Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976 Börnin 1 Bjöllubæ eflir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR hafði lært þaó af konu dýralæknisins og Möggu, dóttur hennar, en ekki af strák- um dýralæknisins, því að þeir voru eins og flestir aðrir strákar og blátt áfram hötuðu allt, sem heitir sápa og vatn til þvottar. Áttu bjöllustrákarnir ekki gott að þurfa ekki að þvo sér um hendurnar oft á dag? En, vitið þið hvers vegna mamma þeirra gat ekki látið þá gera það? Þeir höfðu engar hendur bara lappir og tvo fálmara fram úr höfðinu. Þeir þurftu ekki heldur að breiða ofan á sig, því að þeir var ekkert kalt á nóttinni. Skelin þeirra hlífði þeim svo vel. Þetta var ástæðan fyrir þvi, hvað þeir voru fljótir að komast í rúmið á kvöldin. Jóa Gunna tyllti sér á baðmullarhnoðra við hliðina á þeim, svo hóf hún söguna: — Ég hef ekki alltaf getað talaö og sungið, sagði hún. — Þið munið ekki eftir ykkur öðru vísi, en þegar ég var minni átti ég heima undir skápnum þarna í horninu (hér benti Jóa Gunna með öðr- um fálmaranum og strákarnir litu strax þangað. Gott, gott, hugsuðu þeir allir. Það er alltaf gaman að heyra sögur um mömmu og pabba, þegar þau voru litil). — Ég hætti mér aldrei fram á gólf. Ég gat lítið sem ekkert hugsað, en ég hafði þó óljósa hugmynd um, að það væri stór- hættulegt. Stóri bróðir minn fór einu sinni fram undan skápnum og hann kom aldrei aftur, en ég heyrði hann hljóða. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að köngurlóin hefði auðvitað náð í hann og étið hann upp til agna eins og köngurlóa er siður. Mamma var horfin líka og ég hef aldrei komist að því, hvað um hana varð, svo að ég var þarna alein og ósköp hrædd. Ég hafði oft lítið að borða og eitt kvöldið — ég veit eiginlega ekki, hvers vegna ég gerði það — fór ég út undan skápnum og fram á gólf. Ég fékk ofbirtu í augun af þessu bjarta ljósi, sem þið sáuð áðan og er allt öðru vísi en venjulegt stofuljós og á meðan ég var að venjast ljósinu varð mér svo undarlega heitt. Ég steinsofnaði og þegar ég vaknaði aftur var ég fótbrot- in. Ég vissi, að ég varð að komast til læknis og ég vissi líka, að ég átti að tala við dýralækni, því að ég var dýr en ekki maður. Það var einkennilegt, hvað ég, þessi litla brúna bjalla, vissi annars margt og mikið. Ég varð að hringja til Þetta er alveg vonlaust fyrir mig. Hún sofn- ar aldrei fyrr en ég er kom- inn heim. VI £9 MORÖdNí KAfp/no GRANI göslari Maðurinn minn skilur mig ekki lengur? Ungi maðurinn hafði farið að heimsækja stúlkuna sina eina kvöldstund. Þegar hann lagði af stað, var ekkert ský sjáanlegt á himninum, svo hann athugaði ekki að hafa með sér regnhlff. Klukkan tfu var komin úrhellisrigning og varla hundi út sigandi. — Herra minn trúr, sagði stúlkan — ef þú ferð út 1 þessu veðri, ertu viss með að fá lungnabólgu og deyja. — Jæja, nú skal ég segja þér, hvað þú ættir að gera, þú ættir bara að vera hér ( nótt, þú getur fengið herbergið hans Nonna bróður, hann er hvort sem er ekki 1 bænum. Sfðan þaut hún upp stigann Ég held endilega að hann sé starfsmaður á Veðurstofunni. til þess að athuga hvort ekki væri allt f lagi með herbergið hans Nonna. Eftir litla stund kom hún niður aftur til þess að láta unga manninn vita, að nú væri allt til reiðu, en Romeo var hvergi sjáanlegur. Nokkru sfðar kom hann þó f Ijós, allur holdvotur eins og hundur af sundi með böggul undir hend- inni. — En Kalli, hvar hefur þú verið, hrópaði hún. — Ég skrapp heim að sækja sloppinn minn. Tfzkulæknirinn strunsaði inn f herbergið til frúarinnar og spurði: — Jæja, frú mfn, hvað get ég gert fyrir yður f dag? — Svei mér, ef ég veit það. Hvað er nýtt? Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 23 Ifka. Annars Ijúkum við þessu aldrei. Percy nuddaði á sér nefbrodd- inn. — Ég vona þér gætið vel að öllu sem þér skrifið niður og öllu sem viðkemur þessu máli. Ég vona þér látið þetta ekki liggja á glám- bekk, svo að aðrír komist í það. — Þér skuluð ekki hafa áhyggj- ur af þvf. Að öllu er gætt vel og vandlega. Meira að segja á skrif- stofunni getur enginn komizt með puttana f það. — Prýðilegt. Prýðilegt. Ef eitt- hvað birtíst f blöðunum um þetta væri Iff Jamie.f hættu. I forsalnum sló klukka stundar- f jórðung í eitt. Percy lyfti sér upp úr stólnum og gekk þynglsalega um borðstofuna. Hann sagðist geta farið allra sinna ferða. En hann ætti bara að taka Iffinu með ró um hrfð. — 1 næstu viku hafa læknar mfnir meira að segja lofað mér að ég megi vera a skrifstofunni fá- einar klukkustundir á dag. Dagstofan var glæsileg en á engan hátt frábrugðin því sem gerist hjá efnamönnum. Málverk á veggjum og húsbúnaður allur vandaður og dýr. Percy settist við borðsendann og Jack honum á hægri hönd. — Ég verð óstyrkur af þvf að sitja hér, sagði hann þegar þeir voru byrjaðir að borða. — Ég er vanur að hafa töluvert marga gesti hér, meira að segja eftir skilnað minn Ifka, en sfðustu árin er ég orðinn leiður á gestum. Eig- ið þér fjölskyldu? Jack fann til torkennilegs sárs- auka innra með sér. — Konan mfn og ég erum skil- in. Hún býr f Boston. — Æ, allt slfkt er ósköp leiðin- legt. Konan mfn tók börnin vitan- lega með sér. Þau uxu upp vfðs fjarr* mér. Þau eru gift núna og ég hitti þau aldrei. Hjónabandsraunirnar tengdu þá meira saman að matí Jacks. En það hlaut að vera enn þungbær- ara að vera aleinn f slfku dýrindis húsi heldur en að búa f viðkunn- anlegri piparsveinafbúð inni ( borginni. Meðan þeir voru að borða talaði Percy mest um Everest. Jack hafði óskað sér að fá eitthvað um hann að vita og nú varð honum loks eitthvað ágengt hvað það snerti. — Þegar Jamie kom f fyrsta skipti til mfn með handrit var hann bara ungiingur. Nitján ára. Hann var gæddur snilligáfu og ég skynjaði það strax, enda þótt til beggja vona gæti brugðið um hvernig hann ávaxtaði sitt pund. Ég fékk einhvers konar föðurtil- finningar til hans enda átti hann vfst ekki mikið sameiginlegt með sfnum eigin föður, svo að hann tók vinsemd minni og leiðsögn feginsamlega. Eg held ekki að Will White hafi nokkurn tfma lesið bók ... Hver endurminningin rak aðra. Það varð æ bersýnilegra að Ever- est og Percy voru ekki hvor öðru aðeins rithöfundur og forleggjari heldur voru þeir nánir vinir. Hann hafði dvalið margsinnis annaðhvort á búgarðinum f Hardy eða f sumarhöllinni f Mexico. Þangað til hann fékk hjartaáfallið. — Það er stórkostlegt umhverfi við sumarhúsið hans — Baja. Hafið og eyðimörkin renna sam- an f eitt. Það er hrjúft og tignar- legt. Langur tangi sem gengur út f Kyrrahafið frá strönd Kali- fornfu. Umhverfis er úffð kletta- svæði og erfitt að komast þar leið- ar sinnar og um megnið af þvf engir vegir. En allt breytist þetta mjög þegar þeir Ijúka veginum sem á að tengja norður- og suður- hluta svæðisins. Þá munu og ferðamenn taka að streyma á staðinn. Eins og nú háttar til er aðeins hægt að koma að úr suðri annaðhvort á báti eða ( flugvél, svo að nánast er þetta eins og eyðiey. — Eg hélt að þarna væri eins konar þjóðvegur sem Iægi f norð- ur? — Að vfsu. Eins konar hring- vegur sem liggur frá La Paz og suðureftir. En eins og ég sagði er umhverfið ákaflega frumstætt og hrjóstrugt og eina samgöngutæk- ið sem þarna kemur að gagni er asninn. Á mörgum stöðum endar vegurinn einhvers staðar inni f eyðimörkinni og maður verður að vera þaulkunnugur þarna til að villast ekki. Fólk hefur horfið þar sporlaust að þvf er ég hef heyrt. Vatnsbirgðir þrutu og fólkið dó. — Jamie fer auðvitað fljúgandi þangað. Hann á sfna eigin vél. 1 raun og veru er Cabo San Lucas orðinn hreinn unaðsreitur fyrir frægt fólk sem á flugvélar og vili komast á brott frá skarkalanum. Þó nokkrir kvikmyndaleikarar sem eiga sfnar vélar fara þangað. Einn kom f heimsókn ti> Jamie þegar ég var þar sfðast, Erin Bruce. Helene hafði boðið hon- um. Ég veit ekki hvar er hægt að grafa menn á borð við hann upp — hann er einhvern veginn ekki raunverulegur — en hann er eng- inn bjáni þrátt fyrir útlitið. Eg varð mjög hissa á þvf þegar ég varð þess áskynja að hann var skfnandi góður Ijósmyndari. Hann tók mjög góðar myndir af f jöllunum og kaktusunum. Jamie var sérstaklega hrifinn af nokkr- um myndum, sem hann tók af fiskunum. — Það hefur Verið hann sem tók fiskamyndirnar sem ég sá f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.