Morgunblaðið - 28.04.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976
— Þjóðverjar
Framhald af bls. 32
bókun m. o, sem er fyígiskjal við
samning milli Islands og Efna-
hagsbandalagsins frá 22. júlí
1972, taki gildi, eru báðir aðilar
ásáttir um, að þrátt fyrir gildis-
tímabil það sem greint er í 9. lið
samkomulagsins • (þ.e. að
samningurinn gildi í 2 ár) megi
fresta framkvæmd þess, ef bókun
nr. 6 hefur ekki tekið gildi innan
5 rnánaða."
Samningurinn tók gildi 28.
nóvember 1975 og þess vegna eru
28. april liðnir 5 mánuðir.
Samkvæmt upplýsingum Mike
Smartt, fréttaritara Mbl. í Hull,
voru Austin Laing, framkvæmda-
stjóri Sambands brezkra togara-
eigenda, og Mike Burton, forseti
þess, í White Hall í gær, þar sem
þeir ræddu m.a. við hinn nýja
utanríkisráðherra Breta,
Anthony Crosland. Ennfremur er
Mbl. kunnugt um að margir for-
ystumenn aðrir úr brezkum fisk-
iðnaði m.a. Don Lister, fram-
kvæmdastjóri Consolidated
Fisheries, voru á þessum sama
fundi. Utanríkisráðherrann, Cros-
land, er þingmaður fyrir Grimsby
og hefur verið heldur mótsnúinn
íslendingum i fiskveiðideilunni
við Breta.
Er utanríkisráðuneytið var
spurt um þennan fund i gær
varðist það allra frétta af honum
og sagði að um væri að ræða
einkafund, sem ekki mætti búast
við að gefin yrði út fréttatil-
kynning um. Samt sem áður var
Ijóst — segir Smartt — að um-
ræðuefnið á fundinum var tsland
og stefna Efnahagsbandalagsins i
fiskveiðimálum. Jafnframt
var búizt við því að á fundinum
yrði rætt um hafréttarráðstefn-
una. Sagði Smartt, að sennilegt
væri að þrýstingur Þjóðverja
hefði orðið hvati að fundinum,
enda væri ljóst að þeim væri
mikið i mun að fiskveiði-
samningnum milli íslands og
Þýzkalands yrði ekki frestað.
Þjóðverjar vinna að því að
bókun 6 taki gildi í reynd, þótt
ekki yrði það með formlegun
hætti.
— Blökkumenn
Framhald af bls. I
Tilkynnt var í kvöld að stjórn-
völd í Ghana hefðu aflýst heim-
sókn Kissingers þangað á fimmtu-
dag af þeirri ástæðu að þjóðhöfð-
inginn, Ignatius Acheampong,
ofursti, væri veikur. Bandarfskir
embættismenn töldu hins vegar f
kvöld að hin raunverulega ástæða
væri þrýstingur frá Sovét-
ríkjunum.
Sem fyrr segir var ræðu dr.
Kissingers almennt vel tekið,
bæði af afrískum leiðtogum og á
Vesturlöndum. Kenneth Kaunda,
Zambíuforseti, sagði að ræðan
væri „mikilvæg breyting til hins
betra. Áætlun sú sem þér hafið
lýst mun hljóta fullan stuðning
okkar“, sagði forsetinn við Kiss-
inger í hádegisverðinum. Búizt er
við að Tanzaníustjórn muni
einnig fagna yfirlýsingu Kiss-
ingers um harðari refsiaðgerðir
gegn Rhódesíu. en Samora
Machel, forseti Mozambique, kom
í dag til viðræðna við Julius
Nyerere, forseta Tanzaníu, um
viðræður þeirra Kissingers.
Hins vegar sagði Elliott
Gabellah, sem nú gegnir for-
mennsku i Afrfska þjóðarráðinu
(ANC) aðyfirlýsing utanríkisráð-
herrans ylli vonbrigðum og
ekkert nýtt væri i tillögum hans.
„Þegar hann talar um að segja
bandarískum íbúum aó flytja á
brott gleymir hann því að mikill
fjöldi Bandaríkjamanna berst
sem málaliðar við hlið öryggis-
sveitanna gegn blökkumönnum,“
sagði hann. Talsinaður náma-
iðnaðarins f Rhódesíu sagði að
stöðvun króminnflutnings til
Bandaríkjanna væri vissulega
áfall en myndi þó ekkí valda veru-
legu tjóni.
