Morgunblaðið - 02.07.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976
21
Tjaldsamkomur
TJALDSAMKOMUR Ffladelfíu-
safnaðarins f Reykjavík verða að
þessu sinni 3.—11. júlí. Tjaldið
verður reist á lóð Melaskólans.
Þar sem hér er um nýtt tjald að
ræða, þá verður það vfgt laugar-
daginn 3. júlf á samkomu sem
hefst kl. 20.30. Tjaldið verður
upphitað.
Þetta nýja tjald er að stærð
15x25 metrar og verða látin í það
um 500 sæti til að byrja með, sem
auðvelt ætti að fjölga kalli aðsókn
á það.
í tilefni tjaldvígslunnar koma 7
prédikarar frá Svíþjóð og eru
kunnastir þeirra Georg Johans-
son og Gösta Lindahl.
Samkomur halda svo áfram vik-
una 4.—11. júlí hvert kvöld og
hefjast þær klukkan 20.30.
Kór Fíladelffukirkjunnar mun
syngja undir stjórn Arna Arin-
bjarnarsonar. Einsöngvari Svavar
Guðmundsson.
Allir eru velkomnir á samkom-
ur þessar. (Fréttatilkynning frá
Ffladelffu).
Sendiherra Líbýu
rekinn frá Kairó
Kairó 30. júnl NTB. Reuter.
MILOD EL Sedik, sendiherra
Lfbýu f Egyptalandi, var handtek-
inn f gærkvöldi og f morgun var
hann kvaddur f egypzka utanrfk-
isráðuneytið eftir að hann var lát-
inn laus. Var honum þá skipað að
hverfa tafarlaust úr landi. Hann
er sakaður um að hafa stundað
áróðursiðju, sem miðaði að því að
grafa undan Anwar Sadat Egypta-
landsforseta og stjórn hans, að
þvf er egypzk blöð skýra frá í dag.
Segja þau að sendiherrann hafi
verið handtekinn hvar hann var
að dreifa bæklingum meðal al-
mennings, þar sem hvatt var til
byltingar gagn rfkjandi stjórn.
Sérfræðingar telja liklegt að
Líbýumenn muni grípa til ein-
hvers konar aðgerða sem svar við
þessu og kunni ef til vill svo að
fara að stjórnmálasamband ríkj-
anna verði rofið.
Mjög hefur verið stirð sambúð
Libýu og Egyptalands upp á síð-
kastið og í apríl sl. ásakaði
egypzka utanríkisráðuneytið
sendiherrann um að hafa skotið
úr vélbyssu úr sendiráðsbygging-
unni en þá höfðu líbýskir stúdent-
ar búið um sig i byggingunni.
w Táningaskórnir 4
vinsælu frá Sólveigu
Teg. 2.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
ng brúnu.
k Póstsendum
Teg. 3.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
jg brúnu.
Póstsendum.
— Endur-
nýjunarþörf
Framhald af bls. 14
legasti vandinn sem nú steðjaði
að skipasmíða- og viðgerðariðnað-
inum í landinu væri vanmáttur
opinberra lánasjóða til að standa
undir nauðsynlegri fjármögnun
til framkvæmda. Þetta sé eðlilega
afleiðing af stefnuleysi við endur-
nýjun fiskiskipaflotans, sem birt-
ist í gifurlegum sveiflum í inn-
flutningi fiskiskipa á síðustu ár-
um.
Þegar skip eru flutt til landsins
tekur Fiskveiðasjóður við stutt-
um lánum, sem á þeim hvíla og
endurlánar þau til 18 ára. Á þenn-
an hátt hefur sjóðurinn orðið að
taka á sig verulegar fjárskuld-
bindingar vegna hins mikla inn-
flutnings á skuttogurum að und-
anförnu. Allt frá síðastliðnu
hausti hafi greiðslur fram-
kvæmdalána til innlendra skipa-
smiðastöðva verið í miklu ólagi og
lítið verið gert hingað til, sem
dugað hafi, þrátt fyrir itrekaðar
aðvaranir félagsins til stjórnvalda
um hvaða afleiðingar þetta myndi
hafa. Nú séu þær afleiðingar óð-
um að koma í ljós og bitni á
iðngreininni með vaxandi þunga.
Krafa F.D.S. er sú að nægilegt fé
verði útvegað til að bæta úr þessu
ófremdarástandi og að í framtið-
inni bitni fjárhagserfiðleikar
sjóðanna ekki á innlendu smið-
inni, heldur verði hún frekar lát-
in sitja fyrir því takmarkaða fé
sem á hverjum tíma er til ráðstöf-
unar.
Á fundinum voru einnig rædd
margvísleg hagsmuna- og áhuga-
mál skipasmiðaiðnaðarins. í
stjórn Félags dráttabrauta og
skipasmiðja voru kjörnir Jón
Sveinsson formaður, Gunnar
Ragnars, Þorgeir Jósepsson,
Marselíus Bernharðsson og
Þórarinn Sveinsson.
r
A þriðja hundr-
að V-íslendingar
A ÞRIÐJA hundrað Vestur-
Islendingar komu hingað til
lands s.l. miðvikudag og dvelja
hér á landi til 26. júlf. Verða
flestir þeirra hér i borginni og
nágrenni fram að helgi, en sfð-
an munu þeir dreifast um
iandið til æskuslóða sinna eða
forfeðra sinna.
Þjóðræknisfélagið hér hefur
opnað skrifstofu í Hljómskál-
anum þar sem gefnar eru allar
upplýsingar um gestina að
vestan, dvalarstað þeirra hér,
sfmanúmer o.fl. Sfmi skrifstof-
unnar er 15035.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AKiLYSINf. A-
SIMINN ER:
22480
Fylgist
með verðlagi
Verðsýnishorn úr HAGKAUP
\
HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B
Bakaðar baunir
kínverskar 227 g 80.—
Ora grænar baunir
1 /2 dós 111.—
Búlgörsk
jarðarberjasulta 500 g 236.—
Sveppir
kínverskir 284 g 165.—
Smjörlíki 1 stk. 147.—
Kaffi 250 g 215.—
Appelsínur 2 kg 270.—
Fiesta eldhúsrúllur
2 stk. í pakka 170.—
Petal salernispappír
2 stk. í pakka 92.—
Opið til 10 föstudaga,
lokað á laugardögum
Ef þér verslið annars staðar, þá hafið
þér hér eyðublað til að gera
verðsamanburð.