Morgunblaðið - 15.05.1976, Side 12

Morgunblaðið - 15.05.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976 Magnús A rnason húsvörður 70 ára Á LOKADAGINN 11. maí s.l. varð Magnús Árnason, húsvörður í Vogaskóla, sjötugur. Hann kaus að skreppa úr bænum á afmælis- daginn og láta sem minnst vita af þessum tímamótum. Því birtist þessi afmæliskveðja eigi á réttum degi ogverður raunarsmá í snið um. Hins vegar er Magnús slíkur maður að eftir honum er tekið hvar sem hann dvelur lengur eða skemur. Valda þar einstakir hæfi- leikar hans til mannlegra sam- skipta, þægiiegt viðmót og lipurð. Orsakir þessa munu margar, má þar til nefna frábært minni um ættir manna og uppruna, við- ræðuhæfni, að ógleymdum arfi og uppeldi úr foreldrahúsum, en Magnús er sonur sr. Árna Þórar- inssonar, sem oftast er kenndur við Stóra-Hraun, og konu hans önnu Maríu Elísabetar Sigurðar- dóttur frá Syðra-Skógarnesi. Þótt hér verði eigi rakið frekar, standa sterkir ættstofnar að Magnúsi húsverði og engi hefur hans reynzt ættieri. Hygg ég kunnug- um þyki sannmæli um hann það er Þorbergur skráði eftir föður hans: „Ég trúi því, að allir þeir, sem eru af góðum ættum, hljóti þá gæfu að gera eitthvað til gagns." Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir tæpum 9 árum, er hann kom að Vogaskóla sem húsvörður, en hafði þá um nokkurt skeið starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Strax við fyrsta mót okkar vakti hið hlýja viðmót athygli mína. Þótti mér sýnt, að annaðhvort væri maðurinn mikill leikari eða hann mundi reynast næsta vel fallinn til samskipta við skóla- nemendur. Sannazt hefur hér hið síðara en hitt jafnhliðaorðið vissa mín, að eigi væri Magnús vel fall- inn til að leika neinn — nema sjálfan sig. Heiðarleiki og velvilji einkenna svo viðræðu hans og störf öll að engum leynist sem manninum kynnist. I erilsömu og oft vanþökkuðu starfi við umsjón og eftirlit I skóla eru þessir kostir ómetanlegir. Aldrei veit eg Magnús hafa hrakið skólanem- SÉRTILBOÐ — LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER GOLFTEPPI Veggfóöur — Málning Lítið við í Litaveri því það hefur ávallt borgað sig. msrv Hreyfilshúsinu við Grensásveg SÉRTILBOÐ Að mörgu er að hyggja, er þú þarft að tryggja Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar- skyld tjón - svo nokkuó sé nefnt. anda frá sér með hryssingslegum svörum eða viðbrögðum. Kvabbi þeirra tekur hann með afalegri hlýju, cnda er hann að eðlisfari barngóður með afbrigðum. Fróð- leikur hans um menn og málefni verður oft tilefni til ánægju- stunda, þar sem Magnús rekur saman ættir nemenda, sem lengi hafa þekkzt en aldrei vitað nokk- ur skyldleikabönd sín í milli. Hefi ég haft margt gaman að undrun nemendanna og gleði fræða- mannsins, er frændsemin var fundin. Þótt eg sé sá skussi að kunna engar ættartölur, þá hefi eg alltaf dáðst að þeim hæfileika i fari annarra og talið hann mjög mikils virði. Eg er alinn upp við það viðhorf, að spurt væri hverra manna gesturinn væri og þá „ekki verið að tala um fátæka og ríka“ eins og sr. Árni segir í ævisögu sinni. Hitt var trú manna eða vissa, „að sjaldan félli eplið langt frá eikinni“, af ætterni manna mætti allglöggt spá hvers vænta mætti. Við skólamenn trúum auk þess á mikilvægi uppeldis. Ef saman fer góður stofn og gott uppeldi, þá fer vart hjá að úr verði nytjaþegn. Sú mun og trúa Magnúsar, enda hefur það sann- azt á honum sjálfum. Ekki veit eg hvort Magnús hef- ur lent á „réttri hillu" í ævistörf- um, en hitt veit eg að allir sam- starfsmenn hafa auðgazt af kynn- um við hann. Hann er ættaþulur mikill, en þar að auki persónu- leiki, sem eykur ósjálfrátt bjart- sýni manns og lífstrú. Af honum geislar barnsleg einlægni, hann er trúmaður, snjall leikmaður að tafli og svo skapi farinn að engan á hann óvildarmann, en vini fjöl- marga. Kynni mín af Magnúsi hafa styrkt sannfæringu mína um sannleik íslendingasagna. Hann sannar hversu varðveitzt getur hjá einstöku mönnum skýr lýsing löngu liðinna atburða, manna og málefna og borizt lítt brengluð frá einni kynslóð til annarrar, mann frá manni. Þenna frásagn- arhæfileika spegla fornsögurnar, og hann hefur orðið tákn íslend- ings að fornu og nýju. Magnús er mynd þessa íslendingseðlis. Ég færi Magnúsi Árnasyni sjö- tugum þakkir mínar, fjölskyldu minnar og skólans okkar. Við árn- um honum, konu hans og fjöl- skyldu allra heilla á komandi tið. Um leið vildi eg óska að skólum hins nýja tíma gæfist frelsi og færi til að njóta slikra fræðaþula og sagnamanna í daglegu við- ræðustarfi með nemendum. Er þess meiri þörf nú en nokkru sinni, þegar flest heimili eru afa- og ömmulaus og aldrað fólk vistað í biðsölum á elliheimilum fjarri börnum og ungmennum. Slíkan kennarasess mundi Magnús skipa með sæmd og skóla til heilla. Helgi Þorláksson. Laun og kjör póst- manna verði stórbætt r Björn Björnsson kjörinn formaður P.F.I AÐALFUNDUR Póstmanna- félags Islands var haldinn 29. apríl 1976. Kosið hafði verið nýtt félagsráð sem síðan kaus nýja framkvæmdastjórn. Formaður var kjörinn Björn Björnsson og meðstjórnendur Pétur Eggerts- son, Gyða Jónsdóttir, Sævar Einarsson og Sigurður Samúels- son. Fundurinn taldi P.F.Í. hafa bor- ið skarðan hlut frá borði í kjara- samningum undanfarin ár og skoraði á samninganefnd félagsins að krefjast þess i samningum þeim, sem framund- an eru, að laun og kjör póstmanna verði stórbætt. Ennfremur var samþykkt svo- felld áskorun og send samgöngu- ráðherra: Aðalfundur P.F.Í. haldinn 29. apríl 1976, skorar á samgönguráð- herra að hlutast til um að hraðað verði byggingu aðalpósthúss í Reykjavík, þar sem allar greinar póstþjónustunnar verði stað- settar. Fundurinn telur rétt að aðalpósthúsið verði i nýja mið- bænum við Kringlumýrarbraut. Telja verður óviðunandi á 200 ára afmæli hinnar íslenzku póst- þjónustu 13. maí n.k. að húsnæðismálin séu í slíkum ólestri, að ógerlegt sé að fylgjast með framförum á sviði hag- ræðingar og tæknivæðingar til hagsbóta fyrir notendur. Alþingsmenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 16:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend- ingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 15. maí verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sigriður Ásgeirsdóttir varaborgarfulltrúi. Sigrlður Davið VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.