Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. AC'.UST 1976 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1976 Fyrri hluti „Verksmiðjan er á þremur hæðum," sagði hann, „en þannig voru verksmiðjur byggðar hér áður. Það er hins vegar mjög óhentugt, krefst meiri mannskapar og sífellt þarf að vera að flytja efnin á milli hæða. Auk þess eru þeir sem hafa um- sjón með vinnslunni alveg orðnir fótalausir á þessum sífelldu hlaupum upp og niður. I dag eru allar svona verksmiðjur byggðar á einu gólfi og er það ólikt hentugra." Loðnan kemur af færibandi úr skipunum og inn á snigil, en þar undir eru stórar þrær, sem taka við aflanum. Síðan flytur svo- kallaður ,,tor“ efnið inn i verk- smiðjuna, sem síðan fer I lyftur, sem lyfta því inn í suðukör. Loðn- an er um 20 mfnútur að fara í gegnum þau, en fer síðan í síur og fasta efnið er skilið frá. Fasta efnið fer þá niður á næstu hæð í pressu, sem pressar lýsið úr þvi. Þá kemur út svonefnd pressu- kaka, sem fer í þurrkofna á neðstu hæð, en kemur síðan aftur upp í bökkum og þá sem þurrt mjöl. Eftir þetta er mjölið malað I kvörnum og síðan er þvf blásið eftir rennum út I mjölhús, þar sem það er vigtað og sekkjað. Vatnið og lýsið sem skilið var frá þurra efninu, fer aftur i svokallað lýsishús, þar sem lýsið er skilið frá í skilvindum. Tilgangurinn með þessu öllu er að reyna að ná sem mestri fitu úr mjölinu því eftir því sem það er fituminna, þvi betra geymsluþol hefur það. Hráefnið er jafnvel nýtt enn betur,“ sagði Markús, „því þegar búið er að taka bæði mjölið og lýsið úr og halda mætti að bara væri vatn eftir, er þetta sett í soðstöð og eimaður úr þessu massi, sem mikið mjöl er enn í. Síðan er massinn settur i þurrkara og fer siðan venjulega leið.“ í síldarverksmiðjunni var byrjað að bræða loðnu 1973, en þá hafði engin bræðsla verið frá 1968, þegar sildin hvarf. Loðnu- bræðslan hófst svo í Siglufirði þegar verksmiðjurnar i Vest- mannaeyjum stöðvuðust vegna gossins. Og þó að Vestmannaeyjar hafi byggzt upp að nýju var loðnu- bræðslunni haldið áfram á Siglu- firði, enda næg verkefni. Á leiðinni út i mjölhús spurðum við Markús hvernig reksturinn hefði gengið. „Já, þetta hefur gengið svona upp og ofan,“ sagði hann. „Við höfum átt við ýmsa erfiðleika að striða og þá fyrst og fremst vegna pess að öll tæki verksmiðjunnar eru orðin gömul og úr sér gengin og ekkert fjármagn hefur fengizt til að endurnýja þau. Það má í rauninni teljast kraftaverk að hægt sé að vinna við þær aðstæð- ur og tækjakost, sem við búum við. Það sem af er sumrinu hefur þó gengið vel, hér vinnur fólk allan sólarhringinn á vöktum og sjálfur er ég hlynntur þeirri hug- mynd að byggja verksmiðjuna upp aftur. Mér finnst það mun skynsamlegra en að byggja upp nýja verksmiðju einhvers staðar annars staðar. Við erum hér fyrir miðju Norðurlandi og hingað er stutt að sigla af miðunum og nátt- úrulega hefur staðurinn valizt á sinum tima sem miðstöð síldar- innar vegna hagstæðra skilyrða. Ef sumarloðnuveiðin heldur áfram í sama magni og verið hef- ur og við eigum að geta haldið bræðslu hér áfram, þá er það al- gjört skilyrði að hér verði tæki og annar útbúnaður endurnýjaður, því við 'ráðum hreinlega ekki við þetta með gömlu tækjunum.