Morgunblaðið - 17.09.1976, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Umbótamál og
framtíðarmál
Segja má, að allur starfs-
tími núverandi rikisstjórnar,
þau tvö ár, sem hún hefur setið að
völdum, hafi farið í að fjalla um
landhelgismálið og efnahagsmál-
in. Þegar rikisstjórnin tók við
störfum tók hún við þrotabúi
vinstri stjórnarinnar i efnahags-
málum og hlaut því að einbeita
sér að lausn þeirra. Jafnframt var
augljóst, að yrði ekki gripið til
róttækra ráðstafana í fisk-
verndarmálum var tilvera þjóðar-
innar í þessu landi í hættu. Efna-
hagsvandinn og baráttan fyrir
fullum yfirráðum Islendinga yfir
200 mílunum hefur siðan tekið
tíma ríkisstjórnarinnar allan.
önnur mál hafa orðið að bíða
betri tíma.
Nú er svo komið, að fullur sigur
hefur í raun unnizt í baráttunni
um 200 milurnar og senn líður að
þvi, að Islendingar sitji einir að
auðlindum hafsins i kringum
landið eins og vera ber. Þá er og
ljóst, að bati er framundan í efna-
hagsmálum og að þær erfiðu ráð-
stafanir, sem rikisstjórnin hefur
orðið að grípa til, eru að byrja að
bera árangur. Þess vegna er nú
orðið timabært fyrir ríkisstjórn-
ina að huga jafnhliða að öðrum
aðkallandi vandamálum, sem
krefjast úrlausnar á þessu kjör-
timabili og sum þegar á næsta
þingi.
Þar má fyrst telja skattamálin.
Skattamisréttið er óþolandi. Ein-
staklingar, sem berast mikið á og
búa við góð efni, borga ekki
skatta til jafns við fastlauna-
menn, sem hafa enga möguleika á
þvi, hvorki að svíkja undan skatti
né notfæra sér ýmis ,,göt“ í
skattalöggjöfinni, sem þeir, er
meiri umsvif hafa, hagnýta til
fulls. Það er fyrsta verkefni þess-
arar rikisstjórnar á þvi Alþingi,
sem saman kemur I októbermán-
uði, að leggja fyrir þingið um-
fangsmiklar breytingar á skatta-
löggjöfinni, sem tryggja, að hver
þjóðfélagsþegn greiði skatta eins
og honum ber. Þá hlýtur einnig að
koma mjög til álita að þyngja
mjög refsingu við skattsvikum frá
þvi, sem nú er sem þátt í viðleitni
til þess að hamla gegn þeim.
Annað meiriháttar umbótamál,
sem rikisstjórnin hlýtur að taka
mjög föstum tökum á þessu þingi,
eru dómsmálin. Engum getur
lengur dulizt, að dómstólakerfi
okkar og rannsóknarkerfi er þess
ekki megnugt að takast á við öldu
glæpa- og svikamála, sem gengið
hefur yfir þjóðfélagið. Þess vegna
hlýtur það að verða eitt helzta
verkefni þingsins, þegar það kem-
ur saman i næsta mánuði, að ráð-
ast á þetta vandamál og fram-
kvæma þann uppskurð á dóms-
stóla- og rannsóknarlögreglukerf-
inu, sem dugar til þess að sam-
félagið geti á árangursrikan hátt
tekizt á við þau nýju vandamál,
sem við blasa í þessum efnum.
Núverandi rikisstjórn stendur
einnig frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að lengra verður ekki
gengið I skattheimtu en orðið er
og raunar er full ástæða til að
létta skattabyrðina og draga frem-
ur úr ýmiss konar þjónustu hins
opinbera við þegnana. Geysilegur
ofvöxtur hefur hlaupið í hið opin-
bera bákn, sem kallar á stöðugt
meiri skattheimtu. Hér er á ferð-
inni þriðja meiriháttar málið, sem
rikisstjórnin verður að hafa frum-
kvæði og forystu um. Hún verður
að leiða baráttuna gegn Bákninu,
baráttuna fyrir því, að Kerfið
vaxi borgurunum ekki yfir höfuð,
baráttuna fyrir þvi, að Báknið
seilist ekki æ dýpra I vasa skatt-
greiðenda, baráttu fyrir þvi að
höggva niður þann frumskóg, sem
hið opinbera kerfi er orðið og
veldur þvi, að einstaklingar geta
ekki fengið afgreiðslu sinna mála
nema á mjög löngum tima.
