Morgunblaðið - 28.04.1976, Side 28

Morgunblaðið - 28.04.1976, Side 28
28 MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRtL 1976 Á hættu- slóðum í ísrael™' S Sigurður Gunnarsson þýddi Þá herti Óskar sig upp og sagði: „Ég gæti þá kannski fengið leyfi til að vera í landi þessar þrjár vikur?“ Skipstjórinn góndi á hann, orðlaus af undrun. Hér var kominn til hans stroku- piltur með tvo vopnaða menn, og hann fékk góðar móttökur og veitingar í klefa skipstjórans. Og þegar hann hafði lokið við af kökufatinu, fór hann strax fram á landvistarleyfi. Miron virtist allt í einu eiga mjög ann- ríkt og fór að fitla við eitthvað í vasanum. Hann kunni dönsku, svo að hann skildi allt, sem þeir sögðu. En Jesemel, sem hins vegar skildi ekki neitt, fór að alveg r COSPER-------------\ Tilbúinn að skjóta — Það kemur tigrisdýr á fullu. eins og Míron, — hann setti upp strangan alvörusvip, eins og hann gerði jafnan, þegar hann var að æfa sig í að borða með gaffli. En nú stóð skipstjóri upp, opnaði borðskúffu og tók upp úr henni skammbyssu, veifaði henni og sagði glettnislega: „Þið skuluð ekki halda ungu menn, að þið hræðið mig, norskan skipstjóra." Síð- an settist hann aftur í stólinn og hló jafndátt og fyrr. Jafnframt sló hann fast á öxl Óskars, sem sárfann til í viðbeininu, og sagói: „Þú ert sá mesti gikkur, sem ég hef nokkru sinni hitt, síðan ég gerðist sjó- maður. Farðu tafarlaust í land og taktu með þér þessa vopnuðu náunga. En þú færð engin laun þessar þrjár vikur.“ Hann þagnaöi stundarkorn og hugsaði sig um, en sagði síðan: „Jæja, hver veit nema þú fáir nú samt sem áður eitthvað, — við skulum sjá til. En þú verður að lofa mér því, að þegar þú kemur aftur, hafirðu engin vopn með- ferðis.“ Og svo hló hann enn sinn létta hlátur, dró Óskar með sér lítið eitt afsíðis og hvislaði: „Satt bezt að segja var ég líka dálítiö hræddur við brytann. Mér líkaði alls ekki við kónann. Og ég skal segja þér, að þegar ég var á þínum aldri, strauk ég einu sinni af skipinu, sem ég var ráðinn á...það var í Marseille.Já, þannig var nú það,.. en þú mátt ekki segja nokkrum lifandi manni frá þessu....“ Og svo fóru þau í land á ný og kvöddu skipstjórann. Óskari fannst það undur- samleg tilhugsun að fá að vera þrjár vikur í viðbót með þeim Jesemel,Míron, Maríu og Ester — og þeim öllum hinum. vút> MORöíJK/- xaff/nu -k Hann sagði f dag fyrsta orðið: Olfa! Afsakaðu! — afsakaðu! Þjónninn: — Væri yður sama þótt þér borguðum reikninginn yðar strax. Við erum að loka. Gesturinn: — Fari það bölv- að, það geri ég ekki. Eg er ekki búinn að fá mig afgreiddan ennþá. Þjónninn: — Nú, jæja, þá eru það aðeins drykkjupening- arnir. Hann: — Ég hef kynnzt tveimur stúlkum, sem ég álft sérstaklega laglegar. Hún: — Ilver er hin? Spakmæli: — Þegar eldsneyt- ið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar. En samt fannst honum eins og eitthvaö vantaði. Já það var Andrés. Hann var bezti æskuvinur hans, og Óskar hefði svo gjarna kosið, að hann hefði kynnzt þessu góða fólki hér og dvalið meó því þennan tíma sem þeir þurftu að bíða. En því miður var alls ekki um það að ræða. Hann lá á sjúkrahúsinu í Marseille — og og mundi líklega aldrei verða gestur landnemanna við Djúpavatn. Þau óku aftur gegnum götur Haífa, sem ómuðu af lífi og fjöri eins og fyrr. Óskar og María sátu nú í aftursætinu. Mamma: — Það er kominn tfmi til þess að þú farir að klæða þig. Það er langt sfðan fuglarnir vöknuðu. Tommi: — Það þykir mér ekkert skrftið. Ef ég myndi sofa f hreiðri gerðu úr kvistum og </tráum, er ég viss um að ég hafði vaknað eins snemma og þeir. X — Pabbi, má ég spyrja þig einnar spurningar? — JÚ, auðvitað, drengur minn. — Hvar er vindurinn, þegar hann blæs ekki? X Móðirin: — Hvers vegna viltu ekki koma með mér til þess að heimsækja Helgu frænku. Dóttirin: — Dúkkan mfn á ekkert almennilegt til þess að fara f. X Arni: — Ef ég hefði vitað, að þú værir svona eyðslusöm hefði ég aldrei gifzt þér. Stfna: — Ef ég hefði ekki verið það, hefði pabbi heldur aldrei gefið samþykki sitt til þess. Arfurinn í Frakklandi 51 Langur vegurinn teygðist enda- laust framundan þéim, Ijós komu þjótandi móti þeim og fóru hjá, lftil þögul og dimm þorp þar sem undir tók f götunum er hfllinn ók um. Helen að