“ Birna Björnsdóltir og Anton Helgason eru þarna að þvo skilvindudisk- ana f Sfldarverksmiðjunni. fyrr en í febrúar, þannig að þarna myndast dauður timi. Annars hefur verksmiðjan ver- ið I uppgangi síðustu árin og út- koman á siðasta ári var góð og einnig eru afkomuhorfur á þessu ári mjög góðar. A síðustu árum höfum við lagt áherzlu á að bæta afköst vinnslurásar gaffalbitanna og teljum við að nú séu fram- leiðslumöguleikar vinnslurásar- innar fullnýttir og þvi tímabært að huga að nýjum framleiðslu- greinum." — Hvaðan fáið þið hráefnið, sem unnið er úr? „Við höfum hingað til keypt hráefnið frá ýmsum aðilum gegn- um sildarútvegsnefnd. En nú höf- um við hug á að reyna að salta sildarhráefni i haust fyrir fram- leiðsluna næsta ár. Þetta er í rauninni stóra málið hjá okkur i dag, að geta saltað sildina hér í stað þess að þurfa að kaupa hana annars staðar frá. Athuganir sýna að það er hagkvæmt og í augna- blikinu er verið að leita að hentugu húsnæði. Við erum að nokkkru leyti búnir að tryggja báta til veiða og flutnings á hrá- efni en okkur vatnar bæði hús- næði og góð tæki. Langt er orðið síðan saltað var á Siglufirði og því eru'tæki og aðstaða eðlilega úr sér gengin að einhverju leyti, en við vonum að okkur takist að hnýta þessa enda saman." — Þið hafið sem sé ekki aðstöðu til söltunar i þessu húsi? „Nei það höfum við ekki. I fyrsta lagi vegna þess að á söltunartímanum (október) erum við ennþá í framleiðslu gaffalbita þannig að húsnæði er ekki fyrir hendi til söltunar, auk þess, sem við teljum ekki æskilegt að söltun fari fram í sama húsi og vinnsla kryddsíldarafurða. Þetta húsnæði var byggt á árunum 1960—62 og af teikningunni, sem upphaflega var gerð, hefur aðeins helmingur- inn verið byggður. En ef áfram- hald verður á góðri afkomu, geri ég ráð fyrir að kannað verði hvort ekki sé rétt að bæta við húsnæði." Frá Siglufirði. Þessi mynd var tekin í vor og þá var reykurinn ekki farinn að liðast upp úr strompunum. Það gerði hann hins vegar þegar blm. var þar á ferð fyrir skömmu og minnti það óneitanlega á gömlu góðu síldar- árin. LOÐNAN. Við höfnina lágu tvö loðnuskip, nýkomin inn til löndunar. Það voru Svanur RE og Bjarni Ólafs- son AK, sem voru að koma af veiðum undan Norðurlandi. Við hittum skipstjórana að máli og spurðum þá um veiðina og veiði- horfur. „Mér lízt ekki illa á veiðina, ef tíðin er góð“, sagði annar. „Hins vegar er loðnán sem hefur veiðzt hingað til ekki góð, bráðfeit, full af átu og rennur svo til að hún verður eins og vatn i lestunum. Lestarnar verða að vera kúffullar til að hún fari ekki öll i súpu og ef hún ér meira en sólarhrings- gömul verður hún strax slæm Það er mjög bagalegt, því nokkuð erfiðlega hefur gengið að losna við loðnuna og komið hefur fyrir að við höfum þurft að sigla langar leiðir með lítið magn.