í ræðu sínni sagðí Kissinger að
Bandarikin myndu reyna að leiða
Rhódesiustjórn fyrir sjónir það
viðhorf að „skjótt samkomulag
sem leiðir til meirihlutastjórnar"
væri mjög brýnt. „Hvítir sem
blakkir ættu að geta notið öryggis
og mannréttinda 1 Zimbabwe
(Rhódesiu) í framtíðinni þegar
kynþáttalegu réttlæti hefur verið
náð“. Hann lofaði þreföldun
núverandi þróunaraðstoðar
Bandaríkjanna við suðurhluta
Afriku. Þá lofaði hann aðstoð við
þau Afríkulönd, t.d. Zambíu og
Mozambique, sem beðið hafa tjón
vegna refsiaðgerða þeirra gegn
Rhódesíu. Hann hvatti Suður-
Afrikustjórn til að hraða því að
Namibíu yrði veitt sjálfstjórn, og
lítill tími væri til stefnu til afi
afnema aðskilnaðarstefnuna.
Hann lýsti stuðningi við einingu
Afríkuríkja og varaði Sovétríkin
við ihlutun í álfunni.
• ÓTTI VIÐ
NYTT ANGÓLA
1 ræðu sinni í kvöld sagði Ian
Smith að ljóst væri að brezku og
bandarísku stjórnirnar væru
„dauðhræddar" við að nýtt
Angólaástand skapaðist í
Rhódesíu. „Þær telja ranglega, að
ef takast megi að fá hvíta menn í
Rhódesíu til að gefast upp þá
myndu Rússar ekki hafa neina
afsökun til íhlutunar hér. Þess
vegna eru þær reiðubúnar til að
fórna hvitum Rhódesíubúum, —
og ef þurfa þykir öllum suður-
hluta Afríku — til þess að kaupa
tíma fyrir sig gagnvart frekari
íhlutun Rússa. . .“ Hann sagði að
ef hvítir Rhódesíumenn gæfust
upp myndi það leiða til þvilíks
valdastriðs milli blökkumanna að
borgarastyrjöldin í Angóla yrði
hreinn barnaleikur.
Ian Smith sagði: „Ég vil segja
alveg tæpitungulaust að við höf-
um alls ekki í hyggju að gefast
upp og afsala okkur landi okkar
til að friða kommúnista. Við höf-
um ekki í hyggju að láta land
okkar drabbast niður í slíkt forað
sem við sjáum I Mozambique og
Angóla í dag.“
— Vængir
Framhald af bls. 2
ákveðið að stofna nýtt flugfélag.
Þ.e. nýtt flugfélag með því mark-
miði að viðhalda þeirri sjálfsögðu
þjónustu í samgöngumálum, sem
hverju byggðarlagi er nauðsyn.
Þar má nefna sérstaklega staði
úti á landsbyggðinni svo sem:
Siglufjörð, Blönduós, Hvamms-
tanga, Hólmavík, Gjögur, Suður-
eyri, Flateyri, Bíldudal, Búðardal,
Reykhóla, Rif, Stykkishólm,
Ólafsvík, Hellissand.
Stofnfundur félagsins var hald-
inn mánudaginn 26. apríl, en
ákveðið er að halda framhalds-
stofndund, þar sem endanlega
verður gengið frá stofnun
félagsins.
Ákveðið er að bjóða þeim
aðilum, sem hagsmuna éiga að
gæta, eignaraðild að hinu nýja
flugfélagi. Þar er-u einkum höfð í
huga þau sveitarfélög og ein-
staklingar, sem notið hafa þeirrar
þjónustu, sem nú er verið að
leggja niður.
I'ljótlega verður' gerð grein
fyrir því, hvernig endanlegri
stofnun hins nýja félags verður
háttað."
Það kom fram á fundinum, að
hið nýja flugfélag verður form-
lega skrásett einhvern næstu
daga. Hlutafé er 2 milljónir til að
byrja með en verður síðan aukið.
Ljóst er, að afar stuttur tími er til
stefnu fyrir hið nýja félag, ef
Vængir hætta 1. maí og hið nýja
félag ætlar ekki að láta ferðir
falla niður. Að sögn flug-
mannanna eru uppi hugmyndir
um að leita samvinnu vð önnur
flugfélög á meðan hið nýja félag
kemur sé upp vélakosti. F"lug-
mennirnir sögðu að allt væri
óákveðið með þátttöku annarra
flugfélaga i þessu nýja félagi, en
blaðamenn spurðu sérstaklega
um Flugleiðir í þessu sambandi.
Nafn hefur ekki verið valið á hið
nýja félag.
