Morgunblaðið - 02.07.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 02.07.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 15 FRÁ LEWBEININGASTÖfl HIÍSMÆflRA Hvernig Danir leysa kvörtunarmál neytenda Samkvæmt lögum hóf kvört- unarnefnd neytenda starfsemi sina í Danmörku 1. júní 1975. Nefndin er ríkisstofnun, en í nefndinni eru ásamt formanni fulltrúar frá atvinnuvegunum og frá neytendum. Nefndin rek- ur skrifstofu meö 10—11 starfs- mönnum þar af eru 5 lögfræö- ingar. Samtök neytenda og at- vinnurekenda hafa samtals til- nefnt 52 menn sem til skiptis taka þátt i meðferð mála. En tveir fulltrúar frá samtökum at- vinnurekenda og tveir fulltrúar frá samtökum neytenda dæma ásamt formanni nefndarinnar í hverju máli um sig. í flestum tilvikum hefur nefndin umboð til að koma á sáttum i deilumálum varðandi vörur og þjónustu sem látin er i té og sem kostar innan við 10.000 danskar kr. (um 300.000 íslenskar kr.) Nefndin getur að vísu ekki tekið til meðferðar öll mál sem upp kunna að rísa á milli neytenda og seljenda, en í Danmörku hafa kvörtunar- nefndir sem taka til meðferðar ýms sérmál starfað undanfarin ár. Þessar nefndir starfa áfram og eru nú viðurkenndar af hinni opinberu kvörtunar- nefnd. Nefndin hefur ekki um- boð til að taka til meðferðar ýmis mál sem aðallega varða þjónustu enn sem komið er, en Danir voru hræddir við að starfsemin yrði þá nefndinni ofviða I upphafi. Nefndin tekur að sjálfsögðu aðeins þau mál til meðferðar sem neytandinn hefur árang- urslaust snúið sér með til selj- anda eða atvinnurekanda. Neytandinn þarf að greiða 25 danskar kr. um leið og hann óskar eftir að leggja mál sitt fyrir nefndina en þær verða endurgreiddar ef neytandinn hefur á réttu að standa. Ef seljandi eða atvinnurek- andi fer ekki eftir úrskurði nefndarinnar getur neytandinn snúið sér til umboðsmanns neytenda sem aðstoðar hann við að fá málið rekið fyrir dóm- stóli. í mörgum tilvikum er það neytandanum að kostnaðar- lausu. Kvörtunarnefnd neytenda hefur undanfarið sent frá sér fréttatilkynningar við og við og sagt frá úrskurðum i málum sem ætlað er að skapi fordæmi. Við Islendingar getum nokkuð lært af þessu og verður hér sagt frá nokkrum málum sem birt- ust í fréttatilkynningu frá nefndinni 21. mai sl. Um gallabuxur sem láta lit og um ábyrgð varðandi framleiðsl- una Gallabuxurnar létu lit á rúskinnsjakka sem eigandinn notaði við buxurnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá „Dansk Textil Institut“ var ástæðan sú, að litþol efnisixjs við þurrt nudd var of lítið. Kaupandanum hafði ekki verið bent á þennan galla þegar hann keypti buxurnar og engar leið- beiningar fylgdu buxunum um það hvernig mætti koma í veg fyrir að þær létu lit við venju- lega notkun. Nefndin var því á þeirri skoð- un að kaupandinn yrði að fá buxurnar endurgreiddar. Enn- fremur áleit nefndin að með þvi að koma slíkum buxum á markaðinn án þess að mæla með ákveðnum reglum til þess að koma I veg fyrir að buxurnar létu lit við venjulega notkun hefði innflytjandinn bakað sér ábyrgð á þeim skemmdum sem liturínn olli. Nefndin áleit enn- fremur að verslunin sem selt hafði gallabuxurnar bæri ábyrgð gagnvart kaupandanum á þvi að hann fengi tjónið sitt bætt hjá innflytjandanum eða hjá versluninni. Rúmteppi frá Pakistan sem ekki þoldi þvott. Litirnir runnu saman, þegar rúmteppið sem var úr bómull var þvegið við 30°. Teppið kost- aði 78 d. kr. (um 2300 islenskar kr.). Engin vitneskja fylgdi um það að ekki mætti þvo teppið. Kvörtunarnefndin sagði að þrátt fyrir hið lága verð og upp- lýsingar um framleiðsluland hefði kaupandinn mátt búast við að bómullarvara eins og þetta rúmteppi þyldi venjulegt viðhald, sem er þvottur. Enda