Morgunblaðið - 24.07.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 24.07.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULl 1976 IA - Fram verður viðureign helgarinnar ÞRÍR leikir fara fram nú um helgina í 1. deildar keppni íslandsmótsins i knattspyrnu, auk þess sem leikin verður heil umferð i 2. deild og fjölmargir leikir i 3. deild og i yngri aldursflokkunum. í dag fer fram á Akranesi leikur ÍA og Fram og er það tvímælalaust „leikur helgarinnar" Bæði þessi lið berjast nærri toppnum í 1. deildinni, og ef Framarar vinna sigur í þessum leik, verður ekki annað sagt en að staða þeirra í mótinu sé orðm hin ágætasta, en Framarar hafa sótt sig mjög mikið að undanförnu og eru nú með skemmtilegt og sterkt lið En sigur verður örugglega ekki auðsóttur í greipar Skagamanna á Akranesi Fyrri leik þessara !iða, sem fram fót í Reykja vík, lauk með sigri ÍA 2— 1. Kl 20.00 á morgun leika á Laugar- dalsvellinum KR og UBK og á sama tíma leika í Keflavík ÍBK og Valur Ættu báðir þessir leikir að geta verið hinir tvísýnustu og skemmtilegustu Fyrri leik Vals og IBK sem fram fór i Reykja- vik lauk með 2—0 sigri Vals, en fyrri leík KR og UBK lauk með jafntefli 0—0 Miklar afmælis- veizlur ÞJÁLFARI íslenzku júdómann- anna á Ólympíuleikunum, Japan- inn Naoki Murata, átti 27 ára af- mæli á miðvikudaginn og var haldin mikil veizia honum til heiðurs eins og fyrir önnur af- mælishörn sem dvelja í Olympíu- þorpinu. fækk Murata gjafir frá kanadisku Olympiunefndinni og íslendingum, og auk þess voru góðar kökur á boðstólum og mikið sungið í þessari fjölþjóðlegu af- mælisveizlu. Fleiri ísiendingar eiga afmæli meðan á leikunum stendur. Jóhanna Þorsteinsdóttir, eiginkona Hreins Halldórssonar, fær væntanlega sina veizlu en Ágúst Asgeirsson, sem átti afmæli s.l. föstudag missti af veizlunni, þar sem kanadíska Óiympíunefndin náði ekki sam- bandi við hann nógu timaniega. — áij. Verðlaunahafar I 4x100 metra fjórsundi karla á Ólympfuleikunum f Montre al Lengst til vinstri er sveit Kanada sem hlaut silfurverðlaun, þá sigurvegar- arnir frá Bandarfkjunum sem settu nýtt heimsmet og loks Vestur-Þjóðverjar er urðu f þriðja sætí. - Þrjú ný heimsmet og það ijórða jafnað í sundkeppninni í Montreal í fyrrakvöld AUSTUR-ÞVZKA stúlkan Korn- elia Ender vann það glæsi- lega afrek á Ólympfuleikunum í Montreal f fyrrakvöld að hreppa þá tvenn gullverðlaun — sigraði bæði f 400 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi og það sem meira var að aðeins liðu 20 mínút- ur á millu úrslita í þessum sund- greinum. Ender setti glæsilegt heimsmet í 400 metra sundinu og jafnaði heimsmetið f 100 metra sundinu. Er varla vafi á því að hún hefði stórbætt það met einn- ig, hefði henni gefizt tími til betri hvíldar. Kornelía Ender hefur nú hlotiö fern gullverðlaun í Montreal og hefur engin stúlka unnið slíkt afrek í sundíþróttinni til þessa. 1968 vann Debbie Reynolds þrenn guilverðlaun og þótti gífurlega mikið til afreks hennar koma. í sundunum í fyrrakvöld kom strax fram að Ender myndí hafa sigurinn nokkurn veginn í hendi sér. Var það aðeins til að byrja með að keppinautar hennar héldu í við hana, en smátt og smátt dró í sundur, svo sem bezt má sjá á hve mikill munur var á tímunum. I fyrrakvöld var einnig keppt til úrslita i 400 metra skriðsundi karla og í 4x100 metra fjórsundi karla, og litu ný heimsmet dags- ins ljós i báðum greinum. Sýndu Bandarikjamenn hinn gífurlega styrk sinn í boðsundinu, þar sem þeir sendu B-sveit sina til keppni í undanrásunum og þar sigraði hún á nýju heimsmeti. Það var sföan hlutverk A-sveítarinnar setn keppti í úrslitum að slá það heimsmet og það tókst henni svo um munaði. í sveitinni voru John Naber, sem synti baksundið á 55,89 sek., John Hencken sem synti bringusundið