Morgunblaðið - 29.05.1976, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976
9
Einar G. Pétursson cand. mag.:
Sannleikurinn um
sögu setunnar
í íslenzkuritmáli
Nú undanfarið hafa átt sér stað
miklar umræður um islenska staf-
setningu í lok þings var tekið fyrir
frumvarp, sem náði ekki afgreiðslu, en
það kvað svo á: „Ein skal vera staf-
setning islenzkrar nútlmatunguMjög
er til efs, að föst samræming staf-
setningar sé á allan hátt til bóta
Halldór Laxness hefur notað sina
eigin stafsetningu sem kunnugt
er, og hef ég heyrt greinda menn
kvarta undan þvi, að af þeim sök-
um sé erfitt að lesa bækur hans
Sömu afleiðingar hefur „samræmd
stafsetning forn'' á íslendinga
sögum og fleiri ritum, Hér fyrr-
um er stafsetning var ekki eins föst
og nú, var ekki talið editt að lesa þá
stafsetningu enda hafa menn hér á
landi lengst af skrifað eins og hver vildi
og skrifuðu þrátt fyrir það góðan stil og
ekki lakari en menn gera nú.
Ein af afleiðingum fastrar staf-
setningar getur verið og er, að ýmsir
þora ekki að skrifa neitt af ótta við að
gera einhverja vitleysu. Þótt alltaf sé
svo, að fáir skrifi fyrir marga er samt
ekki ástæða til að þagga niður i fólki
með þvi að hafa stafsetningu svo
flókna að fáeinir geti lært hana til fulls
Hér er ekki einungis átt við setu, þvi að
einnig er mögulegt að gera staf-
setningu enn erfiðari með þvi að
greina I sundur samkvæmt uppruna
sérhljóð, sem nú eru eitt en voru áður
fleiri, svo sem æ og ö. Eitt sinn las ég
yfir handrit bókar til að bæta inn
setum Bókin varð metsölubók, en
tæpast út á setur Hefði höfundur ekki
haft sjálfsálit i góðu meðallagi, hefði
hann sennilega aldrei skrifað neitt i
þessu sambandi er rétt að mínna á, að
íslendingar hafa löngum státað sig af
mikilli alþýðumenningu, og óskóla-
gengnir menn hafa jafnan átt mikinn
hlut að bókmenntasköpun
Mjög var hampað áskorun „eitt
hundrað íslendinga" um að taka upp
aftur stafsetninguna frá 1929, en við
hana var lika athyglisvert hverjir eru
þar ekki. Af þremur þá fastráðnum
mönnum við Orðabók Háskóla íslands
er aðeins einn, enginn kennari í mál-
fræði og bókmenntum við Heimspeki-
deild Háskóla islands og islensku-
kennarar aðeins frá einum mennta-
skólanna.
II
Ekki er úr vegi að gera grein fyrir
sögu setunnar í islensku ritmáli, þvi að
það ætti að vera mikilvæg forsenda
fyrir umræðum um hana. Verður nú
vikið stuttlega að þessu og tekin dæmi
um I hvaða stöðu seta er oftast notuð á
skinnbókum, en ekki verður neitt rætt
hér um hljóðgildi hennar Taka ber
fram, að hér er að mestu fylgt stafsetn-
ingu handritanna. „Samræmd staf-
setning forn'' var fyrst búin til á 1 9. öld
af dönskum málfræðingum, en var
ekki nein löggilt stafsetning islensku er
fornsögur voru skrifaðar
1) í enda orða kemur seta oft fyrir (
eignarfalli af fallorðum, sem enda á II.
nn. d og t, dæmi: allz af allur, mannz
af maður, valldz af vald, hollz af holt
og andlatz af andlát 2) i efsta stigi
lýsingarorða og atviksorða er seta oft
höfð. dæmi: sízt af síður, skilríkuztu
af skilríkur helzt, sannaz af sannur,
minnzt af minni, greiðazta af greiður
3) Ending miðmyndar er i elstu hand-
ritun sk, en eftir miðja 13. öld endar
miðmyndin á z og zt, en st sem er
algengust i nútimamáli verður rikjandi
á síðari hluta 16 aldar, dæmi: krossaz
af krossa, vannz af vinna, lezt af láta
4) Seta var lika notuð i stofni orða,
dæmi: veizla, innleiðzla, Gizur, Özur,
unz.
