Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAt 1976
17
Island er flotanum,
það sem
írland er landhernum
arins haldi áfram, nema til
komi styrkir, sem er óæskileg
þróun".
í lok leiðarans spyr blaðið
hvort það sé álit stjórnarinnar
að umrætt ástand sé millibils-
ástand, sem muni sjálfkrafa
lagast er hlutfaliið milli útgerð-
arkostnaðar og fiskverðs lagist,
eða hvort stjórnin sé þeirrar
skoðunar að blautfiskiðnaður-
J inn geti ekki lagað markað sinn
Brezk freigáta á Islandsmiðum.
The Times í forystugreinum:
Veik aðstaða brezku stjórn-
arinnar gagnvart fiskveiði-
samningum við EBE
THE London Times fjall-
aði tvisvar um landhelgis
mál í leiðurum f sfðustu
viku. í fyrra skiptið um
landhelgismál Breta og
daginn eftir um aukna
vernd brezka flotans á ís-
landsmiðum. Fyrirsögn-
in á fyrri leiðaranum er:
„Hverra fiskimið verða
þau“. Þar segir m.a.:
1 sameiginlegri fiskveiði-
stefnu EBE, sem frá var gengið
skömmu áður en Bretar gerðust
aðili að Rómarsáttmálanum, er
eitt af grundvallaratriðunum,
að allir fiskimenn aðildaríkj-
anna skuli eiga jafnan rétt á
veiðum á miðum rfkjanna. Að
kröfu Breta var gerð undan-
tekning, sem tryggir okkur
einkarétt fram til ársins 1982
til veiða innan 6 mílna og sum-
staðar innan 12 mílna. Ljóst er
að endurskoða verður þetta
ákvæði fyrir 1982, en þróunin f
hafréttarmálum rekur nú æ
meir á eftir slíkri endurskoðun.
Það kann að vera að hafréttar-
ráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna eigi eftir að ákveða al-
þjóða 200 mflna efnahagslög-
sögu, en jafnvel þótt hún
kunni að dragast á langinn
eða nái ekki samkomulagi
mun það ekki koma í veg
fyrir almenna 200 mílna efna-
hagslögsögu innan tíðar.
Þá fjallar blaðið um tillögur
EBE til endurskoðunar, þar
sem gert er ráð fyrir 200 mflna
efnahagslögsögu með 12 mílna
einkalögsögu ríkjanna, en segir
sfðan: ,,Á þriðjudag sl. gerði
Roy Hattersley aðstoðarutan-
rfkisráðherra starfsbræðrum
sfnum hjá EBE grein fyrir
fyrstu viðbrögðum Breta við
þessum tillögum. Brezki fisk-
iðnaðurinn krafðist þess að
Bretum yrði tryggð 100 milna
einkalögsaga, en brezka stjórn-
in vfsaði þeirri kröfu á bug á
þjeirri forsendu að ógerningur
væri að ná því markmiði og
hugsanlega er það rétt hjá hon-
um, þar sem írar eru þeir einu,
sem styðja okkur f þessu máli.
Hattersley lýsti því yfir að
stjórnin væri tilbúin að semja
um einkalögsögu milli 12 og 50
mílna, en hann hefur sagt að öll
mikilvægustu veiði og uppeldis-
svæðin væru innan 50 mfln-
anna. Þessi afstaða er ekki
sterk, jafnvel þótt Hattersley
hafi lýst þvi yfir til að þóknast
fréttamönnum, að þessi afstaða
brezku stjórnarinnar væri ekki
fyrsta boð í samningum.
1 þeirri miklu uppskiptingu
fiskimiða heims, sem þegar er
byrjað á, verða fiskverndunar-
sjónarmiðin að hafa forgang.
Fiskimið Atlantshafsins og mið-
in undan ströndum N-Evrópu
eru mjög verðmæt forðabúr,
sem endurnýja sig sjálf, ef þau
eru ekki ofveidd eða eyðilögö
með mengun. Hver sá sem að-
hyllist fiskverndunarsjónar-
miðið sem forgangsatriði hlýtur
að fylgja þeirri stefnu, að hvert
ríki fái sem stærst yfirráða-
svæði. Strandríkin, sem mestra
hagsmuna hafa að gæta og eru
bezt búin til að tryggja vernd
fiskimiðanna, hljóta að leysa
það starf betur af hendi en
nokkurt anpað sameiginlegt
stjórnunarkerfi.