á 1:02,50 mín., Matt Vogel sem synti flugsundið á 54,50 sek./og loks Jim Montgom- ery sem synti skriðsundið á 49,57 sek. Tók bandarfska sveitin þegar forystu á fyrsta spretti og úr því varð henni ekki ógnað — þvert á móti fór munurinn á henni og næstu sveit stöðugt vaxandi. I 400 metra skriðsundinu varð hinn 17 ára Brian Goodell sigur- vegari og voru þetta önnur gull- verðlaun hans á Ólympíuleikun- um, þar sem hann sigraði einnig i 1500 metra skriðsundinu. Goodell tók forystuna eftir 300 metra, en landi hans Tim Shaw fylgdi honum eftir og var ekki mikill munur á köppunum þegar í mark- ið kom. Kom það nokkuð á óvart að Shaw skyldi ekki hljóta gull- verðlaun í þessari grein, þar sem hann varð sigurvegari í heims- meistarakeppninni 1975 i 200, 400 og 1500 metra skriðsundi. Andrea Pollack frá A-Þýzkalandi sem hlaut silfurverðlaun I 100 metra flugsundi óskar Wendy Bogiioli frá Bandarlkjunum til hamingu meS brons- verSlaunin. Milli þeirra stendur sunddrottning leikanna, Komella Ender sem hlaut sin fjórSu gullverSlaun á leikunum fyrir sigur í þessu sundi. Olympíumetið lá í fyrsta kasti SOVÉTMAÐURINN Alexander Barisnikov kastaði aðeins einu sinni f undankeppninni í kúluvarpi á Ólympiuleikunum Í Montreal i gærkvöldi, og það nægði honum lika til þess að setja nýtt Ólympíu- met. Varpaði Sovétmaðurinn, sem notar mjög sérstæðan stil i kúlu- varpinu, 21,32 metra. Það kom töluvert á óvart, að ekki náðu nema 1 1 keppendur lágmark- inu fyrir aðalkeppnina, sem var 19,40 metrar. Því var 12 mannin- um bætt við — þeim sem átti kast sem næst var lágmarkinu og var sá Bandarikjamaðurinn George Woods — fyrrum heimsmethafi í greininni, og silfurverðlaunahafi frá leikunum i Miinchen. Hann varpaði 19,35 metra í undankeppninni. Undankeppnin fór fram í tveimur riðlum og urðu úrslit í þeim þessi. 1. riðill: Hans Peter Gies, A-Þýzkalandi 20,52 Geoffrey Capes, Bretlandi 20,40 Hans Höglund, Svíþjóð 19,76 Udo Beyer, A-Þýzkal. 19,69 Peter Shmock, Bandar. 19,48 George Woods, Bandar. 19 35 Yves Brouzet, Frakkl. 19,14 Ivan Ivanco, Júgóslv. 18,75 Bruce Prinie, Kanada 1 7,82 Mohammad Alzinkawi, Kuwait 13,17 Saal al Bishy, Saudi-Arabíu 1 1,68 2. riðill. Alexander Barisnikov, Sovétr. 21,32 Evgeni Mironov, Sovétr 20,26 Heinz Joachim Rothenburg, A-Þýzkal 19,92 Allan Feuerbach, Bandar 19,87 Jaroslav Brabec, Tékkóslv 1 9,80 Reijo Stahlberg, Finnl 19,40 Ralf Reichenbach, V-Þýzkal 19,31 Hreinn Halldórsson, íslandi 18,93 Hans Almström, Svíþjóð 18,76 Georges Schroeder, Belgíu 18,33 Jean-Pierre Eggert, Sviss 18,13 Juan a. Turri, Argentínu 17,76 Alls voru keppendurnir i kúluvarpi þvi 23 talsins og varð Hreinn 1 5. í röðinni Olympíumet í undankeppni í spjótkasti kvenna VESTUR-ÞÝZKA stúlk- an íVIarion Becker setti nýtt Ólympíumet í spjót- kasti kvenna í f.vrsta kasti sínu í undankeppn- inni í gær er hún kastaði 65,14 metra. Gamla met- ið átti Ruth Fuchs frá Austur-Þýzkalandi og var það 63,88 metrar, sett á leikunum í Múnchen 1972. Fuchs er einnig heimsmet- hafi í þessari grein, kastaði ný- lega 69,12 metra. Átti hún nú annað bezta kastið 1 undan- keppninni, en lagði greinilega ekki áherzlu á að slá Ólympíu- met Beckers — ætlar sér senni- lega að geyma það til úrslita- keppninnar. Þær stúlkur sem náðu lág- markinu i undankeppninni í gær voru eftirtaldar: Marion Becker (VrÞýzkalandi), Ruth Fuehs, (A-Þýzkalandi), Kathryn Schmidt (Bandar.), Eva Janko, (Austurríki) Jacqueline Hein (A-Þýzkal.), Karin Smith (Bandaríkjunum) Theresa Sanderson (Bretlandi) Svetlana Babich (Sovétr.), Yordanka Peeva (Búlgariu) Nadejda Yakubovic (Sovétríkj- unum), Salbine Serowski (A- Þýzkalandi) og Eva Zorgo (Rúmeníu). Ender vann gullverðiaun með 20 mínútna millibili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.