Morgunblaðið - 05.08.1976, Side 27

Morgunblaðið - 05.08.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ. I'IMMTl'DAOUR 5. AC.UST 1976 27 UMSS vann 3. deildar keppnina á Blönduósi BIKARKEPPNI Frjálsfþrótta- sambands Islands. 3. deild fór fram á Blönduósi 24. júlf s.l. Rétt til þátttöku f keppni þessari eiga öll jið sem ekki hafa keppnisrétt í 1. eða 2. deild frjálsra fþrótta. Alls kepptu sex lið á Blönduósi. en þau voru þó ekki öll fullskip- uð. Veður var hið ákjósanlegasta á Blönduósi er keppnin fór fram, en hins vegar er ástand hlaupa- brauta á Blönduósvellinum lélegt og einnig atrennubrautir fyrir langstökk og þrístökk, og spilltu þessar aðstæður árangri kepp- enda í viðkomandi greinum. Sigurvegari í stigakeppninni varð UMSS — Ungmennasam- band Skagafjarðar, og öðlast Skagfirðingar þar með keppnis- rétt í 2. deild að ári og koma þar í stað Borgfirðinga, er féllu í 3. deild. Skagfirðingarnir hlutu alls 97 stig í keppninni á Blönduósi. Ungmennasamband Vestur- Skaftafellssýslu varð í öðru sæti með 74 stig, Austur-Húnvetningar (USAH) í þriðja sæti með 69 stig, KA frá Akureyri í fjórða sæti með 63,5 stig, Vestur-Húnvetningar (USVH) hlutu 57,5 stig og Strandamenn, (HSS) ráku lestina með aðeins 14 stig. Úrslit í einstökum greinum á Blönduósi urðu þessi: 100 METRA HLAUP: Sigríður Kjartansdóttir. KA 13.0 Ingibjörg Guðjónsdóttir. UMSS 13.8 Svanborg Einarsdóttir. USVH 14.1 Guðrún Berndsen, USAH 14.2 Sólborg Steindórsdóttir. USVS 14.8 800 METRA HLAUP: Lilja Steingrímsdóttir. USVS 2:36.6 Ingibjörg Guðjónsdóttir. UMSS 2:40.1 Ásta Asmundsdóttir, KA 2:42.9 Jóhanna Jónsdóttir, USVH 2:46.4 Brvnja Hauksdóttir. USAH 2:48.9 HÁSTÖKK: Sigurlína Gfsladóttir. UMSS L40 Jóhanna Steingrímsdóttir. USVS 1.40 Guðrún Berndsen, USAH L35 Svandís Þóroddsdóttir. KA L55 Svanborg Einarsdóttir. USVH L30 LANGSTÖKK: Sigurlína Gísladóttir. UMSS 4.71 Hrafnhildur Ingimarsdóttir, LTSVS 4.29 Sigríður Kjartansdóttir. KA 4.23 Svanborg Einarsdóttir, USVH 4.23 Guðrún Berndsen, USAH 4.15 KtlLUVARP: Þórdís Friðbjörnsdóttir, UMSS 9.00 Kolbrún Hauksdóttir. USAH 8.38 Jóhanna Einarsdóttir. USVH 7.99 Lilja Steingrímsdóttir. USVS 7.30 Sigríður Kjartansdóttir. KA 6.76 KRINGLUKAST: Kolbrún Hauksdóttir. USAH 28.07 Þórdís Friðbjörnsdóttir. UMSS 27,66 Jóhanna Einarsdóttir. USVH 21.87 Lilja Steingrímsdóttir. USVS 19.65 SPJÓTKAST: Sólveig Gunnarsdóttir. USAH 27.64 Hrafnhildur Ingimarsdóttir. USVS 22.02 Valdís Hallgrímsdóttir. KA 21.84 Sigurlína Gfsladóttir. L'MSS 21.60 Jóhanna Einarsdóttir. USVH 18.74 4x100 METRA BOÐHLAl P: Sveit UMSS 55.8 Sveit KA 56.1 Sveit USAH 57.8 Sveit USVS 60.0 SveitUSVH 61.0 KARLAR: 100 METRA HLAUP: Sigurgísli Ingimarsson. LTSVS 12.2 Jóhannes Ottósson. LTMSS 12.3 Baldvin Stefánsson. KA 12.3 Guðmundur