Morgunblaðið - 15.05.1976, Side 3

Morgunblaðið - 15.05.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976 3 Leifur Eiríksson í fararbroddi 4. júlí Skipverjar byrjaðir að safna skeggi EINS og flestum er kunnugt halda Bandarfkin 200 ára þjóð- hátfð þann 4. júlf næst kom- andi og í þvf tilefni mun fjöldi skipa frá mörgum þjóðlöndum sigla upp East River við New York. Öll eru skipin af gamalli gerð og sum gömul. Þetta atriði þjóðhátfðarinnar er talið vekja hvað mesta athygli. Akveðið er að íslendingar taki þátt f sigl- ingunni upp East River og verður farkosturinn þjóðargjöf Norðmanna til tslendinga á 1100 ára afmælinu, vfkinga- skipið Örn. Fvrir siglinguna upp East River verður skipt um nafn á þvf og verður það fram- vegis nefnt Leifur Eirfksson. Þeir Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi og Sigurður A. Magnússon rithöfundur hafa unnið mikið að undirbúningi fyrir þessa för. Þeir sögðu er Mbl. hafði samband við þá í gær, að lagt yrði upp frá smá- höfn á Long Island eyju. Skipunum yrði skipt í flokka, og fyrsti flokkur yrði heiðurs- flokkur 11 smáskipa. Ekki er fullráðið hver röð skipanna verður, en að líkindum verður farið eftir starfrófsröð þannig að ísland yrði nr. 5 eða 6 á undan Italfu. Þessa dagana er unnið að við- gerð á Erni, en skipið var orðið nokkuð skemmt, m.a. var kjölur þess brotinn og sömuleiðis stýri. Bandarfkjamenn hafa beðið íslendinga um að hafa drekahöfuð í stafni skipsins og verður það smíðað áður en lagt verður af stað i förina. Flugleiðir og Eimskipafélag íslands hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og munu Flug- leiðir flytja áhöfn skipsins til Bandaríkjanna, en Eimskip mun sjá um flutning skipsins. Gert er ráð fyrir að átta manna áhöfn verði á skipinu. Þegar er ákveðið að í áhöfninni verði þeir Sveinn Sæmundsson, Sigurður A. Magnússon, Viggó Maack, Hinrik Bjarnason og Knútur Mogensen, en hann var, einn þeirra er sigldi skipinu frá Noregi til íslands. Þá hefur Framhald á bls. 31. Vfkingaskipið örn. Það mun bera nafnið Leifur Eirfksson f nánustu framtfð. Norræna félagið: 17 kennurum boð- ið til Danmerkur SU HEFÐ hefur skapast að, Danir bjóði fslenzkum kennurum f heimsókn annað hvert ár og Is- lendingar dönskum kennurum á sama hátt f heimsókn f jórða hvert ár. Nú í sumar býður danska Norræna félagið og dönsku kennarasamtökin 17 íslenzkum kennurum, af öllum skólastigum, til ókeypis dvalar í landinu, frá 14. ágúst til 1. september. Þátttakendur þurfa aðeins að greiða ferðina Reykjavík — Kaupmannahöfn — Reykjavík. Dvalið verður í Kaupmannahöfn, Snoghöj lýðháskóla og hjá dönsk- um kennurum á landsbyggðinni. Þá verður kennurunum gefinn kostur á að heimsækja skóla og menntastofnanir meðan á dvöl þeirra í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir þurfa að hafa borist Norræna félaginu í Reykjavík fvrirlO iúnf Tónlistarfélagið: Píanósnillingnrinn Gilels leikur í Háskólabíói í dag RUSSNESKI pfanósnillingurinn Emil Gilels heldur píanótónleika f dag á vegum Tónlistarfélagsins. Þeir eru í Háskólabfói og hefjast kl. 2.30. Gilels leikur verk eftir Beethoven, Brahms og Debussy. Emil Gilels lék einleik með sinfónfuhljómsveit íslands sl. fimmtudagskvöld. Hlaut hann fá- dæma góðar undirtektir áheyr- enda, sem risd á fætur til að hylla hann að leik loknum. Á efnisskránni á tónleikum Tónlistarfélagsins í dag eru þrjár sónötur Beethovens, nr. 25, op. 79 í G-dúr. nr. 26, op. 81 a i Es-dúr og nr. 27, op. 90 í e-moll. Þá eru fjórar ballöður, op. 10, eftir Brahms og Tónamyndir (Images) eftir Debussy. Norræna félagið: 15 boðið ókeypis til Svíþjóðar TVÖ sfðastliðin ár hefur Norræna félagið f Norrbotten f Svfþjóð boðið nokkrum fslendingum á hálfsmánaðarnámskeið f sænsku, þeim að kostnaðarlausu. Að nám- skeiði loknu hefur þátttakendum verið boðið f nokkurra daga ferð um norðurhéruð Svíþjóðar, Finn- lands og Noregs, um byggðir sama, er f daglegu tali kallast Nordkalotten á skandinavisku málunum. Það er einróma álit þeirra er farið' hafa, að allt fyrirkomulag námskeiðsins sé frábært, öll kennsluskilyrði eins góð og best verður á kosið og áð þátttakend- um sé kynnt þjóðlif og menn- ingarlíf þessa norræná hluta Svíþjóðar svo vel að þeir hafi öðlast nýja innsýn í lifnaðarhætti fólks á þessum norðlægu slóðum. Nú í sumar er enn á ný boðið fimmtán íslendingum á slíkt nám- skeið, er haldið verður 2.—14. ágúst. Áhugafólk getur snúið sér til Norræna félagsins í Norræna húsinu, kl. 16—19 og fengið þar nánari upplýsingar og þar geta væntanlegir umsækjendur fengið umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 23. maí. Vortónleikar hjá Tónlistarskólanum 1 Görðum 1 dag VORTÓNLEIKAR Tónlistarskól- ans í Görðum verða haldnir i íþróttahúsinu Ásgarði í dag, laugardag og hefjast kl. 5 sd. og sunnudaginn 16. maí kl. 11 árdegis við helgiathöfn í Garða- kirkju. Skólanum verður síðan slitið að tónleikunum loknum. Gítartónleikar Péturs Jónassonar verða endurteknir fimmtudaginn 20. maf kl. 20 i Garðaskóla. AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið sem fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska orka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.