Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976
ó
tkiklínu
Háskólabíó
POSSE ★ *
Bandarfsk frá 1975. Para-
mount. Leikstj. og framl. Kirk
Dougias.
Þaö er ánægjulegt að sjá
gömlu kempuna Kirk Douglas
aftur í fullri reisn og með fyrri
virðuleika. Þessi ágætisleikari
var á sínum tíma mikið goð erí
einhvern veginn fór það svo að
i dag er hann flestum gleymd-
ur, þegar honum svo skýtur
upp í þessum ágæta vestra, sem
hann jafnframt leikstýrir með
prýði.
Innihaldið hefur áður verið
rakið hér; handritið er þjált og
vel skrifað og mun dýpra en
yfirleitt gerist í vestrum. Mynd-
in er einkar vel leikin af hinum
þrem aðalleikurum myndarinn-
ar, Douglas, Bruce Bern og Bo
Hopkins. Það er ánægjulegt að
fylgjast með þeim síðastnefnda,
hlutverk hans fara batnandi og
stækkandi með hverri mynd,
gem hann leikur í. Myndataka
Fred Kohenkamp (OSCARs-
verðlaunin fyrir PATTON og
THE TOWERING INFERNO)
er einkar falleg og „slow
motion“ nokkrum sinnum not-
uð með góðum árangri.
Þetta er óvenjuleg og góð
mynd, sen enginn sannur
vestravinur ætti að láta fram
hjá sér fara.
AUSTURBÆJARBÍÓ
PÉTUR RlKHARÐSSON
I STUÐI.
ÆÐISLEJ NÓTT MEÐ
JACKIE („Le moutarde
me monte au nez!“) ★ ★
Frönsk frá 1975. Handrit og
leikstjórn: Claude Ziti. Kvik-
myndataka: Henri Decae.
Minnugur þess að ég-lét hina
bráðskemmtilegu frönsku gam-
anmynd, LES VALSUSES,
næstum framhjá mér fara (sá
hana af tilviljun I Keflavík á
dögunum), þá brá ég skjótt við
og barði augun núverandi að-
dráttarafl Austurbæjarbíós,
„Æðisleg nótt með Jackie".
Enda er yfirbragð myndanna
ekki ósvipað, a.m.k. ef farið er
eftir auglýsingu bíósins.
Þær eru sér kafli út af fyrir
sig og nauðsyn ber til að þær
fari að hressast við, enda hefur
maður séð ágæta tilburði I þá
átt. En betur má ef duga skal.
Því gömlu klisjurnar stinga
mann ætíð I augum þegar rennt
er yfir bfóauglýsingarnar. Þess-
vegna er sjálfasgt fleirum en
mér þannig farið að trúa því
varlega þegar eitthvert kvik-
myndahúsið auglýsir „gaman-
mynd I sérflokki sem allir ættu
að sjá“ og þegar svo þar að
auki, svona til að kóróna þessi
langþreyttu slagorð, þá er
myndin frönsk.
Sannleikurinn er nefnilega
sá að á undanförnum árum
hafa franskar gamanmyndir
ekki verið neinar afburða
skemmtanir. En sökum LES
VALSUSES (sem á köflum
kom mér hreinlega til að gráta
af hlátri), og svo þess að hinn
stórkostlegi gamanleikari
Pierre Richard (sem sló í gegn í
myndinni THE BIG BLOND
MAN IN ONE BLACK SHOE
og var ein besta gamanmynd
frakka um langt skeið) fer með
aðalhlutverkið, þá kveið ég
engu þegar ég settist niður í
bíóinu — og varð heldur ekki
fyrir neinum vonbrigðum.
I stuttu máli, þá er
„Æ.n.m.J." bráðskemmtilegur
farsi, sem franskir eru manna
lagnastir við að hræra saman úr
ólíklegustu atvikum og uppá-
komum. Svo virðist vera sem
fransmenn séu búnir að breyta
um stefnu í gerð gamanmynda;
varpa fyrir róða Luis des Funes
og hans nótum og farnir að gera
skemmtimyndir sem kafna ekki
undir nafni. Og er það vel.
ÁGENGNI Á MELÓNU-
EKRUNUM
TÓNABÍÓ
MR. MAJESTYK ★
Bandarfsk frá 1974. U.A.
Tónlist: Charles Bernstein.
Leikstjóri: Richard Fleischer.
Söguþráðurinn í MR.
MAJESTYK er að vísu bæði
furðulegur og með ólíkindum,
en tæpast þó eins miklum og
auglýsingin gefur til kynna:
„... Myndin fjallar um melónu-
bónda sem á i erfiðleikum með
að ná inn uppskeru sinni
vegnaágengni leigumorðingja
...“ Ekki vissi ég til þess fyrr
að leigumorðingjar væru svona
vitlausir í nýtfndar melónur ..,.
Og Majestyk snýst á móti
þessum vágesti líkt og korn-
bændur austur á Héraði gegn
gæsinni og öðrum varg og
þurrkar rykið af drápstólum
sínum og snýst til varnar.
