Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976
Islenzkir knattspjrnumenn
ern sterkari en ég átti von á
- segir Mike Fergnson, þjálfari Islandsmcislara
Akraness, sem leika gep nýliðum Þrótíar á morpn
— MÉR finnst íslenzkir knattspyrnumenn á margan hátt betri en ég
átti von á áður en ég kom hingað, sagði Mike Ferguson þjálfari
Akurnesinga er við ræddum við hann f gær. — Einstaklingarnir eru
margir hverjir mjög góðir, liðin sjálf ef til vill ekki eins sterk heild.
Akurnesingar hefja vörn
íslandsmeistaratitilsins á morgun
og leika þá gegn Þrótti á Skipa-
skaga. Hefst leikurinn klukkan
14.30 og spurðum við Ferguson
hvernig honum litist á Islands-
mótið, sem nú er nýhafið. Sagði
Ferguson að fyrir hönd Akur-
nesinga væri hann hvergi smeyk-
ur. Hann bæri að vísu virðingu
fyrir öllum andstæðingum sínum,
sama hvað þeir hétu, en næðu
Akurnesingar að útfæra það sem
þeir hefðu verið að æfa, ynnu
Skagamenn íslandsmótið þriðja
árið í röð.
— Ég hafði ekki áhuga á að sjá
Þrótt leika á fimmtudaginn, það
skiptir ekki öllu máli hvernig
andstæðingurinn leikur, sagði
Ferguson. — Aðalatriðið er að við
náum þvi sem við höfum verið að
æfa. Mér hefur verið sagt að Val-
ur og Víkingur verði okkur
erfiðustu andstæðingarnir, en ég
hef hvorugt þessara liða séð,
þannig að ég get ekki dæmt um
getu þeirra. Ég veit að Framarar
eru með gott lið, líkamlega sterka
einstaklinga, en ég held ekki að
þeir verði okkur hindrun.
— Það hefur verið sagt við mig
að Akurnesingar geti ekki leikið á
möl, en ég er þessu algjörlega
ósammála, þvf ég hef verið
ánægður með alla nema einn leik
hjá mínum mönnum í sumar.
Leikurinn sem var lélegur var
tapleikurinn gegn ÍBK í meistara-
keppninni, þá léku Akurnesingar
eins og skólastrákar. Sýni þeir
miklar framfarir þegar á grasið
kemur er ég að sjálfsögðu bara
ánægður, sagði Ferguson.
FYRSTU UMFERÐ ISLANDS-
MÓTSINS LVKUR
ANNAÐ KVÖLD
Fyrstu umferð íslandsmótsins
lýkur á Laugardalsvellinum ann-
að kvöld, en þar mætast þá Vík-
ingur og Fram. Hefst leikur þess-
ara liða klukkan 20 í Laugardaln-
um, en fyrr um daginn leika ÍA og
Þróttur á Akranesi eins og áður
sagði.
í dag mætast Keflavík og FH í
Keflavík og hefst leikurinn kl.
14.00. Tveimur tímum síðar leika
Breiðablik og Valur á grasvellin-
um við Fífuhvammsveg f Kópa-
vogi. i sambandi við þann leik er
rétt að geta þess að bílastæði
verða aðeins við Fifuhvammsveg-
inn, en ekki að sunnanverðu við
lækinn. Vegurinn að vellinum
þeim megin er ætlaður fyrir
sjúkrabifreiðar ef slys skyldi
verða í leiknum.
2. DEILDIN A
MELAVELLINUM
i dag hefst keppnin í 2. deild og
verða 4 leikir i deildinni í dag.
Einn leikur fer fram í Reykjavík
og eigast þar við Ármann og ÍBÍ,
átti leikurinn að fara fram á
Laugardalsvellinum, en hefur
verið fluttur á Melavöllinn og
hefst þar klukkan 16.00.
í Kaplakrika mætast Haukar —
KA kl. 16, á Akureyri Þór og ÍBV
kl. 16 og loks leika Völsungur og
Selfoss á Húsavík og hefst sá leik-
ur klukkan 14.00. Leikirnir í
Hafnarfirði og á Akureyri eru
mjög þýðingarmiklir og gætu orð-
ið spennandi því þar mætast lið,
sem af mörgum eru talin liklegust
til sigurs í deildinni.
Þorvaldur Þorvaldsson og Halldór Björnsson berjast um knöttinn
leiknum f fyrrakvöld en báðir stóðu þeir sig vel.
Björn kom mest á óvart
í leikKR-inga ogÞróttara
Bjöm Pétursson var sá leikmaður sem mest kom á óvart er KR-ingar
unnu Þrótt 4:1 í fyrrakvöld, skoraði Björn 2 mörk sjálfur og átti stærstan
þáttinn I þvf þriðja. Er þetta sérstaklega athyglisvert þar sem Björn hefur ekki
skorað mark í 1. deildinni f rúm tvö ár og heldur ekki verið sérlega
markheppinn f öðrum mótum. Ef til vill verður Björn sá KR-ingur, sem
hættulegastur verður uppi við mark andstæðinganna í sumar, hver veit?
