Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 13 Ný byggðahverfi hafa risið beggja vegna Blöndu en þessi mynd er frá byggðinni sunnan árinnar. HÚN GERÐI SITT GAGN — Þessar bryggjuleif ar má finna i fjöruborðinu sunnan við Biontluós, Ný bryggja norðanmegin hefifr leyst þessa af hólmi. Hér er unnið við framkvæmdir við fyrsta f jölbýlishúsið, sem rfs á Blönduósi. tekinn í notkun flugvöllur hér skammt frá og er nú flogið hingað fjórum sinnum í viku en vonandi á ferðunum eftir að fjölga í fram- tíðinni. Þetta er 800 metra löng flugbraut og aðflugsskilyrði eru mjög góð. Það hjálpast margt að því að gera staðinnðleppilegan til búsetu, hér er gott bæjarstæði og gott veður. Þekking og framtaks- semi Ibúanna sjálfra verður því það atriði, sem mestu ræður um framtíðina. HITAVEITA A NÆSTU GRÖSUM — Stærsta verkefni hrepps- félagsins, hvað snertir verklegar framkvæmdir, er borun eftir heitu vatni á Reykjum við Reykja- braut og lagning hitaveitu til kauptúnsins. Nú er búið að bora þar og þá fengust 40 til 50 sekúndulítrar af 70 til 80 gráðu heitu vatni en hreppsfélaginu nægir að fá um 300 sekúndulítra þannig að við þurfum ekki að fullnýta þetta vatn strax. Þessar framkvæmdir eru mjög fjár- frekar en mér telst til ^ð kostnað- ur við borunina sé tæpar 40 milljónir króna og 60% af þvl fáum við að láni frá Orkusjóði en það sem eftir er verður hrepps- félagið að afla. Það hjálpar mikið hvað lán Orkusjóðs eru hagstæð. Samanlagt nam upphitunar- kostnaður með ollu og rafmagni um 33 milljönum króna I fyrra og á árinu 1977 er áætlað að þessi kostnaður verði um 47 milljónir. Lagning hitaveitu frá Reykjum gæti hins vegar kostað milli 80 og 130 milljónir og lögn hér innan bæjar milli 130 og 160 milljónir en kostnaður er breytilegur eftir því hvaða efni er notað I leiðslur. Það að sjá hitaveitu á næstu grös- um vekur vissulega enn bjartari vonir um framtíð staðarins. BÓKHLAÐA BYGGÐ VIÐ VÖXT — Hér á staðnum hefur einnig verið unnið við varanlega gatna- gerð og er nú búið að leggja olíu- möl á 2 kílómetra en allar nýjar götur eru einnig undirbyggðar. Við höfum hér barna- og gagn- fræðaskóla og hússtjórnarskóla en hann er I daglegu tali alltaf nefndur Kvennaskólinn og nú er verið að setja þar upp heimilisiðn- aðarsafn. Félagsheimili staðarins er stórt og rúmgott enda byggt Framhald á bls. 20 um við Blöndu ef veður leyfir en klukkan 14 hefst hátiðardagskrá á sama stað og meðal atriða þar verður ræða, sem Brynleifur Steingrímsson, héraðs- læknir, flytur. Þá verður á sunnudeginum kvik- myndasýning fyrir börn og um kvöldið verður leikrit- ið Þið munið hann Jörund sýnt í Félagsheimilinu. ----------------------------( Þá verður í tiiefni af af- mælinu opnuð sögusýning I í Barnaskólanum en þar | sýna m.a. fyrirtæki og | stofnanir hreppsins. Heim- ilisiðnaðarsafnið við Kvennaskólann verður op- ið yfir helgina og sérstak- I ur dagstimpill verður í | notkun á pósthúsinu á | Blönduósi á laugardaginn í . tilefni afmælisins. Geller sigraði í Las Palmas EINS og flestir munu minnast tók Guðmundur Sigurjónsson þátt I miklu skákmóti, sem haldið var I Las Palmas á Kanarfeyjum jsnemma I vor. Þetta er án efa eitt sterkasta mót, sem haldið er á þessu ári og urðu úrslitin sem hér segir: I. Geller (Sovétr.) 