Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976 J ’J Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóri: Um staðgreiðslu opinberra gjalda Eins og fram kom hjá forseta ykkar hef ég fallist á að ræða litillega staðgreiðslu opinberra gjalda. Staðgreiðsla opinberra gjalda felur í meginatriðum það í sér að skattar séu greiddir af tekjum jafnóðum og þeirra er aflað. Markmið stað- greiðslunnar er því að skatt- greiðslum af tekjum ljúki, eða sem næst því, á tekjuárinu. Staðgreiðsla opinberra gjalda hefur verið upp tekin í öllum nágrannalöndum okkar í V.- Evrópu og N.-Ameriku. Fyrirkomulag staðgreiðslu i nágrannalöndum okkar er breytilegt að því er varðar: I fyrsta lagi til hvaða aðila hún tekur, hvort heldur laun- þega, sjálfstæðra atvinnu- rekenda og félaga, eins eða allra. I öðru lagi til hvaða opin- berra gjalda hún tekur. í þriðja lagi að því er varðar ákvörðun fjárhæðar stað- greiðslu sem launagreiðandi heldur eftir af tekjum laun- þega hverju sinni. Sú ákvörðun fer eftir tveimur mismunandi meginreglum: annars vegar eftir svonefndri „samsöfnunarreglu" stað- greiðslu. Reglan er í því fólgin að safnað er saman öllum fyrri launatekjum ársins og bætt við launatekjur útborgunartíma- bilsins. Frádrætti launþega er safnað saman á sama hátt. Á þennan hátt er skattskyldum tekjum og frádrætti, það sem af er árinu, safnað saman og skattur reiknaður þar af skv. skatttöflum. Frá þannig reikn- uðum skatti er síðan dreginn áður greiddur skattur og mis- munur innheimtur eða endur- greiddur. Þessi regla er notuð í Bretlandi og Irlandi. Reglan var mjög einföld í framkvæmd í Irlandi meðan eingöngu var um að ræða hlutfallslegan tekju- skatt þar. I Bretlandi er kerfið þunglamalegt í framkvæmd vegna stighækkandi tekju- skatts. Með samsöfnunarregl- unni er hægt að ná mestri nákvæmni við innheimtu stað- greiðsluskatta. Hins vegar er það skilyrði fyrir því að það svari kostnaði að taka hana upp hér á landi að jafnframt verði allir tekjuskattar hlutfallslegir, og hins vegar eftir svonefndri „einfaldri reglu“ staðgreiðslu. Þá er heildarfrádrætti laun- þega skipt niður á ákveðin timabil sem fylgja tímabilum launaútborgana. Við hverja launaútborgun er haldið eftir í samræmi við regluna þeim skatti sem launaupphæðin seg- ir til um. Um ákvörðun frádrátta launþega og fjárhæð skatts í samræmi við launaupp- hæð getur farið a.m.k. á tvo vegu: skv. „einföldu reglunni": Annars vegar er um það að ræða að frádráttur launþega og ákvörðun hundraðshluta skatts af tekjum staðgreiðsluársins byggist á áætlun sem í flestum tilvikum er grundvölluð á siðasta framtali launþegans. Skattkort launþega, t.d. vegna staðgreiðsluársins 1976, þar sem fram kæmi skattalegur frá- dráttur hans frá launum og sá hundraðshluti skatts af þannig ákveðnum eftirstöðvum laun- anna sem greiða skal við sér- hverja útborgun launa á árinu 1976, er í flestum tilvikum grundvallaður á tekjum, frádrætti og fjölskylduaðstæð- um launþegans í framtali hans 1975 en það framtal sýndi tekjur og aðrar aðstæður laun- þegans á árinu 1974. Allar veigamestu upplýsingarnar, sem staðgreiðslan byggist á, yrðu því oftast a.m.k. árs- gamlar. Á þennan hátt er stað- greiðslu háttað t.d. í Danmörku. Þetta afbrigði staðgreiðslu er engin búbót fyrir okkur um- fram gildandi innheimtureglur okkar. Þó er unnt samkvæmt þessari innheimtureglu að bregðast fyrr við varðandi inn- heimtu hjá þeim