Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. AOUST 1976 13 FLÓÐBYLGJA — Mynd þessi er af þjóðveginum í klettagjánni í Coloradoríki í Bandaríkjunuin, þar sem flóðbylgja varð fjölda manns að bana á sunnudag. í gær höfðu 80 lík fundizt á flóðasvæðinu,og óttazt að dánartalan færi yfir 100. Blaðakóng- ur látinn London, 4. ágúst — Reuter. BLAÐAKÓNGURINN Thom- son lávarður af Fleet, sem fæddur var I Kanada og byggði upp stærsta blaðahring heims, lézt ( dag f sjúkrahúsi í London, 82 ára að aldri. Hann hafði ver- ið sjúklingur í mánuð, og verð- ur grafinn í fæðingarborg sinni, Toronto í Kanada. Thom- son lét lítið að sér kveða fvrr en á efri árum, enda sagði hann eitt sinn sjálfur: „Mér hafði lftt miðað áfram þegar ég varð fimmtugur. Mér áskotnaðist meira fé á aldrinum 65—70 ára en á fyrstu 65 árunum." Thomson lávarður, eða Roy Herbert Thomson, eins og hann hét þá, var sölumaður í Kanada áratuginn fyrir heimsstyrjöld: ina síðari, og græddist honum þá nokkurt fé. Keypti hann þar ýms dreifbýlisblöð, en árið 1953 fluttist hann yfir Atlantshafið til Englands og lagði þar undir sig blaðagötuna míklu, Fleet Street. Hann keypti einnig upp blöð víða um heim, sem voru í fjárhagserfiðleikum, og tókst að gera flest þeirra arðbær. Thomson blaðaveldið á nú alls 148 dagblöð og 138 tímarit i Bretlandi, Kanada, Bandaríkj- unum, Afríku, Ástralíu og Vest- ur-Indium. Af öllum þessum blöðum þótti Thomson lávarði mestur fengur í því þegar hann Grænlendinear vilja sjálfstæði Godtháb, Grænlandi, 3. ágúst — Reuter HELZTA fréttablað Grænlands, vikuritið Atuagagdliutit, sem á dönsku nefnist Grönlandsposten, segir f harðorðri ritstjórnargrein að ungir Grænlendingar geti ekki lengur sætt sig við dönsk yfirráð f landinu. „Við höfum búið við ný- lendustjórn undanfarin 250 ár,“ segir blaðið. „Nú verðum við sjálfir að taka við stjórninni. Við verðum að eyða þeim öflum, sem hafa mergsogið grænlenzku þjóð- ina, og mynda byltingarráð skip- að fulltrúum frelsissamtaka til að losa okkur undan þessu erlenda oki,“ segir f ritstjórnargreininni. Blaðið hvetur til þess að dönsk löggjöf verði úr gildi numin, en f hennar stað komi heimasamin lög og algjör endurskipan þjóðfélags- ins. Grænland var dönsk nýlenda frá árinu 1380 til 1953, þegar landið varð hluti danska konungs- ríkisins, og eru íbúarnir nú um 50 þúsund. í ritstjórnargreininni er einnig rætt um fyrirhugaða olíu- og málmvinnslu á Grænlandi, en sér- fræðingar telja að hvort tveggja sé þar að finna í miklu magni þótt vinnslan geti orðið kostnaðarsöm. „Vinnsla oliu og málmgrýtis mun valda því að Grænlendingar verða minnihlutaþjóð i landi sinu, kúg- uð þjóð, sem hefur engan ráðstöf- unarrétt yfir auðæfum landsins," segir blaðið. Verið er að leita olfu út af vest- urströnd Grænlands, og er búizt við að fyrstu boruninni ljúki nú í vikunni. Telja sérfróðir að mikið sé um olíu á þessum slóðum. Einnig er vitað að á Grænlandi er mikið um úranium og eitthvað af kolum. Danska rikisstjórnin hefur heit- ið því að veita Grænlandi ein- hverskonar heimastjórn innan fjögurra ára, þótt ekki telji Danir Grænlendinga færa um að fá al- gjört sjálfstæði. Fyrr í vikunni sagði Holger Hansen Grænlands- málaráðherra að það væri stjórn- málalega rangt að halda að þjóð- félag á borð við Grænland gæti óstutt annast stjórn sinna mála. „En ef meirihluti íbúa Grænlands vildi sjálfsstjórn, hlytum við (Danir) að vera reiðubúnir að veita þeim sjálfræði,1' sagði ráð- herrann. eignáðist blaðið The Times í London árið 1966. Kenneth Thomson, sonur lá- varðarins, tekur nú við stjórn fyrirtækjanna, og við lávarðs- nafnbótinni. Kenneth er 52 ára og hefur verið hægri hönd föð- ur sins í aldarfjórðung. Alþjóðahafréttarráðstefnan: Thomson lávarður af Fleet. an hluta okkar í þessari auðæfaút- hlutun. „Benti hann á að saman- lögð stærð allrar 200 mílna efna- hagslögsögu út frá ströndunum væri svipuð og allt landsvæði jarðar. „Samkvæmt fyrri alþjóða- lögum gátum við fiskað hvar sem var utan þriggja mílna land- helgi," sagði hann. „Nú erum við að tapa þessum