Auk þess er þessi opnunaraf-
staða brezku stjórnarinnar
gagnvart EBE ákaflega veik,
ef það er stefna ríkisstjórnar-
innar að viðhalda veiðigetu
flotans eins og hún er í dag, því
að þá verður að tryggja honum
stærri hlut af afla heimamið-
anna í ljósi stöðugt takmark-
aðri aðgangs að fjarlægum mið-
um. En spurningin er hvort
þetta sé vilji rikisstjórnarinnar
því að ef hið óhagstæða hlutfall
milli kostnaðar við veiðarnar og
verðsins á hafnarbakkanum
heldur áfram fer ekki hjá því
að hnignunin innan fiskiðnað-
að nútímaaðstæðum. Hvert svo
sem svarið sé, sé það ljóst, að
skortur á grundvallarstefnu í
fiskveiðimálum, eins og sé í
landbúnaðarmálum, veiki mjög
stöðu brezku samningamann-
anna I Brlissel.
Seinni leiðarinn I Times fjall-
ar um atburðina á tslandsmið-
um undir fyrirsögninni: „Að-
ferðir til verndunar fiskiskip-
um.“ Þar segir: Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að senda
fleiri freigátur í þorskastríðið
kemur ekki á óvart i ljósi vax-
andi óánægju brezkra fiski-
manna á tslandsmiðum. Aðeins
timinn getur skorið úr um hver
árangurinn og diplómatiskar
afleiðingar verða, en atburðir
undanfarinna daga vekja upp
spurningar um verndun fiski-
skipanna án tillits til síðustu
atburða.
Þessi aukna vernd leggur það
mikið á brezka flotann að erfið-
leikum veldur. Hann hefur nú
yfir að ráða um 70 freigátum,
en um fjórðungur þeirra er að
jafnaði i höfn í reglubundnu
eftirliti og til að hvíla áhafnirn-
ar. 6 freigátur á íslandsmiðum
hverju sinni þýðir að 18 freigát-
ur verða bundnar þorskastrið-
inu, þar.sem skipin eru stöðugt
á siglingu til og frá íslandi er
hálfsmánaðarútivist þeirra lýk-
ur. ísland er brezka flotanum
það sem N-írland er landhern-
um. Það er hægt að hafa vald á
ástandinu um tima án þess að
erfiðleikum valdi, en eftir þvi
sem deilan dregst á langinn
verður það erfiðara og þeir tim-
ar geta runnið upp að deilan
hafi alvarleg áhrif á aðrar
varnaskyldur.
Roy Hattersley tilkynnti í
vikunni, að Bretar hygðust
krefjast 50 milna einkalögsögu.
Það er hugsanlegt að þegar
brezku herskipin snúa heim af
Islandsmiðum þurfi þau að
taka sér nýtt hlutverk, sama
hlutverk og Islenzku varðskipin
hafa, að bægja veiðiþjófum frá
miðunum.
Það er ljóst, að freigáturnar
eru ekki heppilegustu skipin til
þessara starfa. Þær henta ekki
vel á íslandsmiðum, því að þóað
þær séu hraðskreiðar, stöðugar
og láti vel að stjórn, þá eru þær
ekki eins sterkar og varðskipin
með sín styrktu stefni og bóga.
Á heimamiðum henta freigát-
urnar jafnvel enn verr og þvi er
kominn tími til að rikisstjórnin
hækki spurninguna um aukinn
skipakost til landhelgisgæzlu
um 1—2 sæti á varnarmálalista
sinum. Einkum þegar á það er
litið að brezku landhelginnar er
nú gætt af 9 tundurdUfla-
slæðurum, sem breytt hefur
verið til þessara starfa.
„Siguróp Islendinga
aðeins innantóm orð”
Sagt frá þorskastríðaumræðum í brezka þinginu
BREZKA blaðið The
Times birti í sl. viku frá-
sögn af umræðum í neðri
málstofu brezka þings-
ins, er Fredrick Peart
sjávarútvegsráðherra
skýrði frá því að tvær
freigátur til viðbðtar
yrðu sendar á fslandsmið
til verndar brezkum tog-
urum. Hér á eftir fer
bein þýðing á þessum
umræðum, sem fðru
fram í fyrirspurnatíma.
