Morgunblaðið - 15.08.1976, Page 19

Morgunblaðið - 15.08.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 19 — Medvedev Framhald af b!s. 18 tilgangi." Solzhenitsyn er nú á annarri skoðun bæði um októ- berbyltinguna og Lenín. Ég mun einungis fjalla um tvær af fjölmörgum sökum, sem Solzhenitsyn ber Lenín — beint eða með augljósum hætti. Solzhenitsyn segir að Lenín hafi 1917 haldið því til streitu að gerð yrði ný „öreiga- og kommúnistabylting" í Rúss- landi, þótt hvorki Rússland né Rússar hafi verið reiðubúnir til þess né talið sig þurfa á henni að halda. Og Solzhenitsyn heldur því fram, að Lenín hafi fúslega gripið til hryðjuverka I baráttu sinni við stjórnmála- andstæðinga. Það er auðvelt að setja fingurinn á mistök byltingar- manna fimmtíu árum eftir byltinguna. En fyrsta kommúnistabyltingin var að sjálfsögðu skref út í óvissuna. Engin mælistika lá fyrir og leið- togarnir höfðu ekki reynslu annarra að styðjast við. Undir slfkum kringumstæðum er ómögulegt að áætla, vega og meta allt fyrirfram og taka allar ákvarðanir með þeim hætti Jafnvel mikilvægustu ákvarðanir voru teknar, byltingarmennirnir gripu til nýrra baráttuaðferða eða breyttu um baráttutækni jafn- skjótt og á reyndi. Lenfn var þetta vel ljóst og vitnaði oft til orða Napóleons: „Gangið fyrst til orrustunnar — hugið síðan að gangi hennar. “ Ekki er unnt að gera byltingu án þess að taka áhættu, hætta á ósigur og hætta á að verða á mistök. En að láta undir höfuð leggjast að hrópa heróp til byltingar, þegar byltingin er möguleg er líka mjög mikil áhætta fyrir byltingasinnaðan flokk. Það er því engin furða, þótt Lenín og ríkisstjórnin, sem hann veitti forystu, gerðu oft rangar áætlanir og yrðu á mörg mistök. Þessi mistök drógu borgarastyrjöldina í Rússlandi á langinn og gerðu hana biturri en ella. Þessar röngu áætlanir ollu því, að hinni nýju efna- hagsáætlun (tímabil með tak- mörkuðum einkarekstri) seink- aði, og efnahagslegt misrétti jókst f fyrstu. Byltingin, sem Lenín hafði þótzt sjá á næstu grösum í Evrópu, varð aldrei að veruleika og hlaut Rússland þvf engan tæknilegan og menning- arlegan stuðning úr þeirri átt. Sovézka ríkisstjórnin hafði þá þegar skorið lýðræðinu f landi okkar of þröngan stakk. Ég gæti haldið áfram með þennan lista yfir mistök og rangar forspár. En það er ekki til nein fræðigrein um stjórn- kerfi, sem getur sannað að hin vopnaða uppreisn, sem hófst 24. október 1917, hafi verið fyr- irmálsburður né heldur að glæpir og ódæði stjórnar Stalíns sfðar meir eigi rætur sínar að rekja til þessara ör- lagariku mistaka Leníns. Einn- ig eftir dauða Leníns hlaut leið flokks okkar að liggja um full- komlega ókannaða stigu. Þvf miður hafði forysta flokksins, sem tók vtð af Lenín, hvorki til að bera gáfur hans, þekkingu né hæfileika hans til að finnna rétta leið úr meginþorra flók- inna kringumstæðna. Þeim mis- tókst því að hagnýta jafnvel brotabrot af þeim tækifærum, sem októberbyltingin færði þeim í hendur til að ná skjótum árangri í baráttunni fyrir kommúnisma og lýðræði. Jafn- vel enn í dag