Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.08.1976, Qupperneq 48
AÚGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 LÝSINGASÍMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 15. AGÚST 1976 Góð rækjumið fundin á stóru svæði við Sporða- grunn og Reykjafjarðarál Óþurrkarnir á Suður-, Vestur- og Norðvesturlandi: Þorri bænda stendur illa að vígi í heyskap Einmuna heyskapartíð hefur verið á Norðaustur- og Austurlandi HÖFRUNGUR frá Grindavfk sem nú er við rækjuleit úti fyrir Notð- urlandi hefur fundið mjög góð rækjumið á stóru svæði við Sporðagrunn og Reykjafjarðarál. Kom þetta fram þegar Morgun- blaðið ræddi við Sólmund Einars- son sjávarlíffræðing. Sólmundur sagði að Höfrungur hefði fengið mjög góð höl á þess- um slóðum eða 200 til 300 kfló að jafnaði á togtfma. Rækjan á þessu svæði væri að vfsu svolftið mis- jöfn en um 200 stykki færu í kflóið að meðaltali. Aðspurður um hvort einhver rækja hefði fundizt úti fyrir Austfjörðum sagði Sólmundur, að Langanes frá Þórshöfn hefði leitað rækju þar fyrir skömmu, en Iftið orðið ágengt. — Það var svo mikill kolmunni á rækjuslóðinni, að þeir urðu frá að hverfa. Það kom fyrir að þeir fengu upp í 3 tonn af kolmunna í hali, en kolmunninn virðist liggja mjög þétt við botninn á þessum slóðum. Rækjuleit við Austfirði Nýr Nátt- fari á ferli NVR NÁTTFARI virðist vera á ferli f höfuðborginni. Hann heim- sótti hús eitt við Bergstaðastræti í fyrrinótt en hvarf á braut án þess að hafa nokkuð fémætt með sér. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar fór maóurinn inn um svalahurð á 3. hæð húss- ins og mátti greinilega sjá þess merki. Fór hann þaðan inn í svefnherbergi, þar sem ungur maður var í þann veginn að festa svefn. Segist þessi ungi maður muna eftir því að hann yrti á Náttfara, og hvarf hann þá á braut, en ungi maðurinn sofnaði strax, þar sem hann var þreyttur eftir mikla vinnu. Næst lagði Náttfari leið sfna upp á efstu hæð hússins og bank- aði þar á dyr íbúðar. Gömul hjón búa í íbúðinni. Þegar komið var til dyra spurði Náttfari eftir ákveðinni persónu, sem ekki átti þarna heima en hvarf sfðan á brott. verður því að bíða betri tima, sagði Sólmundur. Þá sagði Sólmundur að Langa- nes væri nú að veiðum djúpt norð- ur af Grímsey og hefði ekki annað frétzt en að vel fiskaðist þar. Sagði hann ennfremur, að eftir ætti að kanna ýmsa staði fyrir Suðvesturlandi, þar sem líklegt Framhald á bls. 47 Gasolía og svartolía hækka um 6,6—11,2% NVTT verð á gasolfu og svart- olfu tók gildi f gær, og er hækkunin á bilinu 6,6—11,2% Gasolía til húsahitunar og til íslenzkra fiskiskipa kostar nú 27,05 krónur lítrinn, en kostaði^ áður 25,35 krónur. Miðað er við að olíunni sé dælt úr bíl, en ef hún er tekin beint úr leiðslu kostar lítrinn 5 aurum minna. Þetta verð er án söluskatts og er hækkunin 6,6%. Gasolía með söluskatti kostar 32,40 krónur lítrinn en kostaði áður 30,40 krónur. Gasolía frá dælu kostar nú 36 krónur lítrinn en kostaði áður 33 krónur og er hækkunin 9%. Svartolía hækkar úr 17,080 krónum tonnið í 19,000 krónur og nemur hækkunin 11,2%. EGGJAVERÐ hefur farið lækk- andi að undanförnu og er ástæðan offramleiðsla á eggjum, að sögn Einars Tönsberg, sem rekur ali- fuglabú f Feffsmúla f Mosfells- sveit. Einar sagði að eggjafram- leiðendum hefði fjölgað að undanförnu og miklu meira hefði verið ungað út en áður með til- komu stórra útungunarvéla. ENN er ég ekki úrkula vonar um að þurrkur komi á Suður- og Suð- vesturlandi og takast megi að bjarga inn heyjum bænda — sagði dr. Halldór Pálsson, bún- aðarmálastjóri f samtali við Mbl. Mjög skiptir f tvö horn á landinu f heyskaparmálum. Vestan- og sunnanlands hefur varla gert „Þegar ástandið er svona er of- framleiðsla á eggjum og þá lækk- ar verðið sjálfkrafa, því ekkert niðurgreiðslukerfi er í sambandi við eggjaframleiðslu. Framleið- endur verða að gefa verzlunum og stórum viðskiptavinum afslátt, og er 10% afsláttur algengur um þessar mundir. Þegar afsláttur- Framhald á bls.47 þurrk frá þvf um mánaðamótin júnf-júlf, en norðanlands og austan hefur verið einmuna hey- skapartfð og þar eru þegar komin í hús mikil og góð hey. Hey á óþurrkasvæðunum eru mikil, þótt ekki hafi tekizt að hirða þar að ráði og ef nú rætist úr og unnt verður að heyja, er ljóst að taðan verður léleg. Halldór Pálsson sagði að ástandið væri þannig að afbragðs heyskaparsumar hafi verið í Eyja- firði og þar fyrir austan, á Aust- urlandi og allt vestur á Mýrdals- sand. í Skaftafellssýslum var þó nokkuð erfiðara en á Norðurlandi austanverðu. Hins vegar hefur verið með eindæmum erfið hey- skapartíð síðan 10. júli eða um það bil um allt vestanvert landið, frá Múrdalssandi og allt vestur og norður um að fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. En þar sem tækni er viðast mjög góð, hefur þrátt fyrir fáa þurrkdaga tekizt að ná upp miklu heyi á sumum bæjum og eru þvi þeir bændur allvel á veg komnir — einkum þeir, sem gátu byrjað að slá seinast I júní eða i júlíbyrjun og náðist þá nokkuð af ágætu þurru heyi. Ennfremur eru þeir, sem hafa votheysgerð í ein- hverjum mæli, allir vel á vegi staddir. Allur þorri bænda stendur hins vegar mjög illa að vígi á óþurrka- svæðunum. Hjá einstaka manni horfir til hreinna vandræða. Uti __________Framhald á bls.47 Pakkaleit í Heiðmörk LÖGREGLAN f Hafnarfirði fékk f gær tilkynningu um tvo stóra pakka, sem lágu í djúpri gjótu f Heiðmörk. Lið var sent á staðinn sfðdegis f gær og sigu menn niður f gjótuna. Reyndist þetta aðeins vera samanpakkað rusl. Þetta dæmi sýnir, að vegna atburða sfð- ustu missera, er fólk vel á verði ef það sér ókennilega pakka úti f náttúrunnf. Eggjavcrð fer lækkandi vegna offramleiðslu „Sigga Vigga“ og hinar stelpurnar slappa af í kaffitímanum. Ljósm. Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.