rétti, og ókkur finnst við ættum að fá einhverjar uppbætur." Mikil ólga 1 Soweto Jóhannesarborg, S-Afríku, 4. ágúst — Reuter HVtT stúlka, sem er blaðamaður f Jóhannesarborg, komst í dag inn f blökkumannahverfið Soweto f fylgd með svörtum blaðamanni með þvf að lita andlit sitt og setja upp hárkollu. Hún kom skömmu sfðar akandi út úr hverfinu og höfðu þá rúður bifreiðar hennar verið brotnar. Sagði stúlkan að þetta hefði verið ógnvekjandi heimsókn, og neitaði að láta nafns sfns getið. Annar hvítur blaðamaður komst inn í hverfið i fylgd með ljósmyndara sem er kynblending- ur. Ljósmyndarinn Solly Lief- man, skýrði svo frá eftir á að tvisvar hefði bifreið hans verið stöðvuð svo að hann komst hvorki áfram né aftur á bak. Reyndi fjöldi blökkumanna að opna dyr bifreiðarinnar, en þegar það ekki tókst rugguðu þeir bifreiðinni-og hoppuðu á baki hennar. „Sem bet- ur fór var hópur lögreglumanna ekki langt undan, og ruddi hann bifreiðinni leið út úr mannfjöld- anum." Mikil ógla hefur rikt í Soweto- frá því uppþotin urðu þar i júní, en þá voru 176 manns drepnir og um 1.100 særðust. Segir lögreglan að svo virðist sem mótmælaað- gerðir blökkumanna séu nú betur skipulagðar en áður. Agreiningur er um nýtingu efna- hagslögsögunnar Sameinuðu þjóðirnar, New York, 4. ágúst — AP, Reuter. DR. Jorge Castaneda, aðalfulltrúi Mexfkó á Alþjóða hafréttarráð- stefnunni f New York, sagði á fundi með fréttamönnum þar f borg á þriðjudagskvöld að ef ekki næðist samkomulag milii strand- rfkja annarsvegar og afskiptra og landluktra rfkja hinsvegar um nýtingu auðlinda innan 200 mflna efnahagslögsögunnar, væri engin von um að unnt reyndist að ganga frá endanlegum samningum á ráðstefnunni. Nýting auðlindanna innan efna- hagslögsögunnar hefur verið deiluepli þessara tveggja ríkja- hópa allt frá því fyrstu fundir hafréttarráðstefnunnar voru haldnir fyrir 2!ó ári, þvi innan 200 milnanna eru auðugustu fiskimið og auðlindir hafsins, sem vitað er um. Castaneda, sem er formaður nefndar þeirrar, sem fulltrúar strandrikjanna skipa, sagði að nefndin hefði boðið fulltrúum landluktra og afskiptra rikja að hefja nú þegar viðræður til að leita lausnar á deilunni. Talsmaður landluktu og af- skiptu ríkjanna er Karl Wolf, aðalfulltrúi Austurríkis. Fagnaði hann þeim ummælum Castaneda að viðræður skyldu fara fram milli rikjahópanna. Neitaði Wolf því að umbjóðendur hans ætluðu að beita hörku til að ná markmiði sínu, en sagði: „Það eina sem við erum aó gera er að fá sanngjarn- ERLENT Höll Francos gerð að safni — Reuter. Madrid, 4. ágúst RARDO-höllin, sem var þjóðhöfðingjabústaður Franeos einvalds um 35 ára skeið, var í dag opnuð almenningi. Þar er nú safn, sem hefur að geyma dýrmæt veggtjöld auk ein- kennisbúninga. Höllin stendur í viðáttu- miklum garði vestan viö Madrid, og var áður veiði- skáli, sem Spánarkonungar notuðu frá því á 16. öld. Athyglisverðustu sýning- argripirnir í þessu nýja safni eru móttökusalir, sem þaktir eru frönskum 18. aldar veggteppum, og svo fábrotin álman, sem Franco heitinn bjó í, en þar eru einu skreytingarnar gömul einkennisföt, og ljósmyndir af Franco. Ekkja Francos gaf þjóð- inni Pardo-höllina í nóv- ember í fyrra, en Juan Carlos konungur býr í Zar- zuela-höllinni, sem er þar skammt frá. Enn deilt um stöðu Berlínar Vestur-Berlín, 4. ágúst — Reuter. TALSMENN Bretlands, Frakklands og Bandarikj- anna hafa gefið i skyn að Vestur-Berlín haldi áfram að eiga fulltrúa á Evrópu- þinginu eftir að þingið verður skipað fulltrúum kosnum í almennum kosn- ingum. Var frá þessu skýrt í dag eftir að fulltrúar Sov- étríkjanna lýstu því yfir í gær að þátttaka Vestur- Berlínar í kosningum til Evrópuþingsins væri „gróft brot“ á fjórvelda- samkomulaginu um borg- ina frá árinu 1971. Talsmaður Vesturveld- anna þriggja sagði i dag að verið væri að kanna yfir- lýsingu Sovétrikjanna, og yrði henni svarað formlega síðar. í yfirlýsingu Sovétríkj- anna segir að Vesturveldin þrjú beri fulla ábyrgð á þvi ef Berlinarmálið leiðir til árekstra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.