I lok fundarins i gær sögðu
flugmennirnir að Vængir hefðu
undanfarin ár komizt upp með
það að greiða ekki flugmönnum
sinum mannsæmandí laun og
sloppið við að greiða öll launa-
tengd gjöld, þar sem starfs-
mennirnir hefðu ekki verið í
stéttarfélagi. Félagið hefði
því dafnað vel á skömmum tíma.
Nú virtist hins vegar enginn
áhugi hjá eigendunum að halda
áfram, þegar þeir þyrftu að fara
að greiða mannsæmandi laun og
launatengd gjöld, því þetta væri
ekki sama gullkistan og áður.
„Við erum þess fullvissir áð hægt
er að reka þetta flug með því að
greiða sanngjörn laun, það sýnir
vöxtur félagsins á undanförnum
árum,“ sögðu flugmennirnir að
lokum.
Á blaðamannafundinum afhentu
flugmenn Vængja greinargerð
vegna deilu þeirra við stjórn
Vængja og verður hún birt I heilu
lagi I Morgunblaðinu á morgun.
— Póst og sími
Framhald af bls. 32
eyjum hefðu haft. Samkvæmt
alþjóðalögum er heimilt að
afgreiða ekki skip, ef um
hernaðarleg fyrirmæli er að ræða,
sem koma viðkomandi aðila illa,
en Jón Skúlason sagði að hann
sæi ekki hvernig unnt værí að
túlka fréttir Óla á þann hátt. Ef
hins vegar skeyti eða samtöl inni-
halda fyrirmæli varðandi deiluna
milli Islendinga og Breta, skulu
fjarskipti stöðvuð og upprunastöð
tilkynnt um stöðvunina.
í fréttatilkynningu Póst- og
símamálastjórnarinnar segir:
„Ef vafi leikur á um stöðvun
skulu stöðvarstjórar skera úr, en
þeir geta haft samráð við póst- og
símamálastjórnina, ef þörf
krefur. Póst- og símamálastjórn
felur umdæmisstjórum og
stöðvarstjórum að sjá um að eftir
þeim fyrirmælum verði farið og
lítur svo á að brot gegn þessum
fyrirmælum varði við lög um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins, sbr. 29. gr. laga nr. 38/1954.“
Um þetta síðasta atriði og við
spurningunni um það, hvort við-
komandi yrðu látnir sæta ábyrgð
fyrir breytni sína, sagði póst- og
símamálastjóri að um það gæti
hann ekkert sagt. Hann ætti enn
eftir að kynna sér málavöxtu.
Loks segir i fréttatilkynningu
pósts- og símamálastjórnarinnar:
„Póst- og símamálastjórnin telur,
að forðast beri að aðhafast
nokkuð það, sem túlka mætti sem
brot gegn þeim skyldum, sem ís-
land hefur tekið á sig sem aðili að
alþjóðafjarskiptasamningum, en
samkvæmt þeim samningi er Is-
landi skylt að veita almenna fjar-
skiptaþjónustu, án mismununar
eftir þjóðerni, nema því aðeins
að viðkomandi skeyta- og frétta-
sending stríði gegn öryggi lands-
ins eða lögum."
— Fágætar
Framhald af bls. 2
staka athygli á sex binda útgáfu
á Heimskringlu Snorra Sturlu-
sonar, sem út kom í Kbh. á
árunum 1777 til 1826. Seldist
þessi útgáfa á 180.000 þús. kr.
auk söluskatts síðast er hún var
á uppboði hérlendis árið 1974.
Þetta eintak er mjög gott, og
fylgja því jafnmörg kort og töfl-
ur og í eintaki Fiskesafns. Af 4.
bindi þessa verks munu bara
vera til 200 eintök.
Á þessu uppboði eru F.ddur
stærsti flokkurinn. í þeim
flokki eru innlendar og
erlendar Edduútgáfur, þýð-
ingar og rit um Eddukvæðin.
Rétt er einnig að nefna orða-
bækurnar, sem eru allt gamlar
bækur og fágætar, sérstaklega
Supplementin eftir Jón Þor-
kelsson. Lítið kver. leiðbein-
ingar til bandarískra hermanna
frá 1941, og orðasafn, hefur
áreiðanlega ekki komið fram á
uppboði fyrr.
Fjórar ferðabækur eru boðnr
upp, allt eru það fágæt rit og
eftirsótt, ferðabók Collingwood
frá 1899 með litmyndum þeim,
sem gefnar voru hingað til
lands.
