Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 15

Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976 15 Carter reynir að stöðva Humphrey Philadelphia, 27. apríl. AP. Reuter. JIMMY Carter fvrrum ríkisstjóri í Georgiu getur nánast trvggt sér útnefningu sem forsetaframbjóð- andi demókrata og orðið óstöðv- andi með sigri þeim, sem honum er spáð í forkosningum demó- krata í Pennsvlvaníu f dag. Við liggur að forsetaframbjóðandi demókrata sé þar með kosinn. Forkosningarnar geta ráðið úr- slitum um hvort Hubert Humphrey öldungadeildarmaður hefur meiri eða minni möguleika á útnefningunni en Carter. Carter telur Humphrev skeinu- hættasta keppinaut sinn og revnir nú að stöðva baráttu hans áður en hún bvrjar. Carter nýtur stuðnings mikils hluta millistéttarfólks í Pennsylvaníu og margir blökku- menn og verkamenn fylgja honum að málum. Þó hefur hann orðið að heyja harða baráttu við Henry Jackson öldungadeildar- mann, sem hefur mikið fylgi í verkalýðshreyfingunni. Jackson verður að vinna til að sanna fyrir demókrötum að hann geti sigrað frambjóðanda repú- blikana í forsetakosningunum. Ef þingmaðurinn Morris Udall frá Arizona fær slæma útreið má segja að hann sé úr sögunni. George Wallace frá Alabama hefur haft sig litið í frammi. Ef frambjóðandi stendur sig illa í Pennsylvaníu er ólíklegt að hann geti sigrað í forsetakosning- um. Pennsylvaníu-ríki er dæmi- 12 létust í þyrluslysi New Orleans, 26. apr. Reuter. ÞYRLA sem var að fljúga með verkamenn út að olíuborunar- palli á Mexíkóflóa hrapaði í sjó niður og munu allir þeir sem voru um borð, tólf menn, hafa beðið bana. Um orsakir slvssins er allt á huldu, og veður var gott er atburðurinn gerðist. Jimmy Carter gert fyrir styrk demókrata í Bandaríkjunum i heild. Þar er verkalýðshreyfingin sterk og venjulega eru kosningasigrar þar mikilvægir. Ford forseti er einn í kjöri í forkosningum repúblikana og leggur nú mikla áherzlu á for- kosningarnar sem fara fram í Texas á laugardag. Hann vonar að tillaga sin til Þjóðþingsins um 322.400.00 dollara framlög til smíði fleiri Minuteman-eldflauga og fullkomnari kjarnaodda treysti stöðu sína. Forsetinn fór i dag i fjögurra daga kosningaferð til Texas. Hann viðurkennir að keppinautur sinn, Ronald Reagan standi betur að vigi, en er vongóður um að geta valdið Reagan svo alvarlegu áfalli að hann verði nánast að gefa upp alla von um að verða tilnefndur forsetaframbjóðandi repúblik- ana. Kunnugir segja að Reagan verði að vinna ef hann eigi ekki að hætta við baráttu sína fyrir útnefningunni, enda hefur hann sjö sinnum beðið ósigur fyrir Ford. m k i- - i 'S \ I’ ni> nd LOCH NESS-SKRÍMSLIÐ — Þetta er teikning byggð á ljósmynd sem birtist í riti Massachusetts Institute of Teehnology (MIT), „Technical Review“, i siðustu viku, en visindamenn sem segjast hala ljósm.vndað Loch Ness-skrímslió í Skotlandi halda því fram að ljósmyndin sýni að höfuð skrimslisins sé um tveggja feta langt og með allnokkrum hornum. Á teikningunni líkist skrímslið einna helzt gíraffa með stuttan háls. Övíst hvenær eftirmaður Franjiehs getur tekið við Hubert Humphrev Ansjóvetu-veiðum við Norður-Perú frestað í bili Lima, 27. apríl — Reuter — SJAVARUTVEGSRAÐHERR- ANN í Perú, Fransisco Mariategui Augulo, tilkynnti f dag, að ansjóvetuveiðum við Norður-Perú hefði verið frestað fyrst um sinn vegna þess hve ansjóvetan væri blönduð smá- fiski, peladilla. Hafrannsóknastofnunin (IMARPE) mun ákveða hvenær veiðar hefjast að nýju á norður- svæðinu. Angulo sagði að fram til þessa hefði rúmlega milljón tonn- um af ansjóvetu verið landað á vertfðinni. Svarar það til þess að framleidd hafi verið 200 til 250 þúsund tonn af fiskmjöli og um 24 þúsund tonn af lýsi. Seinni vertfðin hefst væntanlega í bvrj- un október í haust. Beirul 27 april. NTB Reuter-AP