Morgunblaðið - 24.07.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLI 1976
15
...leyfi ég mér að vísa til allra
þeirra mats- eða álitsgerða, sem
liggja frammi í málinu."
Matsgerðir geta verið með ýmsu
móti og geta verið þannig úr garði
gerðar að ekki sé mark á þeim
takandi. Má nefna matsgerð fyrir
bæjarþingi Reykjavíkur í máli nr.
1038/1966, sem var hrundið með
dómi kveðnum upp 21. febrúar
1969 vegna þess.að sú matsgerð
var að engu hafandi.
Lögfræðingur sækjanda i því
máli, sagði í lok málflutnings síns
um þessa matsgerð:
„Ég tel að þessi matsgerð hafi
verið vel unnin og samviskusam-
lega. Matsgerðir eru svona. Mats-
gerðir eru slumpareikningur og
það er eins gott og útreikningar."
Siðan höfum við frétt, að sömu
matsmenn og lögðu fram ónýta
matsgerð hafi áfram verið kvadd-
ir af dómi til matsgerða.
í bæjarþingsmáli nr. 1212/1969
drógu dómkvaddir matsmenn í
nærri 3 mánuði fram yfir eindaga
að skila matsgerð og þegar mats-
beiðendur hótuðu þeim viðurlög-
um, báðust þeir undan matinu, í
bréfi dags. 10.7.1969, á þeirri fors-
endu, að þeir væru háðir þeim
aðila, sem hefði unnið verkið er
þeir áttu að meta.
Enn voru dómkvaddir sem hlut-
lausir matsmenn og óvilhallir
tveir menn. „Ber þeim að fram-
kvæma matið eftir bestu sam-
visku og þekkingu og vera reiðu-
búnir að staðfesta það með eiði
eða drengskaparheiti ef krafist
verður."
Matsgerð þeirra var samin eftir
formúlu lögfræðingsins, sem fyrr
er getið.
VIII. OPINBER
ÁKÆRA
Þ. 10. april 1975 gefur ríkissak-
sóknari út ákæru sina á hendur
Arnbirni Óskarssyni. Þ. 8. júlí
1976 er dómur kveðinn upp. í
hvað fóru þessir 15 mánuðir?
Þ. 5. ágúst 1975 var Gísla Jpns-
syni, prófessor, og Daða Ágústs-
syni, tæknifræðingi, falið „að láta
dóminum I té álitsgerð varðandi
sól og birtu á hús nr. 8 við Gnita-
nes.“ Var þeim gert að skila álit-
inu „eigi síðar en 10. sept. 1975.“
September leiö án þess, að mats-
gerðin sæi ljós dagsins, árið taldi
út og ekki kom gerðin. Það var
ekki fyrr en á ofanverðum Þorra,
að heyrðist frá þeim félögum, en
álitsgerð þeirra er dagsett 13.
febrúar 1976. Var dráttur þessi
„ferlegur" að áliti sakadómara,
Haraldar Henrýssonar.
Þ. 14. febrúar 1976 veitti dóm-
ari, Benedikt Sveinssyni, verj-
anda ákærða, hálfsmánaðarfrest
til þess að fara á skíði í Austur-
ríki, og var þá matsgerðin ekki
lögð fram í dómi fyrr en 8. mars.
Þ. 15. mars átti Benedikt
Sveinsson að hafa skilað vörn í
máiinu, að fyrirmælum sakadóm-
ara, en hann lét það undir höfuð
leggjast og bað um frest til þess
að láta Gísla og Daða gera frekari
birturannsóknir og nú átti að
fjalla um það, hvern veg birtu
væri háttað, ef reist væri á lóð nr.
10 við Gnitanes hús annan veg en
það, sem þar hafði staðið siðan
árið 1970. Verjandi fékk þennan
frest.
Nú var Haraldur Henrýsson,
sakadómari, á förum til New York
til þess að sitja þar hafrannsókn-
arráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna
fyrir íslands hönd og var hann
fjarverandi þar til í maí.
Þ. 3. júnf kom viðbótar-álitsgerð
Daða og Gfsla um hið ímyndaða
hús Benedikts Sveinssonar. Þ. 23.
júnf var málið dómtekið og þ. 8.
júlí var dómur kveðinn upp af
Haraldi Henrýssyni sakadómara,
Skúfa Norðdahl, arkitekt, og Páli
Hannessyni, verkfræðingi.