Ekki bera svo að skilja, að þessar
reglur um ritun setu séu algildar i
fornmáli, en þessi dæmi eru hér sett til
að gefa hugmynd um, hvernig seta var
notuð. Dæmin eru flest tekin úr hand-
ritamyndum i bók Hreins Benedikts-
sonar: Early lcelandic script og Árna
sögu biskups i Reykjafjarðarbók frá
seinni hluta 14. aldar í útgáfu Þorleifs
Haukssonar og er stafsetning sums
staðar gerð auðskildari.
Ef fyrrgreind dæmi eru borin saman
við þær setureglur, sem I gildi voru frá
1 929— 1 973 sést, að i einstaka tilfell-
um er hún rétt sett, en miklu oftar
rangt Aftur á móti er y i sömu handrit-
um næstum alveg rétt skrifað, enda er
forn ritháttur eitt af aðalrökum fyrir
ritun þess Setan á með öðrum orðum
takmarkaða stoð i fornum rithætti, en
þangað hafa löngum verið sóttar fyrir-
myndir um rétt málfar
Ekki er ég fróður um stafsetningu á
17 og 18 öld, en málfar og ritháttur
á þeim öldum hefur aldrei verið talinn
fyrirmynd. Á 1 7 öld hverfur y alveg úr
málinu sem sérstakt hljóð, en það helst
enn i Norðurlandamálum Til gamans
má geta þess, að Ketill Jörundsson
(1603—16 70) afi Arna Magnús-
sonar, notaði aldrei y og hélt Árni
þeirri stafsetningu fra- ran af Yfirleitt
var þá mikill ruglingur á stafsetningu,
og stundum rituðu menn z alls staðar
fyrir st, svo sem ozr af ostur Tveir
menn rituðu um stafsetningu á 18
öld Jón Ólafsson Grunnvikingur taldi
setu óþarfa, þótt hann setji fram reglur
um hana, en rit hans hafði engin áhrif.
Eggert Ólafsson telur aðeins rétt að
nota hana i stað st i miðmyndarending-
um sagna og var þvi oft fylgt i bókum
úr Hrappsey
Það er fyrst árið 1830, að þær
reglur um ritun setu sem við þekkj-
um best eru settar fram, en það
var i Lestrarkveri handa heldri
manna bömum eftir Rasmus Rask.
Þar eru á 16 siðu þessi dæmi um
setu: veizt, bezt, frézt, fluzt, styzt,
farizt, bæzt. Hér sést. að fellt er niður
t, eins og nú er gert. Rétt er og að taka
fram tvö atriði úr stafsetningu Rasks,
en hann mælir með að gera greinar-
mun á æ og oe eftir þvi hvort komið er
af á eða ó Þetta atriði var tekið upp i
skólastafsetningu Halldórs Kr Friðriks-
sonar, sem nokkuð var notuð á seinni
hluta 19. aldar Rask vill og oftast
skrifa r i stað ur i endingum orða
Ekki hefur setan verið óumdeild
siðan kver Rasks kom út Þótt margir
hafi notað hana, þá hafa ýmsir viljað
hana feiga og má nefna Björn M
Ólsen rektor, sem einnig vildi afnema y,
en fáir aðrir hafa gengið jafnlangt.
