Morgunblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
Minning:
jT
Asgeir
Magnússon
forstióri
Menn setti hljóða og margir
máttu vart mæla, þegar þeir
fréttu hið óvænta og sviplega and-
lát Ásgeirs Magnússonar for-
stjóra, aðeins 54 ára að aldri, sem
bar að höndum að morgni hins 10.
september s.l.
Það orkaði ekki tvímælis að Ás-
geir var meðal allra fremstu Is-
lendinga, sem nú eru uppi.
Hann var mikill maður að vall-
arsýn, samsvaraði sér vel. Dökk-
hærður og brúneygður, en bláleit-
um glampa brá þó fyrir i augum
hans öðru hvoru. Hársvörður
hans var þéttur og gróskumikill.
Snemma vottaði fyrir því, að
hár hans yrði gráyrjótt og jókst
það með aldrinum. Var hárið hans
höfuðprýði til æviloka.
Orðheppin kona komst svo að
orði um Ásgeir, að „af honum
geislaði göfugmennska, lífsþrótt-
ur, lífsf jör“.
Ásgeir var fæddur 26. nóvem-
ber 1921 í Vík í Mýrdal, V-
Skaftafellssýslu. Foreldrar hans
voru heiðurshjónin Magnús húsa-
smíðameistari Jónsson, f. á Litlu-
Heiði 18.2 1893, d. 8.4 1971, Bryn-
jólfssonar trésmiðs og vegaverk-
stjóra, Vik í Mýrdal, f. 24. 8.1865,
d. 20.3 1948, Guðmundssonar, —
og kona hans Halldóra Ásmunds-
dóttir, f. á Hnappavöllum 8.4
1896. Átti hún áttræðisafmæli nú
i vor og er enn á lífi, vel ern.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið. Elst var Sóley, er
fæddist árið 1920, árinu eldri en
Ásgeir. Lézt hún af heimakomu
nokkurra daga gömul.
Ásgeir fæddist 26.11 1921, eins
og fyrr greinir. Hann var skirður
fullu nafni Ásgeir Þórarinn.
Annar bræðranna er Karl vél-
stjóri, sem lengi vann hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og er nú
yfirverkstjóri á viðgerðaverk-
stæði Álversins i Straumsvík, f. I
Vík i Mýrdal 25. sept. 1924.
Þriðji bróðirinn er Jón Reynir,
verkfræðingur, f. í Reykjavík 19.
júní 1931. Hann er nú fram-
kvæmdastjóri Sildarverksmiðja
ríkisins. Hann starfaði nokkur ár
við matvælaeftirlit fyrir S.Í.S.
Síðar við Fiskstautaverksmiðju
Coldwater í Cambridge í Mary-
land í Bandaríkjunum, en réðist
til S.R. 1970.
Dr. Sturla Friðriksson var
bekkjarbróðir Ásgeirs í Mennta-
skólanum í Reykjavík og samtim-
is honum í Háskóla lslands og
náinn vinur, mun rita um náms-
feril Ásgeirs fram að embættis-
prófi 1951.
Þeir voru systkinasynir Ásgeir
Magnússon og Erlendur Ein-
arsson, forstjóri Sambands Isl.
samvinnufélaga (S.Í.S.). Erlend-
ur mun I eftirmælum greina frá
störfum Ásgeirs á vegum Sam-
bandsins og verða þau því ekki
rakin i grein minni.
Ásgeir og þau systkin voru
komin af nafnkunnum ættum í
Skagafirði og Skaftafellssýslum,
þar á meðal af Steingrimsætt, en
af þeirri ætt er fjöldi manns I
þessum sýslum, svo og í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslum og víðar um
land.
Gunnar Vigfússon, fræðimaður
að Selfossi, ritaði drög að ættar-
skrá Ásgeirs I september 1961.
Kemur þar fram, að hann er I
ættartengslum við fjölda Skaft-
fellinga, þar á meðal við núver-
andi biskup, Sigurbjörn Einars-
son.