AKVÖRÐUN líbanska þingsins um að koma saman á laugardag og kjósa nýjan forseta var í dag mjög vel tekið meðal stjórnmála- manna í Líbanon og þriðja dag- inn f röð var nú tiltölulega rólegt f Beirut. Hins vegar er langt í frá að búið sé að levsa deilumálin í landinu. Hinn nýi forseti getur ekki tekið við völdum fvrr en Suleiman Franjieh segir af sér og hann hefur ekkert látið uppi um hvenær hann hvggist draga sig í hlé. Lfklegastur eftirmaður hans er talinn vera leiðtogi kristinna marnníta, lögfræðingurinn Ravmond Edde, en Þjóðfylk- ingarflokkur hans hefur verið hlutlaus í átökunum í landinu. Dagblaðið An Nahar, en útgef- andi þess á sæti í ríkisstjórninni. segir í dag, að Franjieh forseti vilji nú að Sýrlendingar bindi enda á borgarstrfðið og að óskað verði eftir því að sýrlenzkum her- sveitum verði veitt sex mánaða umboð til að koma á friði. Sýrlenzkar hersveitir halda nú þegar uppi eftirliti í nokkrum héruðum í austurhluta Líbanons og undan ströndum þess til að koma í veg fyrir að vopn komist til herja múhameðstrúarmanna og kristinna. Kamal Jumblatt leiðtogi vinstri manna, lagði á það áherzlu í dag, að það eitt að velja nýjan forseta væri ekki nægilegt til að múhameðstrúarmenn yrðu ánægðir, en afsögn Franjiehs hefur verið höfuðskilyrði þeirra fyrir þvi að taka þátt í friðsamleg- um sáttaumleitunum. Jumblatt vill koma á róttækum breytingum í stjórnmálum í landinu og m.a. afnema þá hefð sem skiptir valda- stöðum ríkisins milli trúflokk- anna, en samkvæmt henni fær 40% minnihluti kristinna manna — Afli glæðist Framhald af bls. 32 ÞORLAKSHÖFN Hjá Pétri Friðrikssyni á vigt- inni f Þorlákshöfn fékk Morgun- blaðið þær upplýsingar í gær- kvöldi að aflinn hefði heldur glæðzt síðustu daga, en þó væri langt í frá að þessu kippur bjargaði því að hægt væri að kalla þetta vertíð. Afli Þorlákshafnar- báta á mánudaginn var 225 lestir hjá 25 bátum. I gærkvöldi var aflinn ekki eins góður. Pétur sagði að það væri þorskur sem bátarnir kæmu nú með að landi, fallegur fiskur. HORNAFJÖRÐUR Egill Jónasson frystihússtjóri sagði að síðasta vika hefði verið ein sú skásta á þessari annars afar slöku vetrarvertíð. Voru bátarnir þá með 20—75 tonn yfir vikuna. Hæst komust þeir í 50 tonn í tveimur lögnum. Á mánu- daginn hefði svo aflinn verið heldur tregari eða 8—13 tonn, tveggja nátta fiskur. Bátarnir eru allir á netum og hafa þeir fengið aflann á Meðallandsbug og á heimaslóð. Uppistaðan í aflanum er vænn þorskur. Egill sagðist hafa af því fréttir, að Austfjarða- bátar hefðu aflað prýðilega að undanförnu, en nú virtist heldur vera aö draga þar úr afla. GRINDAVlK „Mánudagurinn var skásti dagur vertíðarinnar, 1033 tonn hjá 80 bátum,“ sagði Bjarni Þórarinsson á vigtinni í Grinda- vik, þegar við spjölluðum við hann um 10-leytið í gærkvöldi. Grindavikurbátar stunda ein- göngu net og leggja aðallega á Selvogsbanka og sagði Bjarni að aflinn væri góður þorskur en ekkert „trollrusl". Aflinn á mánu- daginn var tveggjanátta fiskur en í gærkvöldi komu bátarnir inn með einnar nætur fisk og var aflinn þá hlutfallslega svipaður eða um 500 tonn. Á mánudaginn var hæsti bátur með 48 tonn. „Þetta hefur verið með allra bezta móti undanfarna daga en samt langt frá því nóg til að bjarga vertíðinni," sagði Bjarni að lokum. SANDGERÐI Þar hefur aflinn sömuleiðis glæðzt töluvert að undanförnu þótt ekki vilji Jón Júlíusson fréttaritari Mbl. tala um að ástandið sé gott. „Þetta er ekki eins andskoti svidið og það hefur verið i vetur,“ sagði Jón. Troll- bátarnir hafa veitt mjög vel undanfarna daga, allt upp i 25 tonn á sólarhring, og er það ýsa, þorskur og koli. Aflinn hefur einnig glæðzt hjá netabátunum og bjóst Jón við því að þessi hrota, af kalla mætti fiskeríið að undan- förnu þvi nafni, myndi jafna metin við vertiðina í fyrra þannig að þær