10,5 v., 2. Larsen (Danm.) 10 v. 3.—4. R. Byrne (U.S.A.) og R. Hiibner (V.-Þýzkal.) 9,5 v„ 5.-7. L. Portisch (Ungv.) Zvetskovsky (Sovétr.) og F. Georghiu (Rúmenfa) 9 v„ 8. Guðmundur 8.5 v. 9. K. Rogoff (U.S.A.) 8 v„ 10. R. Debarnot (Spánn) 7,5 v„ II. R. Hernandez (Spánn) 6 v„ 12.—14. K. Garcia, K. Eraguela (Spánn) og O. Rodrigez (Perú) 5.5 v„ 15. K. Bellon (Spánn) 4,5 v„ 16. A. Menvielle (Spánn) 2,5 v. Geller bætti þarna einni skrautfjöðrinni enn I hattinn, en hann hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu. Larsen, sem ekki hefur teflt mikið síðastliðið ár sýndi að hann hefur engu gleymt, og R. Byrne náði sinu bezta í langan tíma. Ég hef enga af skákum Guðmundar úr mótinu séð, en hér koma tvær skemmtilegar skákir. eftir JÓN Þ. ÞÓR Hvftt: E. Geller Svart: R. Hiibner Sikile.vjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 — g6 6. 0-0 — Bg7, 7. c3 — Rf6, 8. Rd2 — Dc7, 9. a4 — 0-0, 10. Hel — d6, 11. a5 — Rbd7, 12. Rc4 — d5, 13. exd5 — Rxd5, 14. Bfl — Rc5, 15. Bg5 — f6, 16. Bh4 — e5, 17. Df3! — Rf4, 18. Rb6 — Hb8, 19. Bg3 — g5. 20. Bxf4 — gxf4, 21. b4 — Re6, 22. Bc4 — He8, 23. Rxc8 — Dxc4, 24. Rd6 — Rxd4, 25. cxd4 — De6, 26. Rxe8 — Dxe8, 27. dxe5 — fxe5, 28. Hacl — Df7, 29. Hedl — He8, 30. De4 — Bf8, 31. Hd5 — Dg6, 32. Hel — Dxe4, 33. Hxe4 — Hc8, 34. Hdxe5 — Bxb4, 35. He8 — Hxe8, 36. Hxe8 — Kf7, 37. Hb8 — Bxa5, 38. Hxb7 — Kg6, 39. Ha7 — Bc3, 40. Hxa6 — Kg5, 41. Kfl og svartur gafst upp. Þeir Larsen og Portisch hafa marga hildi háð við skákborðið og á ýmsu oltið uni úrslitin. Hér sjáum við viðureign þeirra I þessu móti. Hvftt: L. Portisch Svart: B. Larsen Vængtafl 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — Bb4, 4. Dc2 — 0-0, 5. a3 — Bxc3 6. Dxc.3 — d6, 7. b4 — e5, 8. Bb2 — Rc6, 9. e3 — Re4, 10. Dc2 — f5, 11. Be2 — a5, 12. d3 — Rf6, 13. b5 — Re7, 14. c5! — b6, 15. cxd6 — cxd6, 16. Hcl — Bb7, 17. 0-0 — Hc8, 18. Dbl — Dd7, 19. a4 — Rg6, 20. Ba3 — Kh8, 21. Rd2 — Rh4, 22. f3 — Rd5, 23. Hxc8 — Hxc8, 24. Rc4 — Hxc4, 25. dxc4 — Rxe3 26. dd3! — Rxfl, 27. Bxfl — d5, 28. cxd5 — Bxd5, 29. De3! — e4, 30. fxe4 — Bxe4, 31. Dxb6 — h6, 32. Dd6 — Dc8, 33. Bb2 — Kh7, 34. De7 — Dg8, 35. Dxh4 — Da2, 36. Df2 — Dxa4, 37. Da7 og svartur gafst upp. LEÐURJAKKAR — LEÐURBLÚSSUR — NÝ SENDING AF TERY- LENEBUXUM — ÞUNNIR FRAKKAR — ÞUNNAR BLÚSSUR — GÍFURLEGT ÚRVAL AF PEYSUM — GALLABUXUR — GALLAPILS — GALLAVESTI FYRIR DÖMUR OG HERRA OG FULLT AF NÝJUM BOLUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.