Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 44
44 MOKGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAC.L'R 15. ACUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM komið fyrir í lokuðum vögnum. Flest voru þau ósköp þæg, en þegar reynt var að ýta gíraffanum inn í einn vagnanna, lét hann voðalega illa — og með nokkrum rétti, því hann sá að hann gat alls ekki rétt úr hálsinum þarna inni. Því var það að einn af hringleikahúsmönnunum sótti sög og sagaði gat á þakið á vagninum, og nú gat gíraffinn rekað hausinn upp um gatið og teygt úr hálsinum, enda var hann hinn ánægðasti. — Gleymdu ekki að beygja þig, gíraffi góður, sagði stjórnandi hringleikahúss- ins, þegar lestin fer í gegnum jarðgöng, því annars getur svo farið, að þú týnir höfðinu. Mangi varð hálf gramur, þegar maður- inn byrjaði að saga gat á vagninn hans, en ekkert sagði hann, því hann vor- kenndi gíraffaræflinum og gat ekki til þess hugsað að hann gæti ekki rétt úr langa hálsinum sínum meðan á ferðinni stóð. Fíllinn Júmbó olli þeim talsverðum erfiðleikum. Hann var i raun og veru alltof stór fyrir vagninn sinn, en með þvi að ýta og toga og mása og blása, tókst þeim að koma honum inn og loka hurð- inni. Hliðar vagnsins bólgnuðu út og hann liðaðist næstum í sundur, en inn var fillinn kominn, og þaó var nú það, sem mestu máli skipti. Hljómsveitin gekk inn i farþegavagn- ana og hinir starfsmenn hringleikahúss- ins fóru að dæmi hennar. Stöðvarvörður- inn veifaði græna flagginu sínu og blés í flautu, en stöðvarstjórinn blés af ánægju og sagði: Guði sé lof, að ég er ekki stöðvarstjóri á Stað. Og svo lagði Móði Mangi af stað. Mangi blés og púaði. Hjólin hans sner- ust af geysihraða, og þó stóð hann graf- kyrr. — Pú, pú, blés hann, þetta er meira eftiðið. Það hlýtur að vera fillinn, sem þyngir svona á mér. En Mangi var ein járnbrautarlest, sem gaf sig ekki. Hann dró djupt að sér andann og reyndi aftur, og í þetta COSPER Dúdu systir kemst ekki f sfmann eins og er — Hún er að raka sig. KAFr/NCJ \\ ] s Nú held ég að ég skilji þetta með að vera fæddur undir óheillast jörnu. Ég veit að félagssjóðurinn er tómur. — En er þetta þó ekki einum of? Það er allt upptekið á gólfinu, en væri þér sama þó að þú sætir á stól? ! Þér segist vera 29 ára. — Segið mér þá hve gömul voruð þér er þér fæddust? íri nokkur staðnæmdist fyrir framan gröf f kirkjugarði og skoðaði áletrun á legsteini. Hún var á þessa leið: Hér hvflir lögfræðingur og heiðvirður maður. — Og hverjum skyldi hafa dottið f hug, að pláss væri fyrir tvo menn f svona lftilli gröf, varð tranum að orði. Hinn fullkomni húsbóndi er sá, sem getur látið þér finnast þú vera heima hjá þér, jafnvel þótt hann vildi helzt af öllu að þú værir þar. Gagnrýni f þjóðfélaginu má Ifkja við sársauka f Ifkamanum. Hann er ekki þægilegur, en hvernig væri komið fyrir Ifk- amanum, ef hann fyndi aldrei til sársauka. Eiginkonan: Þú ert latur, geðvondur, kærulaus, lyginn og leiðinlegur. Eiginmaðurinn: Já, elskan mín, enginn maður er fullkom- inn. Dugnaðarkona: Nú er kom- inn mánudagur, á morgun er þriðjudagur, sfðan kemur mið- vikudagur og þá er vikan hálfn- uð og engu hefur verið komið f verk. Hann: Það er eitt orð, sem getur gert mig hamingjusam- asta mann f veröldinni. Viltu giftast mér? Hún: nei. Hann: Það var einmitt orðið. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 52 — A Hpll. Nei, allir verðir hafa verið kallaðir á brott. Christer bölvaði eiginlega aldri. En nú varð rödd hans svo nfst- andi köid að við borð lá að Petrus yrði skelkaður fyrir alvöru. — Með leyfi. Hver hefur gefið skipun um það? 6 Ja... Ég veit það nú eiginlega ekki. En nú erum við búnir að kiófesta morðingjann og rann- sókn á staðnum er lokið og við héldum... það sögðu allir... - Og Malin? Er hún farin? — N... ei. Hún sagðist ætla að fara á morgun. En... er eitthvað að... Hann ias svarið f andlati Cbristers og varð gripinn óróa. — Hún er þó varla f hættu. — Stökktu inn f bflinn, sagði Christer stuttlega. — Hún hefur f rfkum mæli orðið til að aðstoða við að Gregor Isander var hand- tekinn. Og hafi einhver óttast hana áður geri ég ekki ráð fyrir að hlýhugurinn f hennar garð sé meiri núna. Og hún hefur rétt fyrir sér f þvf... andrúmsloftið f þessu húsi er illt. Hann ók eins greitt og hann gat og stefndi út á þjóðveginn. Hon- um var Ijóst að þegar hann hafði fyrr um daginn verið að fást við Gregor Isander, hafði undirmeð- vltund hans engu að sfður unnið áfram fyrir hann og honum skild- ist betur en nokkru sinni áður að það var margt sem ekki var upp- lýst enn. Rigningin steyptist úr loftinu, þegar þeir komust loks að hlíð- inu. Petrus greip sfmann og þrýsti á hnappinn. Svo leit hann um öxl og sagði æstur: — Hann er ekki f sambandi. Það hefur einhver tekíð hann úr sambandi... Veggir þeir sem Andreas Hall- mann hafði látið reisa f kringum voru háir og heldur óárennilegir. Mennirnir tvelr voru við áfanga- staðinn en þeim var fyrirmunað að vita hvað var að gerast á þess- ari stundu handan múranna... Malin gekk eftir ganginum á neðstu hæðinní og hratt upp dyr- unum að vinnuherbergínu. Hún ætlaði að sækja föggur sfnar þar og sfðan ætlaði hún að ljúka við að láta niður og fara f rúmið. Hún var þvf fegnari en frá megi segja að dvöl hennar á Hall var að Ijúka. Þar hafði rfkt óhugnanleg stemmning f dag, enn hroðaiegri en sfðustu vikurnar. Björg hafði legið f rúmi sfnu og virzt hvorki vita f þennan heim né annan og ekki svarað þegar á hana var yrt. Ylva hafði grátið hástöfum, Cecl- Ifa og Kári og hún höfðu reynt á fá þær til að snerta á matnum eða taka rðandi töflu. En nú var dauðakyrrð og merkiiega rólegt. Dyrnar lokuðust á hæla henni. Hún fálmaði eftir slökkvaran- um, en fann hann ekki og þess f stað kveikti hún á litia skrifborðs- lampanum. Ljósið kastaði drauðæ legum bjarma á hurðina inn fpen- ingaskápinn sem stóð galopinn... Það fór hrollur um hana og hún teygði sig eftir möppunni sinni og blýöntum. Og á þvf andartaki hreyfði skuggi sig f myrkrinu handan Ijósgeislans.... Christer Wijk reyndi að meta hversu múrinn væri hár. Þvf næst skipaði hann Petrusi að aka bfln- um upp að veggnum eins nálægt og honum væri unnt og kiifra upp á þakið á bflnum og lyfta sér sfðan áfram og upp á múrinn. — Ég skal senda einhvern hing- að sem getur lokið upp fyrir þér. En ef það lfða meira en tfu mfnút- ur sezt þú inn f bflinn og nærð f liðsstyrk elns fljótt og þú mögu- lega Iffsins lifandi getur. Petrus horfði á eftir honum en andartaki sfðar var hann horfinn sjónum. Skelfingu lostin vék Malin sér undan þegar hún sá tryllingslegt hatrið f augnaráði konunnar. — Þú! Óhræslð þitt sem snuðr ar og rekur nefið niður f allt. Dugar það ekkí að þú og þlnir ffnu lögguvinir hafa nú látið taka hann fastan og loka hann inni f fangelsi! Hvað ertu nú að snuðra og læðast? Ó. ég vildi óska þú hefðir hálsbrotnað þegar þú datzt niður stigann... þá væri hann kannski frjáls núna... Það er ekkert réttlæti f þvf að þú fáir að haida áfram að lifa og vera glöð og ánægð þegar öllum okkur hin- um lfður svona hroðalega. Það er ekkert réttlæti f þvf,... ekkert réttlæti... Óp hennar kafnaði af fingrun- um sem gripu háls hennar af æð- isiegum krafti. Henni var hrint aftur, nær og nær og nálgaðist óðfluga gatið f veggnum. Þetta var barátta upp á lff og dauða og konan hafði betur. Hurðin skall að stöfum og Malin var læst inni f loftþéttum skápnum og átti sér ekki bjargar von. Hanln vissi að þetta var barátta við sekúndur. Hann hafði sent Kára af stað til að opna fyrir Petrusi og á meðan horfði hann á konurnar þrjár sem horfðu skelk- aðar á rennblautt hár hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.