Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIB. FIMMTUDAGUR 5. ACIUST 1976 3 Sandgerði: hverju Urniið kvöldi til kl. ellefu á í frystihúsinu VIÐ lögðum f gær leið okkar til Sandgerðis, en þar var verið að landa fiski úr tveimur skuttog- urum. Að sögn Jóns Júlfusson- ar vigtarmanns er það sjald- gæfur viðburður. Þar sem sum- arfrí var gefið f tveimur frysti- húsanna af þeim þremur sem eru á staðnum var eitthvað af aflanum flutt f nálæg sjávar- pláss, en hitt unnið á vegum Rafns hf. Eins og vænta mátti létu þeir hendur standa fram úr ermum, og hin miklu verð- mæti sjávarins faglega með- höndluð. Vart var litið upp frá verki, en þó tókst okkur að ná tali af nokkrum. Fyrst var talað við Jensínu Pálsdóttur í beinaúrskurðínum. Hún hefur unnið þarna í 4 ár. en bjó áður í Færeyjum. Hún kunni vel við starfið og sam- Leifur Ouðmundsson verk- stjóri. Sigurjon juniusson (t.v.) i stiunni og Solvi Úlafsson á roðflettivélinni. starfsfólkið. Hún lét vel af hinni miklu vinnu sem hefur verið að undanförnu, því að vetrarvertíðin var ekki eins annasöm og hún hefði viljað. U.uðriður Hauksdóttir, 16 ára Kópavogsmær, hamaðist við að pakka fiski fyrir Bandaríkja- markaö. Henni líkaði starfið vel Jensfna Pálsdóllir við beinaúr- skurð. þótt aðeins hafi hún unnið þarna í 10 daga, og hún kvart- aði ekkert yfir að þurfa að vinna frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin. 1 verkstjórakompunni, eins og smástrákarnir kölluðu her- bergi verkstjórans, hittum við að máli Leif C.uðmundsson. Hann sagði að mest ynnu þeir úr þorski, en einnig væri unn- Jóhann Þorkelsson í sallfiskverkun. inn ufsi og karfi. Honum fannst meira hefði mátt vera að gera fyrri part sumars. en með komu togaranna tveggja vonaði hann að eitthvaö færi að rætast úr. Hann sagði að um 60 manns væru við vinnsluna og þar af um 8 í flökun, og væri í hverju rúmi valinn maöur. Hörgull er alltaf á fólki til fiskvinnslu og því eiga smápoll- ar næsta auövelt með að fá fisk- vinnu. Tvo slíka hittum við, en þeir voru Sölvi Ölafsson, 13 ára, sem var á roöflettivélinni, og Framhald á bls. 16 Jón Júlíusson á hafnarvigtinni. Hvammstangi: Framkvæmdir hafa sjald- an eða aldrei verið meiri Hvammstanga 3. ágúst. HER eru framkvæmdir f fullum gangi og hafa þær sjaldan eða aldrei verið meiri á Hvamms- tanga. Er atvinna geysimikil. Unnið er við hafnargerð, gatna- og vegagerð og byggingafram- kvæmdir af ýmsu tagi. Um þessar mundir er unnið að dýpkun á höfninni og smíði tré- bryggju við sjóvarnargarð og er áætlað að vinna fyrir um 25 millj- ónir að þessu sinni. Dæluskipið Hákur er hér að störfum og mun hann dæla upp 15 þúsund rúm- metrum úr höfninni og er efninu dæit á land upp og það notað til að stækka hafnarsvæðið. A vegum hreppsins er unnið að gatnagerð, ásamt endurnýjun á holræsakerfi. Er áætlað að verja 12—13 milljónum af fé hreppsins til þessara framkvæmda í sumar. Standa vonir til þess að varanlegt slitlag verði lagt á fyrstu göturnar hér á Hvammstanga næsta sumar. Eru það Hvammstangabraut og Brekkugata. Þá áformar Vega- gerðin að undirbyggja 500 metra veg, sem liggur inn í þorpið og er Sigurður RE 4 er nú aflahæstur þeirra skipa, sem stunda loðnuveiðar og hefur hann komið með að landi 5.058 tonn. HJÁLPARTIL VIÐ AÐ LAGA STÖÐ- UNA I EFNAHAGS- MALUM Ólafur Davíðsson hagfræðingur hjá Þjóöhagsstofnun var að því spurður, hvaða áhrif tilkoma þessara loðnuveiða í sumar hefði á stöðu efnahagsmálanna. Ólafur sagði að vissulega segði tilkoma þessara loðnuveiða til sín á ýms- um sviðum i þjóðfélaginu. — Ef litið er á útflutningsverömæti þeirra afurða, sem fást úr þeim 100 þúsund tonnum af loðnu, sem ýmsir spá að geti orðið heildarafl- inn i sumar, yrði það á bilinu milli 13 og 15 hundruð milljónir króna. En það er erfitt að segja endan- lega fyrir um verðið á þessu stigi, því nokkur óvissæ ríkir bæði á mjöl- og lýsismörkuðum, sagði Ólafur. 