Morgunblaðið - 15.05.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976
23
öðrum ættingjum hans, votta ég
og kona mín einlæga samúð. Við
vonum og vitum að minningin um‘
ástríkan eiginmann, föður,
tengdaföður og son mun milda
þeim þennan mikla missi, sem
varð svo alltof fljótt.
Halldór V. Sigurðsson
VINARKVEÐJA.
Vinur minn Óli örn Ölafsson
andaðist 7. maí, 50 ára að aldri.
Óli Örn var fæddur á Akranesi 1.
júlí 1925, sonur hjónanna Gyðu
Halldórsdóttur og Ólafs Gunn-
laugssonar, sem lifa son sinn.
Óli Örn kvæntist ungur að árum
Gíslínu Magnúsdóttur, sem bjó
honum ástríkt heimili. Eignuðust
þau fjögur dásamleg börn,
Magnús, Hlöðver, Sigriði og Val-
entínus, það var sannkallað
barnalán.
Það er rúmlega aldarfjórðung-
ur liðinn siðan við Óli hittumst
fyrst við spilaborðið. Með okkur
tókst strax kunningsskapur, sem
siðan þróaðist upp í vináttu, sem
aldrei féll skuggi á.
Helgina 30. apríi til 2. maí sið-
astliðinn, áttu þau hjónin vist er-
indi til Reykjavikur, þar sem þau
áttu bæði 30 ára skólaafmæli, hún
úr Verzlunarskólanum en hann
úr Samvinnuskólanum.
Ég er forsjóninni þakklátur fyr-
ir að Óli hringdi í mig laugardags-
kvöldið og bað mig og konu mina,
ásamt öðrum hjónum, að vera
með sér þetta kvöld. Ekki grunaði
mig þá að þetta yrði slðasta stund-
in, sem við ættum saman, en kall-
ið gerir ekki boð á undan sér.
Að fara að tíunda allan hans
frama á lífsbrautinni, var ekki að
skapi vinar míns Óla Arnar, en
þeir sem minna mega sín í lifs-
gæðakapphlaupinu í þessum
heimi, missa af góðum dreng.
Þegar ég skrifa þessar fátæk-
legu línur sækja á mig allar
gleði og ánægjustundirnar, sem
við hjónin höfum átt með honum
og konu hans. Þótt við færum í
ferðalag saman um okkar fallega
land, þá var það svo, að best náð-
um við saman á heimilum hvors
annars. Þegar við heimsóttum
heimili hans á Akranesi, var eins
og maður væri kominn heim, fyrir
þær stundir þakka ég af alhug.
Ég og fjölskylda mín vottum
eiginkonu hans, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum, foreldr-
um og öllum ástvinum, okkar
dýpstu samúð.
Róbert Sigmundsson.
Kveðja.
Föstudaginn 7. maí s.l. andaðist
á Sjúkrahúsi Akraness ÓIi Örn
Ólafsson, aðalbókari. Hann hafði
að undanförnu kennt nokkurs las-
leika, en ekki svo að okkur
nánustu samstarfsmönnum hans
kæmi til hugar að svo alvarleg
væru veikindi hans. Nokkrum
dögum fyrir andlát hans var hann
við full störf. Hann hafði nýlokið
fullnaðarfrágangi á öllum
reikningsskilum Sementsverk-
UM ÁRABIL hefur Bifreiðastöð
Hafnarfjarðar haft opna nætur-
sölu í Hafnarfirði þar sem unnt
hefur verið að kaupa bensfn og
einnig hefur verið þar sælgætis-
sala. 1. aprfl s.I. var nætursölunni
lokað og inntum við Hreiðar
Georfkson framkvæmdastjóra
Bifrefðastöðvar Hafnarf jarðar
eftir ástæðunni f.vrir lokuninni.
„Við höfum leyfi til að selja að
næturlagi bæði bensin og smá-
varning," sagði Hreiðar, „en
lengur fáum við ekki bensín hjá
Skeljungi þótt við viljum selja og
það hefur mælzt mjög illa fyrir
hér í Firðinum að þessari nætur-
sölu skuli lokað, þvi fólk hefur
kunnað að meta það, að þessa
þjónustu sé hægt að sækja
smiðju ríkisins og Flutningsjöfn-
unarsjóðs fyrir s.l. ár. Sunnudag-
inn 2. mai s.l. sáumst við í síðasta
sinn er við vorum á leið til Akra-
ness á m/s Akraborg. Hann var
þá hress og ánægður, eins og þeir
menn eru sem vita sig hafa af
vandvirkni og samvizkusemi lokið
störfum sínum. Hann hafði unnið
til góðrar hvfldar og ætlaði sér að
njóta hennar. Sú hvíld varð þó
léngri en við höfðum ætlað. Þó
ekkert sé öruggara en það að eitt
sinn skal hver deyja, þá verður
okkur hverft við er dauðann ber
svo skyndilega og óvænt að garði.
