Morgunblaðið - 02.07.1976, Page 36

Morgunblaðið - 02.07.1976, Page 36
FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976 Nýr maður í 30 daga gæzlu — vegna aðildar að hasssmygli NVR maður var f gær úrskurð- aður í allt að 30 daga gæzluvarð- hald í tengslum við hassmál það, er uppvíst varð um fyrir nokkru, þegar reynt vár að smygla um 3 kg af hassi í stól, sem fluttur var með skipi til landsins. Eins og Mbl. skýrði frá f gær var gæzlu- varðhald annars manns framlengt um allt að 30 daga vegna þess sama máls. Auk þessa máls er ffkniefnadómstóllinn í Reykjavík með tvö önnur hass- mál til rannsóknar um þessar mundir. Dómstóllinn hefur undanfarið afgreitt nokkur mál, aðallega með dómssátt. í sl. viku var m.a. eitt slfkt mál afgreitt með dómssátt, þar sem viðkomandi aðila var gert að greiða um 370 þúsund krónu sekt. Er þetta hæsta sektar- greiðsla hérlendis vegna fíkni- efnamáls til þessa. Mál þetta snerist um sölu og dreifingu á allmiklu magni af fíkniefnum af Keflavíkurflugvelli og komst upp um það um síðustu áramót. Dæmt í hnífstungumálinu á Ólafsvík: Pilturinn hlaut 4ra ára fangelsi PILTURINN f Olafsvík, sem varð manni að bana með hnffstungu þar f þorpinu f maímánuði f fyrra og hefur sfðan setið f gæzluvarð- haldi, var sl. þriðjudag dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Af hálfu piltsins var þvf haldið fram að hann hefði unnið þennan verknað f sjálfsvörn en niðurstaða dóms- ins var sú, að ákærði hafi farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðar- varnar. 1 fréttatilkynningu frá sýslu manni Snæfells- og Hnappadals- sýlsu segir svo: Allt rólegt á miðunum ALLS var 41 erlendur togari að veiðum við landið f gær, en allt með ró og spekt á þessum 50. afmælisdegi landhelgisgæzlunn- ar að sögn Gunnars Ólafssonar skipherra. Brezku togararnir voru 19 og yoru þeir flestir norð- an og norðaustan við landið. Þýzku togararnir voru 18 og hafa þeir verið óvenjumargir að veið- um við Island undanfarið, flestir þeirra voru sunnan og suðaustan við landið. Auk þeirra voru svo 2 belgískir og 2 færeyskir togarar að veiðum við landið i gær. I sakadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu var þann 29. júní 1976 kveðinn upp dómur í máli, sem höfðað var af hálfu ákæruvaldsins gegn Sigurgeiri Einari Karlssyni fyrir að hafa orð- ið manni að bana með hnífstung- um aðfaranótt 14. maí 1975 í ver- búð í Ölafsvík. Atvik málsins eru þau, að ákærði og maður þessi sátu við áfengisdrykkju í herbergi ákærða í verbúðunum. Þegar á leið urðu ýfingar með þeim út af sparisjóðs- bók, sem ákærði átti. Leiddu þær til átaka milli mannanna, sem lyktaði svo, að ákærði brá hnifi og veitti andstæðingi sinUm það alvarlega áverka, að hann lézt þar á staðnum. Af hálfu ákærða er þvf haldið fram, að hann hafi unnið verknað þennan í neyðarvörn. Niðurstaða dómsins er sú, að ákærði hafi farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og var honum dæmd refsing samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga. Með til- liti til neyðarvarnarsjónarmiða var refsing ákærða ákveðin fjögra ára fangelsi. Ákærði hefur setið i gæzlu- varðhaldi síðan rannsókn málsins hófst og kemur gæzluvarðhalds- tími hans, með fullri dagatölu, til frádráttar dæmdri refsingu. Þá var ákærði og dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. LITLU munaði að illa færi f flugtaki loftbelgsferðar, sem farin var frá Alftanesi í gær. Karfan slengdist f jörðina og lenti síð- an f girðingu. Af- leiðingar urðu þær að annar flugkapp- inn, Ómar Ragnars- son, fékk útbyrðis, en Holberg Más- son, eigandi belgs- ins og aðalflugmað- ur, meiddist Iftil- lega áfætiog í baki. Holberg hélt ferð- inni áfram og gekk allt eins og í sögu þar til komið var að lendingunni f Leir- ársveit í Borgar- firði. Slóst þá karfa belgsins utan f sfmalfnur, en betur fór en á horfðist og lendingin tókst vel, ái að öðru leyti en þvf, að flugmaður- 'inn fékk smáskurð á enni. Loftbelgur- inn skemmdist Iftið sem ekkert