Morgunblaðið - 29.05.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976
11
Gardamarlustakkur á steinvegg
Rœktið Maríustakk
Gæðastakkur — græðir sár,
guilþyrstir á vit þín leita.
Af þér drjúpa daggartár,
daglangt í þeim sólin gljár;
vfir hvelfist himinn hár
heitnavöllur englasveita.
Jurtin er kennd við Maríu
mey eins og fleiri gæðajurtir.
Þið þekkið hin stóru, nær
kringlóttu blöð maríustakks og
hafið séð stóra daggardropa
glitra í þeim líkt og tærar perl-
ur. I miklum raka sjást ltka
dropar á jöðrum blaðanna, en
þeir eru ekki dögg heldur af-
gangsvatn sem kemur innanfrá
og vætlar út um blaðstrengina
(æðarnar). Dropaglitrandi
maríustakkur er fögur sjón og
hafa margir málarar spreytt sig
á henni. Maríustakkur er
gömul lækningajurt. Marin
blöðin voru lögð við sár og
fleiður og þykja græðandi.
Mikil trú var fyrrum á maríu-
stakk og á fyrri öldum notuðu
gullgerðarmenn jafnan þessa
jurt og döggina á henni við til-
raunir sinar. Hið latneska nafn
á jurtinni ALCHEMILLA er
kennt við gullgerðarmennina
„alchemistana".
Nokkrar tegundir maríu-
stakks vaxa hér villtar t.d. við
læki og á öðrum hálfrökum
stöðum. En í görðum eru rækt-
uð og þrífast vel miklu stór-
vaxnari tegundir t.d.
HJARÐMARÍUSTAKKUR
(Alchemilla pastoralis). Hann
er stórvaxinn, grágrænn með
rauðbrúnum blæ. Blöðin verða
mjög stór. Þau eru með 9 sep-
um, þétthærð og mjúkhærð
báðum megin. Stöngullinn er
með gisnum útstæðum hárum.
Blómin eru smá, en mörg sam-
an i gulgrænum skúfum. Hjarð-
maríustakkur vex villtur í
Skandinavíu.
GARÐAMARlUSTAKKUR
(Alchemilla acutiloba) er að
líkindum ættaður frá Kákasus.
Hann verður 30 — 40 sm hár
með langa blaðstilka og flatar
nýrlaga blöðkur með breiðu opi
um blaðstilkinn. Blómskúfarnir
hærri en á hjarðmaríustakki.
Þrifst vel á rökum stöðum. Fer
prýðilega við læki og tjarnir og
þolir hálfskugga.
Mariustakk er fjölgað með
skiptingu. Sveppir sækja stund-
um á maríustakka bæði villta
og ræktaða en venjulega þrífast
þeir vel. Sumir þurrka hina
gulgrænu blómskúfa á haustin
og hafa til vetrarprýði i stofum.
Maríustakkur þarf gott pláss,
þarf að geta breitt vel úr sér og
orðið fyrirferðarmikill.
Þið þekkið frænda hans,
LJÓNSLAPPANN, sem vex á
þurrum stöðum og er stundum
notaður í te til hollustu með
blóðbergi ofl. jurtum. Bæði
maríustakkur og ljónslappi telj-
ast til rósaættar. Af þeirri ætt
þekkið þið t.d. jarðarber og
hrútaber og fjalldalafífilinn
sem.á hverju sunnudagskvöldi
sést i sjónvarpinu.
I.D.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Hlutavelta Bræðra-
félags Arbæjarsafnaðar
í DAG, laugardaginn 29. mal,
heldur Bræðrafélag Arbæjar-
safnaðar glæsilega hlutaveltu að
Hallveigarstfg 1 (Iðnaðarmanna
húsinu) og verður húsið opnað kl.
2 eftir hádegi.
Númer á hlutveltunni skipta
þúsundum og fullyrða má, að þar
verður margt góðra og gagnlegra
muna. Hlutaveltur hafa lengi not-
ið mikilla og almennra vinsælda,
enda er þar ávallt vinningsvon og
margir, sem fara heim með happ í
hendi. Engin núll verða á hluta-
veltunni og fá því allir eitthvað í
sinn hlut.
Allur ágóði af hlutaveltunni
gengur óskertur til safnaðar-
heimilis Arbæjarsafnaðar, sem
nú er i smíðum en í sumar og
haust er ráðgerð að vinna við að
fullgera jarðhæð heimilisins. svo
að þar fáist aðstaða til félags-
starfa á vetri komanda. Þeim, sem
sækja þessa hlutaveltu heim i
dag, gefst því einnig kostur á að
styrkja gott málefni og leggja
steina i grunn þess húss er verða
mun öldnum og óbornum ’i Ar-
bæjarprestakalli til mikillar
blessunaráframtið, ekki hvað síst
því unga fólki, er þar vex úr grasi.
Bræðrafélag Arbæjarsafnaðar,
er gengst fyrir þessari fjáröflun
til safnaðarheimilisins, hefur á
undanförnum árum lagt fram
verulegt fé til byggingarinnar og
þar hafa ýmsir unnið framúr-
skarandi fórnfúst starf. Hið opin
bera býr heldur fátæklega að
þjóðkirkju Islands, að ekki sé
meira sagt, hvað viðkemur smiði
guðshúsa og þvi hefur þetta
uppbyggingarstarf að langmestu
leyti mætt á söfnuðunum sjálfum.
Þar standa venjulega fáir
trúverðugir vinir kirkju Jesú
Krists i fararbroddi ög hafa með
Guðs hjálp oftlega lyft Grettistök-
um því að „ef Drottinn byggir
ekki húsið erfiða smiðirnir til
ónýtis". Hann kallar menn til
hinnar óeigingjörnu þjónustu
veröld sinni til þarfa. A þeim akri
vantar fleiri liðsmenn svo 'að hér
geti dafnað gróandi þjóðlif.
Reykvíkingar! Sleppið ekki
þessu gullvæga tækifæri. Um leið
og þið freistið sjálf gæfunnar
styrkið þið mikilvægt málefni i
þágu Guðs kristni i þessari borg.
Guð blessi og launi öllum þeim, er
af örlæti hjarta síns leggja góðum
málum lið.
Hittumst heil að Hallveigarstíg
1 i dag.
Guðmundur Þorsteinsson.
BIHGÖ. SKEMMTIKVÖLDu
Polyfónkórinn heldur bingó og skemmtikvöld að Hótel Sögu
sunnudaginn 30. maí og hefst með borðhaldi kl. 19.00
Skemmtiatriði: Spilaðar verða
Kórsöngur Franskur veizlumatur Gigot d'agneau á la Bretonne
Tízkusýning 4 umferðir í Bingó i Húsið opnar kl 1 9.00.
módelsamtökin sýna nýjustu sumartízkuna. Þjóðdansar vinninga m.a. 3 sólarferðir. Borðum haldið til kl. 1 9.30
Þjóðdansafélagið sýnir. Ragnar Bjarnason Borðapantanir eftir kl. 16 hjá yfirþjóni,
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. stjórnar. í síma 2022 1
Missið ekki af glæsilegri skemmtun um leið og þið styrkið gott málefni Poiyfónkórinn.