Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1976
3
Flugkapparnir, Holberg Másson og Ómar Ragnarsson leggja á ráSin fyrir
flugtak . . .
Hér ar belgurinn farinn aS renna af staS eftir túninu en viSstaddir reyna
aS hefta för hans . . .
. . . en allt kom fyrir ekki og belgurinn rann á gaddavlrsgirSingu og áfram
yfir vegínn . . .
LITLU munaði aS illa færi I flug
taki fyrstu opinberu loftbegls-
ferðarinnar hér á landi í gær. Fór
belgurinn á loft á litlu túni á
Áiftanesi. en áður hafði hann
runnið á gadda vlrsgirðingu og
velkzt um I flæðarmálinu dágóða
stund með þeim afleiðingum að
annar f lugkappanna, Ómar
Ragnarsson fréttamaður, féll út-
byrðis. Flugstjórinn og eigandi
belgsins, Holberg Másson, tókst
þó að koma honum á loft eftir
harða baráttu og sveif hann siðan
einn slns liðs sem leið lá yfir
Reykjavlk og upp á Skaga.
Þetta mun vera lyrsta opinbera
loftbelgsflug hér á landi, en sl.
sunnudag fór Holberg i reynsluflug
fyrir austan fjall og flaug hann þá
belgnum 25 km á tveimur klukku-
stundum. Belgurinn er enskur, af
gerðinni „Thunder Hotter Balloon"
með skrásetningarstafi TF-HOT
Holberg hefur atvinnuflugmanns-og
kennararéttindi á loftbelg frá Banda-
rikjunum og er það einnig viður-
kennt af isl loftferðaeftirlitinu
Rétt fyrir flugtak kom Ómar
Hér hangir Ómar utan i körfunni en belgurinn var þá að skella aftur I
jörðina og skömmu slðar missti Ómar takið . . .
Ragnarsson fréttamaður, en hann
hafði ákveðið að fara með i þessa
fyrstu loftbelgsferð Veifaði Ómar
„hrakfarapokanum" sinum sem
Far vel Frans . . . Omar veifar öðr-
um skónum sem hann missti af
sér við átökin.
hafði að geyma föðurlandsbrækur,
lopapeysu og annan búnað sem
nauðsynlegur þykir ef menn vilja
komast lifs af úr svaðilförum Gasi
var siðan dælt i belginn með þar til
gerðum brennara og voru blaða-
menn fengnir til að halda i körfuna á
meðan. Ekki tókst þó betur til en
svo. að belgurinn tók að renna með
miklum hraða eftir túninu og á
gaddavirsgirðingu. þaðan yfir veg-
inn og niður i fjöru Á þessari leið
héngu báðir flugkapparnir á belgn-
um, en I flæðarmálinu missti Ómar
takið, en Holberg hékk á körfunni út
I sjó Héldu menn að þar yrðu
endalok flugferðannnar, en meðein-
hverjum hætti tókst Holberg að
dæla nægu gasi i belginn og hægt
og sígandi reif hann sig upp úr
sjónum og sást siðast til hans þar
sem hann sveif yfir Reykjavik á leið
upp á Skaga.
BANKASTRÆ.TI
-14275
LAUGAVEGUR
•S*-21599
Troðfullar búðir af
nýjum gallabuxum
<Ertu buxnalous ?
Kjaradeila opin-
berra starfsmanna:
Úrskurður um
miðjan mánuðinn
ÚRSKURÐAR frá Kjaradómi og
Kjaranefnd um málefni opin-
berra starfsmanna, sem eiga í
kjaradeilum við ríkið, verður
varla að vænta fyrr en um miðjan
þennan mánuð að sögn Guðmund-
ar Skaftasonar. Samkvæmt lögum
áttu úrskurðir þessir að liggja
fyrir um síðustu mánaðamót, en
vegna þess hve seint og illa mál
hinna einstöku félaga bárust til
kjaranefndar og kjaradóms verð-
ur varla hægt að afgreiða þau
fyrr en um miðjan mánuðinn,
sagði Guðmundur.
Fyrir Kjaranefnd liggja nú mál
14 aðildarfélaga starfsmanna
ríkis og bæja. Af þeim má nefna
Félag flugmálastarfsmanna,
Félag starfsfólks stjórnarráðsins,
Hjúkrunarfélag íslands, Starfs-
mannáfélag hljóðvarps, Starfs-
mannafélag sjónvarps, Landssam-
band lögreglumanna, Tollvarða-
félag íslands, Félag ísl. síma-
manna, Ljósmæðrafélag Íslands
og Samband ísl. barnakennara.
Fyrir kjaradómi liggja mál 12
aðildarfélaga í Bandalagi háskóla-
manna, m.a. Félag háskólakenn-
ara, Arkitektafélag islands, Verk-
fræðingafélag Islands, Tækni-
fræðingafélag íslands, Sál-
fræðingafélag íslands, Félag isl.
náttúrufræðinga, Félag ísl.
sjúkraþjálfara og Félag bóka-
safnsfræðinga.