launþegum sem koma í fyrsta sinn inn á vinnumarkaðinn á tekjuárinu og gagnvart þeim sem falla út af vinnumarkaðnum á tekju- árinu. Hins vegar er um það að ræða að launþegi fái skattkort fyrir upphaf innheioituárs þar sem fram koma upplýsingar um fjölskylduaðstæður hans í byrjun innheimtuárs. Launa- greiðandi fær í hendur skatt- töflur þar sem fram koma upp- hæðir staðgreiðslu sem halda skal eftir, miðaðar við ákveðna launaútborgun fyrir ákveðið launatimabil annars vegar og fjölskylduaðstæður og aðrar aðstæður launþega skv. skatt- korti hans hins vegar. Skatt- töflurnar eru byggðar upp á ýmsumákvæðumskattalöggjafa varðandi persónufrádrátt eða persónuafslátt og frádrátt frá tekjum, sem er ákvarðaður sem fastur frádráttur fyrir alla, annaðhvort sem hundraðshluti af launum án takmörkunar eða með þaki, eða þá sem föst fjár- hæð án tillits til tekna. Litið er sjálfstætt til hverrar einstakrar launaútborgunar, þ.e. án tillits til fyrri launaútborgana, en þetta felur í sér í reynd að staðgreiðsla við hverja launaút- borgun er við það miðuð að launþegi hafi sömu laun á öðrum launatímabilum skatt- ársins. Þessari reglu er beitt I flestum tilvikum í Banda- ríjijunum og hefur gefist þar mjög vel. Enn fremur er þessi regla notuð í þvi landi sem fyrst allra tók upp staðgreiðslu að því er ég best veit þ.e. í Vestur-Þýzkalandi, og hefur reynst þar með afbrigðum vel. Innheimtan er það vel þróuð hjá Vestur-Þjóðverjum að meginhluti launþega þar hefur lokið að fullu skattgreiðslum sínum í lok tekjuársins og þarf því engu framtali að skila. Upplýsingum um tekjur og staðgreiðslu opinberra gjalda launþega er safnað saman frá einu launatímabili til annars og flytur launþegi sem skiptir um starf, þær milli launagreið- enda. Síðasti launagreiðandi á tekjuárinu heur því fyrir hendi upplýsingar um heildartekjur og heildarskattgreiðslur laun- þegans. Fullnægi launþegi viss- um skilyrðum skattalög- gjafarinnar, en svo mun vera um meginhluta launþega, reiknar launagreiðandi út heildarskatta launþegans og innheimtir hjá honum við síðustu launagreiðslu ársins það sem á vantar eða endur- greiðir honum það sem ofgreitt var. Áður en lengra er haldið þykir mér rétt að ræða örlítið um þá kosti og galla sem talið hefur verið að séu á stað- greiðslu opinberra gjalda og tel þá upp kostina fyrst: I fyrsta lagi. Öryggi gjald- enda þar sem staðgreiðsla stuðlar að jafnvægi (samræmi) milli skattheimtu eða endur- greiðslu og greiðslugetu gjald- enda á teknaárinu. I öðru lagi. Innheimta hins opinbera yrði öruggari og jafn- ari en nú er. I þriðja lagi. Staðgreiðsian mundi hafa jafnvægisáhrif á efnahagslífið. Unnt yrði að búa þannig um hnútana að hið opin- bera gæti beitt opinberum gjöldummeir íhagstjórnarskyni en hingað, til. I þessu sambandi má geta þess að í O.E.C.D. Economic Survey — November 1975 — hefti um tsland, segir m.a. svo (í lauslegri þýðingu): „... Svo virðist sem það hafi verið mikill áhrifavaldur mis- vægis í efnahagsmálum á árinu 1974 að ekki var fyrir hendi staðgreiðslukerfi við innheimtu tekjuskatts.“ Enn fremur er að þvi vikið að það mundi auð- velda hagstjórn að taka upp staðgreiðslu opinberra gjalda. 