var varan ekki merkt með ábendingum um, að ekki mætti þvo hana og ekki hafði kaup- andanum verið bent á þennan galla á annan hátt. Kvörtunar- nefndin áleit því að kaupand- inn ætti að fá andvirði rúm- teppisins endurgreitt. Utsöluvörur. Ullarpeysan var I tveim mismunandi litbrigðum. Neytandinn hafði keypt peysu á útsölu. Verðið var nið- ursett úr 118 kr. í 48 kr. Eftir að kaupin voru gerð sá neytand- inn að peysan var svolítið öðru- vlsi á litinn að framanverðu sem ef til vill stafaði af þvf að peysan hefði legið í sýningar- glugga. Nefndin áleit að þar sem peysan hefði verið keypt á út- sölu og hefði aðeins kostað 48 kr. og þar sem neytandinn hefði mátt sjá þennan galla á peysunni áður en hann keypti hana ætti hann engar kröfur á hendur seljanda. Jakki úr kálfsskinni. Upplýs- ingar seljanda og gæðakröfur neytanda. Neytandi kvartaði vegna þess að jakki hans hljóp við að verða gegnblautur af regni. Þegar kaupin voru gerð hafði seljandi sagt að jakkinn þyldi regn. Kvörtunarnefndin áleit hins- vegar að neytandinn gæti ekki búist við að jakkinn þyldi að verða gegnblautur án þess að breyta um útlit, jafnvel þó að hann hefði fengið þá vitneskju að jakkinn þyldi regn. Neytand- inn fékk þvi engar bætur. S.H. Endurvæðing lands og vatns ALÞJÓÐARAÐSTEFNA um Endurvæðingu lands og vatns verður haldin á vegum Vistfræði- nefndar Vfsindaráðs NATO á Hötel Loftleiðum dagana 5.—10. júlí. Forseti ráðstefnunnar verð- ur dr. M.W. Holdgate, yfirmaður Umhverfismálastofnunnar Bret- lands, en dr. Sturla Friðriksson annast framkvæmd hér á landi. A ráðstefnunni verður fjallað um samskipti mannsins við um- hverfi sitt, einkum á norðurhveli jarðar. Ræddar verða óskynsam- legar aðgerðir, sem valdið hafa röskun á jafnvægi náttúrunnar, leiðir til að leiðrétta mistök, sem þegar hafa verið gerð og til að fyrirbyggja endurtekningu þeirra. Um 60 erlendir og innlendir visindamenn sitja þessa ráð- stefnu. Af Islands hálfu flytja eft- irtaldir erindi: Dr. Sturla Frið- riksson um Vandamál hnignunar islenzkra vistkerfa, Hákon Bjarnason um Uppblástur og skógrækt á íslandi, Sveinn Runólfsson um Landgræðslu á ís- landi og Þór GuðjónSson um Líf í fersku vatni og fiskiræktar- áætlanir. Sumarhótel r i Nesjaskóla NVLEGA var opnað að nýju sum- arhótel i Nesjaskóla í Hornafirði og er þetta þriðja sumarið i röð, sem þarna er starfrækt sumar- hótel. I hótelinu eru 35 tveggja manna herbergi, þar af 26 með handlaug. Gisting kostar frá 1500 krónum fyrir einstakling og 2900 krónur fyrir tvo, en einnig er leigt út svefnpokapláss. Aðstaða er til að taka á móti stórum hóp- um, og að sögn Karls Rafnssonar hótelstjóra hafa þegar allmargir hópar erlendra ferðamanna boðað komu sina til dvalar i júlimánuði. Veitingar eru fram bornar allan daginn í skólanum og hópar geta fengið heitan mat, geri þeir boð á undan sér. Nesjaskóli er i um 8 km fjar- lægð frá Höfn og um 1 km frá flugvellinum. Hægt er að fara í skipulagðar ferðir frá hótelinu um helztu ferðamannastaði i ná- grenninu. Rotarymenn gáfu augnlækningatæki Rotaryklúbbur Vestmannaeyja færði sjúkrahúsinu þar fyrir skömmu augnlækningatæki til þess að unnt sé að gera ýmsa uppskurði og rannsóknir á hinu nýja og giæsilega sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Myndin er af stjórn Rotary og forsvarsmönnum frá sjúkrahúsinu. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. r s«. Allt tU að auka listína í hinni nýju teiknivörudeild Pennans Hallarmúla 2 höfum við á boðstólum m.a.: teikniborð með og án - véla, teikni- teikniblýanta og blý, skabalón og penna, teiknipappír ótal tegundir, reglustikur. vasatölvur fyrir verkfræðinga, Sendum í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.