Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 + GUÐMUNDUR JÓNSSON, frá Blonduósi, andaðist á Elliheimilinu Grund, 30 júní. Fyrir hönd barna hans búsettra í Danmörku Þorvaldur Jónsson + PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR sem andaðist 2 7 júní verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 3 júlí kl 2 Dóttir tengdssonur og barnaböm + ESTHER B HELGADÓTTIR Álfhólsvegi 26, andaðist hinn 28 síðastliðinn Foreldrar eiginmaður systkini börn + Móðir min MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Miklubraut 76 sem andaðist 24 júni, verður jarðsungin frá Háteigskirkju i dag föstudaginn 2 júli kl 3 e h Baldur Boðvarsson + Útför mannsins mins JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR fyrrverandi skrifstofustjóra Þrúðvangi, Seltjarnarnesi verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 2 júli kl 3 e h Steinunn Finnbogadóttir + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VALGERÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR Mýrarbraut 29. Blönduósi Kristján Gunnarsson Þormar Kristjánsson Hilmar Kristjánsson Sigurður Kristjánsson og aðrir vandamenn + Innilegar þakkir til allra, sem hafa auðsýnt okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa INDRIÐA JÓHANNSSONAR, logregluþjóns Melgerði 16, Reykjavfk. Jóna Kristófersdóttir Andrés Indriðason Valgerður Ingimarsdóttir Gunnar Þór Indriðason Elín Sjöfn Sverrisdóttir og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar mágs og frænda ANDRÉSAR JÓNSSONAR, Njarðargötu 27 Elfsabet Jónsdóttir Finnbogi Jónsson Ingibergur F. Gunnlaugsson Leifur Jónsson Kristfn Þorvaldsdóttir Bjarni Guðjónsson Guðrún Sigurjónsdóttir Guðrún Guðmundsdótti Elfnborg Tómasdóttir Ástráður Jónsson Guðrún Jónsdóttir Þórarinn Jónssoni Kristófer Jónsson Sigurjón Jónsson Rannveig Lárusdóttir og systkinabörn + Inmlegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, stjúpmóður, tengda- móður og ömmu, BJÖRGU ÞORVARÐARDÓTTUR Borgarholtsbraut 52, Kópavogi Sigursveinn Tómasson Gráta Sigurðardóttir Eggert Sigurðsson Þorvarður Már Sigurðsson Birna Ellnbjörg Sigurðardóttir Pérur Sigurðsson Jóhannes Sigursveinsson og barnabörn EUnbjörg Jónasdóttir Sigurður Hreiðarsson Helga Sigurjónsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Minning: Gunnar Hannesson framkvœmdastjóri Fæddur 28. marz 1915. Dáinn 24. júnl 1976. Það eru nú nær fjórir tugir ára síðan leiðir okkar Gunnars heit- ins Hannessonar lágu fyrst saman. Eiginkonur okkar eru æskuvinkonur úr Eyjum. Það var upphafið og kveikjan, — fyrst kunningsskapur, en síðan vinátta. Ég ætla ekki eða get í þessum fáu orðum rakið ættir Gunnars heit- ins, til þess brestur mig þekkingu, enda talaði hann aldrei um þau mál við mig. Á því sviði var hann dulur. Um flest önnur mál var hann opinskár og sagði hug sinn allan. Það sem ég vildi einkum koma að var neistinn í þessum góða dreng, — lifsorkan og dugnaður- inn í sambandi við áhugamál hans — og þau æði mörg og stundum næsta ólík. Það var alveg sama hvar borið var niður, þrautseigj- an, gefast ekki upp og sækja á brattann. Þegar okkar fyrstu kynni hóf- ust var Gunnar í forystusveit í knattspyrnufélaginu Víking. Þá var ekki slegið slöku við. Satt best að segja fannst mér nú að fullmik- ið gengi á, á stundum, en þó var ekki annað hægt en að dást að þeim feiknakrafti og vinnu er hann lagði í það að gera hlut sins gamla félags sem mestan. Og þá er það rósaræktin. Garðurinn að Miklabraut 7 fannst mér hrein fullkomnun. Enda var ekki