Morgunblaðið - 29.05.1976, Side 14

Morgunblaðið - 29.05.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 fjölbýlishúsi, enn fremur hvers konar viðhald á sameiginlegu hit- unar-, vatns-, skólp-, rafmagns- og dyrasímakerfi húss að undan- skildum þeim tækjum, sem tengd eru kerfunum í hverri íbúð. Bili sameiginleg leiðsla, skal reikna allt tjón, sem af því leiðir, svo og viðgerð og skemmdir, sem sameiginlegt tjón. Bili leiðsla, sem ekki er sameig- inleg í fjölbýlishúsi, eru íbúðar- eigendur skyldir til að leyfa við- gerð á henni, enda þótt rjúfa þurfi vegg, loft eða gólf I íbúðum þeirra, að því tilskildu, að þeim sé tilkynnt um viðgerðina í tæka tið og öllu komið I lag, svo sem kostur er, án ástæðulausrar tafar og þeim að kostnaðarlausu. Allt viðhald á húsinu að utan, svo og á lóð og girðingu er sameig- inlegt, undanskilið er gler í glugg- um og hurðir fbúða, að öðru leyti en málning þeirra. 12. gr. Hver ibúðareigandi skal sjá um og kosta viðhald á íbúð sinni. Ibúðareigandi er ábyrgur gagn- vart sameigendum sínum fyrir þvi tjóni, sem þeir verða fyrir vegna óhapps í íbúð hans, svo sem vegna bilunar á tækjum eða leiðslum, sem íbúð hans tilheyra. 13. gr. Sameiginlegan kostnað, þar með talinn kostnað af fram- kvæmdum, sbr. 10. gr., hússtjórn o.fl., bera húseigendur samkvæmt hlutfallstölu Ibúða sinna. Sama gildir um opinber gjöld, sem reiknuð kunna að verða af húsinu sem heild. Greiði einhver íbúðareigandi ekki sinn hluta kostnaðar sam- kvæmt 1. mgr. eignast hinir ibúð- areigendurnir lögveð í ibúð hans til tryggingar greiðslunni. Sá veðréttur fellur niður ef honum er eigi fylgt eftir með lögsókn áður en eitt ár var liðið frá þeim degi er greiðslan var innt af hendi. 14. gr. Afnotaréttur sameiginlegs þvottahúss og þurrkherbergis skal vera jafn. Séu keypt tæki til sameiginlegra nota í þvottahúsi eða þurrkherbergi, skulu íbúðar- eigendur greiða að jöfnu kaup- verð þeirra og viðhald. Hverri skipta.vfirlýsingu skal fylgja teikning yfir hverja hæð fjölbýlishúss þar sem sýnd er stærð og mer.cing hverrar íbúðar um sig og hvað henni f.vlgir sér- staklega. Sveitarstjórn skal stað- festa, að þessar upplýsingar séu réttar. 5. gr. Eign í fjölbýlishúsi er með tvennu móti: Séreign og sameign. íbúðirnar sjálfar, eins og þeim er lýst í skiptayfirlýsingu eða skiptasamningi og það sem þeim fylgir sérstaklega er i séreign ibúðareigenda. Aðrir hlutar fjöl- býlishúss eru í sameign, þar með talin eignarlóð eða leigulóðarrétt- indi. 15. gr. Nánari reglur um stjórn húsfé- lagsins, reikninga, sameiginlegan hita, afnot sameiginlegs húsrým- is, endurskoðun o.fl., eru ákveðn- ar í samþykktum, sem félagsmála- ráðuneytið setur með reglugerð. Samþykktir þessar gilda, hafi húsfélagið ekki sett sér aðrar og þinglýst þeim. # IV. Um sambýlisháttu 16. gr. Ibúum fjölbýlishúss skal skylt að ganga þriflega um hús og ióð og gæta þess í umgengni sinni að valda ekki öðrum íbúum hússins óþægindum eða ónæði. Húsfélag skal í húsreglum setja venjulegar umgengnisreglur. Hverri íbúð bylgir eftir ákveð- inni hlutfallstölu hlutdeild í sam- eign. Sé hlutfallstalan ekki ákveð- in eru íbúðirnar allar jafnrétthá- ar. Ibúðunum fylgja eftir hlutfalls- tölu, sbr. 8. gr., réttindi og skyld- ur til að taka þátt í félagsskap allra eigenda um fjölbýlishúsið. 17. gr. Geri eigandi eða annar íbúi húss sig sekan um gróf eða ítrek- uð brot á skyldum sínum gagn- vart húsfélaginu eða einhverjum félagsmanni þess getur húsfélag- ið eftir a.m.k. eina skriflega að- vörun krafist að hann flytji úr íbúð sinni með eins mánaðar fyr- irvara. Réttindi þau og skyldur, sem tálað er um í 3. og 4. mgr., verða ekki skilin frá íbúðunum. 6. gr. Skipti veggur fjölbýlishúsi svo aðeins hluti íbúða er um sama gang, stiga, svalir, tröppur eða annað sameiginlegt húsrými en aðrir íbúðareigendur hafa þar engin afnot eða aðgang, telst það til þeirra íbúða einna. # V. Ýmis ákvæði. 18. gr. Sé íbúð í fjölbýlishúsi seld skal seljandi, áður en samningur er undirritaður, kynna kaupanda reikninga húsfélagsins og stöðu og framlög ibúðarinnar til þess. Sé um hús i byggingu að ræða ber seljanda að gera glögga grein fyrir byggingarstigi svo og áfölln-! um byggingarkostnaði og áætlun um endanlegan byggingarkostnað miðað við ríkjandi verðlag. 