Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAt 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur. Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson
Aðalstræti 6, shri 10100
ASerlstræti 6, slmi 22480.
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakiS.
Nokkrar umræður urðu
á Alþingi um miðja vik-
una vegna meðferóar þing-
nefndar á frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um rann-
sóknarlögreglu, en frum-
varp þetta gerir ráð fyrir
nokkrum skipulagsbreyt-
ingum á starfsemi rann-
sóknarlögreglu og er ætlað
að styrkja starfssemi henn-
ar. í umræðum þessum
kom fram, að dómsmála-
ráðherra hefði óskað eftir
því, að frumvarp þetta,
ásamt fylgifrumvörpum,
yrði afgreitt frá þessu
þingi. Hins vegar skýrói
formaður þingnefndar
þeirrar, sem hlut átti að
máli frá því, að frumvarp-
ið, sem er all viðamikið,
heföi verið sent fjölmörg-
um umsagnaraðilum og
hefðu komiö fram á-
bendingar og athugasemd-
ir, sem óhjákvæmilegt
væri að fjalla um. Þar sem
ekki væri gert ráð fyrir, að
frumvarpið tæki gildi fyrr
en 1. janúar 1977, jafnvel
þótt það hefði hlotið sam-
þykki á Alþingi nú, hefði
nefndin einróma komizt að
þeirri niðurstöðu, að rétt
væri að bíða með endan-
lega afgreiðslu þess til
haustsins og tryggja þar
með vandlegri undir-
búning þess án þess að
seinka gildistíma væntan-
legra laga.
Við venjulegar aðstæður
eiga þessi sjónarmið þing-
nefndarinnar fullan rétt á
sér. Frumvarp þetta kom
fram á miðjum vetri og
eðlilegt, að þingið vilji hafa
rúman tíma til þess að
fjalla um mál, sem snertir
svo þýðingarmikið svið. Á
hinn bóginn verða þing-
menn að gera sér grein fyr-
ir því, að við búum ekki við
venjulegar aðstæður í
rannsókn sakamála um
þessar mundir. Þvert á
móti stöndum við um þess-
ar mundir frammi fyrir
þeirri spurningu, hvort hér
á íslandi kunni að hafa
þróazt svika- og glæpa-
starfssemi af þvi tagi, sem
stofnanir þjóðfélags okkar
ráði ekki við. Þess vegna
vakti það verulega athygli,
þegar ríkisstjórnin lagði
fram frumvarp þetta um
rannsóknarlögreglu og
mun meiri athygli en frum-
varpinu hefði hlotnazt að
öðru jöfnu. Með tilliti til
þessara sjónarmiða og þess
mikla uggs og ótta, sem nú
ríkir í samfélagi okkar, er
nauðsynlegt að Alþingi af-
greiði þetta frumvarp. Af-
greiðsla þess eða frestun,
er í huga almennings orðin
spurning um traust eða
ekki traust. Afgreiðsla
frumvarpsins er eindregin
vísbending um, að þing-
menn séu tilbúnir til þess
að leggja á sig, þegar í stað,
nokkra vinnu til þess að
treysta og efla rannsóknir
sakamála á íslandi. Óhikað
má fullyrða, af því að rætt
var um peninga i þessum
umræðum á Alþingi, að
skattgreiðendur vilja um
þessar mundir fremur sjá
skattpeninga sína ganga til
þessara þarfa en ýmissa
annarra.
Nú er að vísu komið að
þinglokum, en það skiptir
varla miklu máli úr því
sem komið er, hvort þingi
lýkur einum degi fyrr eða
seinna. Þess vegna skal
þeim tilmælum beint til
þingmanna í fyllstu alvöru,
að þeir taki þetta mál til
meóferðar nú og afgreiði
það á þessu þingi svo að
þegar í stað verði unnt að
hefja undirbúning að
þeirri endurskoðun rann-
sóknarlögreglukerfisins,
sem frumvarpið gerir ráð
fyrir. Samþykkt frum-
varpsins á þessu þingi
mundi efla trú almennings
á, að stjórnvöld séu tilbúin
til þess að taka nokkuð á til
að tryggja það að þau, að
því er virðast stórfelldu
svika- og glæpamál, sem
skotið hafa upp kollinum,
verði upplýst að fullu.
