Morgunblaðið - 15.08.1976, Page 1
48 SIÐUR
178. tbl. 63. árg.
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Dularfullum sjúkdómstilfellum fjölffar:
Harrisburg, Pennsylvaníu —
Flórfda — 14. ágúst — Reuter AP.
TVEIR menn tóku nýlega þátt f
ráðstefnu kaþólikka, sem haldin
var í Fíladelffu og hafa þeir nú
tekió veiki, sem Ifkist mjög
þeirri, sem lagði 27 manns að
velli, eftir fund fyrrverandi her-
manna í sömu borg f síðasta mán-
uði. Þeir, sem nú hafa veikzt,
bjuggu f sama hóteli og fundur
hermannanna var haldinn í.
Handtökur í
Suður-Afríku
Jóhannesarborg, 14. ágúst. Reuter. AP.
AÐ MINNSTA kosti 50 leiðtogar
blökkumanna f Suður-Afrfku
voru handteknir í helztu borgum
landsins f nótt samkvæmt áreið-
anlegum heimildum.
Ein þeirra sem var handtekin
var frú Winnie Mandela, eigin-
kona blökkumannaleiðtogans
Nelson Mandela sem hefur verið
kallaður „Rauða akurliljan“.
Handtökurnar koma á óvart þar
sem hinir handteknu eru forystu-
menn f samtökum sem stjórnvöld
hafa reynt að hafa gott samband
við f von um aðstoð frá þeim til að
róa æsta blökkumenn.
Kyrrð er komin á í bæjum
blökkumanna umhverfis Höfða-
borg eftir óeirðir sem hafa kostað
29 manns lífið samkvæmt opin-
berum tölum en mikil ólga er
undir niðri. Rúmlega 200 manns
hafa beðið bana f óeirðum blökku-
manna sfðan þær hófust fyrir
tveimur mánuðum í Soweto.
Frú Mandela er íhrifamikil í
foreldrasamtökum blökkumanna
sem hafa reynt að stilla til friðar í
Soweto. Maður hennar hefur af-
plánað 14 ár af lffstiðardómi sem
hann hlaut fyrir samsæri um bylt-
ingu og skemmdarverk. Hún bjó
við skert ferðafrelsi f 13 ár og
fékk ekki að tala við blaðamenn.
Hún fékk fullt frelsi í fyrra.
Meðal þeirra sem hafa verið
handteknir í Soweto eru kaþólsk-
ur prestur, Smangaliso
Mkhatshwa, fyrrverandi féiagi i
Afríska þjóðarráðinu (ANC),
Framhald á bls. 2.
Styrkir þetta grunsemdir um, að
orsökin geti verið eitrun í and-
rúmslofti, þótt ekki sé staðfest, að
hér sé um sama sjúkdóm að ræða.
Þá hefur komið upp dularfullur
sjúkdómur á hjúkrunarheimili á
Boynton-strönd á Flórída. Þrír
sjúklingar hafa þegar látizt og
tuttugu liggja þungt haldnir. Ein-
kennin eru hár sótthiti og eymsli í
hálsi, en heilbrigðisyfirvöld vilja
ekki fullyrða að svo stöddu hvort
hér er um sama sjúkdóm að ræða
og upp kom í Fíladelfíu, en úti-
loka þó ekki, að svo kunni að vera.
Hjúkrunárheimilið hefur verið í
einangrun síðan á föstudaginn
var, og verður það þar til úr því
fæst skorið hvort sjúkdómurinn á
rætur sínar að rekja til eitrunar,
eða hvort veira eða sóttkveikja
veldur honum.
Tveir starfsmenn klæddir hvftum hlífðarfötum í svissnesku verksmiðjunni Iemesa
sem eitur lak úr í Seveso á italfu og mengaði nálæg svæði.
Nýir bardagar í aðsigi í Líbanon:
Hægri menn vilja friðarsamn-
inga, en vinstri menn ekki
Beirút — 14. ágúst — Reuter
PIERRE Gemayel, leiðtogi hægri
manna f Lfbanon, hefur óskað eft-
ir því að fulltrúar kristinna
manna og múhameðstrúarmanna
hefji friðarviðræður til að binda
enda á borgarastyrjöldina, sem
staðið hefur f 16 mánuði. Sfðustu
fregnir herma þó, að leiðtogar
vinstri manna segi, að eftir fall
Tel Al-Zaatar séu slfkar viðræður
útilokaðar, og verður þess nú
greinilega vart, að strfðsaðilar
eru að búa sig undir nýja bar-
daga.