“ BRÆÐSLAN. Siglósfld framleiðir gaffalbita á eigin vörumerki og hefur skapað atvinnu fyrir unga Siglfirðinga við að Ifma miða á dósirnar. GÓÐIR farþegar. Við erum á leið til Siglufjarðar og áætlaður flugtfmi er ein klukkustund. Eitthvað á þessa leið fðrust honum orð, flugstjðranum hjá Vængjum, sem fluttu blaðamann Mbl. á áfangastað. Flugfélagið Vængir flýgur fjórum sinnum í viku til Siglufjarðar og rætt hefur verið um að fjölga ferðum og fljúga daglega. Það cr þvf engum vandkvæðum bundið að komast til þessa gamla síldarbæjar, a.m.k. ekki að sumri til. Þegar við lentum f Siglufirði var dumbungur og dimmt í lofti og var brunað beinustu leið Siglðsíldar heimsóít. Siglósfld. Hjá Siglósíld tók á móti okkur framkvæmdastjórinn, Egill Thorarensen, og ræddum við hann um reksturinn. „Aðalviðfangsefni okkar er að framleiða niðurlagða gaffalbita,“ sagði hann, „og höfum við orðið að leggja alla áherzlu á þessa framleiðslu vegna stórra samn- inga, sem gerðir hafa verið við Sovétmenn." — Þú talaðir um gaffalbita fyr- ir sovézkan markað. Hvað er að segja um það mál, sem tekið var upp í dagblöðum fyrir skömmu, um gæði þessarar vöru? „Það rétta í því máli er, að ágreiningur hefur verið milli fyrirtækisins og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins um geymslu- þol þessarar vöru. Rannsókna- stofnunin heldur því fram, að var- an á þessu timabili, þ.e. frá 20. marz til 20. maí, hafi ekki haft það geymsluþol sem hún á að hafa. Við viljum hins vegar ekki fallast á þessa skoðun, því frá upphafi höfum við notað sömu inn í bæinn og verksmiðja aðferðir með sömu tækjum við framleiðslu gaffalbitanna og hingað til hefur verksmiðjan ekki fengið kvartanir vegna ónógs geymsluþols, og að okkar mati hefur varan sama geymsluþol og hún hefur haft undanfarin ár. Þegar þetta kom upp, óskuðum við eftir því við Sölustofnun lag- metis að teknar yrðu upp viðræð- ur við Sovétmenn um sölu á um- ræddu magni. Eftir að Sovét- mönnum hafði verið gerð grein fyrir málinu, var gerður sérsamn- ingur um þessa vöru, þar sem þeim var veittur 5% afsláttur. Og þrátt fyrir þennan litla afslátt kom skeyti um hæl þess efnis að þeir vildu vöruna og þetta teljum við sýna að þeir treysta fram- leiðslu okkar eftir margra ára reynslu. Við munum ljúka þessari fram- leiðslu i endaðan október. Það væri æskilegt að geta framleitt fram i nóvember/desember, en samningum við Sovétmenn hefur þurft að ljúka I október. Það er mjög óþægilegt að þurfa að ljúka samningi svona snemma, þvi næsta samningstímabil hefst ekki Þar ræður b j artsýnin ríkjum 1 Siglufirði eru sjálfvirk lönd- unartæki og sáum við loðnuna renna upp úr skipunum, á vigtar með sjálfritara, sem skráir aflann jafnóðum. Akváðum við að fylgja loðnunni eftir og sjá hvernig hún er unnin. Til að skilja betur fram- vindu mála fengum við okkur til leiðsagnar verksmiðjustjórann hjá Sildarverksmiðju ríkisins, Markús Kristinsson. Unnið við gaffalbita hjá Siglósíld. Egill Thorarensen, framkvæmda- stjóri Siglósfldar. mÉ, / , í Markús Kristinsson, verksmíðju- stjóri SR. Hann brosir þrátt fvrir ýmsa erfiðleika og langar vökur undanfarnar vikur. fttgnstMiifrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið Forsetaembættið Dr Kristján Eldjárn var settur inn í embætti forseta lýð- veldisms sl sunnudag og hóf þar með þriðja kjörtimabil sitt, en hanri var fyrst kjörinn forseti 1968 Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætt. i ávarpi, sem forsetinn flutti þjóðinni við þetta tækrfæri. fjallar hann m a um forsetarmbættið sem slíkt, bæði hlutverk þess i