— 100 þúsund
Framhald af bls. 32
yfir daginn. Að jafnaði kemur
tonnið út á 50 þúsund krónur
þannig að þessir menn hafa
fengið 100 þúsund krónur vfir
daginn. En þetta eru auðvitað
undantekningar og svona
fiskerí gerist ekki nema ör-
sjaldan.
— Skellti mér
Framhald af bls. 32
en rétt áður en áréksturinn
varð svo að það gafst enginn
tími til að forða sér og afstýra
óhappinu, sagði Eiríkur. Þegar
jeppinn lenti með hliðina
framan á leigubílnum steig ég á
bremsurnar en þær höfðu orðið
gjörsamlega óvirkar við
áreksturinn, því að hásingin
færðist til. Stýrið fór úr sam-
bandi, bremsurnar fóru alveg
og bíllinn varð þar með alger-
lega stjórnlaus. Ég hef senni-
lega gleymt mér aðeins við
höggið, því að ég veit það næst
til min að jeppinn var kominn
fram á brúnina.
— Ég ætlaði að fara að teygja
mig í handbremsurnar en þá
var bíllinn kominn framaf og
allt orðið um seinan svo að ég
skellti mér flötum í gólfið,
skorðaði mig þar og beið þess
sem verða vildi. Ég gat hvort
sem var ekki haft nein áhrif á
ferðina eða stefnuna og þess
vegna var ekkert annað að
gera. Mér datt aldrei í hug að
kasta mér út, ég vissi að það
þýddi ekki neitt. Brekkan var
líka nærri standbrött og ferðin
á bílnum varð strax ofboðsleg.
— Pabbi var nýlega búinn að
segja mér frá manni, sem var á
bíl, sem varð allt í einu bremsu-
laus, en að koma að rauðu um-
ferðarljósi og hafði stóran
flutningabíl næst fyrir framan
sig. Maðurinn hafði kastað sér
aftur í aftursætið og þaðan í
gólfið og slapp ómeiddur við
skellinn. Þess vegna datt mér
nú i hug að gera svipað, fleygja
mér í gólfið.
—Á leiðinni var ég að hugsa
með mér hvort jeppinn tylldi á
hjólunum eða ylti en þá var
mikil hætta á því að ég fengi
gírstengurnar i gegnum mig.
Ég var líka að hugsa um hvar
jeppinn og ég sjálfur lentum að
lokum. Jeppinn fór aldrei af
hjólunum fyrr en hann
stöðvaðist, og ekkert skil ég í
því hvernig hann komst hjá því
að velta. Ég gerði mér ljóst að
ef hann endastyngist væri mjög
tvísýnt um líf mitt en mest var
ég hræddur um að hann kast-
aðist alveg niður í fjöru og út í
sjó og ég lenti i sjónum,
kannski rotaður eða beinbrot-
inn og það hefði verið óglæsi-
legt. Lika hefði útlitið verið
svart ef hann hefði runnið
austur af húsþakinu og þar
fram af en það sá ég ekki fyrr
en seinna.
— Hraðinn var nú orðinn
ofsalegur. Ég fann óljóst þegar
jeppinn tókst á loft og sveif yfir
girðinguna, en dálítið fyrir
högginu þegar hann kom niður
aftur. Loksins heyrði ég dynki
og læti, brak og bresti og vissi
ekki fyrr til en jeppinn lá á
hliðinni uppi á húsþakinu. Ég
skreiddist þá upp úr flakinu og
steig út, ekki einu sinni
skrámaður neins staðar nema
hvað þessi smá rispa á fingur-
inn. Ég hef ekki einu sinni sett
á hana plástur.
— Já, þetta kalla ég heppni.
Það er kannski ekki nógu
sterkt til orða tekió, kraftaverk
væri sanhi nær, þettavar vitan-
lega kraftaverk og ekkert
annað. Og þetta var á afmælinu
mínu, ætli það hafi ekki átt að
vera manndómsvígsla eða eitt-
hvað svoleiðis? — Sv.P.
— PPD hótar
Framháld af bls. 1
stjórn sósíalista myndi hins vegar
auka hættu á byltingu hægri afl-
anna. Hann kvaðst vita um tvenn
samtök utanlands sem hefðu slíkt
í huga. Hann hvatti einnig til þess
að þessir þrír flokkar veldu sam-
eiginlegan frambjóðanda úr hópi
herforingja við forsetakosn-
ingarnar í júni, en eftir þær
verður ný ríkisstjórn mynduð.
Sa Carneiro sagði i dag að ef svo
færi að sósíalistar mynduðu
stjórn einir myndi PPD ekki beita
þingstyrk sínum til að steypa
henni, heldur aðeins hafna þeim
stefnumálum hennar sem ekki
væru aðgengileg fyrir flokkinn.
