Morgunblaðið - 15.05.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976
7
Heimsstríð og
þorskastríð
Brezka Verkamanna-
flokksstjórnin stýrir gróf-
um herskipa- og flugflota-
aðgerðum gegn óvopnaðr:
smáþjóð og bandalags-
þjóS. sem á llfshagsmuni
að verja I viðhaldi llfs i
hafinu umhverfis landið.
Þegar neyð Bretans var
stærst, á tlmum siðari
heimsstyrjaldarinnar,
fluttu íslenzkir sjómenn
þeim sjávarafla sinn. ís-
lenzka þjóðin galt þá að-
stoð hlutfallslega meira
mannfalli en Bretar sjálfir
sina styrjaldarþátttöku.
Þrátt fyrir þessa stað-
reynd og þrátt fyrir viður-
kenningu brezkra visinda-
manna á hrunhættu
þorskstofnsins stunda
þeir rányrkju á miðum
okkar. jafnvel alfrið-
uðum hrygningar- og
ungf iskasvæðum, und-
ir herskipavernd. Lifi
löggæzlumanna okkar
(varðskipsmanna), sem
sumir hverjir bera heið-
ursmerki fyrir björgun
brezkra sjómanna úr sjáv-
arháska. stefnir brezki
flotinn i endurtekna
hættu á sifellt grófari og
viðurstyggilegri hátt. Á
öllu þessu ber brezka
stjórnin fulla ábyrgð: að-
förinni að lifshagsmunum
vopnlausrar vinaþjóðar,
aðförinni að lifkeðju sjáv-
ar (sem er glæpur gegn
framtíðinni) og aðförinni
að einingu vestrænna lýð-
ræðisrikja (sem verið hef-
ur hvalreki á fjörur
kommúnista hér á landi
og andvestrænnar stefnu
þeirra) Og það er út af
fyrir sig skiljanlegt, að
fólki hitni svo I hamsi að
tilfinningahitinn beri rök-
hyggju þess og heilbrigt
mat á aðstæðum öllum
yfirliði, þó skapsmunir
megi ekki verða skynsem-
inni yfirsterkari til lang
frama
Að nýta vopnin
eða kasta
þeim frá sér
Við þvi var að búast. að
kommúnistar hér á landi
nýttu þau tækifæri, sem
ofbeldi brezku stjórnar-
innar færir þeim i hendur,
til að knýja fram andstöðu
gegn aðild að Nato og
veru varnarliðs i landinu.
Áróður kommúnista og yf-
irgangur Breta falla að
þessu leyti i sama farveg.
þjóna sama tilgangi og
eru samverkandi. Engu að
siður er það staðreynd, að
aðild okkar að Nato hefur
i öllum þorskastriðum,
sem við höfum háð, kom-
ið i veg fyrir, að Bretar
þyrðu að beita hermætti
sinum til fulls gegn okkur.
Engum dylst. að hernaðar-
legir yfirburðir þeirra eru
fyrir hendi, þó að mál-
efnalega séum við sterk-
ari.
Þeir sem allar götur
hafa talið aðild ísland að
Nato af hinu illa heimta
nú háværir, að við nýtum
þau „tiltæku vopn" i
þorskastriðinu, sem þessi
aðild fær okkur I hendur.
Af lævisi er þessi krafa þó
þann veg fram sett, að ef
eftir henni væri farið. þ.e.
að ísland gangi úr Nato
og visaði varnarliðinu á
braut. stæðum við uppi
ÁN ÞESSARA VOPNA.
sem krafizt er að nýtt séu.
Við islendingar förum
ekki úr Nato, við köllum
sendiherra okkar ekki
heim frá Brússel og við
vísum varnarliðinu ekki úr
landi. Þvert á móti. Við
hagnýtum okkur þann
vettvang sem Nato er. til
sóknar gegn Bretum, til
þess að sýna umheimin
um framan i ofbeldi
þeirra. Við höfum allar
götur sýnt sáttfýsi að
þeim mörkum, sem fiski-
fræðilegar staðreyndir
okkar leyfa, og það hefur
ekki sizt styrkt okkur á
erlendum vettvangi og
fært okkur þann árangur.
sem þar hefur náðst.