yrðu álíka lélegar, eins og Jón vildi orða það. — Bretinn forðast Framhald af bls. 32 stjórarnir sáróánægðir með verndina, en eins og skýrt var frá i Mbl. í gær hefur brezki flotinn breytt um starfsaðferðir, lætur togarana veiða dreift, en frei- gáturnar fylgja varðskipunum eftir eins og skuggar og tilkynna með stuttu millibili um veru þeirra. Morgunblaðið reyndi í gær að fá það frá brezka flotamálaráðu- neytinu, að breytt hefði verið um aðferðir við vernd togaranna við Island. Flotamálaráðuneytið neitaði eindregið að viðurkenna að nokkur breyting hefði átt sér stað og að freigáturnar verðu togarana eftir sem áður. Tals- maður ráðuneytisins sagði að ef til vill væri þessi misskilningur, eins og hann orðaði það, kominn til vegna þess að gefin heföi verið út tilkynning um að togaraskip- stjórar gætu ekki búizt við vernd, ef þeir héldu sig utan afmarkaðra svæða. Þá spurði Mbl. talsmann Sam- bands brezkra togaraeigenda um hið sama. Hann sagði að ekkert lát væri á verndinni, en hins vegar sagði talsmaðurinn: „Flot- inn hefur orðið að undanförnu fyrir talsverðum búsif jum og frei- gátur hafa skemmzt í viðureign við íslenzk varðskip. Því getur verið að flotinn reyni nú fremur en áður að koma í veg fyrir eða forðast beina árekstra við varð- skipin." í AP-frétt, sem Mbl. barst i gær segir að margir togaraskipstjórar hafi farið af Islandsmiðum eftir síðustu ,,árásir“ varðskipanna og þeir segja að freigáturnar „skorti frumkvæði“ i viðureigninni við Landhelgisgæzluna. I skeytinu segir að flestir togaranna, sem hafi yfirgefið miðin, séu frá Fleetwood. Þá segir blaðamaður Morgen- bladet frá Ösló, sem er um borð i varðskipinu Baldri á miðunum, að herskipin hafi breytt um aðferðir við v-ernd togaranna og beiti sér nú ekki í beinum varnarað- gerðum, heldur fylgi varðskipun- um og gefi upp staðarákvarðanir þeirra. Togaraskipstjórarnir eru reiðir brezka flotanum fyrir þessar breyttu starfsaðferðir og spyrja, hvort þeir séu á miðunum til þess að veita upplýsingar eða vernda togarana. yfirburða pólitíska stöðu og forsetaembættið. Vinstri öflin hafa ekki útnefnt múhameðs- trúarmann sem forsetaefni, en hafa stutt Edde, sem verið hefur harður andstæðingur F'ranjiehs. Shimon Peres, varnarmálaráð- herra Israels, sagði í sjónvarps- viðtali i dag að tsraelar hefðu enga löngun að blanda sér í deil- urnar í Líhanon.____________ — Hvolpurinn Framhald af bls. 32 missti maðurinn á bryggjuna og náði sjómaðurinn hvolpin- um, sem er á að gizka mánaðar- gamali. Maðurinn, sem kom með hvolpinn í gærkveldi á mið- borgarstöð lögreglunnar. kvaðst hafa sagt við manninn. sem kastaði hvolpunum þrem- ur i höfnina. að sér líkaði ekki athæfi sem þetta. Reiddíst að- komumaður og sagði sjómað- urinn, að hann hefði gert sig líklegan til þess að ráðast á sig. síðan séð sig um hönd, stigið upp í bifreið sína og ekið á brott. Sjómaðurinn fór með hvolp- inn um borð i togara sinn, þar sem hann hafði hann þar til i gærkveldi, er hann gafst upp á hundahaldinu. Skilaði hann hvolpinum til lögreglunnar i miðborgarstöð, þar sem hann er nú. Varðstjórinn þar sagði, að lögreglan myndi geta gevmt hvolpinn eitthvað, en þar sem hann væri svona tilkominn vildi lögreglan ekki annað en hann lifði. — Þetta er greini- lega ekki lánlaus hvolpur — sagði varðstjórinn — og þvi auglýsum við eftir einhverjum sem vildu taka hann í fóstur. en sá verður að búa á sva'ði, þar sem hundahald er leyft lögum samkvæmt. Athugasemd VEGNA siendurtekins misskiln- ings, leiðinda og þess aö hópur isfirskra húsmæðra móðgaðist stórlega við mig á röngum for- sendum vil ég undirritaður blaða- maður við Morgunblaðið. taka fram að ég rita ekki greinar eða plötudóma undir stöfunum A.J. á Stuttsiðu Morgunblaðsins. Arni Johnsen blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.