Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 34

Morgunblaðið - 15.08.1976, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 15. AGÚST 1976 Birgir: Voóalega áberandi stöðnun í bransanum Islenzki poppiAnaðurinn - 6. grein Atvinnumaður — og þó! á horfurnar en svo, að hann stundar hljóðfærainnflutning og sölu jafnhliða hljómlistinni. — Treystirðu þér ekki til að lif a eingöngu af tekjum atvinnu- hljómlistarmanns? Ég reyni að ná í þau hljóðfæri fyrir hljómlistarmenn, sem þeir fá ekki hér. Eftir dvölina erlendis með Change voru menn komnir f dágóðar skuldir hérna heima. Við vorum í Englandi í tvö ár og höfð- um þar bara fyrir lifibrauði. Ég sá, að ég gæti ekki staðið undir þessu eingöngu með tekjum af spilamennsku eins og þær eru í dag. Og eftir að ég var búinn að vera úti og sja ýmsa hluti sem aðrir þekkja ekki hér, þá fannst mér það siðferðileg skylda mín að vera í þessum innflutningi sjálf- um mér og öðrum til gagns og UM StOUSTU helgi ræddi Slag- brandur við tvo hljómlistarmenn sem lifa eingöngu á þvf að skapa og spila tónlist, eru atvinnumenn. En það er ákaflega erfiður llnu- dans að reyna að lifa sæmilega góðu lffi af þeim tekjum, sem slfkt starf býður upp á, og hinir eru fleiri, sem ekki taka þá áhættu, heldur reyna að vinna annað starf með, að hafa aðrar tekjur en bara af spilamennsku. 1 dag ræðir Slagbrandur við einn slfkan, Birgi Hrafnsson, sem hefur komið sér upp aukastarfi, en þó innan poppiðnaðarins. Hann flvtur inn hljóðfæri og sel- ur. Starfið er þess eðlis, að hann getur ráðið vinnutfmanum sjálf- ur og samræmt hann vinnutfma hljómlistarmannsins. Sú leið sem Birgir hefur valið sér, er sjálfsagt hagstæð fyrir popptónlistarmann. en ekki geta allir stundað hljóð- færasölu. 1 næstu grein verður spjallað við hljómlistarmenn sem neyðast til að vinna utan poppiðn- aðarins til að geta séð fyrir sér og sfnum. —sh. BIRGIR HRAFNSSON er nýlega kominn í sviðsljósið í íslenzkum poppiðnaði á ný, eftir alllanga dvöl I Englandi, þar sem hann leitaði gæfunnar ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Change. Hann á að baki 10—11 ár í hljóm- listinni, lék fyrst með Pops í nokkur ár, síðan með Ævintýri, þá Svanfríði og Change og nú er hann í hljómsveitinni*Celcius við' fimmta mann. Birgir hefur verið atvinnumað- ur f hljómlistinni í ein 7 ár og veit þvf hvernig það er að reyna að lifa af laununum í því starfi. Nú, þegar hann er kominn heim frá útlandinu, lízt honum ekki betur — En hinir I Celcius eru allir atvinnuhljómlistarmenn? Já, við erum allir atvinnuhljóm- listarmenn. En við skiptum verk- um með okkur. Við tökum þetta yfirleitt þannig, að við notum allt- af morgnana og fram eftir degi hver fyrir sig. Menn byggja upp efni og búa sig undir æfingar. Síðan notum við seinnipart dags- ins og kvöldin til æfinga frá svona 4—5 til 12—1 á nóttunni. Það er verið að vinna á meðan menn eru vakandi. Áður fyrr reyndu menn að haga æfingum þannig að þeir ættu alltaf frí á kvöldin. Nú æfum við flest kvöld, en sinnum öðrum verkum á morgnana og fram eftir degi á meðan allir aðrir eru vak- andi og starfandi. Það þýðir ekk- ert að æfa frá níu til fimm og ætla svo að fara að útrétta á