Ég kynntist Óla Erni fyrst er
aðalskrifstofa Sementsverk-
smiðjunnar var flutt frá Reykja-
vík til Akraness árið 1969. Hann
vann þá áður við ýms skrifstofu-
störf á skrifstofu verksmiðjunnar
á Akranesi. Mér varð fljótlega
ljóst að hann væri vel fær um að
taka að sér yfirstjórn reiknings-
halds verksmiðjunnar. Hann tók
að sér þessi störf og leysti þau af
hendi vel og samvizkusamlega
alla tið síðan. Það átti hann auð-
velt með að gera vegna
menntunar sinnar á þessu sviði og
eigi siður hins að hann var mjög
skýr og rökvís i hugsun.
Óla Erni var annt um það fyrir-
tæki sem hann starfaði við. Hann
vildi hag þess sem mestan og
hafði eins og fleiri, sem skildu
hvern vanda óðaverðbólgan
skapaði í rekstrinum, nokkrar
áhyggjur af framtíð fyrirtækisins.
Hann kom oft með ábendingar
um ýmsa þætti í rekstrinum, sem
betur mættu fara. Hann áleit það
skyldu sína að gera það sem opin-
ber starfsmaður. í þessu efni
sinnti hann skyldu sinni sem aðal-
bókari að fullu. Fáir aðrir starfs-
menn hafa betri aðstöðu til að
vega og meta réttilega þann
árangur er I raun næst við
tilteknar aðgerðir í stjórnun
fyrirtækisins en aðalbókarinn.
Ég þakka Óla Erni vel unnin
störf á liðnum árum um leið og ég
færi konu hans, börnum og að-
standendum öllum hugheilar
samúðarkveðjur vegna fráfalls
hans.
Svavar Pálsson.
Kveðja frá skrifstofufólki
Sementsverksmiðju rfkisins.
Er sú frétt barst um byggðina
hér á Akranesi að Óli Örn væri
látinn, setti marga hljóða og
fannst okkur starfsfélögum hans
hjá Sementsverksmiðju ríkisins,
sem sól hefði hnigið á dagmálum.
Að visu hafði hann kennt
nokkurra óþæginda á heilsu sinni
undanfarið, en sú von var alin i
brjósti, að hann myndi sigrast á
þeim. Sú von brást og staðreyndin
sú, að hann varð ekki sigurvegar-
inn í þeirri baráttu. Hann féll í
valinn þann 7. þ.m. tæplega 51 árs
að aldri.
Þegar leiðir skiljast með svo
snöggum hætti, sem nú er orðin
raun á, fer ekki hjá því, að við
finnum til hins auða skarðs, sem
nú er orðið í hópnum. Skarð, sem
hingað. Nú verða Hafnfirðingar
að fara til Reykjavíkur að nætur-
lagi ef þeim liggur á bensíni, en
við höfum alla aðstöðu sem þarf
hér, mannskap og vilja.“
Hörður Árnason hjá Skeljungi
sagði I samtali við Mbl. um þetta
mál að oliufélagið hefði orðið
fyrir ýmsum óþægindum af þess-
ari nætursölu og hún hefði kostað
mikla fyrirhöfn fyrir litia sölu,
því meðalsalan á mánuði hefði
verið um 20 þús. lítrar og þar af
hefðu bifreiðastjórarnir sjálfir
keypt um 10 þús. lítra. „Ut af
fyrir sig,“ sagði Hörður, „erum
við ekkert hrifnir af þessari
nætursölu á sama tíma og olíu-
félögin eru að gera út nætursölu i
Reykjavik."
aldrei verður fyllt, eins og það
var, því þó maður komi í manns
stað, eins og til orða er tekið,
verður þó aldrei þar hinn sami og
áður var.
Hinn auði stóll, sem nú blasir
við augum á skrifstofunni, þögn
simans og hljóðlátt herbergið,
vekja óhjákvæmilega minningar
frá starfi, frá önn daganna, frá
sérhverjum degi, sem unnið var
saman, fengist við viðfangsefnin,
sem úrlausnar biðu og varð að
leysa i þágu fyrirtækisins, gaman-
mál millum stunda. Minningar
sem gleðja, reynsluskóli og
þroskaskeið.
