Morgunblaðið - 24.07.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULÍ 1976
21
Magnús Þorgeirsson
HöUustöðum - Minning
Fréttabréf frá Sveini í Miðhúsum:
Góð grasspretta — Félags-
störf — Skuldir aukast
— Látinna minnst
Miðhúsum f Revkhólahreppi. 18. júlí.
F. 12. maí 1898
D. 16. júlf 1976.
Magnús Þorgeirsson, bóndi og
fyrrum oddviti, Höllustöðum í
Reykhólasveit, lést að heimili
sínu aðfaranótt föstudagsins 16.
júlí sl. og bar dauða hans brátt og
óvænt að. Utför hans verður gerð
í dag frá Reykhólakirkju.
Magnús var fæddur að Höllu-
stöðum 12. maí 1898, sonur hjón-
anna Kristrúnar Salbjargar Jó-
hannsdóttur og Þorgeirs Þorgeirs-
sonar, oddvita og búfræðings.
Bjuggu þau hjónin þar nær allan
sinn búskap, en Kristrún hafði
flust að Höllustöðum barn að
aldri með foreldrum sinum. Syst-
kini Magnúsar voru átta, og eru
að honum gengnum þrjú eftir á
lifi, Jóhann, Þorgeir og Ingibjörgi
Eins og svo margir aðrir af hans
kynslóð, hlaut Magnús litla skóla-
göngu í æsku. Þorgeir faðir hans
var hins vegar vel menntaður á
þeirra tima vísu, búfræðingur úr
Ólafsdal, og áhugasamur um
menntun og menningarmál. Mun
Magnús hafa numið margt af föð-
ur sínum, enda átti hann létt með
að læra og varð með tímanum
prýðilega sjálfmenntaður.
Það fór heldur ekki hjá því, að‘
sveitungar Magnúsar veittu hæfi-
leikum hans athygli, og voru hon-
um snemma falin ýmis trúnaðar-
störf. Þannig átti hann á árunum
1942 —1954 sæti i hreppsnefnd,
og var þá jafnframt hrepps-
nefndaroddviti, einnig var
Magnús i sýslunefnd i allmörg ár
og í stjórn Kaupfélags Króks-
fjarðar, auk annarra trúnaðar-
starfa, sem hér verða ekki rakin
frekar. Lengst var hann þó spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykhóla-
hrepps. Tók Magnús við því starfi
af föður sinum, en Þorgeir
stofnaði sparisjóðinn árið 1913, og
hélt Magnús því til dauðadags.
Mun sjáldgæft, ef ekki einstakt,
að sparisjóður hafi þannig verið
undir stjórn feðga í meira en 60
ár samfleytt. í gegnum starf sitt
sem spariSjóðsstjóri varð Magnús
ráðgjafi ýmissa sveitunga sinna i
fjármálum. Þeim þótti gott að
leita til hans, vissu sem var að
hann réði þeim heilt og brást
aidrei trúnaði þeirra.
Magnús stóð fyrir búi foreldra
sinna á Höllustöðum, eftir að þau
voru orðin öldruð, en þau létust
bæði í góðri elli. Eftir lát föður
síns 1947 keypti Magnús jörðina
af systkinum sánum, nema Ingi-
björgu, sem átti hlut i henni
áfram. Bjó hann þar síðan, en
ásamt honum hefur búið og býr á
Höllustöðum fósturbróðir
Magnúsar, Samúel Björnsson
ásamt fjölskyldu sinni. Var
Magnús alla tíð eftir lát foreldra
sinna f heimili hjá þeim hjónum.
Hann hafði nú nýverið ásamt
Ingibjörgu systur sinni selt þeim
jörðina, en svo var ráð fyrir gert
að hann yrði þar áfram heimilis-
maður.
Eins og ráða má af ofanskráðu
var Magnús ókvæntur, en einn
son eignaðist hann, sem fæddist
1933, Heiðar að nafni. Örlögin
höguðu þvi hins vegar svo, að
sonur hans ólst upp með móður
sinni annars staðar. Heiðar var að
kunnugra sögn afar efnilegt barn,
en heilsutæpur og lést úr berkl-
um 9 eða 10 ára gamall. Hann var
lagóur til hinstu hvilu í Reykhóia-
kirkjugarði, þar sem faðir hans'
hlýtur nú legstað.
Dauði drengsins hlýtur að hafa
verið Magnúsi þung raun, enda
þótt hann bæri það ekki fremur
en önnur sín einkamál á torg.
Hann var sjálfur einstaklega
barngóður og börn hændust
ósjáifrátt að honum. Það fékk
kona mín að reyna, en hún var öli
sumur á Höllustöðum frá sex ára
aldri og til unglingsára. Mest og
best samband hafði Magnús þó
við börn Samúels og Theodóru og
mátti hann og yngsti sonur þeirra
þannig vart hvor af öðrum sjá.