Gluggað í
gærdaginn
íslenzkir kommúnistar
stóðu, meðan stætt var,
gegn útfærslu fiskveiði-
landhelgi okkar I 200 sjó-
mílur í viðtali við Þjóð-
viljann sagði Lúðvík Jós-
epsson, er þetta mál var I
deiglunni, að þetta spor
ætti ekki að stíga fyrir en
einhvern tíma í framtið-
inni, að breyttum hafrétt-
arlögum eða lokinni haf-
réttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna Þetta voru
hans fyrstu viðbrögð, eftir
fiskifræðilegar staðreynd-
ir um hrunhættu þorsk-
stofnsins, sem íslenzk
ir f iskif ræðingar og
fundur Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðiráðs-
ins létu frá sér fara þegar
á árinu 1972. Þá var
sóknin í þorskstofninn á
þessu hafsvæði þegar tal-
in helmingi meiri en veiði-
þol hans leyfði. Næstu
viðbrögð hans og þings-
manna Alþýðubandalags-
ins allra voru samningarn-
ir við Breta, ári siðar
(1973), til tveggja ára,
þ.e. 130.000 tonna
þorskafla, þeim til handa
hvort árið. Ráðherrar og
þingmenn kommúnista
höfðu sælir setið i tveimur
ríkisstjórnum, innan Nato,
í sátt við varnarliðið á
Miðnesheiði, og háð sín
þorskastríð, án þess að
slíta stjórnmálasambandi
við Breta (samningar við
þá komu i þess stað).
Þannig eru nú heilindin i
„hugsjónunum" Komm-
únista, þegar gluggað er i
gærdag þeirra, staðreynd-
imar að baki vigorðunum,
sem „nytsamir sakleys-
ingjar" eiga undir að
ganga í dag.
Það, sem skiptir
öllumáliog ráða
á afstöðu okkar
Það sem skiptir öllu
máli, þegar aðstæður eru
skoðaðar ofan i kjölinn, er
að ná þeim markmiSum,
sem a8 er stefnt, hóflegri
veiðisókn i þorskstofninn
og stjómun á nýtingu
f iskimiðanna. Það er
rangt að heyja strið striðs-
ins eins vegna, þó að
við getum neyðzt til þess
að verja lifshagsmuni okk-
ar. Það er rangt að semja
samninganna einna
vegna, þó það geti verið
skynsamlegt, ef við
tryggjum hagsmuni okkar
og rétt betur með þeim
hætti en án samninga.
Þar um verða efnisatr-
iði að ráða. þ.e. hvort
veiðisókn verði nægilega
skert, fiskverndarsjónar-
mið virt, hættuástandi
bægt frá, tollfriðindi
tryggð og önnur efnisatr-
iði með þeim hætti, sem
við má una örfáa mánuði
fram yfir hafréttarráð
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna.
AA nefnu (ilefni skal á það bent að
messutilkynningar í þessum dálkum
verða að berast árdegis á fimmtudng-
um.
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11
árd. Séra Þórir Stepensen.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Messa í Breiðholtsskóla kl. 2
síðd. Séra Lárus Halldórsson.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
Lesmessa miðvikudag kl. 10.30
árd. Beðið fyrir sjúkum.
Prestarnir.
DÓMKIRKJA KRISTS
konungs Landakoti. Lágmessa
kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30
árd. Lágmessa kl. 2 síðd.
GRENSASKIRKJA Messa kl
11 árd. — altarisganga. Séra
Halldór S. Gröndal.
SELTJARNARNESSKÓKN
Guðþjónusta kl. 11 árd. í
félagsheimilinu. Séra Guð-
mundur Óskar Ölafsson.
Arbæjarprestakall
Guðþjónusta í Arbæjarkirkju
kl. 11 árd. (Athugið breyttan
messustað og tíma). Séra Guð-
mundur Þorsteinsson.
FRIKIRKJAN Messa kl. 2
síðd. Séra Þorsteinn Björns-
son.
IIJALPRÆÐISHERINN
Klukkan 11 árd. helgunarsam-
koma. Kl. 8.30 síðd. Hjálp-
ræðissamkoma. Brigadier Ingi-
björg Jónsdóttir.
LANGIIOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Séra Árelíus Níelsson. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Ræðuefni:
1 vor kirkju jarðar. Séra Sig-
urður Haukur Guðjonsson.
Sóknarnefndin.
BUSTAÐAKIRKJA
Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Ólafur Skúlason.