IX. BIRTUMAT
Álitsgerð Gísla prófessors Jóns-
sonar og Daöa tæknifræðings
Ágústssonar er 20 sfður með
mörgum uppdráttum og haug af
tölum. Er þessi álitsgerð snilldar-
verk hvað það snertir að gera
einfaldan hlut flókinn og iengi
má leita að hliðstæðu verki, sem
tekst jafnvel að villa um fyrir
þeim, sem lesa hana til þess að
heyja sér fróðleik um það mál,
sem hún á að fjalla um. Niður-
staða álitsgerðarinnar er í raun
sú, að það hafi meiri áhrif á dags-
birtu f húsinu nr. 8 hvort bfl-
skúrsveggurinn verði í ljósum lit
eða dökkum en hitt hvort hann
er styttur og lækkaður.
Þess ber að gæta, að öll vinna
birtufræðinganna var óþörf, bæði
við hina fyrri álitsgerð, sem fjall-
ar um þau mannvirki, sem standa
á lóð nr. 10 við Gnitanes og þá
ekki síður við hina seinni, sem
fjallar um ímyndað hús, sem ekki
verður reist meðan það stendur,
sem nú er þar.
Það eru engin ákvæði f lögum
um birtu á sólarhlið húss, önnur
en þau, að hún skuli vera næg.
Hvergi er kveðið á um hvað sé
næg birta né hverjir skuli meta
það. í skipufagslögum frá 1921
voru skýr ákvæði um þetta efni,
en þau hafa verið felld niður í
þeim lögum, sem nú gilda. Engum
getum skal að því leitt hvaða or-
sakir hafa legið til þess, en það
fer ekki á milfi mála, að nú hafa
byggingaryfirvöld frjálsar hend-
ur um það að skammta hverjum
og einum sólarbirtu að geðþótta,
en hin fyrri lög bundu hendur
þeirra hvað þessu viðvfkur.
í Vísi birtist greinarkorn þ. 17.
þ.m. Þar stendur þessi klausa:
„Engin ákvæði eru til f íslensk-
um lögum um hve fljótt skiptaráð-
endur skuli ljúka skiptum, heldur
aðeins sagt, að skiptum skuli lokið
svo fljótt sem verða má. Eldri lög,
sem voru f gildi til ársins 1972
gerðu hinsvegar ráð fyrir, að
skiptum skyldi lokið innan 18
mánaða."
Það er þá ekki aðeins i skipu-
lagslögum og byggingarsam-
þykktum, að skýr ákvæði og af-
dráttarlaus eru felld niður og
önnur loðin, sem ekki kveða á um
neitt, sett f staðinn, við endur-
skoðun laga. Má skilja á Vfsis-
greininni, að Lögmannafélagið sé
ekki allskostar ánægt með það f
þessu tilviki.
Það má og hafa í huga, að væri
margnefndur bílskúr byggður eft-
ir ákvæðum byggingarsamþykkt-
ar og skipulags, væri birtumálið
leyst af sjálfu sér.
Birtumatið tók a.m.k. 6V4 mán-
uð, en færa má til sanns vegar, að
það hafi tafið máfið um 9lÁ mánuð
af þeim 15 mánuðúm, sem málið
var fyrir dómi. Sá dráttur var
óþarfur og ekki verður frétta-
manni Vísis ámælt þótt honum
kynni að sýnast , að skattborgar-
inn hafi fengið lítið fyrir útgjöld
sfn f þessu tilviki.
X. VIRÐING
RÉTTARINS
Nú mun ekki einsdaemi, að
embættismenn sinni fl'éiri störf-
um en einu og skal sakadómari
ekki áfelldur fyrir það að hlýða
kalli stjórnvalda að leggja dóm-
arastörf á hilluna og sitja ráð-
stefnu jafn þýðingarmikla ís-
lenskum hagsmunum og hafrann-
sóknarráðstefnan var. Hitt var
honum í lófa lagið að láta mats-
menn skila áliti sínu á réttum
tíma og hefði þá dómur getað
gengið löngu áður en hann fór
vestur um haf. Hefði hann viljað
láta dóminn halda virðingu sinni,
hefði hann ekki setið með hendur
f skauti og látið matsmönnum
haldast upp drátt, sem að hans
mati var „ferlegur".
Það eru fleiri, sem ekki hafa
sýnt réttinum yfirvættis virðingu.
Verjandi ákærða hleypur á 'fjöll i
hálfan mánuð, þegar honum er
gert að mæta í réttinum og þó þau
fjöll væru suður f Austurriki, þá
var erindið þangað ekki annað en
að leika sér á skíðum. Má og
segja, að dómarinn hafi ekki litið
stórt á embætti sitt að gefa verj-
anda skíðafrí í stað þess að láta
réttinn hafa sinn gang. Hefði
dómarinn fylgt málinu fram af
festu, hefði væntanlega mátt
spara eitt ár af þrefinu, sem Vfsir
talar um.
