Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 17
MORCiUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAOUR 5. AC’.UST 1976 17 — A flakki Framhald af bls. 3 helzt fara. Einnig hefði bærinn greitt reikninga fólksins á hótel- inu. — Þetta fólk kom hingað frá Akureyri, sagði Bjarni Þór Jóns- son, en þar mun það hafa hlaupið i burtu frá hótelreikningum upp á um 20 þúsund krónur. Hafði það hringt hingað og falazt eftir vinnu. Var fólkinu tjáð að næg væri vinnan, en hins vegar erfitt að fá húsnæði. Hingað kom það samt sem áður með búslóð sína og tók hluta af henni með sér þegar við sendum fólkið til Vestmanna- eyja, en þar hafði húsbóndinn dvalizt og sagði okkur að þangað vildi hann fara, þar væri gott að vera. Ég man að meðal þess sem þau tóku með sér voru kanarífugl- ar, en það sem eftir var af búslóð- inni sendum við samkvæmt hans ósk sjdleiðis til Vestmannaeyja, sagði Bjarni. Ekki hafði fólkið lengi dvalið í Vestmannaeyjum er börnin, sem eru 11, 12 og 13 ára, voru tekin í búðum þar sem þau voru að stela í matinn samkvæmt ósk foreldr- anna. Inn á hótelið höfðu þau ekki fengið að fara þar sem fólkið var þekkt af allt öðru en góðu. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyj- um voru ekki hrifin af þessum gestum og sendu fólkið á kostnað bæjarfélagsins þaðan eftir aðeins sólarhringsdvöl þar. I Reykjavík mun fólkið ekki hafa stanzað lengi en haldið áfram flakki sínu um landið. — Unnið til . . . Framhald af bls. 3 Sigurjón Júlíusson, 12 ára, sem sagðist vinna í stíu. Þeir voru hinir hressustu yfir komu tog- aranna tveggja, þar sem það myndi þýða góðar tekjur fyrir þessa viku. Fyrir síðustu viku höfðu þeir haft um 17 þúsund krónur hvor. Takmark þeirra var að verða vel ríkir áður en skólinn byrjaði. í saltfiskverkun Rafns hf. stjórnaði Jóhann Þorkelsson af mikilli röggsemi. Honum fannst frekar lítið hafa verið að gera frá því í vor, en öll vinna við 'saltfiskverkun hjá þeim ylti alveg á togurunum. Undir hans stjórn unnu 14 manns í gær en í sumar hafa þeir stundum ekki verið fleiri en 3. Jón á vigtinni sagði okkur að þeir Guðmundur Jónsson GK og Erlingur GK hefðu samtals verið með um 200 tonn af fiski, mest þorski. Hann sagði að mið- að við fyrri sumur væri aflinn það sem af er svipaður því sem gerzt hefði undanfarin ár, en þó hefði humaraflinn verið frekar tregur. Að sögn Jóns eru um 40 bátar af öllum stærðum gerðir út frá Sandgerði en slæm hafnarskilyrði stæðu allri útgerð þarna mjög fyrir þrif- um. Furðaði hann sig á að bryggjubætur hefðu sama og engar verið í um 20 ár. Skjól- garðar hefðu að vísu verið gerð- ir og verið viðlegu í höfninni til bóta, en þó vantaði stærra og betra bryggjupláss, ef útgerð ætti að vaxa. Tillögur um nýjar bryggjur taldi hann vera í vændum, en þó liðu mörg ár áður en þær kæmu i brúkið. AÁ/Ijósm. Brynjólfur. — Ekki vandamál Framhald af bls. 28 sprautu-eiturlyfjaneytendur. Eit- urlyfin sem berast til Hafnar eftir nokkrum mismunandi leiðum skirrast söluaðilar ekki við að beita öllum ráðum til að klekkja hver á öðrum. Fyrir skömmu lézt t.d. einn eiturlyfjaneytandi vegna þess að banvænu eitri hafði verið blandað í stóran skammt af LSD. Margir voru fluttir á sjúkrahús. Söluaðilar komu þeirri sögu á kreik að pakistanskir sölumenn í Höfn hefðu selt þessi banvænu eiturlyf og þetta var gert til þess að veikja traust Pakistananna hjá eiturlyfjaneytendum, en Paki- stanarnir munu nýkomnir inn á markaðinn þarna. Þá er mikið um að ýmsum hættulegum efnum sé bætt inn í eiturlyfin og með auk- inni gæzlu lögreglunnar hafa þau jafnframt hækkað mikið í verði. Þá er talsvert uni það að eitur- lyfjasalar myrði hver annan og hefur slíkt farið vaxandi á síðustu árum. — Hvammstangi Framhald af bls. 3 reisa í sameiningu nýja bensín- stöð. Þá hafa allmargir vörubílstjór- ar héðan atvinnu hjá Vegagerð- inni, sem vinnur að endurbygg- ingu og nýbyggingu vega í sýsl- unni, mest í Hrútafirði og Viðidal. Miðast framkvæmdir vegagerðar- innar fyrst og fremst við það að leggja snjóléttari vegi og losa menn við aurbleytuna á vorin. Af þessu má sjá að hér er mikið um að vera, mér liggur við að segja ótrúlega mikið, I ekki stærri bæ, en hér búa um 400 manns. — Karl. — Þrumuveður Framhald