Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976
25
fclk í
fréttum
KARL í KRAPINU
+ Menn hafa ýmsar aðferðir til
að svala sér í sumarhitunum.
Frank Strzalkowski, sem er
starfsmaður við sædýrasafnið f
Redwood f Kalifornfu, brá á
það ráð að bregða böndum á
háhyrninginn Nepo, sem er sjö
ára gamall og vegur þrjú tonn,
og lét sfðan gamminn geysa um
alla laugina. Þetta var hin
mesta svaðilför þvf að Nepo
kafaði tuttugu og fimm fet nið-
ur að botni laugarinnar en
stökk sfðan tfu fet f loft upp
þegar hann kom úr kafinu.
Myndin var tekin þegar þeir
félagarnir komu úr einu kafinu
og eins og sjá má grfpur Frank
svo sannarlega andann á lofti.
+ Frank Sinatra ætlar innan
skamms að kvænast Barböru
Marx, sem áður var gift gaman-
leikaranum Zcppo Marx. „En
það kemur sko akkúrat engum
við,“ sagði Sinatra þegar frétt-
in hafði birzt f slúðurdálkum
dagblaðanna. Frank Sinatra
stendur nú á sextugu en Bar-
bara er sögð vera „einhvers
staðar" á fimmtugsaldri. Þetta
verður fjðrða hjónaband
Sinatra en annað hennar.
+ Mick Jagger verður að
leggja sig allan fram á hljðm-
leikum hljðmsveitarinnar f
London nú f vikunni. þvf að
meðal áhorfenda verður fimm
ára gömul dðttir hans, Karis
Hunt. Mððir hennar er söng-
konan Marsha Hunt. Karis litla
hefur Iftið haft saman við föður
sinn að sælda en nú hefur verið
skorið úr þvf fyrir dómstðlun-
um að hún megi vera með hon-
um aðra hverja helgi.
+ Elfzabeth Taylor var á dög-
unum boðið milli sjö og átta
hundruð milljðnir krðna fyrir
hlutverk f nýrri kvikmynd og
áttu upptökur aðeins að standa
f eina viku. Taylor sagði nei
takk!
Astæðan fyrir þessari háu
greiðslu er sú að Liz Taylor átti
að vcra nakin mest allan
tfmann og taka þátt f alls konar
kynsvalli.
Framleiðendur myndarinnar
segja að klámmyndin „Deep
Throat" sé hreinasta barna-
mynd f samanburði við þessa
mynd þeirra.
Frú Kröyer, sendiherrann, frú Stoneson, ræðismaður tslands í San
Francisco, Donald Stoneson og lengst til hægri er Vigfús Jakobsson,
form. tslendingafélagsins f N-Kalifornfu.
Sendiherra heiðraður
+ Sendiherra tslands í
Bandaríkjunum, hr. Haraldur
Kröyer, var heiðraður af
Háskðla Kaiifornfuríkis f
Berkeley nýlega, er honum
voru veitt verðlaun á hátfðar-
útisamkomu háskðlans. Heita
verðlaunsR f.lísf og Walíer A
Haas-verðlaun og eru þau veitt
árlega erlendum mönnum, sem
hafa útskrifazt úr háskðlanum
og hafa skarað fram úr f
þjðnustu fyrir land sitt.
t tilefni komu sendiherra-
hjðnanna til Flðabdr'ganna, þar
sem þau bæði gengu f háskðla.
þó ekki samtfmis og ekki við
sama skólann (frú Kröyer nam
við Stanford-háskðlann) hélt
tslendingafélagið f Norður-
Kalifornfu þeim samsæti f San
Francisco. Þeir Donald Stone-
son, ræðismaður tslands í San
son, formaður tslendinga-
félagsins, stjðrnuðu hðfinu.
Var sendiherrahjónunum
afhentur fagur, áletraður
silfurbakki að gjöf frá
félaginu.
Myndin hér að ofan er tekin f
þessu hðfi.
©*
Byrjið
daginn snemma
á Esjubergi
í sumar opnum viö kl. 700
alla morgna.
Við bjóöum upp á nýlagað
kaffi, ný rúnstykki og heit
vínarbrauö.
Fjölbreyttar veitingar.
Það er ódýrt að boröa hjá okkur.
Veriö velkomin,
[e lp))l pnl
ii—']]n.yjj|[LJj ipí niiL
Sýning — 1976
Við sýnum:
Þýzka tjaldvagna Comptourist
Ameríska tjaldvagna Steury
Cavalier hjólhýsi
Monza hjólhýsi
JET hjólhýsi
A-Line sumarhús
Adapta verktakahús
Einnig tjöld fyrir hjólhýsi, festingar tröppur,
klósett, gaskassa og fl. og fl.
Margar gerðir af kerrum bæði fyrir fólksbíla
og Jeppa.
Hvar:
Hjá okkur í Sundaborg v.Kleppsveg
Hvenær:
Dagana 22 — 30. maí að báðum meðt.
opið alla daga virka og helga frá 2 — 7
Gísli Jónsson & Co h.f.,
Sundaborg—Klettagörðum 11. Simi 86644.