Enda þótt Magnús væri um æv-
ina valinn til margra trúnaðar-
starfa fyrir sveitunga sina, var
hann þá síst af öllu framgjarn. Að
eðlisfari var hann frekar hlé-
drægur og ómannblendinn, en
engu að siður óvenju viðræðu-
góður. Hann átti auðvelt með að
ræða um hin óskyldustu viðfangs-
efni og heimspekilegar ihuganir
voru honum mjög að skapi. Tal
sitt blandaði hann gjarnan léttri
og græskulausri kimni. Af öllu
hans tali og atferli mátti merkja
grandvaran og heiðarlegan mann,
sem okkur hinum var til sóma að
umgangast.
Þegar ég kynntist Magnúsi
fyrir 22 árum, varð mér maðurinn
strax hugstæður sökum þeirra
eóliskosta hans, sem hér hafa ver-
ið raktir. Þar kom og til frásögn
konu minnar, sem hafði þekkt
hann frá þvi hún var barn, eins og
áður segir. Fyrir þessi kynni vil
ég nú þakka fyrir okkar hönd.
Við hjónin vottum systkinum
hans, fólkinu á Höllustöðum og
öðrum aðstandendum samúð
okkar.
Olafur S. Valdimarsson.
útiaraskreytingar
blómouol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
í VOR og það sem af er sumri
hefur tiðarfar verið með ágætum.
Grasspretta er ágæt nema þar
sém kal herjaði átúnin.
Skurðgrafa er nú við störf í
héraðinu, en lítið er um túnrækt,
en starfsemi ræktunarsambands-
ins liggur niðri til óhagræðis
bændum.
Félagsstörf
Nýlega er aðalfundi Sambands
breiðfirzkra kvenna lokið og að
þessu sinni var hann haldinn í
Króksfjarðarnesi.
Þær breytingar urðu á stjórn
sambandsins að Ingibjörg Árna-
dóttir, Miðhúsum, baðst undan
endurkosningu og kosin var í
hennar stað Guðlaug Guðmunds-
dóttir, Tindum í Geiradal.
í sambandi við fundinn gekkst
kvenfélagið í Geiradal fyrir vand-
aðri kvöldvöku og auk heima-
manna komu þessir listamenn
fram:
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari ásamt pianóleikara sin-
um Ólafi Vigni Albertssyni. Einn-
ig söng Sigrún Harðardóttir og
lék sjáif undir á gitar.
Það er aiitof sjáidan hér að við
fáum að komast í snertingu við
ágæta listamenn.
Skuldir viðskiptamanna
aukast
Aðalfundur Kaupfélags Króks-
fjarðar var haldinn i Vogalandi
17. þ.m. og kom þar fram að vöru-
sala nam 110 millj. kr. á árinu
1975, en afkoma bænda hefur
versnað mjög og eru nú skuidir
viðskiptamanna 33 milljónir sem
er ískyggileg þróun og lesendur
geta haft það í huga, að það iíður
hjá sauðfjárbónda nær hálft ann-
að ár frá þvi að áburður er keypt-
ur og þar til hann ieggur inn
dilkinn, sem á að borga hann.
Agnar Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Búvörudeildar
S.l.S. mætti á fundinum og hélt
erindi fyrir fundarmenn og það
helsta sem bréfritari hjó eftir
verður hér skráð.
1. Grundvalllarverð til bænda
hefur aldrei náðst.
2. Veruleg tekjurýrnun er hjá
bændum.
3. Ekki verður hægt að borga fullt
verð fyrir gærur siðasta ár.
4. Á siátursölu hefur alltaf verið
tap.
5. Geldfjárkjöt selst illa vegna of
mikiilar fitu og verðlag er of hátt.
6. Vöruverð á landbúnaðarvörum
hefur alltaf verið heimatilbúið og
ekki sambærilegt við markaðs-
verð annarra landa.
7. Hækkunin á ullinni sem varð i
vor er blekking því að þetta er
aðeins tilfærsla á milli vöru-
flokka.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLl skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
yérða að berast blaðinu með
gððum fyrirvara. Þannig verð-
ör grein, sem birtast á 1 mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar- mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
'fnubili.
Að lokum sagði Agnar Tryggva-
son: „Hógværð er ekki metin i
okkar þjóðfélagi og ráðamenn
virðast ekki skilja annað en
hörku. Við verðum að standa fast
á rétti bændanna og nú má ekki
níðast á þeirri stétt einni.“
Dauðsföll
Á þessu sumri hafa 4 aldraðir
bændur fallið hér frá og skal
þeirra minnst með örfáum orðum.
Árni Hyrónemusson, Hyrnings-
stöðum, var þéttur á velli og þétt-
ur i lund. Hann var minnugur vel
og hafði skemmtilegt tungutak
enda sagði hann manna best frá.