Jensson. LTSVH 12.3 Jóhannes Sigurbjörnsson. L'SAH 12.3 400 METRA HLAUP: Þorvaldur Þórsson. LTMSS 54.0 Sigurgísli Ingimarsson. LTSVS 54.6 Ingibergur Guðmundsson. L'SAH 56,8 Kristján Tryggvason. KA 58.7 Þorsteinn Jensson. LTSVH 60.1 1500 METRA HLAUP: Þórarinn Magnússon. L'MSS 4:20.3 Steindór Tryggvason. KA 4:20.9 Vigfús Helgason. LTSVS 4:21,0 Björn Gunnþórsson. LTSVH 4:31.6 Kristinn Guðmundsson. L’SAH 4:59.4 5000 METRA HLAUP: Steindór Helgason. KA 17:17.4 Guðni Einarsson. USVS 18:07.5 Óskar Guðmundsson. LISAH 18:28.4 Gunnar Snorrason (gestur) 16.58.7 IlASTÖKK: Þorsteinn Þórsson. L'MSS 1.80 Þórður D. Njálsson. USAH 1.80 Pétur Pétursson. HSS 1.70 Sigurgfsli Ingimarsson. LTSVS 1.65 Baldvin Stefánsson, KA 1.55 ÞRlSTÖKK: Jóhann Pétursson, LTMSS 12,67 Pétur Pétursson, LTMSS 12.60 Bjarni Guðmundsson. USVH 12.52 Karl Lúðvíksson. USAH 11.72 Einar Magnússon. LTSVS 11.46 Kristján Tryggvason. KA 10.51 LANGSTÖKK: Jóhann Pétursson. UMSS 6.26 Pétur Pétursson. HSS 6.08 Bjarni Guðmundsson, LTSVH 5.97 Ingibergur Guðmundsson, USAH 5.64 Einar Magnússon, USVS 5,41 Hjörtur Gíslason. KA 4.65 KULUVARP: Páll Dagbjartsson. L’MSS 13.60 Þórarinn Tv rfingsson, lTSVH 11.25 Sveinn Ingólfsson. USAH 10.87 Pálmi Sveinsson, LTSVS 10.87 Kristján Falsson. KA 9.30 Guðni Halldórsson (gestur) 17.13 KRINGLUKAST: Páll Daghjartsson, l’MSS 40.12 Þórarinn T> rfingsson. USVH 36,08 Pálmi Sveinsson, LTSVS 32.28 Ingibergur Guðmundsson. USAH 28.28 Kristján Falsson. KA 26.75 SPJÓTKAST: Baldvin Stefánsson. KA 49.87 Bjarni Guðmundsson. USVH 46.75 Jón Jósefsson, USAH 44.18 Jón Júlíusson. USVS 42.71 Þorsteinn Þórsson. l’MSS 41.35 1000 METRA BOÐHLAUP: SveitUMSS 2:11.7 SveitUSVS 2:12.0 SveitKA 2:15.3 SveitUSAH 2:18.3 Sveit L’SVH 2:18.9 Strákamóti í Vestmannaeyjum lauk með sigri Gladsaxe t SÍÐUSTU viku fór fram í Vestmannaeyjum knatt- spyrnumót í íilefni 30 ára afmælis ÍBV. Fjögur lið tóku þátt í mótinu, skipuð leikmönnum 14—16 ára. Voru þau frá Gladsaxe f Danmörku, Torslanda í Gautaborg í Svíþjóð og heimaliðin, Þór og Týr. Úrslit leikja uðru þessi: Þór — Torslanda 5—0 Týr — Gladsaxe 0—3 Týr — Torslanda 3—0 Þór — Gladsaxe 2—2 Gldadsaxe — Torslanda 8—0 Þór — Týr 1—1 Það voru því dönsku piltarnir frá Gladsaxe sem hrósuðu sigri í mótslok, hlutu 5 stig, Þór hlaut 4 stig, Týr 3 stig og sænsku piltarn- ir ráku lestina, hlutu ekkert stig. Keppt var um vandaðan bikar og auk þess hlutu leikmenn sigur- liðsins fallega verðlaunapeninga i barminn. Sigur dönsku piltanna var verðskuldaður, lið þeirra lék beztu knattspyrnuna. Mikill spenningur var þegar síðasti leik- ur mótsins fór fram, milli heima- liðanna Týs og Þórs, en með sigri í þeim leik hefðu Þórsararnir fengið aukaleik við Danina. Það voru hins vegar Týrararnir sem skoruðu fyrsta markið og ekki