Myndin er einmitt sniðin að
þessum gamallega hörkukar-
akter, Charles Bronson, sem
sjaldan hefur verið ljótari og
illmannlegri en I þessari mynd
og er þá mikið sagt. Reynt er að
byggja upp stígandi I myndinni
sem endar svo með sprengingu,
líkt og í STRAW DOGS Peckin-
pah, en því fer bara fjarri að
Fleischer komist með tærnar,
þar sem að Packinpah hefur
hælana.
Aðalveikleikar myndarinnar
eru að ofbeldið er látið sitja I
öndvegi, öll persónusköpun
með eindæmum fátækleg og
efnisþráðurinn oft um of
ósennilegur. En það skiptir
sjálfsagt ástríðufulla ofbeldis-
unnendur litlu máli, en fyrir þá
eina er MR. MAJESTYK gerð.
HARRY OG
TONTO ★★★★
NÝJA BÍÓ
Amerfsk frá 1974. 20th
Century-Fox. Leikstj. Paul
Mazursky.
Þar sem efni myndarinnar
hefur veriðTakið hér á síðunni,
og um hana farið lofsamlegum
orðum, er ekki svo miklu við að
bæta. Ég vil þó benda fólki á að
H & T er einfaldlega ein besta
mynd sem sýnd hefur verið
hérlendis langa lengi. Hún er
svo manneskjuleg og gerð af
svo jákvæðu hugarfari að
manni hnykkir við eftir allt of-
beldið og djöfulskapinn sem i
dag veður uppi í flestum mynd-
um.
Handritið er frábærlega
skrifað af Mazursky, persónur
allar skýrt mótaðar i fáum
dráttum. Tekist er á við við-
kvæmt þjóðfélagsvandamál —
kynslóðabilið. Og myndin sýnir
hversu auðveldlega mætti bæta
úr því ef fólk væri almennt
örlitið jákvæðara i viðhorfi
sínu til lífsins. Harry er
ógleymanlegur karakter, mann-
legur, úrræðagóður, fyndinn og
snjall. Art C;rney gerir honum
stórkostleg skil. Annars er
þessi mynd öll svo vel leikin og
manngerðirnar svo vel valdar í
hlutverkin að slíkt er með ein-
dæmum.
H & T býr yfir þeirri fegurð
og boðskapur hennar er svo já-
kvæður að hún ætti að orka á
flesta áhorfendur eins og
vítamínsprauta. Ekki síst er
þetta mynd fyrir eldra fólk.
Það er nefnilega svo mikið eftir
þó fólk sé komið á sjötugsaldur-
inn ...
KVIKMYNDAVIÐ-
BURÐUR
STJÖRNUBlÓ
THE LAST
DETAIL ★★★★
Bandarisk frá 1973.
Columbia. Leikstj. Hal Ashby.
Til eru þær gerðir mynda
sem afhjúpa sneijima meiningu
sína af snilli og fimleika sem
vekur bæði áhuga okkar og var-
kárni. Á meðan maður nýtur
slíkrar myndar er meginspurn-
ingin ekki sú, „hvað skeður
næst?“ heldur „skyldu þeir
klúðra henni?“ Nokkur dæmi
um slíkar myndir sem hafa
heppnast fullkomlega eru THE
GUNFIGHTER, THE
AFRICAN QUEEN, THE
DÉFIANT ONES og hin nýj-
asta er THE LAST DETAIL.
En þrátt fyrir að T.L.D. sé oft-
ast bæði fyndin og hressileg, er
mjög villandi og fráleitt að álita
hana gamanmynd.
Handrit Robert Towne er
byggt ásögu Darryl Poniscan,
og hún nokkuð betrumbætt.
Tveir atvinnusjóliðar fá það
verkefni að flytja i varðhaldi
nýliða í sjóhernum frá herstöð
flotans I Norfolk í Viginíu til
fangelsis sjóhersins í Ports-
mouth í New Hampshire.
Myndin fjallar því um þrjá
menn á ferðalagi og um leið og
manni skilst það, veit maður að
þetta er táknmyndafull kvik-
mynd með yfirtón. Þetta ástand i
er fjarri því að vera nýtt af
nálinni, fjölmargir vestrar hafa
fjallað um álíka atburði; sýslu-
maður á ferðalagi með fanga
sem hann þarf að koma undir
réttvísina og í sameiningu
þurfa þeir að þjást og mæta
aðsteðjandi hættum.
En T.L.D. ber af flestum
hinna því dramað helst óslitið
út alla myndina. Handritið end-
ar nákvæmlega eins og til var
stofnað i upphafi, ekkert er
fegrað. Kvölin og angistin stafa
af þeirri staðreynd að þrátt fyr-
ir freistingar til þess að fara út
af stefnunni heldur handritið
áfram þangað sem því var ætlað
í upphafi — inn I raunveruleik-
ann, vanann, óttann og undir-
gefnina. Utkoman verður því
ekki kaldhæðnisleg, heldur blá-
kaldur raunveruleikinn.