Hinir erfiðu tímar, sem undan-
farið hafa verið í efnahagsmálum
þjóðarinnar höfðu rík áhrif á
fyrirtækið. Mótuðu mjög við-
fangsefni liðandi stundar og
kröfðust mikillar starfsorku,
þegar við þau var fengist, einkum
þegar sú reynd varð á og
breytingar svo örar, að verk, sem
unnið var i dag var ónothæft á
morgun.
Fyrir ágætlega starfshæfan
mann varð þetta mikil raun. Það
var sem allt starfið og öll orka í
lögð væri til einskis. Allar áætlan-
ir hrundu á einni nóttu, ef svo má
orðum haga, og sá árangur, sem
gert var ráð fyrir að ná og færð
voru allrík rök fyrir að næðist,
varð að engu.
Stokka þurfti upp á nýtt. Nýjar
forsendur, nýjar ályktanir, nýir
útreikningar. Slíkt setur á mann-
inn mark og hefur sín áhrif, sem
mjög fáir eða engir verða varir
við nema þá helst viðkomandi
sjálfur og finni til þess.
Öll viðfangsefni krefjast
úrlausnar. Hana varð að finna og
hún var fundin með hæfileikum
og starfi. Það er ekki svo að skilja,
að ekki hafi verið annað en erfið-
leikar og amstur í starfi. Sem
betur fer voru einnig sólskins-
blettir, sem veittu ánægju og juku
bjartsýni þegar vel gekk og sýni-
legt var, að tilætluðum árangri
yrði náð.
Það veitti aukið þrek og jók
ánægjuna yfir farsællega unnu
starfi að dagsverki loknu. Varð
orkulind til næsta áfanga.
Dagleg umgengni og samvinna
hlaut að verða náin á mörgum
sviðum. Aukin og styrkt kynni
hlutu þvi að myndast þess vegna.
Gagnkvæmur trúnaður i ýmsum
innri þáttum fyrirtækisins varð
þar snar þáttur. Virðing fyrir
starfshæfni hafði og sín áhrif.
Vináttutengsl mynduðust og
vinsamleg samskipti voru ein-
kenni daglegrar umgengni.
Nú er röddin þögnuð og fótatak-
ið heyrist ei meir. Eftir er
minningin, einkamál okkar hvers
og eins. Sú minning er mynd
okkar af Óla Erni.
Þegar þetta er skrifað er vor-
bjart um Akranes. Slík birta er
yfir minningunni um Óla Örn í
hugum okkar.
Megi sú birta lýsa eftirlifandi
eiginkonu og börnum svo og
öldruðum foreldrum og öðrum að-
standendum. Milda harm þeirra
og græða sár saknaðar og trega.
Samúðarkveðjur okkar og allra
annarra megi styrkja þau og létta
þeim sporin.
Skrifstofufólk SR
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLf skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningafgreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á i mið-
vikudagsblaði, að berast i sið-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
Bifreiðastöð Hafnarfjarðar:
Fær ekki bensín til
sölu að næturlagi
Minning:
Kristín Sigríður
Sigurgeirsdóttir
Fædd 8. október 1898
Dáin 10. maf 1976
í dag, laugardaginn 15. maí
1976, verður jarðsungin frá Ólafs-
víkurkirkju merkiskonan Kristín
Sigríður Sigurgeirsdóttir.
Hún var fædd 8. október 1898 á
Arnarstapa á Snæfellsnesi. For-
eldrar hennar voru hjónin Stein-
unn Vigfúsdóttir og Sigurgeir
Árnason. Skömmu eftir siðustu
aldamót fluttu þau hjón með
börnum sínum, sém þá voru fædd,
aó Brimilsvöllum. Kringum
höfuðbólið á Brimilsvöllum vorii
margar hjáleigur og ein þeirra
heitir Nýibær, en vegna þess að
þar sem Nýibær stóð, stóð áður
bær, sem hét Gata, var því Nýi-
bær alltaf kallaður Gata i daglegu
tali.
Þegar Sigurgeir Árnason
fluttist frá Arnarstapa með fjöl-
skyldu sína, settist hann að í
Nýjabæ. Mannmargt var i
Brimilsvallaplássi. Allir karl-
menn stunduðu sjóinn. Meðan
róið var á opnum bátum var góð
lending í Brimilsvallavör. Sigur-
geir Árnason var einn þeirra, sem
reri frá Brimilsvöilum, og komst
hann allvel af þótt fátækt væri
mikil á hjáleigukotunum. Stein-
unn Vigfúsdóttir var dugleg og
stjórnsöm móðir og húsmóðir.
