Morgunblaðið - 17.09.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 13
Kosið í Svíþjóð á sunnudag
Aðeins kommúnistar geta bjargað stjóm jafnaðarmanna
LOKASPRETTURINN
er nú hafinn í kosninga-
baráttunni í Svfþjóð, kos-
ið verður bæði til þings
og sveitarstjórna á
sunnudaginn kemur.
Sjaldan eða aldrei hafa
kosningar þar í landi ver-
ið jafn tvfsýnar og nú en
möguleikar borgara-
flokkanna á að ná stjórn-
artaumunum, sem f 44 ár
hafa verið í höndum
jafnaðarmanna, eru tald-
ir meiri en nokkru sinni.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um eru kosningarnar tapaðar
fyrir Jafnaðarmenn. Njóta þeir
fylgis aðeins um 45% kjósenda
á meðan 49% styður borgara-
flokkana þrjá. Rúmlega 4%
kjósenda styðja kommúnista,
en við þá hefur stjórn jafnaðar-
manna stuðzt í þinginu undan-
farið kjörtimabil. Minni flokk-
ar, sem ekki eiga fulltrúa á
þingi, deilda svo með sér fylgi
um 2% kjósenda.
En þó að útlitið sé dökkt fyrir
jafnaðarmenn þá hafa þeir séð
það svart áður. Er skemmst að
minnast kosninganna 1973, þeg-
ar þeir samkvæmt öllum skoð-
anakönnunum höfðu tapað
kosningunum en tókst með
naumindum að halda völdum
með 175 sæti I þinginu, þar á
meðal þingsæti kommúnista, á
móti jafnmörgum þingsætum
borgaraflokkanna. Hefur þeim
verið það Iagið að vera seinir f
gang en ná sér á strik á síðustu
dögum fyrir kosningar. Er ekki
ólíklegt að svo verði einnig nú,
sérstaklega ef haft er i huga að
á síðustu þremur mánuðum
hafa sósialísku flokkarnir tveir
bætt við sig fylgi 3% kjósenda
á meðan borgaraflokkarnir
hafa misst 2.5%.
Margir telja þó að lokaátakið
hjá jafnaðarmönnum komi nú
of seint og benda á að enn,
fáum dögum fyrir kosningar,
hefur þeim ekki tekizt að kom-
ast úr varnarstöðu, sem þeir
voru hraktir I i upphafi kosn-
ingabaráttunnar.
_______Foreldrafrí__________
Þó að kosningabaráttan hafi
að miklu leyti snúizt um efna-
hagsmál hafa jafnaðarmenn
ekki getað notfært sér það sem
skyldi hve vel hefur tekizt í
þeim málum. Gagnstætt því
sem verið hefur í flestum
Evrópuríkjum, hefur atvinnu-
leysi f Svíþjóð verið hverfandi,
verðbólgan hefur verið hófleg
og landið hefur ekki átt við
gjaldeyrisvandamál að strfða.
En vegna jafnvægisstöðunnar á
þingi hefur stjórn efnahags-
mála verið að miklu leyti byggð
á málamiðlunum og borgara-
flokkarnir hafa þvi getað að
miklu leyti, gefið sjálfum sér
heiðurinn af þvf hve vel hefur
tekizt.
Helzta vopn jafnaðarmanna
er þess vegna félagsmálin og
byggja þeir kosningabaráttu
sfna upp á þeim aðdáunarverðu
endurbótum sem þeir hafa gert
í velferðar- og verkalýðsmálum.
Beita þeir fyrir sig slagorðum
eins og „saman getum við gert
gott land betra" og „meiri tfma
með börnunum". Þeir hafa
einnig lagt til að launþegar fái
fimm vikna sumarfrf á launum
og að foreldrar smábarna fái
sameiginlega eins árs frí frá
störfum og haldi 90% af laun-
um sfnum á meðan, til að geta
verið heima hjá ungbörnum
sínum.
En þeir eiga í vök að verjast,
þegar út í umræður kemur um
vægðarlaust og flókið skatta-
kerfi, vakandi auga rfkisvalds-
ins og skrifstofubáknsins yfir
borgurunum, þjóðnýtingartil-
lögur og hugsanlega fjárfest-
ingarsjóði launþega. Það var
hagfræðingur Alþýðusam-
bandsins, LO, Rudolf Meidner,
sem átti hugmyndina að þeim
og hefur LO, sem er nátengt
flokki jafnaðarmanna, gert til-
lögur hans að sfnum. 1 þeim
felst að fyrirtæki greiði ákveð-
inn hluta af arði sfnum f fjár-
festingarsjóði, sem eru undir
stjórn launþegasamtakanna og
geta samtökin með því móti náð
yfirráðum yfir fyrirtækjunum
á 10 Til 30 árum.
Fálldin — forsætisráðherraefn-
ið
Olof Palme, forsætisráð-
herra, hefur hingað til komið
sér hjá þvf að taka afstöðu til
Meidnersjóðanna, eins og þess-
ir fjárfestingarsjóðir eru í dag-
legu tali kallaðir, þrátt fyrir
mikla ágengni stjórnarandstöð-
unnar. Borgaraflokkarnir
halda því fram að sjóðirnir
muni færa fáum leiðtogum al-
þýðusambandsins of mikið fjár-
málalegt vald f hendur og miða
þvf, gagnstætt þvf, sem þeim er
ætlað, ,að aukinni samþjöppun
valdsins.