Sveinn Eiríksson f. 4. 8. 1844, d.
19.6 1907 dótlursonur Sveins
lækr/is Pálssonar, var prestur að
Sandtelli i Nesjum, A-
Skaftafellssýslu, siðar að Kálfa-
fellsstað og loks að Ásum í Skaft-
ártungu til dauðadags, að hann
drukknaði í Kúðafljóti. Hann var
alþingismaður A-Skaftfellinga
1886-1891. Hann var kvæntur
Guðriði Pálsdóttur prófasts í
Hörgsdal á Síðu. Meðal barna
þeirra voru Sveinn bóndi að Fossi
i Mýrdal, Páll yfirkennari, Sigrið-
ur kona Vigfúsar bónda í Flögu
og Gísli sendiherra. Börn þeirra
hjóna voru alls 11.
Ættfaðir Asgeirs Magnússonar
var Sveinn Pálsson, fjórðungs-
læknir í Austurhéraði Suðuramts-
ins, er fæddur var á Steinsstöðum
í Tungusveit í Skagafirði.
Sveinn var náttúrufræðingur
mikill og ferðaðist um landið með
styrk frá Náttúrufræðifélaginu í
Kaupmannahöfn á árunum 1791-
1794 og ritaði merk rit um ferðir
sinar. Sveinn kvæntist Þórunni,
dóttur Bjarna Pálssonar, fyrsta
landlæknis hér á landi, tengda-
sonar Skúla Magnússonar, land-
fógeta i Viðey.
Af Sveini Pálssyni er til rauð-
krítarmynd, gerð af listamannin-
um Sæmundi Magnússyni Hólm.
Svipar myndinni til sumra afkom-
enda Sveins læknis og er afbragðs
listaverk.
Sú villa hefur slæðst inn I upp-
sláttarbækur (Læknatal), aðGuð-
rún móðir Sveins sé dóttir Jóns
lögréttumanns á ökrum í Skaga-
firði, Eggertssonar. Hún var dótt-
ir alnafna hans, Jóns skálds Egg-
ertssonar af Reykjaætt í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði. Jón
skáld bjó að Steinsstöðum og síð-
an lengi í Héraðsdal í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði.
Grímur Thomsen hefur gert
dugnað og fórnarlund Sveins
Pálssonar ódauðlega i kvæði sinu
um hann og stólpagripinn Kóp.
Sveinn braust þá yfir Jökulsá á
Sólheimasandi (Fúlalæk) í jaka-
burði og vexti til að bjarga konu í
barnsnauð.
„tJr barns og móðurbætti’ hann
þraut.
Blessun upp því skar hann,
önnur laun hann engin hlaut
Ánægður þó var hann.“
Ásgeir Magnússon var búinn
sömu afbragðs gáfum og dugnaði
og Sveinn Pálsson forfaðir hans
og sömu fórnarlund.
Aldrei átti hann svo annrikt, að
hann hefði ekki tíma til að sinna
vandamálum annarra.
Hann hafði kynnzt og sjálfur
starfað I hinum ýmsu greinum
þjóðlifsins. Gat hann því auðveld-
lega sett sig í spor annarra.
Ásgeir varði meiri tima til
slíkrar fyrirgreiðslu, jafnt vegna
þeirra, sem lítils máttu sin, sem
hinna er meira máttu.
Var þessi hjálpsemi hans meiri
og tafsamari, en honum var unnt
að láta í té, án þess að misbjóða
sínu mikla starfsþreki. Hann var
sístarfandi frá morgni til kvölds.
Þótt hraustmenni séu, þolir eng-
inn mennskur máttur slíka of-
raun til lengdar.
Asgeir var framkvæmdastjóri
Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá
því í júnimánuði 1974 með sóma,
til jafnlengdar 1975, að hann réð-
ist til J árnblendifélagsins.
XXX
Ásgeir hafði lengst af ævi sinn-
ar verið mjög heilsuhraustur, en
tók að kenna innvortiseymsla I
sumar. Hélt hann sig hafa fengið
magasár af áhyggjum og miklum
og margvislegum störfum, að
stofnun Járnblendifélagsins og
undirbúningi framkvæmda þess
við Hvalf jörð.