stjórnkerfinu, samkvæmt stjórnarskrá lands- ins, og stöðu forsetans i íslenzku samfélagi i víðari skilningi Við þetta tækifæn sagði dr Kristján Eldjárn efmslega að sér segði hugur um að islen/ka þjóðin hefði tekið tryggð við forsetaembættið, vildi hafa slíkan oddvita sem forsetinn er Þar ætti þjóðkjör forsetans ef til vill emhvern þátt i Þegar lýðveldið hafi tekið við af konungdæmi hafi forseta- embættið tekið sitthvað í arf eftir það, sem eðlilegt hafi verið og heilbrigt, en ekki væri orgrannt um að sitthvað fánýtt hafi einnig slæðst með svo sem óþorf virðingartákn Þess verði þó að gæta að form i réttu hófi sé nauðsynlegt i mannlegum samskiptum og þá að sjálfsögðu emnig að þvi er taki til embættis og verkahrings forseta íslands Þá ræddi forseti stórf stjórnarskrárnefndar sem sennilega myndi m a fjalla um, hvern veg gefist hafi þau ákvæði stjórnar- skrár, er lúta að hlut forsetans á liðnum árum Líklega myndi mönnum helzt fmnast forvitnilegt, hvort endurskoðun stjórnar- skrárinnar leiddi til þess að hróflað yrði við þætti forsetans i myndum ríkisstjórna en í þvi efni væri honum ætlað veigamikið hlutverk Forsetmn vitnaði til orða Sveins heitins Björnssonar, fyrsta forseta islenzka lýðveldisins. er hann sagði að Þingvöllum 1 7 júní 1 944, á stofndegi lýðveldisins Hann sagðist lita á starf sitt sem forseta framar ollu sem þjónustu við heill og hag íslenzku þjóðarmnar ,,Ég tek undir þessi orð af heilum hug, ' sagði dr Kristján Eldjarn ,,og á ekki aðra ósk heitari en að vmna það gagn sem ég grt bezt á hverri stund Hér verður ekki fjallað um forsetaembættið i Ijósi stjórnarskrár- innar ne bollalagt um hugsanlegar breytmgar á einstökum þáttum þess Hitt hefur þjóðm kunnað að meta að þeir einstakl- ingar, sem gegnt hafa forsetaembætti á íslandi, hafa yfirleitt kunnað þá list að blanda sarnan reisn og látleysi, með þeim hætti, að tekizt hafa tryggðir milli þjóðar og bjóðhöfðmgja Forsetakosn- mgar kunna á stundum að skipta þjóðinm í striðandi fylkingar, en að þeim loknum stendur þjóðin órofa vörð um forsetaembættið Það er i senn tákn fulíveldis þjóðarmnar og sameiningartákn hennar IVIegi svo áfram verða um langan aldur Hafréttarráðstefnan Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir er fram haldið í New York, er sótt af fulltrúum 1 58 rikja Aætlað er að þessi fundalota standi i 7 vikur Texti þess hafréttarsáttmála. sem fyrir ráðstefnunni liggur nú, er i 397 gremum Sanrkomulag hefur þegar tekizt, í fyrri fiindalotum um 80% greina sáttmálans Þær greinar, sem enn er ósamið um. eru þó taldar erfiðastar og skipta miklu máli Starf fulltiúanna á ráðslefnunni mun aðallega fara fram á lokuðum fundum. þai sem fram fara samnmgaviðræður milli rík'ahópa sem hafa ólikra hagsmuna að gæta Enginn allsherjar- fundui fyrii- ojtnum tjoldum hefur enn verið boðaður Vel getur Svu funð að auka fund eða aðra fundarlotu þurfi til, áður en ..ndaiwij." !yKt.r f.íst með samþykkt nýs hafréttarsáttmála Það er þvi sýnt að íslendmgar gerðu rétt í einhliða útfærslu fiskveiði- l.mdhelgi smnar er hún var færð út í 200 sjómílur Ástand f. .kstofnann.i var með þeim hætti að sú útfærsla þoldi enga bið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.