Morgunblaðið - 02.07.1976, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976
JlltriptjM&Mt)*
Utgefandi
Framk væmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50.00 kr. eintakið.
Ráðstefna í skugga
Berlínarmúrsins
Ifyrradag lauk í Austur
Berlín ráðstefnu 29
evrópskra kommúnista-
flokka, sem haldin var í
skugga Berlínarmúrsins.
Hápunktur hennar var
ræða leiðtoga sovézka
kommúnistaflokksins,
Leonid Brezhnev, er hann
fjallaði um stafrsemi og
markmið hinna ýmsu
kommúnistaflokka, sem
spönnuðu flest ríki jarðar.
Þar viðurkenndi Brezhnev
berum orðum, að kommún-
istaflokkar yrðu að beita
mismunandi starfsaðferð-
um, eftir aðstæðum í
hverju landi, og haga yfir-
bragði sínu eftir því. En
„við tilheyrum allir sömu
hreyfingunni," sagði
sovézki flokksleiðtoginn,
,,og stefnum að sameigin-
legu marki“.
Kommúnistaflokkar í V-
Evrópu hafa keppzt um
það hin síðari ár að setja
upp þjóðlegt yfirbragð,
hver í sínu „heimalandi".
Hamrað hefur verið á full-
yröingum um þjóðlegan
sósialisma eða kommún-
isma, sumir íklæðast jafn-
vel einhvers konar þjóð-
ernisjafnaðarstefnu, ef
menn muna enn hvað í því
orði felst. Einkum og sér í
lagi er lögð áherzla á sjálf-
stæði hinna einstöku
flokka gagnvart „föður-
landi sósíalismans" og
„móðurflokknum í Sovét-
ríkjunum".
Leonid Brezhnev, flokks-
leiðtogi, hefur nú lagt
blessun sína yfir þessar
starfsaðferðir, sem fengu
fylgi í lokayfirlýsingu ráð-
stefnunnar, sem að vísu
var hvorki borin undir at-
kvæði né fengin fulltrúum
til undirritunar. Þessi
starfsaðferð hefur og gefið
góða raun, ekki sízt á Ítalíu
og í Frakklandi; og ein-
hverjum verður sjálfsagt
hugsaó til íslands og Al-
þýðubandalagsins, sem áð-
ur hét Sameiningarflokkur
alþýðu Sósíalistaflokkur-
inn og þar áður Kommún-
istaflokkur íslands. — En
um leið og flokksleiðtoginn
viðurkenndi réttmæti mis-
munandi starfs við ólíkar
aðstæður, þ.e. að haga
þyrfti seglum eftir vindi í
starfi og stefnuskrám,
minnti hann jafnframt^ á
þungamiðju málsins, að
flokkarnir væru allir
greinar á sama meiði og
stefndu að sama lokamark-
miðinu: „Við tilheyrum all-
ir sömu hreyfingunni og
stefnum að sameiginlegu
marki,“ sagöi hann.
Þegar ihuguð er yfirlýs-
ing ráðstefnunnar þess
efnis, að hver kommúnista-
flokkur skuli „fara sína
leið“ að lokamarkinu, kem-
ur 1 hugann sú blákalda
sögulegá staðreynd, að
kommúnistar hafa hvergi í
veröldinni komizt til valda
í frjálsum, leynilegum
kosningum, fyrir tilstilli
meirihlutafylgis. Engu að
síður ráða þeir mörgum
ríkjum. Forsaga og for-
senda þeirra valda hafa
hvarvetna verið hiaar
sömu: vopn og valdbeiting.
Það er ekki einu sinni til
ein undantekning frá þess-
ari reglu. Þetta er mjög
athyglisvert og lærdóms-
ríkt íhugunarefni.
Kommúnistaflokkar ítal-
íu og Frakklands hafa að
vísu fengið verulegt kosn-
ingafylgi í frjálsum kosn-
ingum fjölflokkakerfis. En
þar hafa þeir komið fram
fyrir kjósendur öðru vísi
ásýndum en gengur og ger-
ist um slíka flokka. Italski
kommúnistaflokkurinn
setti á þessu ári fram kosn-
ingastefnuskrá, „hina
sögulega málamiðlun“
sem gengur verulega
lengra í frjálshyggjuátt en
sama konar samsetningur
Alþýðubandalagsins ís-
lenzka. í hinni „sögulegu
málamiðlun“ kemur m.a.
fram: 1) að ekki sé nægi-
legt að kommúnistar og
jafnaðarmenn fái nauman
meirihluta í ítalska þing-
inu, heldur þurfi til að
koma samstarf þessara að-
ila á breiðum grundvelli
við kristilega demókrata
(sterkan hægri- og mið-
flokk) til að leysa efna-
hagsvanda ítala, 2) að ítal-
ia skuli áfram vera i At-
lantshafsbandalaginu, af
tveimur meginástæðum, að
þar sé öryggi landsins bezt
tryggt og úrsögn úr
varnarbandalagi vest-
rænna ríkja myndi raska
valdajafnvægi í heiminum
— og 3) sóru þeir af sér
frekari þjóðnýtingu í
ítölskum iðnaði. Þann veg
löguðu ítalskir kommúnist-
ar sig „eftir aðstæðum“,
a.m.k. í orði; og þann veg
náðu þeir sambandi og
tengslum við sinn stóra
kjósendahóp. Árangur
þeirra mun og meginorsök
yfirlýsingar umræddrar
ráðstefnu í A-Berlín.