Norskir knattspgrnupunktar
Þremur umferðum er nú lokið f
1. deildinni í Noregi og hefur
Lilleström forystu með 5 stig, en
með þvf félagi leikur miðherji
norska landsliðsins, Tom Lund.
Um sfðustu helgi urðu þessi úrslit
f Noregi:
Fredrikstad — Rosenborg 1:1
Molde — Brann 2:3
Strömsgodset — HamarKam. 1:1
Vard — Lilleström 0:0
Viking — Mjöndalen 0:0
Start — Bryne 1:1
BB-keppni KeiUs
GOLFKIÚBBURINN Keilir genst fyrir
innanfélagsmóti á Hvaleyrarholti i dag
og verða leiknar 18 holur, en keppnin
hefst klukkan 10 fh Mót þetta er
svokallað BB-mót. en þeir Birgir og
Boði Björnssynir gáfu fyrir 10 árum
bikar til þessara keppni og að lokinni
keppninni í dag verður þeim sem oftast
hafa farið með sigur af hólmi á þessum
10 árum afhentur bikarinn til eignar
Staðan:
Lilleström
HamKam
Brann
Rosenborg
Start
Viking
Mjöndalen
Bryne
Fredrikstad
Strömsgodset
Vard
Molde
2 1 0
120
2 0 1
1 20
1 2 0
1 2 0
1 1 1
1 1 1
02 1
02 1
0 1 2
0 03
6:1
6:4
5:4
2:1
3:1
3:2
3:2
3:3
2:4
3:7
0:3
5:9 0
Ftaggakeppni GR
FYRSTA mótið á Grafarholtsvellinum í
ár verður laugardaginn 1 5 maí og er
þar um svokailaða ..flaggakeppni" að
ræða Mótið er innanfélagsmót og er
keppnin fólgin í því að keppendur
stinga niður flaggi þegar þeir hafa
slegið 70 högg að viðbættri fullri for-
gjöf sinni Sá sigrar í keppninni, sem
lengst kemst með flagg sitt Hefst
keppnin klukkan 14 á Grafarholts-
vellinum, sem sjaldan eða aldrei hefur
komið eins vel undan vetri
Sölvi Helgason þjálfari Þróttara var
óhress með útkomuna í leiknum er við
röbbuðum við hann á leiðinni til
búningsklefanna eftir leikinn — Mínir
menn hafa enn ekki nægilega hörku
miðað við þessa kalla í KR-liðinu og
reyndar í flestum öðrum 1 deildarlið-
um, sagði Sölvi —Þróttarliðið er mjög
ungt og sumarið i sumar verður mjög
erfitt fyrir strákana Þeir hefðu þó
getað haft yfir 1, 2 eða jafnvel þrjú
mörk í leikhléi, því liðið sótti meira
undan vindinum og áttu þá bæði
Sverrir Brynjólfsson og Gunnar* Ingv-
arsson mjög góð skot, sem strukust við
stangir eða slár. í stað þess var KR yfir
1:0 og undan vindinum var ekki erfitt
fyrir KR að skora, þvi varnarleikur
Þróttaranna var mjög skipulagslaus.
Guðmundur Pétursson, annar þjálf-
ari KR-inganna, var hins vegar hressari
þó svo að hann hefði ekki verið fylli-
lega ánægður með leik liðsins —Þetta
var þó allt annað og miklu betra en
gegn Þrótti i Reykjavíkurmótinu síð-
asta laugardag, sagði Guðmundur.
— Þá unnum við að vísu lika 4:1 en
við vorum hálf heppnir að vinna með
svo miklum mun
ÞRjR BÓKAÐIR
Nokkur harka var i ieiknum og
bókaði Hinrik Lárusson ágætur dóm-
ari þessa leiks þrjá leikmenn Sá
sem fyrstur fékk að lita gula spjaldið
var Ólafur Ólafsson úr KR, en
skömmu siðar einnig þeir Jóhann
Hreiðarsson og Guðmundur Gísla-
son úr Þrótti
Svo sé litið i minnisbókina og
mörkin rifjuð upp þá komu þau sem
hér segir:
1:0 á 9 mlnútu. KR-ingar
byggðu upp laglega sóknarlotu
alveg frá eigin vallarhelmingi og var
Halldór Björnsson upphafsmaðurinn
að henni. Löng sending var gefin
fram völlinn og Árni Guðmundsson
renndi knettinum frá endamarkalínu
fyrir markið þar sem þrir KR-ingar
gátu allir náð knettinum, en það var
Björn Pétursson, sem sendi knöttinn
i netið 1:0
2:0 á 46 minútu. Strax I byrjun
seinni hálfleiksins skoruðu KR-ingar
sitt 2. mark i leiknum. Magnús
Guðmundsson spyrnti frá marki og
inn i vitateig Þróttara barst knöttur-
inn Þar var Jóhann Torfason
skyndilega á auðum sjó og skoraði
framhjá Jóni Þorbjörnssyni, 2:0.