Haft var eftir Pierre Gemayel,
að f friðarviðræðum ættu leiðtog-
ar múhameðstrúarmanna að sitja
öðrum megin við samningaborð,
nema ætlun vinstri manna væri
að láta forystuna i hendur hinni
alþjóðlegu vinstri hreyfingu.
Um það leyti, sem flóttamanna-
búðirnar Tel Al-Zaatar féllu í
hendur hægri manna s.l. fimmtu-
dag, lýstu Palestínuarabar og
libanskir vinstri menn því yfir, að
viðbrögð þeirra við falli búðanna
yrðu grimmileg. Þeir hafa síðan
sagt, að lið hægri manna hafi
framið striðsglæpi i búðunum eft-
ir fall þeirra, og hafi 60 hjúkrun-
arkonur m.a. verið myrtar. Tveir
palestínskir læknar hafa sagt, að
10 karlar og um 50 hjúkrunarkon-
ur hafi verið handtekin og
skömmu siðar hefði heyrzt mikil
skothrið og vein. Læknarnir
segja, að um 2 þúsund manns i
búðunum hafi fallið og um 3 þús-
und særzt meðan á umsátrinu
stóð.
Framhald á bls. 2.
Ford ekki enn viss um
að hljóta tílnefninguna
Kansas City, Missouri.
14. ágúst. AP. Reuter
FORD forseti sefnir að sigri f
fyrstu atkvæðagreiðslu á flokks-
þingi repbúblikana sem hefst f
Kansas City á mánudaginn, en
munurinn á fylgi hans og keppi-
nautar hans, Ronald Reagans, er
enn sáralftill og enginn getur
spáð fyrir tim úrslitin með vissu.
Flestir sérfræðingar segja að
Ford verði að sigra f fyrstu at-
kvæðagreiðslu þvf annars geti svo
farið að hann hljóti ekki út-
Hafréttarráðstefna SÞ:
Strandríki hefja viðræður
við afskipt ríki í vikunni
„Strandrfkjahópurinn, sem f
eru 75 rfki, hefur falið for-
mönnum 10 strandrfkja, þar á
meðal lslands, að hefja sér-
staka samninga við fulltrúa
jafnmargra landluktra og land-
fræðilega afskiptra rfkja f
næstu viku, og ef árangur næst
f þeim viðræðum er miklum
áfanga náð,“ sagði Hans G. An-
dersen, formaður fslenzku
sendinefndarinnar á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann f New
York f gær.
„Enn er of snenvnít að spá um
árangur af fundunum hér f
New York, en hingað til hefur
allt gengið eðlilega fyrir sig, og
hvorki betur né verr en við var
að búast,“ hélt hann áfram.
„Enn er ágreiningur um
mörg atriði f hinu endurskoð-
aða frumvarpi, sem nú liggur
fyrir ráðstefnunni, og þar sem
fulltrúar frá yfir 150 rikjum
koma saman eru mörg ljón á
veginum. Fulltrúar munu vera
einhvers staðar milli 2 og 3
þúsund, og mikill tími fer í það
að endurtaka í sífellu sömu
sjónarmiðin. Við Islendingar
erum hér ekki barnanna beztir.
Við stöndum fast á okkar sjón-
Framhald á bls. 2.
nefninguna. Slfkt hefur ekki hent
forseta f embætti f tæpa öld og
alvarlegur klofningur og óvissa
háir repúblikönum. Stjórnmála-
sérfræðingar segja að forsetinn
berjist fyrir pólitfsku lffi sfnu.
Stuðningsmenn forsetans segja
að hann muni sigra í fyrstu at-
kvæðagreiðslu, en með aðeins
fimm atkvæða meirihluta og þeir
virðast alvarlega hræddir við þá
ætlun James Buckleys, ihalds-
sams repúblikana frá New York,
að gefa kost á sér ef önnur at-
kvæðagreiðsla reynist nauðsyn-
leg.
Til þess að hljóta útnefninguna
þarf 1130 atkvæði og stuðnings-
menn Reagans segja að hann hafi
tryggt sér rúmlega 1140 atkvæði.
Samkvæmt skoðanakönnun AP
hefur Ford 75 atkvæði fram yfir
Reagan en skortir enn 21 atkvæði
til að hljóta útnefninguna. Staðan
er þannig: Ford 1109, Reagan
1034, óháðir 116. N
Stjórnmálasérfræðingar segja
að það muni koma þeim á óvart ef
klofningurinn i flokki
repúblikana leiðir ekki til spreng-
Framhald á bls. 2.
Dvöldust á fund-
arstað fyrrver-
andí hermanna