Hann kunni mikinn fróðleik utan-
bókar, sem vert hefði verið að
geyma.
Niður við sjóinn á Hyrnings-
stöðum er vel hlaðinn stekkur
sem Árni hlóð og hlýtur það að
vera akkur þessu byggðarlagi að
hann varðveitist um komandi ár.
Danfel Ólafsson frá Trölla-
tungu. Hann átti stutta búskapar-
sögu hér i sveit, en flyst norður
yfir heiðar og eftir nokkra dvöl
þar hefja þau hjón búskap í
Tröllatungu og rækta mikil tún og
byggja stórar byggingar og gera
trjá- og blómagarð svo fagran að
hann gaf fólki er hann sá nýja trú
á landið og að hægt væri að gera
umhverfi sitt fagurt, ef vilji og
dugnaður væru fyrir hendi. Þess
vegna fóru allir rikari frá Trölla-
tungu.
Daniel starfaði mikið að félags-
málum og var allsstaðar góður
liðsmaður vegna þess að hann
hugsaði áður en hann kvað upp
dóma sina enda bæði greindur vel
og velviljaður. Siðustu æviár sin
dvaldi hann hjá syni sinum Jóni
og konu hans að Ingunnarstöðum
í Geiradal.
Magnús Þorgeirsson, Höllustöð-
um. Hann var sjálfmenntaður
bæði til bókar og handar og það
svo vel að langskólagengnir menn
gátu sótt til hans lífsspeki. Magn-
ús vann mikið að félagsmáium og
var t.d. sparisjóðsstjóri til dauða-
dags. Hann var einn af þeim
mönnum sem ekki breyttust við
það að hafa yfirráð yfir fjármagni
og í okkar þrönga og oft á tiðum
harðsnúna samfélagi minnist ég
ekki að hafa heyrt að nokkur mað-
ur hefði horn i siðu hans. Þetta er
þeim mun sjaldgæfara, þar sem
hann bar hærra i sínu byggðar-
lagi á lifsferli sínum en flesta
menn aðra, og fæstir koma óbenj-
aðir úr þeim leik.
Magnús hafði yndi af fagurbók-
menntum og unni ljóðum þeirra
skálda er notuðu stuðla og rim.
Hann skrifaði rithönd fagra og
hafða gott vald á tungu sinni svo
ánægja var hverjum er viðræður
átti við hann
Sesselja Helgadóttir, Skógum. I
Reykhólasveit búa nokkrir kven-
bændur og hafa þeir jafnan verið
í fremstu röð búenda, en um Sess-
elju hefur verið svo mikið ritað að
hún var löngu orðin þjóðkunn
kona. Hún var elsti þegn þessa
byggðarlags og átti rúma öid að
baki er hún lést.
Sesselja var sjálfstæð i hugsun
og gjörðum og vildi gjalda hverj-
um sitt. Hún var kvenna orð-
heppnust og fáir áttu hjá henni er
þvi var að skipta, enda var hún
kona hreinskiptin. Hún var trú-
kona einlæg og átti sína barnatrú
ómengaða.
Jafnvel þó að komið hafi verið
misjafnlega fram á vöku hjá
þessu fólki þegar dyr eilifðarinn-
ar opnuðust því, þá er sjónarvipt-
ir að burtför þessa fólks, en góðar
minningar eiga að gera þá betri
sem eftir lifa.
t
RAGNHEIÐUR ERLA BENEDIKTSSON
lést 21. júli á sjúkrahúsi i London.
Fyrir hönd fjarstaddra systkina, ættingja og vina,
Sigriður Benediktsson
t
Sonur okkar og bróðir
JOHN WOODS
lést i Kaliforníu 21 júli s.l. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum
auðsýnda samúð
John A. Woods og Áslaug S. Woods og systkini.
t
Alúðar þakklr fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu
minnar
FANNEYJAR FRIÐRIKSDÓTTUR
Jóhannes Þóroddsson
t
Öllum þeim mörgu er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför sonar mins og bróður okkar,
EGILS ÞORSTEINSSONAR
tollvarðar
sendum við hjartans alúðar þakkir
Guð blessi ykkur öll Steinunn Guðbrandsdóttir og
systkini hins látna.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
KRISTJÁNS HALLDÓRSSONAR
kennara frí PatreksfirSi
Laufásveg 36. Reykjavlk
Jóhanna Ólafsdóttir
Ólafur BarSi Kristjánsson Hanna Karen Kristjánsdóttir
Guðríður Kristjánsdóttir Helgi Geir Valdimarsson
Gunnar Kristjánsson Helga Loftsdóttú/
Kristján Halldórsson Gestur Gunnarsson
Ingibjörg Ólafsdóttir Elln Jónsdóttir