kvöldin. — Eru launin góð hjá ykkur sem atvinnuhljómlistarmönnum? Nei. Ég er að vlsu að byrja að spila núna og spilaði hér síðast fyrir ári síðan með Change. En ég er sannfærður um að launin eru ekki nándar nærri nógu góð. Ég heyri alveg sömu tölurnar nefnd- ar fyrir spilamennskuna og í fyrra, þótt allt annað hafi hækk- að. — Þið fáið launin greidd óreglulega. Já, maður fær bara greitt fyrir hvert kvöld sem maður spilar. Þegar maður fær 10—20 þúsund krónur í einu af og til, þá þarf maður að vera þeim mun varkár- ari ef maður ætlar að nýta þetta eitthvað. Það væri annað ef mað- ur fengi 100—200 þúsund krónur I einu eins og fastakaupsmenn. Annars eru þessi laun kafli út af fyrir sig. Hljómsveit sem heldur ball borgar yfir 60% I alls konar kostnað, leigu, akatta og gjöld. Það sem er eftir handa hljóm- sveitinni er bara fulgaskítur. Þannig þarf til dæmis hljómsveit sem spilar bara frumsamið efni að borga stóra fúlgu til STEF. Svo er tekinn skemmtanaskattur, söluskattur, laun til löggæzlu- manna og allra annarra. Þetta er svo hlægilegt, að það er engu lagi lfkt. Yfirleitt sér hljómsveitin minnst, allt niður í ekki neitt, og þó er það hljómsveitin sem skap- ar öliu þessu fólki vinnuna. Nei, allir hinir vilja fá greitt I topp, hver sem aðsóknin er. Þetta hefur verið niðurdrepandi fyrir móral- inn i hljómsveitunum. — Hve oft ætlið þið ykkur að spila að jafnaði i mánuði? Við erum með ráðagerðir um að taka landið á svona 2—3 mánuð- um og sjá svo bara til. Við viljum finna rök fyrir því að fara að spila aftur á þessum eða hinum staðn- um. Svo tökum við kannski 1—2 mánuði í stúdíó og síðan 2 mánaða frí til að fá hugmyndir að nýju efni. Við viljum ekki lenda f því að vera alltaf I sömu hringrásinni á sömu stöðunum f sama hjakkinu allt árið. Það býður bara upp á stöðnun og það mega engar hljóm- sveitir hér við meiri stöðnun en þegar er orðin. En við erum að byrja núna og við verðum að spila dálitið stift í svona þrjá mánuði. Við erum með mikið af hljóðfær- um sem þarf að borga. — En er ekki hætta á að þið neyðist til að þiggja hvaða at- vinnutilboð sem er og jafnvel að lækka verðið til að fá vinnu og aura? Jú, þetta er alltaf yfirvofandi hætta. En það eina sem Við getum sagt og gert er að reyna að haga spilamennskunni þannig, að það verði að vera sterk rök fyrir því að spila á þessum eða hinum staðnum, að þetta verði gott ball. Við erum allir búnir að ganga í gegnum hitt að verða að þiggja hvað sem er. — Fer ekki mikið af tekjunum i útgerðina aftur? Jú, það fer drjúgt i þetta. Það er fullt af hlutum sem maður þarf alltaf að hafa tilbúna. Og ef hljómsveitin ætlar að vera góð og áhugaverð, þá þurfa liðsmenn hennar að vera tilbúnir að verzla og kaupa ný tæki. Svo eru það viðgerðirnar. í Húsafelli fengum við 180 volta spennu i staðinn fyrir 220 volt og þetta var næstum þvi búið að eyðileggja hljóðbland- ara sem kostar 700 þúsund. Það fara 20—40 þúsund í viðgerðina á honum. Það er allt svo dýrt í þessari grein, skinn, strengir, snúrur ... og ekki borga húsin þetta. — Er tsland ekki of litill markaður til þess að það sé hægt að lifa sæmilegu lífi af atvinnu- mennsku í hljómlistinni? Það er alveg hægt að lifa af