En hvert er þá hið sam-
eiginlega markmið, sem
sovézki flokksleiðtoginn
talaði um, og flokkarnir
stefna allir að eftir „ýms-
um leiðum“? Svar við |
þeirri spurningu hljótum
við að sækja til þess ríkis,
sem lengst hefur þróað
með sér sósíalisma eða
kommúnisma, Sovétríkj-
anna. Þar er nær sex ára-
tuga reynsla tiltæk sem
valkostur um þjóðfélags-
form. Er frjálsræði fólks,
þegnréttindi einstaklinga
eða almenn velmegun
meiri þar en á Vesturlönd-
um? Sovézkar heimildir
frá Stalíntímabilinu gefa
svör að vissu marki varð-
andi frjálsræðið og þegn-
réttingin. Nýjar lýsingar
rússneskra hugsuða eins
og Andrei Sakharovs og
Aleksanders Solzhenitsyn
fylla upp í þau svör. Fjölda-
flutningar fólks frá Eystra-
saltsríkjunum og Krím og
innrásin í Tékkóslóvakíu
tala sínu máli. Og hvað um
rússneska „Gyðingavanda-
málið“?
Framfarir á efnahags-
sviði og i afkomu almenn-
ings hafa vissulega orðið
verulegar í Sovétríkjun-
um, m.a. vegna tækniþró-
unar síðari tíma, eins og í
öllum öðrum ríkjum. Hag-
ur almennings í vel-
megunarþjóðfélögum N-
Evrópu og N-Ameríku er
þó svo verulega betri og í
hraðstígari framþróun en í
kommúnistaríkjum, að þar
verður allur samanburður
Sovétríkjunum í óhag.
Þannig er sama, hvern
veg á mál er litið, eða hið
„sameiginlega markmið“
kommúnistaflokka, sem
þinguðu í skjóli Berlínar-
múrsins. Hitt verður að
viðurkenna að staðsetning
ráðstefnunnar var bæði
táknræn og viðeigandi.
Jóhann Hjálmarsson
MEÐAL hinna fyrstu sem
látnir voru lausir úr fangelsi á
Spáni eftir lát Francos var
skáldið Carlos Alvarez. Alvarez
(fæddur 1934) hefur fengið að
kynnast spænskum fangelsum.
Árið 1958 var hann lokaður
inni í Carabanchelfangelsinu í
Madrid í átta mánuði. Þegar
honum var sleppt fyrr á þessu
ári hafði hann setið i sama
fangelsi vegna fjögurra ára
dóms fyrir blaðagrein gegn
stjórn Francos sem m.a. birtist i
Dagens Nyheter í Stokkhólmi.
Ljóð Carlos Alvarez eru skor-
inorð. Hann fer ekki leynt með
skoðanir sínar, lítur á það sem
skyldu að hvetja landa sina til
baráttu fyrir réttlátara þjóð-
skipulagi. Kunnustu ljóðabæk-
ur Alvarez eru Tiempo de Siega
(Uppskerutími), Escrito en las
paredes (Skrifað á veggina),
Noticias del más acá (Fréttir úr
næsta nágrenni) og Recuerdos
en diciembre (Desember-
minningar). Fyrsta bókin er
talin ljóðrænasta bók hans, í
hinum leggur hann meiri
áherslu á boðskap sinn um
frjálsan Spán. En í siðustu ljóð-
um hans gætir sjálfsrýni og
persónulegs sársauka.
Eins og svo mörg spænsk
skáld er Alvarez ættaður frá
Andalúsíu. Hann fæddist í San
Roque, lítilli borg við Mið-
jarðarhaf. Þegar hann var
tveggja ára var faðir hans skot-
inn samkvæmt skipun eíns af
hershöfðingjum Francos.
Alvarez er yngstur fimm
bræðra. Fjölskylda hans fluttist
til Madrid þegar hann var
fimmtán ára. Án efa hafa örlög
föður hans mótað hann sem
skáld. Vegna fjárskorts varð
hann að hætta námi, fyrst í
lögfræði, síðan heimspeki og
vinna það sem til féll. Eftir
liflát kommúnistaforingjans
Juliáns Grimau birtist harðort
bréf eftir Alvarez í erlendum
blöðum. Minningin um föður-
inn og alla þá sem fórnuðu lífi
sínu fyrir málstað lýðveldisins f
borgarastyrjöldinni brýst nú
Garcfa Lorca.