Hins vegar hafnaði hann hug-
mynd um að PPD og CDS
mynduðu stjórn saman:
Stjórnmálanefnd Kommúnista-
flokksins sagði í yfirlýsingu í
kvöld, að flokkurinn væri „reiðu-
búinn til að taka til athugunar
allar hugmyndir sem gætu Ieitt til
staðfestingar á vinstri þingmeiri-
hlutanum í raun og myndunar
vinstri stjórnar“.
— Moro
Framhald af bls. 1
Giovanni Leone, forseti, muni
leysa upp þingið í síðasta lagi 5
mai og boða til nýrra kosninga 20.
júní. Óttazt er að kosningabarátta
nú yki ekki aðeins sundrunguna i
landinu heldur og kynti undir of-
beldisverk, sem verða æ fleiri á
ítaliu, Flestar skoðanakannanir
spá því að kommúnistar verði
stærsti flokkur landsins eftir
kosningar og bindi þannig enda á
30 ára yfirburðastöðu kristilegra
demókrata i ítölskum stjórn-
málum.
— Brezka
útgerðin
Framhald af bls. 2
af islandsmiðum og sá siðast-
nefndi missti einmitt vörpu í
viðureign við varðskip í
þessari veiðiferð, sem nú er að
ljúka.
Grimsbytogarinn Christal
Palace hafði i gær ekki boðað
löndun í Grimsby, en hann
lenti í útistöðum við varð-
skipið Óðin á sunnudag eins og
getið var í Mbl. í gær. Fór hann
þá af miðunum. Jón Olgeirsson
kvað talið að togarinn hefði
haldið á Færeyjamið og myndi
ljúka veiðiferð þar áður en
hann kæmi heim.
— Tollheimta
Framhald af bls. 14
stefnt er að með nefndri laga-
setningu, þ.e. að auka varnað og
að létta verulegu álagi af dómstól-
um með því að eigi er nauðsynlegt
að vísa smærri brotum almennt til
meðferðar dómstólanna, er lagt
til, að nefndum sektarmörkum
verði breytt þannig, að hámarks-
fjárhæð sekta verði hækkuð í kr.
4.000.000 og heimild tollyfirvalda
til að ákvarða sektir verði bundin
við hámarkssekt kr. 60.000.
Eigi er talin þörf á að hækka að
svo stöddu núgildandi hámarks-
heimild tollyfirvalda til eignar-
upptöku, sem nú nær til verð-
mæta allt að kr. 100.000.
— Afengisfræðsla
Framhald af bls. 14
— hafa orðið margar gerbreyt-
ingar í þjóðfélagi okkar, sem
nauðsynlegt er að taka mið af.
í öðrum lið tillögunnar er farið
fram á aukið liðsinni fjölmiðla í
baráttunni gegn áfengisbölinu.
Er þar sérstaklega bent á sjón-
varpið sem vafalaust er hvað
áhrifamesta tækið, sem við höfum
yfir að ráða til að ná athygli fólks
á öllum aldri. Hljóðvarpið hefur
þegar um alllangt skeið haldið
uppi ágætum þáttum um áfengis-
mál, og ber að virða þá góðu við-
leitni. Nefndin bendir réttilega á,
að mikið væri unnið, ef hægt væri
að svipta hinum falska dýrðar-
ljóma af áfenginu með markvissri
fræðslu og áróðri í fjölmiðlum —
dagblöðum og útvarpi.
Athyglisverðar fréttir um
áfengismál af innlendum og
erlendum vettvangi í fréttatímum
sjónvarps, auk sérstakra umræðu-
þátta, t.d. i Kastljósi, sem vel væri
vandað til, gætu tvímælalaust
orðið hér að liði. Þá væri og eðli-
legt og sjálfsagt, að um þessi efni
væri fjallað í íþróttaþáttum fjöl-
miðla og áhersla lögð á, að áfengi
og íþróttir fara ekki saman.
Ríkisfjölmiðlum ber tvímæla-
laust siðferðileg skylda til að
sinna þessum málum af meiri
alvöru en hingað til, svo drjúg
tekjulind sem ágóði af áfengis-
sölu er íslenska ríkinu. Sá ágóði
er þó að stórum hluta blekking
ein, og enginn vafi er á, að aukin
bindindissemi þjóðarinnar og
minnkandi áfengisneysla mundi
skila margföldum arði í betra og
heilbrigðara þjóðlífi.