FELLA- OG HÓLASÓKN
Guðþjónusta í Fellaskóla kl. 2
siðd. Ingólfur Guðmundsson
lektor prédikar. Séra Hreinn
Hjartarson.
LAUGARNESKIRKJA Messa
kl. 2 siðd. Séra Garðar
Svavarsson
HATEIGSKIRKJA Messa kl. 2
síðd. Séra Arngrimur Jónsson.
ASPRESTAKALL Kirkjudag-
ur, sem hefst með guðþjónustu
kl. 2 siðd. að Norðurbrún 1.
Séra Grímur Grímsson.
NESKIRKJA Guðþjónusta kl.
2 síðd. Frank M. Halldórsson
Kaffisala kvenfélagsins að lok
inni guðþjónustu.
FlLADELFlUKIRKJAN Safn
aðarguðþjónusta kl. 2 siðd.
Almenn guðþjónusta kl. 8 siðd.
Einar ,1. Gíslason.
ELLI- OG HJtJKRUNAR-
HEMILIÐ Grund. Messa kl. 2
síðd. Séra Gunnar Árnason
messar. Fél. fyrrv. sóknar-
presta.
FÆREYSKA Sjómanna-
heimilið Samkoma verður kl. 5
Séra Frank M. Halldórsson
Guðspjall dagsins Jóh. 16,
5,—15.: Sending heilags
anda
prestur í Nessókn talar. Þetta
verður síðasta samkoma í sjó-
mannaheimilinu á þessu vori.
Johan Olsen.
LAGAFELLSKIRKJA
Guðþjónusta kl. 2 sfðd. Séra
Bjarni Sigurðsson.
DIGRANESPRESTAKALL
Guðþjónusta kl. 2 síðd. í Kópa-
vogskirkju. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
KARSNESPRESTAKALL
Guðþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson.
GARÐAKIRKJA Helgiathöfn
kl. 11 árdegis. Hluti af vortón-
leikum Tónlistarskólans og
skólaslita. Séra Bragi Friðriks-
son.
FRlKIRKJAN í Hafnarfirði.
Guðþjónusta kl. 2 síðd.
Fermingarmyndir vorsins af-
hentar. Safnaðarprestur.
NJARÐVÍKURPRESTA-
KALL Sunnudagaskóli i Innri
Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og
i Stapa kl. 1.30 siðd. Séra Páll
Þórðarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA
Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra
Ölafur Oddur Jónsson.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJAR-
KIRKJA Guðþjónusta kl. 2
siðd. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA Messa kl. 2.
síðd. Séra Sigurður Sigurðar-
son.
AKRANESKIRKJA Messa kl.
10.30 árd. (Athugið breyttan
messutíma). Séra Björn Jóns-
son.
Islenzka umboðssalan hf.,
sími 26750
Snör handtök
lækka kostnaðinn
Sjálfvirka FMC-bindi-
vélin er fljótvirk
og örugg. Verðið
er þó hagstætt.
Leitið upplýsinga
ísima 26750.
l-2-trio...
stærsta úrval ársins!
Komið og sjáið
TJALDBÚÐIR Sími
GEITHÁLSI 28553
Vorkapp-
reiðar
1. kappreiðar ársins verða haldnar sunnudag-
inn 1 6. maí á skeiðvelli félagsins að Víðivöllum,
(Selási) og hefjast kl. 14, með glæsilegri hóp-
sýningu unglinga. Þá fer fram keppni 1 eftirtöld-
um hlaupum:
Skeiði, 250 m.
Stökki 250 m., 350 m., og 800 m.
Þar að auki 1 500 m brokki.
Þarna koma fram einhverjir snjöllustu hestar
landsins milli 60 — 70 hlaupagarpar.
Veöbanki starfar
Komið og fylgist með spennandi keppni.
Vatnsveituvegur verður eingöngu opinn
gestum mótsins, frá kl. 13 —17. Starfsmenn
mæti kl. 1.
Hesthús félagsins í Selási verða lokuð milli kl
13 og 17.
Ath. Forskoðun kynbótahrossa sem sýna á
Fjórðungsmótinu á Rangárbökkum, verður á
skeiðvelli félagsins, laugardaginn 15. maí.
Stóðhesturinn Hrafn frá Holtsmúla, verður til
afnota hjá okkur næstu vikur.
Hestamannafélagið Fákur.