Sumir hafa aðeins viljað halda setu i
vissum samböndum, og er blaða-
mannastafsetningin frá 1897 dæmi
um það, en sú stafsetning var notuð
nokkuð um aldamótin Finnur Jónsson
prófessor sagði um setu: „hjer er
ekkert í aðra hönd, nema sú fordild að
geta ritað z rjett, ef það er eftirsóknar-
vert." Á árunum 1918—1929 var i
gildi stafsetning, sem hafði ekki z og
ritaði je i stað é Var sú skynsamlega
stafsetning á útbreiddasta blaði lands-
ins fram yfir 1950 og í barnaskólum
hefur seta ekki verið kennd, er því
hæðið að tel|a hana hafa trausta festu i
málinu
Stafsetningarbreytingin frá 1973
hefur verið til umræðu á Alþingi á
seinustu misserum og þá einkum til
varnar setunni. Árið 1941 setti Alþingi
lög þess efnis, að á fornritum skyldi
vera „samræmd stafsetning forn ', en
um uppruna hennar var getið hér fyrri.
Lögin stóðust ekki fyrir Hæstarétti.
Með öðrum orðum er Ijóst, að þegar
Alþingi hefur viljað setja lög um
stafsetningu, er það ekki til að verja
forna islenska rithefð, heldur
danskar nýjungar frá seinustu öld.
Hvers vegna eru þær þingmönnum
svo kærar?
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al GLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
SIMIMER 24300
Til sölu og sýnis
29.
í Hlíðahverfi
3ja herb. kjallaraíbúð um 85 fm.
Sér hitaveita.
I Hlíðahverfi
4ra herb. íbúð um 112 fm. efri
hæð i fallegu fjórbýlishúsi. Sval-
ir. Bilskúrsréttindi. Gæti losnað
fljótlega.
í Heimahverfi
4ra herb. ibúð um 110 fm. jarð-
hæð með sér inngangi og sér
hitaveitu.
Húseignir af ýmsum stærðum og
4ra, 5 og 8 herb. sér ibúðir og
m.fl.
\ýja fasteignasalan
Laugaveg 4 2QQQQQ
utan skrifstofutíma 18546
Logi Guðbrandsson hrl.
Magnús Þórarinsson framkv.stj.
/AF” SAL
SÍMI27500
Fasteignaviðskipti
Bankastræti 6, III. h.
Björgvin Sigurðsson hrl.,
heimasimi 36747.
Sölusimi kvöld og helgar
71255.
L4UFÁS
FASTEIGNASALA
LÆKJARGATA 6B
3T5610&25556.
28611
28440
Krosseyrarvegur, Hafn.
ca. 70 fm efri hæð i eldra járn-
vörðu timburhúsi. Bílskúr.
Silfurteigur
2ja herb. 70 fm risibúð. Verð
5,0 millj. Útborgun 3,8 millj.
Rauðarárstígur
2ja herb. 65 fm ibúð á 2. hæð.
Verð 6,0 millj. útborgun 4,0
millj.
Melhagi
5 herb. efri sérhæð. Verð tilboð.
Útborgun tilboð.
Hellissandur
Skólabraut
Járnvarið eldra einbýlishús ca.
100 fm. Verð 3,0 milljónir. Út-
borgun 1,5 millj.
Höfum kaupanda
að einbýli í Smáibúðahverfi 140
til 1 50 fm. Má vera á tveimur
hæðum, helst steypt.
Fasteignasalan
Bankastræti 6
Hús og eignir
Lúðvík Gizurarson, hrl.
kvöld- og helgarsimar
17677 — 28833.
Kleppsvegur
3ja—4ra herb. ibúð á 1. hæð
90 fm. Verð 7.5 millj. Útb.
5—5,5 millj.
Laugarteigur
116 fm. ibúð á 1. hæð. Sér
inngangur. Bilskúrsréttur.
2ja herb. íbúðir
Skólavörðustig, Laugaveg, Kriu-
hóla, Frakkastíg
3ja herb. íbúðir
Asparfell, Hraunbæ, Hjallabraut
Hafnarfirði, Miklabraut, Geit-
land, Herjólfsgötu Hafnarfirði og
Langahlíð.