1 samtalinu við Ólaf kom fram, að útflutningsverðmæti þeirra 30 þúsund tonna, sem þegar eru komin á land er milli 400 og 500 milljónir. Um hlutdeild þessa út- flutnings í heildarútflutningi landsmanna sagöj, Ólafur, að á miðju ári hefði verið ^áœtlað að tekjur íslendingá af vöruútflutn- ingi á árinu yrðu milli 62 og 64 milljarðar króna, þannig að miðað við 100 þúsund tonna afla yrðu útflutningstekjurnar af þessum loðnuafurðum rétt um 2% af áætluöu heildarverðmæti vöruút- flutningsins. — Hluti af þessum útflutnings- tekjum kemur til viðbótar okkar þjóðartekjum og það hjálpar til við að laga stöðuna í efnahagsmál- unum og þá sérstaklega gagnvart útlöndum. Þetta þýðir í heild sinni aukna atvinnu og umsetn- ingu í landinu, ságði Ólafur að lokum. einnig stefnt að því að leggja var- anlegt slitlag á þann spotta næsta sumar. Byggingaframkvæmdir 'eru með mesta móti. 10—20 íbúðar- hús eru í smíðum. Kaupfélagið er með stórt slátur- og frystihús 1 byggingu og hefur verið s.l. tvö ár, og í byggingu er rækjustöð, sem væntanlega verður hægt að taka i notkun í haust. Hún er 500 fermetrar að stærð. Þá er hrepp- urinn að gera fokheldar þrjár leiguíbúðir og olíufélögin eru að Framhald á bls. 17 Loðnan hvarf undir ís ENGIN loðnuveiði var í gær á miðunum djúpt útaf Norðurlandi. Að sögn loðnunefndar er ástæðan sú, að ísröndin færðist nær landi í vestanáttinni og fór ísinn yfir það svæði, þar sem loðnan hefur verið veidd undanfarna daga. Loðnu- miðin hafa verið þetta 80—120 sjómílur útaf Siglunesi. Allslaus á flakki með þrjú börn sín FRA ÞVÍ var skýrt í fréttum fyrir nokkru að fjölskylda hefði verið viðriðin ávfsanafals á Egilsstöð- um, þar hefði húsbóndinn lent f fangelsi, prangað þar bfl inn á Austfirðing nokkurn án þess þó að eiga bifreiðina í raun og veru. Að lokum hefði fjölskyldan hlaupizt á brott frá Egilsstöðum án þess að greiða reikninga á hóteli þar. Sfðan þetta gerðist hefur margt drifið á daga þessar- ar fjölskyldu og reynsla þeirra, sem við hana hafa átt viðskipti er heldur óskemmtileg. Þannig struku þau frá hótelreikningum á Akureyri, frá Siglufirði voru þau send til Vestmannaeyja á vegum bæjarins. Ekki varð dvölin löng f Vestmannaeyjum, þvf bæjarsjóð- ur þar keypti fyrir þau far til Reykjavfkur. Þaðan munu þau ísröndin all- langt frá landi ÍSRÖNDIN er nú alllangt frá landinu, að því er Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur tjáði Mbl. 1 gær. Sagði Guðmund- ur, að togarinn Harðbakur hefði tilkynnt i fyrradag, að jakahrafl væri 35—40 mílur norð-vestur af Kögri. Meginísinn var enn utar. vera farin og aftur vera komin á flakk um landið. I Siglufirði fengum við þær fréttir i gær að fjölskyldan hefði sofið tvær nætur á Hótel Höfn og þá mest vegna samúðar hótel- stjórans, Steinars Jóhannssonar, með þessu fólki sem hann komst fljótlega að raun um að átti ekki til peninga til að greiða mat sinn eða gistingu. Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri i Siglufirði sagði að fljótlega eftir að þetta mál hefði komið til kasta lögreglu- og bæjar- yfirvalda hefði fólkið verið sent til Vestmannaeyja á vegum Siglu- fjarðarbæjar, en þangað vildi það __________Framhald á bls. 17 Kom með látínn mann tíl hafnar BANDARISKA rannsóknar- skipið Global Challanger kom til hafnar f Reykjavfk seint f gærkvöldi, með Ifk af manni. sem látizt hafði af slysförum um borð. Maðurinn er af er- lendu þjóðerni, en tveir Is- lendingar eru á skipinu. Komu þeir f stað tveggja skipverja, sem veiktust um borð, og var komið með þá menn til Reykjavfkur fvr nokkrum dög- um. Skipið er að kanna botn- lög djúpt út af landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.