Teikning eftir David Levine.
Ljóðið hefst á þessum orðum:
Ég vandist því
að breyta þeim orðum f vfn
sem bárust mér þegar
ég gekk um göturnar
og hlustaði á æðaslátt trjánna.
nið vindsins meðal manna,
hugsunarlaust regnið ...
ég hafði nóg af
hverfulum yrkisefnum:
til dæmis
örvæntingu barnanna
eða
hina óskilgreinanlegu tilfinningu
eirðarleysis
sem stundum ásækir okkur.
Skáldið lýsir því hvernig það
gat málað blæbrigðalausa
Rofar til á Spáni ?
fram og fær útrás í bréfinu.
Alvarez er dæmdur enn á ný i
fangelsi, en hann hættir ekki að
storka yfirvöldum á Spáni. Svar
þeirra er fangelsi og aftur
fangelsi.
Þótt ljóð Carlos Alvarez séu
pólitfsk og enginn þurfi að fara
i grafgötur um tilgang hans
með þeim er skáldskapargildi
þeirra töluvert. Alvarez hefur
lært af lærimeistara sínum,
Antonio Machado, skáldi sem
ung spænsk skáld dýrka framar
öðrum. Machado gekk í lið með
lýðveldissinnum, en lést í út-
legð í Frakklandi skömmu eftir
borgarastyrjöldina. 1 ijóðinu
Til Antonio MatHiado ávarpar
Alvarez Machado með þeim
orðum að Spánn, fangelsað
land, minnist hans: En nú er
tími þroskans, sólin rís, akur-
inn grær, söngurinn hefst á ný,
illgresið verður reitt úr jarð-
vegi Kastiliu. Segja má að skáld
eins og til dæmis Blas de Otero
hafi ort af meiri skáldlegum
þrótti en Alvarez um sama efni.
En ekki má gleyma að ljóð
Alvarez hafa mörg orðið til bak
við fangelsismúra, þau eru hert
í eldi biturrar reynslu.
Carlos Alvarez voru veitt
dönsk ljóðlistarverðlaun 1964.
Frá Carabanchelfangelsinu
sendi hann þá þakkarkveðju í
ljóði: Óður til Danmerkur.
vatnslitamynd lífs sins með lit-
um skáldskaparins. En bak við
rimlana breytist landslagið í
raunveruleik, líkingarnar koma
ekki lengur til skáldsins og það
biður lesendur sína afsökunar á
því að baráttan sé því allt.
Nú þegar Carlos Alvarez er
aftur frjáls maður bendir ýmis-
legt til þess að á Spáni sé að
rofa til. Nýlega hafa borist
fréttir frá fæðingarbæ
Federicos García Lorca, Fuente
Vaqueros, að þar hafi farið
fram minningarathöfn um
skáldið. Yfirvöld í Granada
leyfðu aðdáendum skáldsins að
minnast þess að 78 ár eru liðin
frá fæðingu þess. Athöfnin
mátti ekki standa lengur en í
hálftima og þess var stranglega
gætt af lögreglu og herlögreglu
að farið væri að settum reglum.
Á torginu í Fuente Vaqueros
safnaðist fjöldi fólks, að sögn
tiu þúsund manns, til að hylla
■ Garcia Lorca. Meðal ræðu-
manna var leikkonan Nuria
Espert sem benti á að nú væri
meira en fjörutíu ára þögn um
minningu García Lorca rofin.
Hálfum mánuði áður höfðu
yfirvöld sett upp minningar-
skjöld á húsið sem García Lorca
fæddist i og nafni götunnar
sem húsið stendur við var
breytt úr Calle Trinidad i Calla
García Lorca. Það útleggst:
Gata Garcia Lorca.
Þrátt fyrir vonbirgði fólks að
fá ekki að minnast skáldsins
nema i hálftíma er hér um
merkilegan atburð að ræða og
vonandi táknar hann sinna-
skipti. Þeir sem að minningar-
athöfninni stóðu ráðgera nú
þriggja daga García Lorca
hátíð. Eins og mörgum mun
kunnugt var García Lorca tek-
inn af lífi í Granada árið 1936.
Lítið er vitað með vissu um
áftökuna, en flestir segja hana
verk fasista.
Minningarathöfnin i Fuente
Vaqueros var í senn hylling
skáldsins Garcia Lorca og fyrir-
heit um meira frjálsræði og um-
burðarlyndi af hálfu stjórn-
valda.
Ekki er ólíklegt að Carlos
Alvarez hafi verið staddur í
Fuente Vaqueros á þessum
tímamótum.