Hér hafa verið nefnd þrjú um-
bótamál, sem ríkisstjórnin verður
að takast á við á næsta þingi. En
jafnframt hlýtur rikisstjórnin að
horfa til framtiðarinnar og búa I
haginn fyrir hana. Mörg tækifæri
bíða okkar Islendinga i framtíð-
inni, tækifæri, sem nauðsynlegt
er að rannsaka, hversu raunhæf
eru. Þannig hafa ýmsir aðilar leit-
að eftir því að fá að svipast um
eftir olíu í námunda við Island.
Það er ekki útilokað, að olia geti
fundizt við Island. Hér verður að
fara varlega en engu að síður er
fyllsta ástæða til að að rækileg
rannsókn fari fram á þeim tæki-
færum, sem hér eru fyrir hendi.
Þá er og ljóst að ýmsir aðilar
velta mjög fyrir sér annars konar
möguleikum á orkuflutningi frá
Islandi. Þvi er haldið fram, að
unnt verði að flytja raforku með
hjálp gervihnatta um víða veröld.
Þetta kann að vera fjarlægur
möguleiki, en engu að síður er
ástæða til að staldra við hug-
myndir af þessu tagi. Þá skjóta
hvað eftir annað upp kollinum
tillögur um að flytja heitt vatn í
stórum tankskipum frá Islandi til
annarra landa. Liklega eru slikar
hugmyndir á þessu stigi raun-
hæfari en þær, sem fyrr voru
nefndar. Allar þessar umræður
og vangaveltur undirstrika það að
i framtiðinni kunna að verða
mörg fleiri tækifæri til þess að
nýta þá orku sem ísland býr yfir,
þjóðinni allri til hagsbóta. Þess
vegna eigum við að taka allar
slikar hugmyndir alvarlega og
fjalla um þær sem slíkar. Þær
verða kannski ekki að raunveru-
leika eftir eitt ár en þær geta
orðið það eftir tíu ár eða tuttugu
ár.
Loks er rétt að nefna þá mögu-
leika, sem hér eru I fiskirækt.
Tækifærin á þessu sviði eru
áreiðanlega geysimikil. Nokkrir
djarfir frumherjar hafa ráðizt i
kostnaðarsamar framkvæmdir og
tilraunir í fiskirækt og smátt og
smátt opnast mönnum sýn til
þeirra gífurlegu möguleika, sem
þarna kunna að vera fyrir hendi,
ekki aðeins til ræktunar vatna-
fiska, heldur og einnig til þess að
rækta i stórum stíl þá nytjafiska,
sem við nú veiðum hér við land en
kunnum enn sem komið er tak-
mörkuð ráð til þess að auka og
efla stofnana.
Hin daglegu vandamál, sem að
steðja kalla á úrlausn. En þau
mega ekki verða til þess að önnur
mál sitji á hakanum, hvorki um-
bótamál, sem krefjast úrlausnar,
eða framtfðarmál, sem geta skipt
sköpum um afkomu þjóðarinnar í
þessu landi á næstu áratugum og
næstu öld.
Hér má sjé hvar unnið er að lagfæringum á bryggjunni á Kópaskeri. Ljósm. Mbl. t.g.
Tjónabætur hækk-
aðarúr25% í 60%
í SUMAR hefur verið unnið af
fullum krafti við lagfæringar á
þeim skemmdum, sem urðu af
völdum jarðskjálftans mikla á
Kópaskeri á sl. vetri. Mikillar
óánægju gætti meðal ibúa Kópa-
skers með niðurstöðu mats á tjóni
á mannvirkjum á staðnum en nú
hefur grunnur matsins verið
endurskoðaður og tjónabætur Við-
lagatryggingar fyrir sprungur, sem
til staðar voru fyrir jarðskjálftana
en gliðnuðu á ný og gömul hús,
sem skemmdust verið hækkaðar
úr 25% I 60%. Þá hefur Viðlaga-
trygging samþykkt að greiða visi-
töluálag á tjónin, sem svarar til
hækkunar byggingarvlsitölu frá
tjóndegi til útborgunardags. Þetta
kom m.a. fram í samtali. sem blm.