7-gr. Sérhver íbúð í fjölbýlishúsi telst ásamt því, er henni fylgir sérstaklega, og eignarhluta sínum í sameign sérstök fasteign, enda Ný lög um fjölbýlishús: Fjölbýlishús í höfuðborginni — sem falla inn i ramma hinnar nýju löggjafar um fjölbýli (um sambýlisháttu, um réttindi og skyldur í sambýli og um skiptingu eignarráða). 19. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, og falla þá jafnframt úr gildi lög nr. 19 24. 'apríl 1959, um sameign fjölbýlishúsa. (Samþykkt á Alþingi 17. maí 1976.) # I. Gildissvið laganna 1. gr. Fjölbýlishús telst í lögum hvert það hús, sem í eru tvær eða fleiri ibúðir. Með ibúð i lögum þessum er átt við hvert það herbergi, sem eld- hús fylgir. 2. gr. Lög þessi gilda um fjölbýlishús, þar sem ibúðirnar eru í eigu fleiri en eins aðila. Einnig skulu þau gilda um raðhús og önnur sam- tengd hús eftir því sem við getur átt. Reglur laganna verða einnig notaðar, eftir því sem við á, um önnur hús, er fleiri en einn á eða nýtir. # II. Skipting eignaráða 3. gr. Gera skal skiptayfirlýsingu um öll fjölbýlishús, enda liggi ekki fyrir þinglýstur skiptasamningur. Sé um nýbyggingu að ræða, skulu sveitarstjórnir gera það að skil- yrði fyrir gerð lóðarsamnings, að skiptayfiriýsing liggi fyrir. Skiptayfirlýsingu skal þinglýst eigi síðar en húsið er fokhelt. Gera skal það að skilyrði þing- lýsingar eignayfirfærslu fjölbýlis- húss eða hluta þess, að skiptayfir- lýsing liggi fyrir. 4. gr. I skiptayfirlýsingu skal greina, svo ekki verði um villst: a) Hvar hver íbúð er. Gefa skal það til kynna með götunafni, húsnúmeri, á hvaða hæð íbúð er og sérstakri merkingu sam- kvæmt reglum fasteignamats ríkisins. b) Stærð hverrar íbúðar og hvað henni fylgir sérstaklega. e) Hver sé hlutfallstala íbúðar, hafi hún verið ákveði , sbr. 2. mgr. 8. gr. d) Hvort íbúð fylgir réttur til bíl- skúrs eða bílstæðis. Um sambýlisháttu, réttindi og skyldur og skiptingu eignarráða ÖLL löggjöf varðar sambýli þegnanna í þjóðfélaginu — en fá í jafn bókstaflegri merkingu og lög um fjölbýlishús, sem samþykkt vóru á nýliðnu Alþingi, 17. maí sl. Lög þessi spanna skiptingu eignaráða, réttindi og skyldur eigenda íbúða í fjölbýlishúsum og sambýlisháttu. Þar sem þessi löggjöf varðar svo marga þjóðfélagsþegna, einkum á þéttbýlissvæðum, birtir þingsíðan hana í heild, svo menn geti lesið sér til um hana og glöggvaó sig á henni. Samhliða þessari löggjöf setti síðasta þing ný lög um skráningu og mat fasteigna, er Fasteignamat ríkisins annast, viðamikinn lagabálk. Þá er stefnt að því að hver séreign í fjölbýlishúsi verði skattalega aðskilin og van- skil skattgreiðslna á ábyrgð viðkomandi eiganda eins. sé fullnægt skilyrðum laga um skráningu og mat fasteigna. 8. gr. Eignarhluti í sameign er reikn- aður út eftir sérstaklega ákvarð- aðri hlutfallstölu. Reglur um útreikning hlutfalls- tölu skulu settar i félagsmála- ráðuneytinu með reglugerð. # III. Um réttindi og skyldur 9. gr. Bygging ofan á eða við fjölbýlis- hús eða á lóð þess er háð sam- þykki allra eigenda hússins, nema gert hafi verið ráð fyrir henni f upphafi á samþykktri teikningu. Að öðru jöfnu gengur sá fyrir um rétt til slíkrar byggingar, sem stærri hlut á í húsinu. Hafi ekki frá upphafi verið gert ráð fyrir því að bílastæði fylgi ákveðnum íbúðum fjölbýlishúss, verða bilastæði ekki gerð eða þeim skipt, nema allir ibúðareig- endur samþykki. Ef bílastæðum er hlutað niður á íbúðir greiðir hver íbúðareigandi fyrir gerð síns stæðis, en ef bíla- stæðum er ekki skipt greiðist kostnaður við þau að jöfnu. 10. gr. Allir íbúðareigendur eiga rétt til ákvörðunar um innréttingar og fyrirkomulag þess hluta fasteign- ar, sem sameiginlegur er, þar með talið útlit hússins, girðing og skipulag lóðar, enn fremur rekst- ur og viðhald þess sameiginlega, sbr. 11. gr., svo og gerð glers i gluggum. Hafi einhver fbúðareig- andi ekki verið boðaður á fund þar sem ákvörðun er tekin um framkvæmdir samkvæmt þessari grein, getur hann neitað að taka þátt i kostnaði vegna þeirra og stöðvað þær, þar til lögleg ákvörð- un hefur verið tekin um þær sam- kvæmt húsfélagssamþykktum. 11. gr. Sameiginlegt viðhald telst hvers konar viðhald og viðgerðir á öllu sameiginlegu húsrými i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.