laununum, en þetta eru engar töl- ur hérna miðað við það sem gerist erlendis. Við getum skipulagt okkar starf nokkuð vel, vitum hvað við getum fengið, en það er útilokað að komast upp fyrir þau mörk. Það er engin samstaða með hljómsveitunum hérna. Það er búið að reyna að hafa samvinnu um að raða stóru hljómsveitunum á staðina um helgar, þannig að þær dragi ekki úr aðsókn hver hjá annarri. Þessi samvinna stóð í 1—2 skipti, en síðan fokkaðist þetta allt upp. Bitinn er svo litill, að það reynir hver að grípa sitt án þess að hugsa um hina. — Nú hefur þú verið erlendis og reynt að komast áfram þar sem atvinnuhljómlistarmaður. Er það möguleiki, sem raunhæft er að reikna með fyrir íslenzka hljóm- listarmenn, að komast áfram erlendis? Málið hjá okkur í Change var það, að við vorum ekki í nógu góðum höndum. Við vorum ekki meðhöndlaðir rétt. En helzta ástæðan fyrir því að hljómsveitin gafst upp var sú, að menn voru orðnir sjúkir í að fá að spila opin- berlega. Það er frumskilyrði fyrir því að hljóðfæraleikari geti þrosk- ast, að hann fái að spila opinber- lega. Við vorum búnir að vera að æfa í l‘A—2 ár, en fyrir hvað? Plötur? Fyrir hvaða plötur? Við vissum svo lítið af hverju við vor- um að gera þessa hluti. — En þetta getur alveg verið möguleiki, að komast áfram erlendis. En eft- ir því sem ég hef heyrt í hljóm- sveitunum hérna núna — og ég hef reynt að hlusta á þær hlut- laust — þá vantar helvíti mikið upp á til að það væri skynsamlegt fyrir þær að reyna fyrir sér til dæmis I Bretlandi, með því að finna umboðsmann og láta hann fá upptöku og reyna að selja hljómsveitina. Það er voðalega áberandi stöðnun f bransanum hér og mér finnst þetta vera með lélegra móti. Mér finnst vanta mikið á að hljómsveitirnar séu í þvi formi sem þær gætu verið og ættu að vera. Einstefna Megasar # MEGAS hefur nýlega lokið við hljóðritun á þriðju breiðskífu sinni sem nefnd verður „Fram og aftur einstefnugötuna". Honum til aðstoðar við hljóðfæraleikinn voru Pálmi Gunnarsson (bassi), Sigurður Karlsson (trommur), Þorsteinn Magnússon (gítar), Birgir Guðmundsson (gítar), Lár- us Grimsson (píanó, orgel, flauta), Þorleifur Gislason (saxó- fónn) og Aagot Vigdfs Óskars- dóttir (píanó). Sjálfur syngur Megas öll lögin og leikur með á munnhörpu. • SLAGBRANDUR heyrði hluta af upptökunni hér á dögunum og samkvæmt þvi úrtaki fannst hon- um allt benda til að hér væri á ferðinni það besta sem Megas hef- ur sent frá sér fram til þessa. Bæði þóttu Slagbrandi lögin betri svo og hljóðfæraleikur, tóngæði plötunnar og útsetningar enda fellur undirleikur mun betur að lögum Megasar á þessari plötu en á sfðustu plötu hans, Millilend- ingu. Textagerð Megasar hefur þó ekkert breyst enda eru ljóðin ort á svipuðum tfma og hin fyrri er komið hafa út á plötum. Þar er Megas samur við sig, — segir meiningu sína umbúðalaust og er ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn. „Fram og aftur einstefnugötuna" er væntanleg á markað um næstu mánaðamót. Meðfylgjandi mynd var tekin f upptökusal Hljóðrita h/f í Hafnarfirði og sýnir Megas og píanóleikarann Lárus Grfmsson yfirfara útsetningu á einu lag- anna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.