fyrr komið heim úr vinnu en farið var út í garð, hlúð að gróðri, gerðar tilraunir með eitt eða annað, eða plantað út einhverju alveg nýju. Árangurinn sem hann náði í rósa- ræktinni var hreint undraverður og sú viðurkenning er hann hlaut á þvi sviði var svo sannarlega verðskulduð. Já, Gunnar heitinn átti mörg áhugamál. Oft bar á góma skipu- lag og fegrun heimabyggðar hans, er hann unni svo sannarlega, umferðarmál og þá ekki sizt ferðalög um byggðir og óbyggðir Islands. Ég held að ég hafi aldrei hitt nokkurn mann er lofsöng eins mikið fegurð landsins eins og Gunnar. Þegar hann tók flugið og til að mynda tók að lýsa fegurð og mikilleik Vatnajökuls, þá tók hann mann svo sannarlega með, og maður sannfærðist um að Vatnajökull væri fegursti staður á jörðu hér, þótt maður hefði aldrei á Vatnajökulslóðir komið. Hin seinustu ár var ljósmyndun hjá Gunnari upphafið og endir- inn, ef svo má að orði komast. Þar lagði hann sig allan fram og jafn- vel meira en það, — og þar náði hann alveg undraverðum árangri. Ég er -ekki dómbær um hvað er fuilkomnun í þessari listgrein, sjálfsagt er hún ekki til, en eigi að síður finnst mér sumar myndirn- ar hreinustu perlur. En þetta var ekki tekið út með sældinni — og þó, Gunnar hafði ákaflega næmt auga fyrir fegurð og sérkennileg- heitum þess sem í kringum okkur er. En þrátt fyrir það var með ólikindum sá tími er lagður var í að ná sem beztri mynd af einu litlu puntstrái er barðist fyrir til- veru sinni i hrjóstrugum jarðvegi á heiðum uppi, lækjarsytru í dal- verpi, eða biða langtímum saman eftir réttri birtu til þess að lands- lag og litadýrð haustsins nyti sín sem bezt. Og árangur var líka góður, um það er enginn efi. Það sanna ótal dæmi, sýningar innanlands og utan, og er mér þá efst í huga sýning hans á verkum sínum að Kjarvaisstöðum. Sú sýning var mér opinberun og hygg ég að svo hafi verið um velflesta er þá sýn- ingu sáu. Gunnar dó fyrir aldur fram. Hann átti margt ógert enda si- vinnandi til hins siðasta, var með sýningar í undirbúningi, og þess er ég fuilviss að hefði honum enzt lengri lifdagar hefði hlutur hans á sviði ljósmyndunar orðið mun stærri heldur en hann þegar er orðinn og er þá nokkuð sagt. Lífsstarf Gunnars var við verzl- un. Starfaði hann um langt árabil hjá einu þekktasta verzlunar- fyrirtæki þeirra tíma, Marteini Einarssyni, er verzlaði við Lauga- veginn. Þar var gaman að lita inn og sjá Gunnar að starfi. Snyrti- mennska og glaðværð var honum í blóð borin, viðskiptamönnum ráðið heilt i vöruvali, og einhvern veginn hefi ég það á tilfinning- unni að margur maðurinn hafi nokkuð treyst Gunnari um klæða- burð sinn. Eftir nokkurt árabil hætti Gunnar störfum hjá Mart- eini Einarssyni og tók þá við framkvæmdastjórastarfi við inn- flutningsfyrirtæki er hann rak í félagi við mág sinn. Um hans dag- legu störf var það sama að segja, dugnaðurinn og krafturinn í fyrirrúmi. Gunnar var gæfumaður, kvænt- ist 18. október 1938 Margréti Kristjánsdóttur frá Vík í Vest- mannaeyjum, einhverri beztu konu er ég hefi kynnzt. Þau áttu saman 3 góð börn, sem öll eru vaxin úr grasi, mikið myndarfólk. Heimili þeirra að Miklubraut 7 var til fyrirmyndar, utan sem inn- an dyra var snyrtimennska og smekkvisi í öndvegi. Á heimili þeirra var gott að koma, þar sveif andi gestrisni og hjartahlýju yfir vötnum og margar yndislegar minningar eigum við hjónin um ótal heimsóknir, þar sem móttök- urnar voru með þeim hætti að timinn leið fljótt við rabb, góðar veitingar svo ég tali nú ekki um þegar