í þess- ari ævintýraferð og ætlar Holberg sér aftur á loft með belgnum f næstu viku. Nánar segir frá loftbelgsferðinni á blS. 3. <ljósm. Mbl. RAX). Hækkanir á brauðum og unnum kjötvörum VERÐLAGSNEFND hefur ákveð- ið hækkanir á brauðum og unnum kjötvörum og nema þessar hækk anir frá 7%—19%. Mestar eru hækkanirnar á vínarpylsum og kindabjúgum, en þær hækkanir stafa af miklu leyti af nýjum reglugerðum um pökkun og merkingu þessara vörutegunda, en einnig vegna verðhækkunar á hráefni og launahækkana. Franskbrauð og heilhveitibrauð hækka nú úr 69 krónum i 74 krón- ur og nemur sú hækkun 7%. Rúg- Framhald á bls. 35 Vinsamleg- ar viðræður við Mikla norræna ISLENZK sendinefnd hóf í gær viðræður við forráðamenn Mikla norræna ritsfmafélagsins í Kaup- mannahöfn um hugsanlega endurskoðun á samningi þeim, sem er í gildi milli félagsins og fslenzkra stjórnvalda um sfma- samband við útlönd. Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar. ráðu- nevtisstióra og eins nefndar- manna, verður fundunum haldið áfram f dag og á mánudag. Brynjólfur sagði að á fundinum í gær hefðu málin aðeins verið reifuð. Viðræðurnar hefðu verið Framhald á bls. 35 T j æreborgarf arþeg- arnir fá að fara utan Viðræður milli ferðaskrifstofanna og gjaldeyrisyfir- valda um einhvers konar rýmkun á gjaldeyrisreglum MAL þeirra liðlega 40 farþega, sem fara eiga á morgun f ferð með dönsku ferðaskrifstofunni Tjæreborg á vegum ÍJtsýnar, var tekið fyrir á fundi gjaldeyris- nefndar f gær. Sem kunnugt var leit út fyrir að ekki yrði af þessari ferð vegna þess að hún samræmd- ist ekki reglum um gjaldeyrisyf- irfærslur. Morgunblaðinu er nú kunnugt um að lausn var fundin á þessu máli f gær og ferðin verður farin, en hins vegar tókst blaðinu ekki að afla upplýsinga um það í DEILUR UMMAL- ARNÁM ÍLANDI MÖÐR UVALLA Ijósm. Mbl. Fr. Vestmann. MALIN RÆDD — Fulltrúar Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar, Sóknarnefndar Möðruvallaprestakalls og Vegagerðar rfkisins ræða málin við Möðruvelli f gær. f BRÝNU hefur slegið í Eyjafirði þar sem deila annars vegar náttúruverndarmenn og sóknar- nefnd Möðruvallasóknar og hins vegar fulltrúar Vegagerðar ríkis- ins. Snýst málið um það hvort Vegagerðin fær að taka möl f landi Mörðuvalla til ofanfburðar á veginn til Ólafsf jarðar eða ekki. Mál þetta hefur þegar komið til kasta samgönguráðuneytisins og kirkjumálaráðuneytisins. Klukkan 18 í gær kom Náttúru- verndarnefnd Eyjafjarðar ásamt sóknarnefnd Möðruvallasóknar og yfirverkfræðingi Vegagerðar ríkisins, Snæbirni Jónassyni, saman til fundar á Sléttumelum sunnan við Möðruvelli. Tilefni þessa fundar var sú fyrirætlun Vegagerðarinnar að hefja malar- nám úr melum þessum. Eins og áður segir eru melarnir sléttir en trúlegt er að á ísöld hafi sjór náð að rótum þeirra og eru þarna allháir bakkar. Neðan þeirra er flatlendi, sem i tíð munkanna á Möðruvöllum hafa verið forar- Framhald á bls. 35 hverju þessi lausn hefði verið fólgin. Þá hafa undanfarið átt sér stað viðræður milli forráðamanna ferðaskrifstofanna og gjaldeyris- yfirvalda um einhvers konar rýmkun á gjaldeyrisreglum vegna sólarlandaferða. Munu for- ráðamenn ferðaskrifstofanna telja að unnt eigi að vera að gefa sólarlandsförum kost á kynnis- ferðum þar ytra og greiða þær f fslenzkum krónum án þess að það brjóti f bága við þær hámarksyfir- færslur á gjaldeyri, sem skrifstof- unum er skammtaður vegna slfkra ferða. Morgunblaðið sneri sér í gær til Steins Lárussonar, framkvæmda- stjóra Ferðaskrifstofunnar Ur- vals, sem jafnframt er formaður samtaka islenzkra ferðaskrif- stofa, og leitaði álits hans á þeirri ráðstöfun gjaldeyrisyfirvalda að herða enn gjaldeyrishömlur með þvf að taka fyrir gjaldeyrisyfir- færslur vegna ferða með erlend- um ferðaskrifstofum. Steinn Lárusson sagði, að óhætt væri að segja, að sá gjaldeyris- skammtur er búinn væri að vera við lýði síðan 1964, þ.e. 3VS sterl- ingspund á dag, væri orðinn gjör- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.