Morgunblaðið - 15.08.1976, Page 39
MORGL'NBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976
39
Oddfríður S. Jóhanns-
dóttir — Kveðjuorð
„Og vinir þínir sáran syrgja nú.
og saknads-tárum væta moldir þínar.
1 brjóstum þeirra bústað áttir þú.
þar býr og minning þín unz Kfið dvfnar.
því hjarta þitt var hreint og laust við tál;
það hlaut að draga að sér hverja sál.“
Við andlát og greftrun frú Odd-
fríðar Jóhannsdóttur rifjaðist
upp fyrir mér þetta hugljúfa er-
indi úr ljóði eftir skáldkonuna
Úndínu, er hún mælti fram við
gröf vinkonu sinnar fyrir hartnær
93 árum.
Kynni okkar frú Oddfriðar hóf-
ust fyrir réttuín áratug, er ég
heimsótti heimili þeirra hjóna,
Guðmundar R. Oddssonar for-
stjóra og hennar, að Öldugötu 50 í
fyrsta sinni. Allur heimilisbragur
og andrúmsloft hlaut að hrífa litt
kunnugan gest. Snyrtileg híbýli
og hlýjar orðræður um menn og
málefni urðu mér lærdómsrik, og
hljóta að geymast í minningunni.
Síðar sannfærðist ég um, að hug-
hrifin, sem ég naut í $vo ríkum
mæli á heimili þeirra hjóna, dofn-
uðu siður en svo, þó að ég væri
þar ekki tíður gestur.
Frú Oddfríður var friðleiks-
kona fram á efri ár og elskulegur
persónuleiki hennar dvínaði eigi,
þótt árunum fjölgaði.
Hugur hennar var ætið bund-
inn ættingjum og vinum og nán-
asta skylduliði, að ógleymdum öll-
um þeim, sem um sárt áttu að
binda eða á einhvern hátt voru
olnbogabörn tilverunnar.
Frú Oddfríður batzt strax á
yngri árum heilbrigðu líknar-
starfi innan samtaka Hvíta bands-
ins, og starfaði í þeim hollu
líknarsamtökum af alhug og
hjartagæzku allt til hinztu stund-
ar. Ótalin verða hér öll störf
hennar í þágu hinna minnst meg-
andi í þjóðfélaginu og samúð
hennar með hinum hrjáðu og
smáðu. Góðverk hennar og eigin-
manns hennar var aldrei haft hátt
um — enda þeim hjónum báðum
sameiginlegt áhugaefni, að þeirra
væri sem minnst eða alls ekki
getið opinberlega.
Ég hef I huga, þegar þessi
fátæklegu orð mín eru fest á blað,
ummæli mágkonu hennar, sem
naut vináttu hennar og kynna um
áratuga skeið. Hún lét eitt sinn
svo ummælt í orðræðum við mig,
að hún hefði aldrei kynnzt slíkri
ágætiskonu, persónuleika hennar
væri þann veg farið, að hún ætti
naumast nógu sterk orð til að lýsa
mannkostum Oddfríðar.
Frú Oddfríður var einlægur
verkalýðssinni. Hún starfaði um
áratugi að framgangi jafnaðar-
stefnunnar og átti lengi sæti í
stjórn Kvenfélags Alþýðuflokks-
ins, auk starfa hennar í þágu
Alþýðuflokksins almennt.
Þessi fáorða mannlýsing verður
að nægja frá minni hendi. Ætt
hennar og uppruni hefur þegar
verið rakinn í Öðrum blöðum, og
afkomenda hennar þar getið, sem
nú eiga sárast um að binda. — Ég
færi þeim öllum alúðarfyllstu
samúðarkveðjur mínar og konu
minnar, en ekki sízt eiginmanni
hennar, sem misst hefur ástkær-
an lífsförunaut og stoð og styttu á
vegferð lífsins.
Blessuð sé minning Oddfriðar.
Agúst Guðmundsson.
Peningamenn
Sá sem getur lártað 1 . millj. getur fengið háa
vexti greidda.í erlendum gjaldeyri. Farið verður
með tilboð sem trúnaðarmál Tilboð sendist
Mbl. merkt: Skjótt — 6407"
eúsJ°Æ
"^Funabofði ,\ ^ r—J
CTT, \t ' r.
I hyjjíIÍSíS WB i r
liðshöfði
Hamarshöfð«
Dvergshöf ði
Vagnhöfði
1
Tangarhöfði
1 .^3
Bfldshöfði
Artúnsbrekka
Esso 1
Arbæjarhverfi
Vió erum fíutt ínýtthúsnæði að
FUNAHÖFDA 19
Verið velkomin á nýja staðinn og kynnið yður
STAR-innréttingarnar vinsælu ásamt
SCADANIA inni- og útihurðum. Lágt verð - sænsk gæði.
STAR-SKÁPA í ALLT HÚSIÐ eru okkar einkunnarorð.
BÚSTQFN h/f, Funahöfði 19, Reykjavík símar 81663 — 81077