Hina tæknilegu hlið fram-
kvæmdanna annaðist Gunnar Sig-
urðsson PhD verkfræðingur og
var með þeim ágæt samvinna.
Fyrir þrem vikum gerði Ásgeir
grein fyrir stöðu járnblendiverk-
smiðjunnar og væntanlegri sam-
vinnu hennar við norska fyrir-
tækið ELKEM í sjónvarpinu.
Um sama leyti i sumar hafði
hann flutt fjölda erinda um sama
efni fyrir ríkisstjórninni, bönk-
um, innlendum og erlendum og
fleiri aðilum.
Við flutning og skýringar þessa
máls mátti ekki greina, að Ásgeir
gengi ekki heill til skógar og senn
yrði komið að leiðarlokum hins
jarðneska lifs.
Ásgeir Magnússon var trúmað-
ur. Hann átti sæti á kirkjuráðs-
þingum íslenzku þjóðkirkjunnar
og i sóknarnefnd Garðakirkju í
Garðabæ. Lét þar að sér kveða til
endurbóta og prýði á kirkjunni.
XXX
Ásgeir var einstaklingshyggju-
maður og taldi að ríkið, borgin,
bæir eða sveitarfélög ættu ekki að
annast annan atvinnurekstur en
þann, sem ofvaxinn væri einka-
eða samvinnurekstri, vegna mik-
illar áhættu og fjárfestingar. Slik-
ur stórrekstur ætti þó fullan rétt
á sér til þess að hagnýta á sem
hagkvæmastan hátt auðlindir
landsins til sjávar og sveita.
Nýjar framkvæmdir þyrftu að
bera sig fjárhagslega og vera hag-
kvæmar fyrir þjóðarheildina, að
öðrum kosti yrðu þær þjóðinni
fjötur um fót.
Hann óttaðist mjög þá eyðslu-
stefnu, sem nú rikir með þjóðinni
og taldi óhjákvæmilegt að þjóðin
yrði að sníða sér stakk eftir vexti.
Ásgeir Magnússon var einhver
hinn bezti samningamaður, sem
land vort hefur haft á að skipa á
þessari öld. Hann hafði svo góð
áhrif á viðsemjendur sína, er-
lenda sem innlenda, að þeir vildu
koma til móts við málstað hans á
meira en miðri leið.
Það fréttist s.l. vor, að forset-
inn, Kristján Eldjárn, væri tregur
til þess að gefa kost á sér til
endurkjörs. Fóru þá margir að
velta þvi fyrir sér, hver myndi
hæfastur til þess að gegna þessu
virðulega embætti. Kvað þá við úr
öllum áttum að það væri Ásgeir
Magnússon.
Ég er viss um, að Ásgeir hefði
prýtt þann háa sess með sóma, ef
honum hefði enzt heilsa og aldur.
Enginn má sköpum renna. Frá-
fall hans kom eins og reiðarslag
yfir þjóðina.
íslenzkaþjóðin drúpir höfði.
Snögglega dró ský fyrir sólu.
Hann var allt í einu orðinn fár-
veikur og horfinn af sjónarsviði
jarðlífsins.
Allir mega vita að skammt er
milli lifs og dauða.
Sizt búast menn við því að mað-
ur, sem þeir hafa þekkt áratugum
saman sem ímynd lífsgleði, lifs-
þróttar og glæsimennsku, sé allt i
einu horfinn úr hópi óteljandi
vina og velunnara.
Slikt áfall er erfitt að þola.
Ásgeir var um skeið formaður
Rotaryfélagsins Reykjavik —
Austurbær og umdæmisstjóri
Sambands Rotaryfélaga á íslandi.
Einnig varð hann formaður Frí-
múrarareglunnar á íslandi að
látnum Valdimar Stefánssyni,
saksóknara, árið 1974.