Morgunblaðsins. er var á ferð um
Kópasker fyrir skemmstu, átti við
Friðrik J. Jónsson, oddvita þar.
— Tjón á eignum manna hér á
Kópaskeri, sem voru tryggðar, var
Rœtt við Friðrik J. Jóns-
son, oddvita á Kópaskeri
upphaflega áætlað 26 milljónir kr.,,
en tjón á ótryggðu tæpar 4 milljónir
kr Mér telst til að við endurmat á
tjónunum og að viðbættu vísitölu-
álaginu hafi greiðslurnar frá Viðlaga-
tryggingu hækkað um 10 milljónir.
Tjónþolar verða líka hver um sig að
taka á sig 100 þúsund krórra sjálfs-
ábyrgð
— Þetta endurmat á tjónunum
hefur gjörbreytt viðhorfinu og þá
ekki síst þar sem þetta átti einnig við
gömul hús, ef þau höfðu laskast
Sprungurnar, sem endurmatið náði
til voru nær hálfur tíundi kilómetri,
þegar þær eru taldar saman, þannig
að þetta segir fljótt til sin, auk þess
sem vísitöluálagið kom i góðar þarf-
ir.
— Á þessu stigi er ekki hægt að
tala um að neitt hús hafi ónýst alveg
i jarðskjálftanum. Eina húsið, sem
var á mörkum þess að það borgaði
sig að endurbyggja það, hefur nú
verið lagfært með þeim hætti að
neðri hæð hússins var rifin i burt og
steypt á ný Efri hæðin, sem i er
risibúð, stendur óbreytt, enda voru
skemmdir á henni óverulegar íbú-
um staðarins hefur ekki fækkað frá
Við viðgerðir á hafnarmannvirkj-
um þarf ekki ósjaldan að bregða
sér niður fyrir hafflötinn og hér
leggur kafari I djúpið við bryggj-
una á Kópaskeri.
þvi sem var fyrir jarðskjálftann
Tvær fjölskyldur hafa flutt í burtu en
aðrar þrjár hafa komið i staðinn.
— I sumar hefur verið unnið að
lagfæringum á höfninni hér en
hafnarmannvirkin fóru, sem kunn-
ugt er mjög illa i jarðskjálftanum
Tjónið á höfninni var áætlað 27
milljónir kr og ekki er óliklegt að
það standist En vegna þess hversu
hafnarmannvirkin skemmdust illa er
talið ráðlegt að byggja grjótgarð út
með bryggjunni að utan til að
styrkja hana Þrjár brýr hér við
Kópasker, sem eyðilögðust i jarð-
skjálftanum, hafa verið byggðará ný
en eftir er að leggja að þeim vegi.
Vatnsveita staðarins hefur einnig
verið lagfærð en ekki er þó lokið
endanlegum frágangi á því tjóni,
sem varð á henni. Það tjón var metið
á 5,4 milljónir króna
— Þó rikisstjórnin hafi lofað að
bæta mönnum það tjón, sem ekki
var tryggt, er margt, sem ekki
verður hægt að bæta Við getum
nefnt að húseignir hér hafa margar
lækkað i verði vegna jarðskjálftana.
Enn er ekki búið að meta tjón eins
og i þeim tilfellum þar sem vatnsból
hafa eyðilagst Ýmislegt hefur llka
komið fram i sumar, sem ekki var
vitað um, þegar tjónamatið var fram-
kvæmt og þessi tjón hafa ýmist
verið skoðuð eða þau biða þess að
verða metin
— Ástandið hér i sumar hefur allt
mótast af uppbyggingunni. Menn
hafa haft nægan starfa við fram-
Framhald á bls. 20
Eftir jarSskjálftana var þetta hús merkt með rauflu skilti, sem á var letrað
að enginn mætti þar vera innandyra vegna hættu á hruni. HúsiS hefur nú
verið lagfært meS þeim hætti að neSri hæS hússins var rifin ! burt og
steypt á ný.
Þrjár brýr I nágrenni Kópaskérs. sem eyðilögSust I jarSskjálftunum, hafa veriS endurbyggSar. Þessi er á
veginum fyrir neSan GarS hjá Kópaskeri.