húsbóndinn tók fram tjaldið og fyrir brá stórkostlega fallegum myndum úr islenzkri náttúru. Gréta mín, ég veit að harmur þinn og barnanna er mikill. Góður lífsförunautur er genginn. Og á þessum raunarstundum bið ég þér og þinum allrar blessunar, og við hjónin og börnin okkar send- Sverrir Gunnars- son — Minning Fæddur 30. maí 1969 Dáinn 25. júní 1976. Hann var nýorðin sjö ára. Með sól i sinni var hann að hjóla á nýja hjólinu sínu. Hann hlakkaði til áð dvelja í sveitinni um helgina. Nýja litabókin var þegar komin í ferðapokann. Á þessum degi, þegar sumarið var loksins komið með fyrirheit um betri tíð, barst fréttin um bæ- inn. Hún skar inn að dýpstu hjartarótum: Hörmulegt slys! Lítill drengur lætur lífið í um- ferðarslysi. Röð tilviljana, sem enginn fær ráðið við. í einni svip- an slokknar líf, eins og dögg, sem hverfur fyrir sólu. Litli drengur- inn var Sverrir Gunnarsson. Ösjálfrátt verður sú spurning áleitin, hvers vegna börn þurfi að láta lífið. Hvers vegna börn? Það er svo ólýsanlega sárt að venjast þeirri tilhugsun að fá ekki framar að hafa lítinn frænda og vin sér við hlið. Fyrir nokkrum dögum sagði hann mér frá nýju veiði- stönginni, sem Sigrún amma hafði gefið honum. Ég vissi, hvað hann var að gefa i skyn, þegar hann horfði á mig iengi með blik i augu. Áður en varði vorum við farnir að hlakka til veiðiferðar- innar. Sú ferð verður aldrei farin. Yfir huga Sverris litla hvíldi skuggi. Hann saknaði mjög afa síns, sem var nýlega dáinn. „Af hverju er afi hjá Guði?“, spurði hann. Við, sem stöndum hljóð álengdar, kunnum ekkert viðhlít- andi svar við svona barnslegri einlægni. I vikunni hafði hann lokið við verkefni frá Umferðarskólanum. Hann lagði sig allan fram um að gera það sem bezt úr garði, og brosti til mfn stoltur, þegar hann sýndi mér það. Þannig þyrpast minningar i hugann, örlítil brot, sem hugurinn hefði ef til vill aldrei dvalið við. Nú eru þær orðnar að dýrmætri minningu. Sverrir var tápmikill og efnileg- ur drengur. Það fór fátt fram hjá honum. Hann spurði margs, eins og barna er gjarna vandi, og var opinn fyrir öllu, sem gerðist í kringum hann. Dugnaður hans var einstakur. Hann sparaði ekki sporin, þegar hann vildi leggja öðrum lið. Ella mín og Gunnar. Megi góður Guð veita ykkur styrk og huggun. Blessuð sé minning litla frænda. Andrés Indriðason. Vorndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þfn; Ifði þeir kringum hvflu hljótt á hvftum vængjum um miðja nótt. S.Th. Dáinn — horfinn — harma- fregn. Þessi sigilda setning fyllti huga minn er fregnin um lát Sverris litla barst mér. Það er svo stutt siðan ég kvaddi hann hressan og kátan ásamt bekkjarsystkinunum, að loknum vetri í 6 ára deild Fellaskóla. Það er oft sagt að litil börn séu líkt og óskrifuð blöð. Smám sam- an bætist á blaðið. Sum eru þögul og feimin, önnur glöð örugg og full af sjálfstrausti og orkan stundum órþjótandi. Á blaði Sverris, I huga mér, sé ég ljós- hærðan, sérstaklega fallegan dreng, glaðan og prúðan. Ef hon- um hefði enst aldur til, hefði sjálfsagt margt gott og fallegt ver- ið skrifað á það. Sverrir litli var sonur hjónanna Elínar Sjafnar Sverrisdóttur og Gunnars Þórs Indriðasonar, Þóru- felli 6 Reykjavík. Fyrir mína hönd og bekkjar- systkina hans sendi ég foreldrum hans og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Auður Kristmundsdóttir. Lokað í dag frá kl. 1 —4 vegna jarðarfarar Gunnars Hannessonar. Gleraugnaverzlun, Ingólfs S. Gislasonar, Bankastræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.