2:1 á 49. minútu. Börkur Ingvars-
son nýliði i liði KR slæmdi hendinni
til knattarins innan vitateigs og ekki
var um annað að ræða en að dæma
vítaspyrnu. Úr henni skoraði Þor-
valdur Þorvaldsson auðveldlega
2:1
3:1 á 57. minútu. Baldvin Elias-
son tók hornspyrnu frá hægri og gaf
út i vitateiginn á Björn Pétursson,
sem skaut viðstöðulaust i átt að
marki Á leið sinni, sennilega fram-
hjá markinu, fór knötturinn i Ottó
Guðmundsson og i Þróttarmarkið.
3:1
4:1 á 59 minútu. Björn Péturs-
son innsiglaði stórsigur KR-inga
með laglegu skoti frá vitateigslinu á
59. mín. 4:1. — áij.
LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 2. Guðjón Hilmarsson 2, Börkur
Ingvarsson 2. Ottó Guðmundsson 3. Ólafur Ólafsson 2. Halldór
Bjömsson 3, Baldvin Elíasson 2, Guðmundur Ingvason 2. Jóhann
Torfason 2, Ámi Guðmundsson 2. Björn Pétursson 3, Hálfdán Örlygs-
son (varam) 1, Einar Ámason (varam) 1.
LIÐ ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 2, Ottó Hreinsson 2. Gunnar Ingva-
son 2. Guðmundur Gíslason 2, Ásgeir Árnason 1, Erlendur Björnsson 2,
Aðalsteinn Örnólfsson 1, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Halldór Arason 1,
Jóhann Hreiðarsson 1, Sverrir Brynjólfsson 3, Daði Harðarson (varam)
1, Stefán Stefánsson (varam) 1.
DÓMARI: Hinrik Lárusson 3.
Ölympíuleikamir í máU og myndum
LYMPIULEIKAR
E//VW 'A t- £ / pA VAfl
SVOKAtc AÞ .. 1-A*JL AOp " /2 S'/J'J Jflfl
K't'A'í U/H LS’t*'JA'JG- l/i*i í/ r</V\ .
//Öc/Tl)
T TTt* K/f/V/9<2/T
só/zJ þe* s e/í>
fld SVi/G D/ie*/G-
Sflsrp r xepps/t
ReestsJ <y/e//t
f/'K nyi>//V&
S~oo flnJtr\ Stjtflfl /oitj /e/j/fl't////t Hflcit'/-
/fl. /fltLLt STA / DAi/ D ' SJÓDA if A /1< * tfli/d >
£Á t/O/flO fleppei/t/JA J-/L te/Jfl ófl. STfl/0 t
°G flé/.DJ flerJfl A /tfl /Slc /lyi/ flD flspp///
LOfl/flr/t . T'L flo fljflfl fl sre'/'/Jr/fl
/flfl nvtfl sá rrx//vw ar lIp/ ,scifl t/tfl-
fld' strvo f/i/Aj es/ e*Jt<i í /v/ésTfl sfltpT/
Ko/JJ/l Fe/J&J Éflfl/
-pfl-TTTóflj i cetflJ/J-
u/*\ PAJ{>flfleest//e
t-A j/s> ee s u pestÁ
Jaa- /3AOT//J. eér ~
flfl/E T / /3AeV T///SAfl
P peseflfl/ jescJ
SAST V/SL /f OL/iflP/J Li£/fl •
J//Jflt flCf-JZ FeSAfl DLSA tflo/fl/3JT /V Á A.A /ij .. - -
nestfl orjLtflA /A///v ö/te/j/j sjLcee/t i>c aJ/J .
ÖLYMPÍULEIKARNIR f
Montreal verða settir eftir
rúma tvo mánuði eða nánar
tiltekið 17. júll. Þar munu
mætast heimsins fremstu
áhugamenn í fþróttum og etja
kappi saman f tvær vikur.
Augu heimsins munu fvlgjast
með atburðum f Montreal,
gleði og sorg, sigrum og ósigr-
um.
Morgunblaðið byrjar í dag
birtingu mvndasögu, sem birt-
ast mun reglulega á íþrótta-
sfðu fram yfir Ólympfuleik-
ana, alls 60 sinnum. 1 þessari
mvndasögu er saga leikanna
rifjuð upp í máli og myndum,
helztu viðburða er getið,
stærstu stjörnurnar nefndar.
Þess má geta að myndasaga
þessi er birt f blöðum vfðs
vegar úti um heim og nýtur
mikilla vinsælda.