Þau hjón eignuðust 5 dætur og
auk þess ólu þau upp fóstur-
dóttur. Þessar stúlkur allar voru
kallaðar Götusysturnar. Brátt fór
mikið orð af þeim systrum fyrir
dugnað og skemmtilega fram-
komu. Þær voru söngelskar og
höfðu fallega söngrödd. Flestar
þeirra sungu í mörg ár, i kirkju-
kór Ólafsvikurkirkju og var
Kristín ein þeirra.
Vegna þess hve gott orð fór af
þeim , vildu margir fá þær í
vinnu, vinnu var þá helst að fá i
Ólafsvík. Kristín var ung, er hún
fór að starfa þar.
í fjögur ár var hún vinnukona
hjá sr. Guðmundi Einarssyni
prófasti og konu hans, frú Önnu
G. Þorkelsdóttur. Ég heyrði frú
Önnu tala um það, hve góð og
dugleg Kristín hefði verið. í
Ólafsvík kynntist Kristin Þor-
steini Guðmundssyni frá Rimabæ
i Ólafsvik og giftist honum 15.
nóv. 1919. Þau bjuggu mörg ár í
Efstabæ í Ólafsvík. Þorsteinn var
vel gefinn maður, hann var
nokkur ár hreppsnefndarmaður
og lét sér annt um hag hreppsins
og var gott að starfa með honum.
en þvi miður var hann ekki
heilsuhraustur og varð Kristín
þvi þess vegna að leggja enn meir
á sig. Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, sem eru, Geir húsa-
smiður í Hafnarfirði, Sigurður
verkstjóri í Ólafsvík og Steinunn
húsmóðir i Ölafsvík, en fyrsta
barn þeirra hjóna dó ungt.
Nú eru þrjár af þeim systrum
eftir á lifi, sú elsta, Guðrún ekkja
i Ólafsvík og þær yngstu,
Guðríður og Kristensa, hús-
freyjur í Reykjavík. Á síðustu 7
mánuðum hafa þrjár af þeim
systrum verið kallaðar héðan,
Vigdís og Friðdóra í október 1975
og Kristín 10. þ.m. Eiginmann
sinn, Þorstein Guðmundsson,
missti Kristín 22. maí 1957. Eftir
lát hans átti Kristin athvarf hjá
Steinunni dóttur sinni og manni
hennar Hauk Sigtryggssyni, út-
gerðarmanni og önnuðust þau
hana eftir að heilsa hennar þvarr,
þvi hún var heilsulítil siðustu
æviárin. Allir vinir Kristinar
þakka Steinunni og fjölskyldu
hennar fyrir þá umönnun alla.
Kristín hafði um áraraðir
sungið Guði og frelsaranum lof í
helgri Ólafsvíkurkirkju, en nú
syngur hún lof og dýrð í helgi-
dómi himnanna.
Ég, kona mín og börn kveðjum
Kristinu sálugu með þakklæti
fyrir einlæga vináttu í tugi ára.
Guð blessi okkur og öllum
vinum minningu hennar.
Magnús Guðmundsson
Guðrún Guðmunds-
dóttir — Minning
Fædd 8.10 1884
Dáin 7.5 1976
Þessar örfáu og fátæklegu línur
eru skrifaðar til minningar um
ástkæran vin, Guðrúnu
Guðmundsdóttur. Ég átti þvi láni
að fagna að dvelja á sama heimili
og Guðrún heitin siðastliðin
tuttugu og sjö ár, hjá kjörforeldr-
um mínum Ágústi Ólafssyni og
Bjarnfríði Sigurjónsdóttur.
Guðrún var mér alla tið einstak-
lega góð og minning J|ennar er i
huga mér umvafin nlyju og ást-
kæru viðmóti.
Undanfarin fjörutiu ár átti
Guðrún við mikla vanheilsu að
striða. Bar hún raúnir sínar með
einstöku þolgæði og þrátt fyrir
þungar byrðar varðveitti hún
óskertan sálarstyrk og lífslöngun.
Guðrún var kona vinnusöm og
nægjusöm, hafði ríka réttlætis-
kennd, öfundaði engan og lifði
sátt við guð og menn. Ég þakka
Guðrúnu fyrir allar samveru-
stundirnar. Blessuð veri minning
hennar.
Steinar.