1 fjórða lagi. Álag á launa- greiðendur (atvinnuveitendur) við innheimtu opinberra gjalda mundi minnka verulega frá því sem nú er. Þessi staðhæfing er vitanlega byggð á samanburði við gildandi kerfi hjá þeim launagreiðendum (atvinnurek- endum), sem framfylgja í einu og öllu gildandi ákvæðum og fyrirmælum um innheimtu opinberra gjalda um skyldu- sparnað svo og um greiðslu or- lofsfjár. í fimn\ta lagi. Möguleikar á einföldun (eða jafnvel af- námi) skattframtala almennra launþega með hliðsjón af þeirri einföldun, sem jafnframt er ráðgerð á skattalöggjöfinni, sem segja má að sé nauðsynleg hvort sem er. Þá komum við að þeim atrið- um sem talin hafa verið gallar: t fyrsta lagi. Að framkvæmd staðgreiðslu mundi a.m.k. fyrst í stað krefjast aukins átaks og kostnaðar hins opinbera. Að vissu marki mundu skattyfir- völd yfirtaka vissar skyldur at- vinnurekenda varðandi dreif- ingu á skilum á innheimtu opinberra gjalda til margra inn- heimtuaðila. 1 öðru lagi. Að gjaldendur töpuðu því hagræði sem gildir í dag, að geta dregið greiðslur opinberra gjalda sem lengst, þ.e. allt að V4—l'A ári eftir teknamyndun eins og nú er, en eins og fram hefur komið hjá launþegasamtökunum telja flestir launþegar mikilvægara að vita hvar þeir standa á hverjum tíma og þurfa ekki að reikna með „bakkröfum" frá hinu opinbera í ríkari mæli en staðgreiðsla gæfi tilefni til. 1 þriðja Iagi. Að staðgreiðsla mundi ýta undir meiri kaup- kröfur en ella þar sem hluti þeirra kauphækkana, sem fælist i nýjum kjara- samningum, yrði þegar i stað tekinn af launþegum í hækkuðum sköttum í stað „greiðslufrests" i gildandi inn- heimtufyrirkomulagi. Miðað við það horf sem gerð kjara- samninga virðist hafa færst í að undar.förnu í auknum mæli virðist ekki mikið hald í þess- um galla. 1 fjórða lagi. Að gjaldendur yrðu ófúsari að leggja á sig við- bótarvinnu og heildarframboð vinnuafls mundi því minnka af þeim sökum þar sem launþegar yrðu strax varir við opinberu gjöldin i stað „gjaldfrests" þeirra að öllu óbreyttu. 1 fimmta lagi. Að gjaldþegnar færu að líta á laun að frádregn- um opinberum gjöldum og taka mið af þessum „nettó launum“ við launakröfur sínar. Þetta mun aðallega geta átt við fámenna starfshópa, sem geta að meira eða minna leyti ákveðið kjör sin sjálfir, en getur ekki átt við hinn almenna launamarkað. t sjötta lagi. Afstaða sumra gegn staðgreiðslu hefur mótast af því að erfiðara sé að koma henni á hér á landi en viða annars staðar vegna atvinnu- hátta okkar. Því er til að svara að sömu vandamál, og ekki siðri, blasa alls staðar við i gild- andi innheimtu vegna atvinnu- hátta okkar. 1 sjöunda lagi. Afstaða sumra gegn staðgreiðslu hefur mótast af því að betra sé að endurbæta gildandi kerfi en taka upp stað- greiðslu. Gildandi kerfi verður aldrei endurbætt að neinu marki. Það byggir nú á og verður ávallt að byggjast á teknamyndun og fjölskyldu- stærðum, sem voru fyrir hendi, fullu einu en tæpum tveim árum áður en fyrirframgreiðsla hefst en VA og allt að 2'A ári áður en henni lýkur og enn fremur að innheimta eftir- stöðva álagðra gjalda á gjald- árum byggist á sömu aðstæðum (tekjum og fjölskylduað- stæðum) sem eru þegar orðnar 7—19 mánaða gamlar við upp- haf og eins til tveggja ára gamlar þegar lýkur. Sömu vandkvæðin verða nú uppi á teningnum varðandi endur- greiðslu barnabóta að hluta eða fullu og þátttöku ríkissjóðs i útsvörum. I ársbyrjun 1975 fól fjármála- ráðherra mér það verkefni: „að gera tillögur um með hvaða hætti og á hvaða grundvelli framkvæma megi staðgreiðslu opinberra gjalda hér á landi". Tillögum mínum skilaði ég til fjármálaráðherra um miðjan maí 1975. I samræmi við það