4ra herb. ibúðir
Álfheimar. Álfaskeið Hafnarfirði,
Hvassaleiti (með bílskúr), Safa-
mýri, Hagamel, Hraunbæ, Mið-
vangur Hafnarfirði, Melhaga,
Lindargata. Miklabraut.
Húseignin
fasteignasala,
Laugavegi 24, 4. hæð
Pétur Gunnlaugsson
lögfræðinqur s. 28370.
03 28040
í smíðum
Nokkrar 2ja, 4ra og 5
herb. íbúðir í Kópavogi.
Einnig í Reykjavík í Vest-
urborginni. íbúðirnar af-
hendast tilbúnar undir
tréverk og málningu. Öll
sameign fullfrágengin.
I smíðum
einbýlishús í austur og
vesturborginni, Arnar
nesi og Mosfellssveit.
Kaupendur
ath: höfum ávallt úrval
Leitið uppl. hjá okkur.
Leitið uppl hjá okkur.
Helgarsími 42618 milli
kl. 2—6 í dag.
Háaleitishverfi
Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög vönduð
Þnggja herbergja íbúð í Háaleitishverfi. Nánari
upplýsingar í síma 11361 eða með bréfi í
pósthólf 1 238
Málverk
Hef í umboðssölu málverk og teikningar eftir
Gunnar Örn Gunnarsson listmálara.
Þórður Gunnarsson lögfr.
Bergstaðastræti 80, Rvik..
s. 23259.
Seltjarnarnes
3ja herb. íbúð
Til sölu er 3ja herb. endaibúð á þriðju hæð í fjölbýlis-
húsi á Nesinu. í ibúðinni eru vandaðar innréttingar
Sameign er fullfrágengin og lóð að mestu tilbúin.
Lysthafendur leggi inn nafn og simanúmer á augl.-
deild Morgunblaðsins merkt: Gott útsýni — 3743
fyrir n.k. föstudag.
Danski rithöfundurinn CHRISTIAN KAMP-
MANN kemur fram í Norræna húsinu sunnu-
daginn 30. maí kl. 20:30, spjallar um ritverk
sín og les úr þeim.
Kaffistofan verður opin.
Verið velkomin.
Norræna húsið.
Ath. CHRISTIAN KAMPMANN kemur fram á
vegum dönsku félaganna í kvöld
laugardagskvöld kl. 20:30.
NORRÆNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
-Kaupendaþjónustan
Jón Hjálmarsson sölustjóri
Benedikt Björnsson Lgf.
Til sölu
Raðhús við Smyrlahraun
í Hafnarfirði. vandað hús. Hag-
stætt verð og útborgun.
5 herb. glæsileg íbúð
við Þverbrekku Kóp.
5—6 herb. ný íbúð
við Hjallabraut. Hafn. Skipti
möguleg á minni ibúð.
5 herb. íbúð
Hæð og ris við Hverfisgötu.
4ra herb. góð hæð
Við Hrisateig.
4ra herb. íbúð
ný innréttuð við Bergþórugötu.
4ra herb. ibúð
á tveim hæðum við Rauðarár-
stig.
4ra herb. vandaðar
íbúðir við Álfaskeið i Hafnarfirði.
Álfheima, Jörvabakka og Vestur-
berg.
3ja og 3ja—4ra herb.
íbúðir við Blikahóla og Æsufell.
3ja herb. íbúð
á annarri hæð vi(J Hverfisgötu.
Rishæð
i Lækjahverfi, vönduð eign.
2ja herb. kjallara
ibúð við Snorrabraut.
4ra herb. góð
kjallaraibúð við Langholtsveg
Einstaklingsibúð
i Hliðunum.
Opið í dag.
Kvöld- og helgarsimi
30541 Þingholtsstræti
15
Sími 10-2-20..