af bls. 2 gamla menn I morgun, sagði Ólaf- ur, þegar Mbl. hringdi til hans í gær, og það sögðu allir að þrumu- veður væri mjög sjaldgæft á þess- um slóðum. Þetta var nú heldur ekkert smáræði, gauragangurinn var slíkur í fjöllunum að maður hélt að þau væru að hrynja, eld- ingar lýstu upp kaupstaðinn og rigningin var eins og hellt væri úr fötu. Ekki var Ólafi kunnugt um skemmdir á mannvirkjum, en ein- hver brögð voru að því að eldingu lysti niður í rafmagns- og síma- staura, og varð af þeim sökum rafmagns- og símasambandslaust. Tvær 20—25 metra breiðar aur- skriður féllu á Hnífsdalsveg og varð hann ófær fram eftir degi í gær og ennfremur féll skriða á Óshlíðarveg, frá ísafirði til Bol- ungarvíkur og lokaði honum part úr degi. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings voru það kuldaskilin sem gengu ýfir landið sem ollu þessum ósköpum og sagði hann að á gervitunglamynd- um mætti sjá, að þetta hefði verið hinn mesti skýjabakki. — Jarðhitadeild Framhald af bls. 28 sýslu, Friðjóni Þórðarsyni bréf í júní 1975, og óskað eftir það að sýslunefnd beitti sér fyrir jarð- hitaleit á norðanverðu Snæfells- nesi. Friðjón flutti þingsályktun- artillögu um þetta á Alþingi og í framhaldi af þessu hefði verið ráðist i borun 50 metra tilrauna- holu nálægt Grundarfirði. Árang- urinn kom í ljós nú í vikunni og lofar hann mjög góðu eins og fyrr segir. Sagði Arni að jarðfræðing- ar Orkustofnunar sæu ekki ástæðu til frekari tilraunaborana, heldur væri óhætt að bora næst vinnsluholu. „Ég var einmitt að ganga frá bréfi í dag,“ sagði Árni Emilsson, „sem ég ætla að senda öllum þing- mönnum kjördæmisins, þar sem óskað verður eftir því að þeir beiti sér af öllum mætti fyr’ir því að byrjað verði að bora vinnslu- holur sem allra fyrst. Það á að vera nægilegt fyrir okkur að bora 1500 metra holu, svo við þurfum líklega ekki að fá stærstu borana. Þessar fréttir gefa okkur vissu- lega góðar vonir um að við fáum nægilega mikið af heitu vatni og þær breyta miklu, t.d. öllum rekstrargrundvelli nýju sund- laugarinnar, sem við tökum í notkun einhvern næstu daga,“ sagði Árni að lokum. — Súluhlaup Framhald af bls. 28 f fyrrinótt, en er hann kom austur i gærmorgun var farið að sjatna í ánni. Sagði Helgi að það væri mat Sigurjóns að þegar hlaupið var í hámarki í fyrrinótt hefði það verið meira en 1973, sem þýðir að vatnsrennslið hefur verið nokkuð á þriðja þúsund sekúndulítra. Að sögn Helga þá virðast varnargarðarnir við ána hafa staðið sig með prýði í þessu hlaupi, en þó verður ekki hægt að rannsaka það vel, fyrr en sjatnað hefur meira í ánni. Brúin yfir Súlu og Núpsvötn er 400 metra löng. Sem kunnugt er er gert ráð fyrir að varnar- garðarnir við brúna geti gefið sig í stórflóðum, en sjálf brúin á að standa, en þannig eru öll mann- virkin á Skeiðarársandi byggð. Þetta flóð í Súlu, sem er það stærsta frá því, að vegurinn yfir sandinn var tekinn I notkun, bendir því til þess að mannvirkja- gerðin hafi tekizt vel á þessum stað. Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu? jBgaai Bl I ■!■) i"i°i u u PHILIPS Svar: Tæknileg fullkomnun ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA M.A.; 1) í dag eru ekki fáanleg tæki með betri litmyndagæðum en „PHILIPS" (Danskt tæknitímarit, október 1975). 2) „Litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps- tækja). AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ: 1) 2) Algjörlega (þolir 165 breytist). Fullkomin ónæm fyrir spennubreytingum — 260 volt án þess að myndin varahlutaþjónusta og BEST menntuðu viðgerðarmenn hér á landi. 3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti. 4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)- auðveldar viðhald. PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram- tiðina, því að við þau má tengja myndsegul- bandstæki, VCR (Fáanleg I dag) og myndplötu- spilara, VPL (kemur á markað 1977). Hvor- tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar. SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum við tæki tengt myndsegulbandstæki). PHILIPS MYNDGÆÐI EÐLILEGUSTU LITIRNIR PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI heimilistæki sf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.