Það var þingmaður
fhaldsmanna, Neville
Trotter frá Tynemouth,
sem hóf umræðurnar
með því að spyrja hvort
það væri stefna ríkis-
stjórnarinnar að vernda
hagsmuni brezka fisk-
iðnaðarins og hvort
fækkun togara á veiðum
frá því í marz 1974 væri í
samræmi við stefnu
stjórnarinnar.
Peart: Enginn vafi hefur
leikið á um stefnu stjórnarinn-
ar. Aðstæður fiskiðnaðarins
hafa brey.tzt og ekki hægt að
gera ráð fyrir að uppbyggingin
haldist óbreytt. Hvað rikjandi
ástand á miðunum varðar, sem
ég hef rætt við forystumenn
fiskiðnaðarins, þá hefur verið
tekin ákvörðun um að auka
verndaraðgerðir á miðunum
með því að senda þangað tvær
freigátur til viðbótar þannig að
mánudaginn 10. verða þær
orðnar sex, auk þess sem varna-
málaráðuneytið mun leigja
annað óvopnað verndarskip.
James Johnson Verka-
mannafl. Hull: Ég fagna þeirri
ákvörðun að konunglegi flotinn
hefur ákveðið að auka vernd
sína. Sú ákvörðun sýnir að sig-
uróp íslendinga hafa verið
ótímabær. Þar sem skip okkar
hafa snúið aftur til veiða, en
tap er á veiðunum, ætti ráð-
herrann að íhuga fjárhagslega
aðstoð þannig að skipin geti
haldið áfram veiðum.
Peart: Forystumenn fisk-
iðnaðarins hafa fagnað ákvörð-
un okkar, en hvað fjárhagsað-
stoð viðvíkur, þá er það mál,
sem ég verð að íhuga.
Enoch Powell: Hvernig
getur ráðherrann tekið að sér
að tryggja og styðja hagsmuni
fiskiðnaðarins á sama tima og
starfsbróðir hans í utanrikis-
ráðuneytinu, Roy Hattersley,
hefur iagt fram tillögur i fisk-
veiðimálum Breta, sem eru al-
gerlega ófullnægjandi og lagt
þær fram á þann hátt að ljóst er
að jafnvel þeim tillögum verður
ekki fylgt eftir?
Peart: Þetta get ég ekki við-
urkennt. Utanríkisráðuneytið
mun gefa út yfirlýsingu um
þetta og ég er ekki I vafa um að
Powell verður andsnúinn
henni, en ég hef aðeins eitt
áhugamál, að tryggja hag fiski-
manna okkar eins og bezt verð-
ur á kosið.
Francis Pym talsmaður
stjórnarandstöðunnar i sjávar-
útvegsmálum: Við fögnum
þessari yfirlýsingu um aukna
vernd, en er ráðherrann viss
um að hún muni reynast nægi-
leg. Hvað snertir undirboð á
erlendum fiski á okkar markaði
og tap á útgerð togara okkar nú
viljum við spyrja ráðherrann
hve lengi hann telji að hægt
verði að halda áfram útgerð á
skipum okkar?
Peart: Ég hef átt viðræður
við forystumenn fiskiðnaðarins
í gær og dag og sagt þeim að ég
teldi mig geta gert eitthvað og
tilkynningin um aukna vernd-
un er árangurinn. Hvað undir-
boð snertir verður fyrirspyrj-
andi að gefa nánari skýringu.
Það er mjög mikilvægt, að
ákveðin lágmarksverð séu í
gildi og norska stjórn og EBE
hafa fallizt á og ákveðið lág-
marksverð. Sé hins vegar um
einhver ákveðin dæmi um
undirboð að ræða er ég reiðu-
búinn að taka slík mál upp við
viðkomandi ríkisstjórnir.
Douglas Jay, ihaldsflokk-
urinn: Ráðherrann minntist á
Norðmenn. Telur hann að þeir
muni taka sér 200 milna efna-
hagslögsögu?
Peart: Fundi hafréttrráð-
stefnunnar lýkur brátt. Ég geri
ráð fyrir að við munum fá 200
mílna efnahagslögsögu. Engin
ákvörðun hefur verið tekin, en
við stefnum að 200 mílna efna-
hagslögsögu.