fyrir en örfáum mínútum fyrir leikslok að Þór jafnaði metin. Mikil gleði braust út hjá dönsku leikmönnunum þegar leiknum lauk. Þeir ruku inn á völlinn og föðmuðu Týs-strákana að sér, enda ef til vill ekki nema von, þar sem þeir höfu unnið mótið fyrir Gladsaxe. Torslanda var einnig með 4. flokk í Eyjaferð sinni og lék liðið við Þór og Tý. SvíarnJr unnu Þór 3—2 en töpuðu 0—6 fyrir Tý. —hkj. Sovézka íþróttafólkið var greinilega hió ána-gðasta með móttökurnai sem pað lékk í I.attgarclalsholl inni í fyrrakvöld. Auðveldara að skilja einkunna- gjöf dómaranna á OL í Montreal - eftir að hafa litið sovézka fimleikafólkið eigin augum SENNILEGA hefur fþróttafólki aldrei verið fagnað jafn innilega hérlendis og sovézku fimleika- stjörnunum er þær luku sýningu sinni f Laugardalshöllinni ( fyrra- kvöld. Til þakklætis áhorfenda höfðu þær lfka unnið. Ómögulegt er að lýsa með orðum þeirri frá- bæru fimi og tækni sem fólk þetta hafði yfir að ráða, en nú skilur maður betur en áður hvernig á þvf stóð að dómararnir á Ólympíuleikunum í Montreal gáfu þessu fólki frá 9.5—10.0 f einkunn fyrir æfingar sfnar á Ólympíuleikunum. Það eina sem skyggði á sýning- una í fyrrakvöld var að helzta stjarna sovézka fimleikafólksins, Nelli Kim, sú er hlaut þrenn gull- verðlaun i Montreal, var lasin og gat því ekki sýnt æfingu þá sem henni var gefin einkunnin 10 fyr- ir í Montreal, þ.e. æfingar á gólfi. Maria litla Filatova bætti fólki þó þetta upp með skemmtilegum dansi sínum og tilþrifamiklum stökkum. Sovézku piltarnir sem sýndu í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld gáfu stúlkunum ekkert eftir, þótt fyrirfram væri búizt við því að þær myndu „stela senunni". Hæfni þessara pilta var í einu orði sagt stórkostleg, og erfitt er að ímynda sér að til séu betri fimleikamenn, þótt svo muni vera raunin. Atriði það er Krysin sýndi, er hann fór þrefalt heljar- stökk af svifránni verður senni- lega flestum sem á horfðu ógleymanlegt. En ekki fer hjá því þegar fylgst er með þessu stórkostlega íþrótta- fó4ki að manni verða hugsað til þess sem að baki býr, og hvernig á því geti staðið að 14 ára unglingur geti leikið slíkar listir. Sagt er að sirkusfólk fari að æfa börn sín jafnvel áður en þau eru farin að ganga til þess að þau geti siðar unnið fyrir sér í faginu. og varla er vafi á því að það fólk sem sýndi listir sínar í Laugardalshöllinni hefur búið við eitthvað svipað. Er þá komið að spurningunni hvað er íþróttamennska og hvað er sirkuslíf. En jafn fallegar og hríf- andi eru Hreyfingar þessa fólks. tækni og geta. hvert sem svarið verður við nefndri spurningu. — stjl. Turnnni Flestum myndi reynast erfitt að ganga á jafnvægisslánni. hvað þá aö leika svitna listir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.