erum við fjarri því marki. Því Stalín fór ekki nákvæmlega „troðnar slóðir“ (slíkra troðinna slóða getur ekki í sögunni). Hann lagði fljótlega fyrir róða jafnvel hin fáu leiðarmerki, sem Lenfn hafði reist i síðustu ritum sfn- um. Þegar borgarastyrjöld geisar getur engin rfkisstjórn komizt hjá þvf að beita valdi með ein- um eða öðrum hætti. En jafnvel hinn óhlutdrægasti sagnfræð- ingur hlýtur að viðurkenna að sovétstjórnin gekk oft og tíðum miklu lengra öllum skynsam- legum takmörkunum valdbeit- ingar á fyrstu árum sfnum. Oft- ast var þessi valdbeiting gegn fjölmennum hópum gjörsam- lega ónauðsynleg og reyndar til óbætanlegs tjóns, jafnvel þótt litið sé á hana með hugmynda- fræði og hagsmuni stéttabarátt- unnar í huga. Þessi hryðjuverk mögnuðu andstæðingana f and- spyrnu sinni, drógu styrjöldina á langinn og ólu af sér ný hryðjuverk. Því miður fyrirskipaði Lenín sjálfur miklu oftar en atburða- rásin gaf tilefni til „aftökur með byssum“. Hér vitnar Solzhenitsyn í orð Lenfns og rangfærir þau á engan hátt. Það er t.d. ósennilegt að nokkur myndi nú samþykkja eftirfar- andi fyrirskipun, sem Lenfn gaf formanni ráðstjórnar Niz- gorod-héraðs G. Fyodorov (9. ágúst, 1918): „Þú verður að spenna hverja taug til hins ýtr- asta... komdu þegar í stað á ógnarstjórn fyrir fjöldanum, láttu skjóta og flytja nauðug brott hundruð vændiskvenna, drykkfelldra hermanna, fyrr- verandi liðsforingja og annarra slíkra" (undirstrikað af Lenfn sjálfum). Flytja nauðuga — já, en hvers vegna myrða konur? Það ber að harma og for- dæma slíka misbeitingu valds. En þessi hryðjuverk voru fram- in meðan borgarastyrjöldin stóð yfir, og það er ekki nauð- synlegt að ætla að þau leiddu óhjákvæmilega til hinna hræði- legu hryðjuverka Stalintfmans. Lenfn urðu á mörg mistök og hann viðurkenndi sjálfur sum þeirra við ýmis tækifæri. Heið- arlegur sagnfræðingur hlýtur að skrá öll þessi mistök og skýra einnig frá því þegar valdi er misbeitt. En við kommúnist- ar erum sannfærðir um, að þeg- ar á heildina er litið hafi þáttur Lenins verið góður. Solzhenit- syn er annarrar skoðunar. Til þess hefur hann fyllsta rétt. í landi þar sem rikja á kommún- ismi verður sérhver maður að eiga þess kost að gera grein fyrir sjónarmiðum sinum og skoðunum á stjórnmálaleiðtog- um. Vantar þig lán get útvegað skammtímalán og selt vöruvíxla einnig stutt fasteignatryggð skuldabréf. Tilboð merkt: öruggt 6363 sendist Mbl sem fyrst. FAZA&ftÁFAft ÖDYRIR OG HENTUGIR Í mörgum stærðum og gerðum. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SiMI 44600 OKKAR LANDSFRÆGA ÚTSALA HEFST mánudaginiY 16. ágúst Gaílabuxur frá kr. 2.690 — Flauelsbuxur frá kr. 2.690 — Terylenebuxur frá kr. 2.900.— Herraskyrtur frá kr. 1.590 — Dömublússur frá kr. 1.790 — Dömu- og herrapeysur og alls konar bolir frá kr. 490 — Gallakjólar frá kr. 4.950 — Kápur, jakkar, mittisblússur og alls konar annar fatnaður á þessari stórkostlegu útsölu okkar. 10% afsláttur af öllum hljómplötum. laugavegi 89-37 10353 12861 13303

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.