verkefni, sem mér var falið, voru gerðar beinar tillögur um þetta efni án beins eða nánari rökstuðnings. Tillögurnar eru því nokkurs konar beinagrind að staðgreiðslukerfi sem á eftir að fylla út í og fullkomna þegar og ef ákvörðun verður tekin um upptöku staðgreiðslu hér á landi. Samkvæmt tillögunum legg ég ákveðið til að tekin verði upp staðgreiðsla opinberra gjalda með eftirfarandi hætti: í fyrsta lagi. Staðgreiðsla opinberra gjalda launþega sem byggi á „einfaldri reglu“ stað- greiðslu með notkun skattkorta og skatttaflna á sama eða svip- aðan hátt og í Bandarikjunum óg Vestur-Þýskalandi. t öðru lagi. Staðgreiðsla opin- berra gjalda af sjálfstæðri starfsemi eða atvinnurekstri, hvort heldur á vegum ein- staklinga, félaga, stofnana eða sjóða. Staðgreiðsla tekjuskatta þessara aðila mundi miðast við fyrirfram gerða áætlun en stað- greiðsla annarra gjalda færi eftir því sem stofn þeirra myndast á greiðsluárinu. Staðgreiðslan verði bráða- birgðagreiðsla á skattárinu. Að skattári loknu fari fram álagning eftir framtölum skatt- þegna. Mismunur, sem fram kann að koma milli skatt- greiðslna ársins og endanlegs skatts, verði krafinn eða endur- greiddur, eftir því sem við á, samkvæmt föstum reglum. Stefnt verði að einföldun skattalaga á þann veg að laun- þegi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, geti fullnægt fram- talsskyldu sinni með einfaldri gerð framtals. 1 framtiðinni verði stefnt að þeirri þróun á uppgjörum skatta launþega að öllum skattgreiðslum sé lokið í lok tekjuársins og bein fram- talsskylda launþega afnumin. Lagt er til að svið stað- greiðslu nái til tekjuskatta, þ.e.: tekjuskatts og útsvars ásamt byggingarsjóðsgjaldi og kirkju- garðsgjaldi (og nú nýlegu gjaldi sem lagt er á tekjur til útsvars), sölugjalds, launatengdra gjalda, gjalda tengdum rekstrar- gjöldum, landsútsvara, en af gildandi gjöldum nái svið staðgreiðslu ekki til eignar- skatts en lagt er til að svið staðgreiðslu nái enn fremur til orlofsfjárskila, skyldusparnaðarskila, og til athugunar er að það gæti náð til skila á ýmsum öðr- um launatengdum greiðslum, svo sem lífeyrissjóðsiðgjalda og stéttarfélagsgjalda svo að eitt- hvað sé nefnt. Tilhögun staðgreiðslu laun- þega og samband hans og launagreiðanda yrði hagað á þann veg að launþegi fengi í hendur svonefnt skattkort sem innihéldi sömu upplýsingar og nafnskírteini hans auk auð- kenna um fjölskylduaðstæður og hvort hann væri háður skyldusparnaði. Við upphaf starfs hjá aðalvinnuveitanda sínum skilar launþegi honum „skattkorti" sínu og verður það i vörslu aðalvinnuveitandans meðan launþeginn er i þjón- ustu hans. Launþeginn flytur skattkort sitt milli aðalvinnu- veitenda ef hann skiptir um starf. Launagreiðandinn fengi hins vegar í hendur svonefndar skatttöflur, gerðar fyrir ákveðin greiðslutímabil launa (viku- eða mánaðartöflur') og ákveðinn fjölskyldukjarna launþega svo og fyrir þá sem háðir væru skyldusparnaði, en þær upplýsingar koma fram á „skattkorti" launþegans. Að óbreyttum lögum yrði um að ræða fjórar skatttöflur. Að loknum útreikningi á launum launþega fyrir hvert launatímabil bæri aðalvinnu- veitanda hans: 9 að reikna út orlofsfé af or- (ofsskyldum launum launþega 0 og með hliðsjón af launafjár- hæð, þ.m.t. orlofi, skatttöflu Framhald á bls. 29 Erindi flutt hjá Rotary- klúbbi Reykja- víkur sl. miðvikudag Sigurbjörn Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.