjórum
árum, en úrslit þess máls eru
væntanleg.
hliðið var lokað þegar þeir félagar
voru á ferðinni. Þegar farið er að
rekja minningarnar kemur fleira
og fleira fram í hugann og verður
einhvers staðar að setja punktinn.
í huga mínum er Sigurður alltaf
sami góði drengurinn, sem öllum
vill vel og alltaf er gott að hitta.
Þeim Sigurði og Kristjönu varð
ekki barna auðið. En þau ólu upp
og ættleiddu systurson Sigurðar,
Jón Þorberg Eiríksson. Hann var
mjög vel gefinn piltur og lauk
námi í sögu frá Oslóarháskóla.
Hann lézt á unga aldrei í Nor-
egi, en þar starfaði hann sem
kennari.
Þá ólu þau hjón upp stúlku,
Sigurlaugu Egilsdóttur frá 7 ára
aldri. Hún er nú búsett að Eyrar-
bakka.
Hjá þeim dvaldi einnig f fjölda
ára Þórunn Árnadóttir. Má segja
að hún væri þriðja barn hjónanna
þar sem hún var rúmföst í áratugi
og þurfti þar af leiðandi mikillar
umönnunar við. Þórunn var stór-
gáfuð og merk manneskja, sem
fylgdist með öllu úr rúmi sínu
utanhúss sem innan. Var hún
heimilinu án efa til mikillar upp-
byggingar á ýmsan hátt, þrátt fyr-
ir líkamlega fötlun. Hún naut
virðingar f jölskyldunnar og allra,
sem henni kynntust. Þá dvaldist
Þorsteinn faðir Sigurðar á heimil-
inu og andaðist þar í hárri elli.
Þorsteinn var á sinni tíð athafna-
og félagshyggjumaður. Hann var
greindur vel og víðlesinn hug-
sjónamaður.
Sigurður missti konu sina fyrir
allmörgum árum. Varð það hon-
um þungt áfall þvi að hjónaband
þeirra var gott og þau samhent.
Kristjana var góð kona.
Við Sigurð vin minn vil ég að
lokum segja þetta. Þessi afmælis-
kveðja til þín er síðbúin nokkuð.
En hún er send þér af góðum hug
með þökk fyrir langa og góða sam-
fylgd og vona ég að þú takir viljan
fyrir verkið.
Megi ævikvöldið verða þér
bjart og hlýtt eins og þú hefur til
unnið. „
Ragnar Jonsson
Sigurður Þorsteins-
son, Hrafntóftum