Asgeir var vararæðismaður
Irska lýðveldisins á Islandi.
Ásgeir átti þeirri vöggugjöf að
fagna að eiga ágæta foreldra sem
létu sér annt um hann i hvívetna.
Ásgeir kvæntist Guðfinnu Ing-
varsdóttur, yfirvélstjóra á skipum
Eimskipafélags Islands, Einars-
sonar frá Króki I Holtum, f. 12. 5.
1897, d. 20. 8. 1968, af Víkings-
lækjarætt, hinn 29. júní 1951,
sama vorið og hann útskrifaðist
úr Háskóla íslands. Móðir frú
Guðfinnu er Pálína Jónsdóttir,
bónda og útgeróarmanns,
Friðrikssonar úr Árnessýslu.
Þeim Ásgeiri og Guðfinnu varð
þriggja barna auðið. Þau eru:
1. Dóra, ritari i íslenzka sendiráð-
inu í Washington, f. 3.6.1953.
2. Ingvar, námsmaður i læknis-
fræði við Háskóla Islands, f. 10. 4.
1955.
3. Pálina Ása, i Menntaskóla I
Reykjavík, f. 23. 6. 1959.
Heimili Asgeirs og Guðfinnu að
Hrauntúni við Álftanesveg i
Garðabæ er eitt hið fegursta i öllu
landinu. Jafnt úti sem inni blasa
við sjónum handaverk þeirra
hjóna, smekkvísi og hjartahlýja.
Við fráfall Ásgeirs Magnússon-
ar hefur orðið meira en héraðs-
brestur.
Eftir situr hnipin þjóð i vanda,
sem harmar einn sinna beztu
sona. SveinnBenediktsson.
F. 26. nóvember 1921
D. 10. september 1976
Ásgeir Þórarinn Magnússon
lézt á Landspítalanum hinn 10.
sept. s.l. eftir stutta sjúkdóms-
legu. Hann féll frá langt fyrir
aldur fram, aðeins 54 ára að aldri.
Ásgeir var fæddur í Vik I Mýr-
dal 26. nóvember 1921. Foreldrar
hans voru Magnús Jónsson tré-
smiður (f. 1893 d. 1971) og Hall-
dóra Ásmundsdóttir (f. 1896).
Þau Magnús og Halldóra eru af
skaftfellsku bergi brotin, Magnús
var elztur 7 uppkominna barna
Jóns Brynjólfssonar trésmiðs og
vegavinnuverkstjóra, frá Litlu-
Heiði í Mýrdal og Rannveigar
Einarsdóttur frá Strönd í Meðal-
landi. Bar Magnús nafn langafa
sins úr móðurætt, Magnúsar
Magnússonar bónda á Skaftárdal.
Þau Jón og Rannveig bjuggu
fyrstu tvö búskaparársín á. Litlu-
Heiði hjá foreldrum Jóns, en hófu
búskap á Höfðabrekku 1894 og
bjuggu þar í 13 ár, er þau fluttu
til Vikur árið 1907 og þar byggði
Jón sér íbúðarhús undir Vikar-
bökkum, en þorp var þá að mynd-
ast I Vík. I þessu húsi fæddist
Asgeir Magnússon.
Halldóra, móðir Ásgeirs, er
fædd á Hnappavöllum í öræfa-
sveit árið 1896, dóttir Ásmundar
Davíðssonar og Þuriðar Runólfs-
dóttur er bjuggu á Hofi i öræfum
og Gröf I Skaftártungu, en áttu
heima i Reykjavik hjá Halldóru
dóttur sinni og Magnúsi tengda-
syni sínum frá 1930 til dauðadags.
Þau Magnús og Halldóra hófu
búskap I Vík hjá foreldrum Magn-
úsar, en fluttu til Reykjavikur
árið 1924 og bjuggu um árabil á
Njarðargötu 7, þar sem þau leigðu
sér húsnæði. Hér ólst Asgeir upp,
ásamt tveimur bræðrum sínum,
Karli (f. 1924 í Vík) og Jóni
Reyni (f. 1931 i Rvik) en þeir eru
báðir giftir og búsettir I Reykja-
vik.