Stjórnarandstaðan hefur
einnig gagnrýnt harðlega tillög-
ur alþýðusambandsins um þjóð-
nýtingu lands og kröfur lands-
fundar jafnaðarmanna um
þjóðnýtingu lyfjaiðnaðarins og
námsbókaútgáfu. Hún hefur
einnig gagnrýnt það sem hún
kallar vald embættismanna, sf-
vaxandi miðstýringu áætlunar-
gerða og útþenslu skrifstofu-
báknsins, og heldur því fram að
þetta stofni frelsi manna í
hættu.
óvæntur bandamaður
Stjórnarandstöðunni hefur
bætzt óvæntur bandamaður,
þar sem er hinn vinsæli barna-
bókahöfundur Astrid Lind-
gren, sem meðal annars skrif-
aði Lfnu lagnsokk og Karl
Blómkvist, leynilögreglumann.
Lindgren, sem er gamalgróinn
krati, fékk í ár skattaálagning-
arseðil og var hanni samkvæmt
honum gert að greiða 102%
tekna sinna f opinber gjöld.
Svaraði hún með því að skrifa
ævintýrið um Pomperipossi f
blaðið Expressen, sem reyndist
bitur ádeilda á Gunnar Strang,
fjármálaráðherra, og ríkis-
stjórnina.
1 sfðustu viku fór hún aftur
af stað í Expressen, og ásakaði
stjórn jafnaðarmanna um að
kúga einstaklingsfrelsið og
skapa samfélag, sem væri „eins
nærri skriffinnaeinræði og
hægt væri“.
„Ef það er rétt að stjórnmál
séu listin að koma i veg fyrir að
fólk sé að skipta sér af því sem
það varðar, þá er enginn jafn
fær f stjórnmálum og Jafnaðar-
mannaflokkurinn og rikisstjórn
hans. Hann ákveður allt fyrir
okkur, hvar og hvernig við eig-
um að lifa, hvað við eigum að
borða, hvernig á að ala börn
Palme — tók Fálldin ekki al-
varlega.
okkar upp, hverju við eigum að
trúa og halda ... allt,“ sagði
Astrid Lindgren.
_______Kjarnorkan_________
Svo til öruggt er, að ef
borgaraflokkarnir þrfr, Mið-
flokkurinn, Þjóðarflokkurinn
og Hægfara einingarflokkur-
inn, mynda rfkisstjórn verður
formaður Miðflokksins, Thor-
björn Fálldin forsætirráðherra.
Hann er fimmtugur, mikill ró-
lyndismaður, reykir pfpu og er
fjárbóndi. Hann hefur lýst yfir
algjörri andstöðu sinni og
flokks sfns við stefnu stjórnar-
innar f orkumálum en sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir
að 13 kjarnorkuver framleiði
40% af raforku Svía árið 1985.
Fimm þessara vera eru komin í
notkun, fimm eru f byggingu og
þrjú á teikniborðinu. Telur
Fálldin byggingu kjarnorku-
veranna ábyrðgðarleysi, þar
sem ekki sé vitað hvers konar
áhrif þau kunni að hafa á un-
hverfið né hve hættuleg þau
geti verið fólki, sem býr f ná-
grenni þeirra ef þau verða eyði-
lögð i stríði eða náttúruhamför-
um. Hefur Fálldin lýst þvf yfir
að taki flokkur hans þátt í
stjórnarmyndun, verði það
stefna stjórnarinnar að hætta f
áföngum vinnslu raforku úr
kjarnorku.
Olof Palme gerði f upphafi
Framhald á bls. 21
Skrifstofuþjálfunin
Meöferö tollskjala
Þetta sérnámskeið er ætlað þeim sem fást við
innflutning á erlendum vörum.
Gerð tollskýrslu. Verðútreikningar. Meðferð toll-
skjala. Tollflokkun. Tollmeðferð.
Kennt er einn dag í viku, þrjár kennslustundir I senn,
48 stundir alls
Mímir# sími 10004 og
Brautarholt 4; 11109 0<l 1 — 9e.h.)
\mmmmmmmMm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
H|H
Nýkomió mikið
úrvai af
tékkneskum
skóiagíturum
á hagstæóu verði
Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur.
Gerið góð kaup!
Leyft verð Okkar verð
Rúgmjöl 5 kg.............
Gróft salt 1 kg..........
Ota sólgrjón 1900 gr......
Molasykur 1 kg...........
R'itz kex................
Libbys bakaðar baunir
1 /2 dós..................
Libbys tómatsósa
Stærri flaska............
Petal WC pappír 2 rl.....
Sláturgarn og rúllupylsugarn
Sykur og hveiti í sekkjum
649 kr. 520 kr.
78 kr. 70 kr.
417 kr. 375 kr.
233 kr. 209 kr.
150 kr. 135 kr.
198 kr. 178 kr.
314 kr. 283 kr.
101 kr. 91 kr.
V
Vörumarkaöurinnhf.
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112
Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-11 3