Undanfarna daga hafa
Morgunblaðinu borizt fjöl-
mörg bréf skeyti og upp-
hringingar frá fólki víðs
vegar að á landinu vegna
skrifa Morgunblaðsins um
þessi mál. í einu þeirra
bréfa sem blaðinu hafa
borizt segir bréfritari m.a.:
„Hugmyndir og vilji al-
mennings í þessu voðamáli
er, að allir þættir þess
verði upplýstir eins og
ýtrasta geta leyfir og að
málið sé nú þegar fengið í
hendur okkar fremstu og
færustu manna á sviði
sakamála og verði þeir
leystir frá öllum öðrum
störfum á meðan þeir
vinna að þessu máli.“ Með
þessum orðum bréfritara
er engri rýrð varpað á þá
aðila, sem unnið hafa að
rannsókn málsins. Hins
vegar er ástæða til, að yfir-
menn þeirra stofnana sem
hér eiga hlut að máli
endurskoði nú alla með-
ferð Geirfinnsmálsins
rannsóknaraðferðir og
önnur vinnubrögð, og taki
til endurmats á hvern hátt
líklegast sé að nokkrum
árangri verði náð. í þeim
efnum er engin ástæða til
að leiða hjá sér að leita
erlendrar aðstoðar, ef það
er mat manna að eitthvert
gagn geti orðið af slíkri að-
stoð. Kjarni málsins er sá,
að hvarf Geirfinns Einars-
sonar og ýmsar grunsemd-
ir, sem vaknað hafa í
tengslum við það, hvort
sem þeir þættir eru tengd-
ir hvarfi Geirfinns eða
ekki, gefa tilefni til víð-
tækustu rannsóknar á
hugsanlegum glæpamálum
og sakamálum sem efnt
hefur verið til á íslandi.
Morgunblaðinu er ekki
kunnugt um, að sú sam-
ræmda, víðtæka rannsókn,
hafi í raun og veru hafist
enn.
Endurskipulagning
rannsóknarkerfis
Jóhann Hjálmarsson
Snorri Hjartarson
AIJGU ÞJÓÐARINNAR
SVAVAR Gestsson, ritstjóri
Þjóðviljans, hefur eflaust talið
að Árni Bergmann stæði sig
ekki nógu vel í menningarbar-
áttunni því að sunnudaginn 25.
apríl sl. skýst. hann fram á rit-
völlinn í senn í gervi bók-
menntagagnrýnanda og í hinu
venjulega hlutverki þjóðmála-
vandlætara. Svavar ritar I grein
sinni, sem nefnist Enn er veg-
ljóst, um tvö skáld, þá Snorra
Hjartarson og Ölaf Jóhann Sig-
urðsson, sem báðir hafa að hans
mati snúist skörulega gegn
„hernámsstefnunni" svo-
nefndu. Með greininni birtir
hann ljóð Snorra Land þjóð og
tunga og hluta úr öðru ljóði
hans í garðinum.
Land þjóð og tunga var að
sögn Svavars „ort i marsmán-
uði 1949, þeim sama mánuði og
launráðin gegn þjóðinni voru
brugguð f bandaríska utanrlkis-
málaráðuneytinu". Ljóð þetta
er nú orðin slík þjóðareign að
jafnvel höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins (25.4.
1976) vitnar í það, enda geta
allir verið sammála um ágæti
jafn fallegra hendinga:
Land þjóð og tunga, þrenning
sönn og ein,
þér var ég gefinn barn
á móöurkné;
ég lék hjá þér við læk
og blóm og stein,
þú leiddir mig f orðs þfns háu vé.