Húsnæðið á Njarðargötu 7, sem
þau Halidóra og Magnús höfðu á
leigu, var ekki stórt. Á hinn bóg-
inn var oft fjölmennt þar í heim-
ili, bæði heimilisfólk, gestir og
gangandi. Lengi fannst rými fyrir
nýjan gest, er bar að garði, þvi ef
eitthvað skorti á húsrými, þá kom
þar á móti hið mikla hjartarými
Halldóru húsfreyju. Hún er
óvenjuleg kona, bæði fyrir glæsi-
leik og mikla mannkosti. Það var
oft þröngt í búi á Njarðargötu 7.
Atvinna á þessum árum stopul
hjá fyrirvinnu heimilisins, en
húsfreyjan bætti úr skák með
mikilli vinnu. Menn undrast
vinnuþrek Halldóru, sem nú er
áttræð, en hefur stundað vinnu
utan heimilis fram að þessu.
Ásgeir gekk menntaveginn.
Hann stundaði nám í Gagnfræða-
skóla Reykvikinga undir stjórn
Ágústs H. Bjarnasonar og siðan í
Menntaskólanum í Reykjavik,
sem þá var undir stjórn Pálma
Hannessonar rektors. Á sumrum
vann Ásgeir m.a. við landbúnað-
arstörf i Reykjavik og á Hvann-
eyri. Hann tók stúdentspróf úr
stærðfræðideild vorið 1941, og
stefndi hugur hans þá til náms í
læknisfræði. Að stúdentsprófi
loknu innritaðist hann í lækna-
deild Háskólans. Las hann læknis-
fræðiárin 1941-1945, en innritað-
ist eftir það I lagadeild og varð
cand. juris 1951.
Meðan á háskólanáminu stóð
vann Ásgeir á sumrum. Á þessum
árum varð hver og einn að kosta
sig sjálfur við framhaldsnám,
námslánum var þá ekki til að
dreifa. Asgeir vann við fasteigna-
sölu hjá Almennu fasteignasöl-
unni I Reykjavik 1945-1947 og sið-
ar hjá Olíufélaginu h.f. m.a. við
akstur á oliubilum. Þangað réðst
svo Ásgeir til skrifstofustarfa að
námi loknu í Háskólanum árið
1951. Hann varð aðalbókari Oliu-
félagsins 1. janúar 1952 og gegndi
þvi starfi til 1. sept. 1954, er hann
var ráðinn forstöðumaður Sam-
vinnusparisjóðsins, sem þá hóf
starfsemi sina. Auk þessa starfs
var hann fjármálafulltrúi for-
stjóra Sambandsins. Þessum
störfum gegndi Ásgeir til 1. marz
1957, er hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Sam-
bandsins í Kaupmannahöfn. Því
starfi gegndi hann I rúm tvö ár
eða til 1. júni 1958, er hann var
ráðinn framkvæmdastjóri Sam-
vinnutrygginga og Líftrygginga-
félagsins Andvöku. Þessum störf-
um gegndi hann til 15. maí 1974
og hafði hann þá starfað óslitið
fyrir samvinnufélögin i rúm 23
ár. Hafði hann í þessum störfum
áunnið sér bæði traust og virð-
ingu.
Forsvarsmenn í Sambandinu og
I samstarfsfyrirtækjum þess og
makar þeirra héldu mjög hópinn
á þessum árum. Þetta var flest
fólk á bezta aldri og mjög sam-
stætt. Sameiginleg áhugamál í
starfi og náin kynni utan starfs
tengdi þennan hóp sterkum vin-
áttuböndum.
Ásgeir Magnússon og Guðfinna
voru eftirsóttir félagar innan
þessa hóps. Kom hér margt til,
glæsileiki, glaðværð og slik fram-
koma, að gott var að blanda geði
við þau. Þessir eiginleikar Ás-
geirs komu m.a. fram í því, að