XI. ÚR RANNSÓKN
MÁLSINS
Nú má víkja nokkrum orðum að
rannsókn málsins. Voru ýmsir
kallaðir til vitnisburðar fyrir rétt-
inum, þar á meðal þrír helstu
forsvarsmenn byggingarnefndar,
þeir Páll Líndal, starfandi for-
maður byggingarnefndar, Gústáf
E. Pálsson, fyrrum borgarverk-
fræðingur og Aðalsteinn Richter,
skipulagsstjóri Reykjavíkur.
Voru þeir áminntir um sannsögli
að venju, en ekki látnir staðfesta
framburð sinn með eiði. Ætlast
réttvísin ekki til þess, að nokkur
maður sakfelli sig með vitnis-
burði, ef hann á hagsmuna að
gæta f málinu, hvort sem þeir eru
siðferðilegir eða fjárhagslegir og
vill hún ekki eiga hlut að mein-
særi.
Allir þessir þrír menn höfðu
samþykkt byggingarleyfið fyrir
Gnitanes 10, þ. 14. mai 1970. Var
þess þá ekki að vænta að þeir
stæðu upp og vitnuðu um synd
sína eins og þeir væru á vakn-
ingarsamkomu. Enda litu þeir yf-
ir það, sem þeir höfðu gert og
sögðu að það væri harla gott.
Enn kom fyrir réttinn skipu-
lagsstjóri rfkisins, Zophonías
Pálsson. Hann á ffka sæti i
byggingarnefnd Reykjavfkur, en
ekki hafði hann setið fundinn 14.
maí 1970 og þá ekki átt hlut að
samþykkt byggingarleyfisins. Var
framburður hans allmjög annan
veg en hinna þriggja, sem fyrr
voru nefndir.
Zophonías Pálsson hafði, að
beiðni félagsmálaráðuneytisins,
látið í ljós álit sitt á réttmæti
byggingarleyfis hússins Gnita-
ness 10 á tveimur minnisblöðum.
Lágu þau frammi í réttinum og
staðfesti hann þau.
Skipulagsstjóri rikisins er ráðu-
nautur félagsmálaráðuneytisins f
skipulagsmálum og var ráðuneyt-
inu rétt og raunar skylt að leita
umsagnar hans þegar því barst
kæra um „mistök" byggingar-
nefndar. Urskurður ráðherra var
svo byggður á áliti skipulags-
stjóra.
Skulu hér tilfærð örfá orð úr
nefndum minnisblöðum sem sýna
skoðun skipulagsstjóra á af-
greiðslu byggingarnefndar. Þar
segir:
„Frávik frá hámarksstærð '
þeirri, sem tilgreind er f bygg-
ingarsamþykkt hafa f einstöku til-
fellum verið veitt af byggingar-
nefnd, þegar svo hefur staðið á,
að hin aukna stærð bifreiðar-
geymslunnar hefur ekki verið tal-
in valda næstu nágrönnum óþæg-
indum. Sama er að segja um hæð
bílskúra, að einstaka sinnum hef-
ur byggingarnefnd leyft frávik
frá hámarkshæð byggingarsam-
þykktar en þvf aðeins að slík
hækkun teldist ekki valda
nágrönnum óþægindum."
í lok fyrra minnisblaðsins segir:
„... afgreiðsla byggingarnefnd-
ar á þessu máli verður að teljast
-býsna hæpin, svo ekki sé meira
sagt.“
Á sfðara minnisblaðinu segir:
„Við athugun málsins kemur f
ljós að kæruatriðin: 1) a) og b),
það er að bifreiðageymslan sé
bæði hærri og stærri en hámarks-
ákvæði byggingarsamþykktar
Reykjavikur, 95. gr. gera ráð fyr-
ir, á við rök að styðjast. En f 95.
gr. segir að bifreiðaskýli skuli að
jafnaði ekki stærri en 30 fm. Bíl-
geymslan að Gnitanesi 10 er 32
fm. I sömu grein byggingarsam-
þykktar segir að lofthæð skuli
ekki meiri en 2.50 m, en bíl-
geymslan að Gnitanesi 10 er 2.70
— 2.80 m á hæð. Loks hefur kæru-
atriði 2) b) við rök að styðjast,
þ.e. bflgeymslan nær lengra inn f
lóðina en skipulag hafði gert ráð
fyrir.“ (Og er þá brot á skipu-
lagi).
Sfðar segir:
„Miðað við þessar aðstæður má
telja það andstætt venjum bygg-
ingarnefndar að leyfa þarna
hærri og stærri bflskúr, en
hámarksákvæði byggingarsam-
þykktar segja til um, þar sem
slíkt var eiganda hússins Gnita-
nes 8 til mikils óhagræðis."