tala við hann, tala glaðlega um þeirra fyrsta fund, segja honum sögur úr leikhúsinu. Og hann með aðra höndina á stýr- inu og hafði beðið Helen f guð- anna bænum að tala stanslaust til að halda honum vakandi og þegar hann fann að sér hafði aukist þróttur og hann hafði vald á hreyfingum sfnum og öðlast lag á að stjórna bílnum með annarri hendinni, sagði hann henni að fá sér blund. Þau höfðu rifist um hvort hann ætti að aka. Þau höfðu staðið and- spænis hvort öðru eins og reiðir hanar f herberginu hans og hreytt hvfslandi út úr sér hvort framan f annað, en hann hafði unnið vegna þess að Helen hafði játað að hann myndi ekki stefna sér og henni f hættu að ósekju. — fig þarf á þér að halda til að aka sfðari hlutaleiðarinnar. sagði hann. — Eg get ekki ekið þegar við komum upp í fjöllin og króka- stígar taka við. Eg get sem hægast ekið á meðan vegurinn er beinn. Hann hafði tekið höndina úr fatlanum og hún hafði hjálpað honum að fjarlægja leifarnar af jakkanum og skyrtunni. Svo hafði hún skoðað sáraumbúðirnar og sá ekki að blætt hefði f gegn. Hún hafði baðað andlit hans úr köldu vatni og hjálpað honum f hreina skvrtu og peysu sem hann hafði meðferðis. Hann sagði henni ekki hversu örþreyttur hann varð við þessar hreyfingar einar. Hann þurfti þess heldur ekki. Ilún tók fram kvalastillandi töflur sem læknirinn hafði skilið eftlr handa honum og lét hann taka tvær f viðbót og drekka svart kaffi með og svo hafði hann sest sér til hvfidar í hægindastólinn á meðan hún gerði annað það sem gera þurfti. Helen skildi hvers vegna hann gat ekki afborið að bfða til morguns, hvers vegna hver töf var honum meiri raun en nístandi kvalirnar f handleggnum. Að lifa í slfkri óvissu. að brjóta heilann um hvort hann vrði tilneiddur að viðurkenna náin tengsl við mann sem hann vissi sér ekki að skapi og við konu sem hann hafði ekki heyrt nefnda fyrr en nokkrum dögum áður. Við mann sem við slfkt átti að glfma var ekki hægt að segja að bfða rólegur, brenn- andi þörfin að vita rak hann áfram og logaði f augum hans. Hún setti niður f litla tösku meðan hann reyndi að slaka á og hún mundi eftir að setja niður eins mörg handklæði og hún fann, ef aftur færi að blæða úr sárinu. Hún tók sykurmola úr karinu og vafði þeim inn f servi- ettu. Henni hugkvæmdist að gott væri að taka vatn með en fann engin flát og hugsaði sem svo að þau myndu aka framhjá ótal krám á leiðinni og þar gætu þau fengið vatn. Klukkan var þrjú um nóttina þegar þau lögðu af stað. Nætur- vörðurinn svaf sætt og rótt f stúku sinni. Þau tóku stefnuna á Barce- lona. Lazenbysystkinin, sagði Helen allt f einu — myndu áreiðanlega geta sagt okkur nákvæmlega hver væri leiðin til Lerida og kannski einnig nákvæmlega hvar Cafe Madrid er á þeim stað. — Hvað heldurðu annars um þau? spurði David. — Mér finnst þau ákaflega sér- kennileg svo að ekki sé nú meira sagt, en á hitt er að Ifta að þau eru svo sérkennileg að það er einnig til f dæminu að þau séu einmitt það sem þau segjast vera. — Kannski. En ég held að þau hafi verið á gægjum þegar við fórum af stað. Eftir klukkustund lét hann Helen taka við um stund. Þegar þau stöðvuðu bflinn til að skipta um sæti, tók hann hlfðlega utan um hana og kyssti hana. — Þakka þér fyrir, sagði hann. Hún sagði ekkert. — Og þakka þér fvrir að segja ekki „fyrir hvað“ bætti hann við. Þau sáu að bensfnið var farið að minnka. Þau voru alveg að verða bensínlaus þegar þau komu loks að bensfnstöð þar sem opið var allan sólarhringinn. Þau teygðu úr sér á meðan tankurinn var fvlltur. Handan við var himinn- inn að lýsast. Nóttin var að kveðja og þau skynjuðu návist nýs dags. Helen geispaði og fann að það fór hrollur um hana. — Er nokkur kaffistofa opin hér f grenndinni, spurði David afgreiðslumanninn. — Ekkert að fá hér í nánd. ^ — Er hægt að fá að drekkal þér hafið ekki kaffivél hérna? Maðurinn var Ifka þrevttur eft- ir nóttina. Hann hristi höfuðið. — Kannski þér vilduð hjálpa okkur um vatn . . . Maðurinn leit sem snöggvast á handlegg Davids og svo á þreytu- legt andlit Helenar og þegar hann kom til að gefa þeim til baka fyrir greiðsluna hélt hann á átekinni bjórflösku. — Ég á ekki annað en þetta. Ég var búinn að fá mér sopa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.