Jack Nicholson er hinn eldri
Shore Patrol tvímenninganna,
og hefur hann sjaldan eða
aldrei verið betri en í túlkun
sinni á þessum hr. ekki neitt.
Enda hlaut hann gullverðlaun í
Cannes ’74 fyrir leik sinn í
myndinni. Hinn leikarinn er
svartur, Otis Young, en hann
lést skömmu eftir að myndatök-
unni lauk og er mér ókunnugur
úr öðrum myndum. Fanga
þeirra leikur Randy Quaid,
stórvaxinn náungi, sem oft hef-
ur brugðið fyrir I öðrum mynd-
um. Nicholson hefur boðið hon-
um hlutverk í að minnsta kosti
tveimur myndum eftir að þeir
léku saman í þessari. Pilturinn
framdi þann hryllilega „glæp“
að gera tilraun til þess að stela
fjörutlu dölum úr söfnunar-
bauk aðmlrálsfrúarinnar I her-
stöðinni, hlaut fyrir átta ára
dóm og brottrekstur úr hernum
— með skömm. En slíkt er ekk-
ert gamanmál að burðast með á
pappírunum I þeim löndum,
sem er herskylda.
Upphaflega ákveður Nichol-
son að flýta ferðinni sem mögu-
legt er, svo þeir félagarnir geti
slappað ærlega af á eftir, en
fimm daga fá þeir til ferðarinn-
ar. En hin stöðuga nærvera
piltsins, óhæfa refsingarinnar,
vanmáttur hans við að hafa
stjórn á lífi sínu og reynsluleysi
piltsins á svo gott sem öllum
sviðum auk næstum hundslegr-
ar virðingar hans fyrir varð-
mönnum slnum, allt hefur
þetta fyrirséð, en snoturleg
meðhöndluð áhrif. Og I stað
þess að hraða för þeirra slæpist
Nicholson. vill auðsýnilega
veita drengnum eitthvað, svo-
lítið gaman og lífsgleði áður en
fangelsisdyrnar lokast að baki
hans. Eitt af því er eldskírn
hans I rekkjubrögðum og hlýt-
ur hann þá dýrmætu lífs-
reynslu I ódýru vændishúsi i
Boston.
Og við vonum að engin
smeðjulykt verði nú af mynd-
inni. Og fyrir utan hálf-bitlausa
samfundi við nokkra Green-
wich Village búa, sem eru við
Nichiveg Soshu bænalestur, og
kjánalegar ryskingar við
nokkra landgönguliða "úr flot-
anum, (marines), er handritið
fyllilega samkvæmt sjálfu sér.
Þeir flytja drenginn I fangelsið
og er þeir snúa til baka ræða
þeir um hvað eigi að stytta
þeim stundirnar áður en komið
er aftur til Norfolk. (Þetta er
umbót á bók Poniscan, sem hef-
ur langan, kaldhæðnislegan og
leiðinlegan endi).
Handritið bendir á að ábyrgð-
in er alltaf einhvers staðar á
flökti; sá lágtsetti kemur henni
á þann æðri, sem svo aftur
sendir hana rétta boðleið til
baka.
Sterkur undirstraumur hand-
ritsins er sú ályktun, ekki ný en
ætíð sönn, að hermennska sé
fyrir þá sem ekki vilja halda
áfram á þroskabraútinni og
vera unglingspiltar allt sitt líf.
Einkennisbúningur, aðallega
hjá þeim lægra settu, er brynja
gegn því að fullorðnast.
Jack Nicholson er hér rétti
leikarinn i réttu hlutverki.
Harður en rómantískur, gæfur
og grimmur. En svona til að
finna eitthvað að, þá má segja
að það eina sem er rangt við
það, að hann stelur myndinni,
er að handritið virðist samið
með það fyrir augum. En I sam-
einingu varpar hlutverkið og
Nicholson töfraljóma á mynd-
ina.
Sem aðstoðarmaður hans er
Young ekki eins áhrifamikill,
viðunanlegur, en maður hefur
alltaf á tilfinningunni að hann
sé ekki að leika. Til að byrja
með hélt ég að Quaid mundi
ekki ráða við hlutverk sitt. En
hann hefur útlitið með sér, og
einhver allsherjarvöntun á öll-
um þokka hjálpar mikið til.
Leikstjórínn er Hal Ashby, sá
sem gerði myndirnar THE
LANDLORD, — HAROLD
AND MAUDE, sem var mjög
athyglisverð fyrir margra hluta
sakir, og svo SHAMPOO, sem
hlaut mikið lof gagnrýnenda á
síðasta ári. Hér er handbragð
hans ákveðið, slétt og fellt. (En
hann hefði garnan mátt fylgjast
betur með öðrum faþegum
brautanna og vagnanna; þeir
eru undarlega sinnulausir
gagnvart átökum þremenning-
anna.)
í Portsmouth er Quaid drif-
inn bak við lás og slá án þess að
hafa tækifæri til þess að
Framhald á bls. 37