Örlagastundin, sem nálgast
grimm og köld í ljóðinu, þarf
ekki endilega að merkja sam-
stöðu Islands með vestrænum
þjóðum og hin tryllta öld, sem
skáldið ætlar að verja ísland
gegn, gæti alveg eins verið lýs-
ing á lífinu austan járntjalds,
ekki síst þegar ofsóknir gegn
hinu frjálsa orði og mannrétt-
indum eru hafðar í huga. En
segjum svo að Snorri hafi í
Landi þjóð og tungu ort um
inngöngu Islands í Atlantshafs-
bandalagið og sláum því um
leið föstu að í 1 garðinum sé
hann að brýna þjóð sína „gegn
undirlægjuhættinum við hið er-
lenda vald“, svo að stuðst sé við
orð Svavars Gestsonar. En
spurningin er: Af hverju er
seilst svo langt aftur?
Svavar segir undir lok grein-
ar sinnar: „En fullvíst er að bili
ekki kjarkur skáldanna, haldi
þau áfram að færa okkur ljóð
eins og þau sem birt voru hér á
undan eftir Snorra Hjartarson
frá árinu 1949 er þjóðin ekki í
hættu stödd, hversu hart sem
að henni er sótt.“ Síðan er vitn-
að í Kristin E. Andrésson:
„Skáldin eru augu þjóðarinnar.
1 skáldskapnum, og einvörð-
ungu þar, speglast hugur henn-
ar og örlög: allt sem liggur milli
dýpstu dælu og sorgarinnar
þungu."
Hefði Svavar Gestsson haft
fyrir því að fletta upp i síðustu
ljóðabók Snorra Hjartarsonar
Laufi og stjörnum (1966) hefði
hann skilið betur þessi augu
þjóðarinnar. Framarlega í bók-
inni er ljóðið Eg heyrði þau
nálgast, sem lýsir stjórnmála-
legum vonsvikum skáldsins eft-
ir uppreisnina i Ungverjalandi
1956, og er ef til vill skýringin á
því hvers vegna ekkert „heítt
baráttuljóð" gegn stjórnmála-
ástandinu heima fyrir hefur
birst eftir skáldið síðan á Gnita-
heiði (1952) kom út. Kynslóð
1949 er sú kynslóð, sem Svavar
Gestsson vill áreiðanlega telja
sig til, þótt hann hafi ekki verið
af barnsaldri þá. Kynslóð 1956
kemur honum ekki við.
En rifjum upp Ijóð Snorra Ég
heyrði þau nálgast, sem með
einföldu orðfæri og skýrum
myndum tjáir okkur mikinn
harmleik. Engin stóryrði eða
hávær hvatningarorð rúmast í
sliku ljóði:
Ég heyrði þau nálgast
f húminu, beió
á veginum rykgráum vegínum.
Hann gengur með hestinum
höndin kreppt
um tauminn gróinn
við tauminn
Hún hlúir að barninu
horfir föl
fram á nóttina
stjarnlausa nóttina.
Og ég sagði: þið eruð
þá enn sem fyr
á veginum flóttamannsveginum,
en hvar er nú friðland
hvar fáið þið leynzt
með von ykkar von okkar allra?
Þau horfðu á mig þögul
og hurfu mér sýn
ínn f nóttina myrkrið
og nóttina.
1 öðru ljóði I Laufi og stjörn-
um, Ung móðir, yrkir Snorri:
Fegurð og góðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
f rangsnúnum heimi
1 Laufi og stjörnum birtist
okkur skáld, sem af einurð
horfist i augu við rangsnúinn
heim. Ég á erfitt með að hugsa
mér slíkt skáld verða við þeim
sókum Þjóðviljaritstjórans að
yrkja eins og það gerði 1949
þótt eflaust finnist einhver
skáld, sem vilji hlýða auðmjúk-
lega.