Lokaorð minnisblaðsins eru
þessi:
„Loks telur byggingarfulltrúi
að „annmarkarnir" stafi þó fyrst
og fremst af því, að húsið nr. 8 er
byggt áður en deiliskipulag af
svæðinu var gert". Þarna viður-
kennir hann að um annmarka sé
að ræða, en sú staðreynd að nr. 8
var byggt fyrst, setur byggingar-
nefnd þá kvóc u nerðar að'þess sé
gætt að með byggingu á lóðinni
nr. 10 séu ekki þrengdir meir en
efni standa til kostir hússins nr. 8.
Á þessu virðist því-miður hafa
orðið misbrestur að því er fram-
angreind atriði snertir."
Má af þessum fáu tilvitnunum
sjá að úrskurður ráðherra um aft-
urköllun byggingarleyfis fyrir
bílskúrinn að Gnitanesi 10 er efn-
islega samhljóða áliti skipufags-
stjóra ríkisins.
Vitnisburður Zophoníasar Páls-
sonar fyrir sakadómi eru 3 vélrit-
aðar sfður. Hnígur hann allur i þá
átt, að byggingarnefnd hafi orðið
á mistök við afgreiðslu byggingar-
leyfis fyrir Gnitanes 10. Skulu
hér tilfærð örfá atriði úr fram-
burðinum þvi til staðfestingar:
(Vitnið) „kveðst þegar það
samdi þessa minnispunkta" (sem
áður er að vikið) „hafa kynnt sér
teikningar af húsunum báðum og
önnur gögn, sem fram voru kom-
in, m.a. bréf byggingarfulltrúa,
skipulagsstjóra borgarinnar, Ein-
ars Sveinssonar og dr. Bjarna
Jónssonar. Það hafi einnig farið á
staðinn og kynnt sér aðstæður.
Virtist því málið alvarlegra eftir
þá skoðun, heldur en það hafði
gert sér grein fyrir eftir athugun
teikninga."
Sfðar segir:
„Vitnió telur víst að hefðu
byggingarnefndarmenn farið að
Gnitanesi 10 og skoðað þar að-
stæður áður en byggingarleyfi
var veitt, hefðu þeir ekki veitt'
leyfi til bílskúrsbyggingdrinnar í
þeirri mynd, sem hann var byggð-
ur, sé miðað við þær venjur, sem
nefndin hefur haft í þau 18—19
ár, sem vitnið hefur setið í nefnd-
inni."
í lok framburðar segir svo:
„... telur vitnið eðlilegt, að 1
byggingarnefnd hefði krafist
lækkunar á bílskúrnum frá
hámarksákvæðum með tilliti til
þess, að þarna var fyrir hús, sem
taka varð tillit tii i aðeins þriggja
og hálfs metra fjarlægð. Það seg-
ir, að fordæmi fyrir slikri minn-
kun bílskúra frá hámarksákvæð-
um byggingarsamþykktar séu all-
mörg og hafi nefndin heimild til
að beita slíkum frávikum, þegar
þannig stendur á.“
Þetta er dómur Zophoníasar
Pálssonar, skipulagsstjóra ríkis-
ins, sem á að hafa eftirlit með
byggingarnefndum landsins.
Hann segir berum orðum, að
byggingarnefnd Reykjavíkur hafi
brotið af sér f flestum atriðum,
sem hún átti þess kost við sam-
þykkt byggingarleyfis fyrir bíl-
skúrinn að Gnitanesi 10. Hann
staðhæfir ennfremur af reynslu
tveggja áratuga, að byggingar-
nefnd hefði aldrei samþykkt
byggingarleyfið, ef hún hefði
kynnt sér aðstæður, og þá ekki
sett stimpilinn á teikninguna með
mokkrum tugqm annarra teikn-
inga án þess að lfta á nokkra
þeirra.
Gústaf E. Pálsson sagði við upp-
haf þessa máls, að svo margar
teikningar lægju.fyrir hverjum
fundi byggingarnefndar, að ekki
gæti nefndin athugað hverja ein-
staka. Það kom fram við yfir-
heyrslurnár, að leggi starfsmenn
blessun sína yfir teikningu, þá
hrópar nefndin hallelúja, án þess
að skoða hana frekar.
Hljóma þá enn i eyrum orð Vfs-
is um „dýrt spaug fyrir almenn-
ing“. Mætti ekki láta byggingar-
fulltrúa einan um þessar ákvarð-
anir, sem hann tekur hvort sem er
og veita nefndinni lausn?
XII. SÝKNUDÓMUR
Dómur gekk i málinu 8. júlí
1976.
Það var sýknudómur.
Gæti verið athyglisvert að líta á
forsendur dómsins.
Verjandi ákærða leggur ofur-
kapp á að fá málinu visað frá
dómi vegna formgalla. Er það
auðsjáanlega lífakkerið, því af 15
sfðum varnarinnar fara 10 i þessi
formsatriði. Mætti taka upp sumt
af vörninni til gamanmála en
Frafhhald á bls. 20
Bilskúr við Gnitanes