Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 15
Eþíópía
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
15
Mengistu sýnt
banatilræði
— Mikil ólga í landinu
Addis Abeba — 24. september — Reut-
er—NTB
MENGISTU Haile
Marmiam, varaforsmanni
herráðsins í Eþfópíu, var
sýnt banatilræði í gær-
kvöldi, að þvf er útvarpið f
Addis Abeba skýrði frá í
dag, en þá var mikil
sprenging f borginni og
hörð skothrfð. Ólga hefur
verið mikil f borginni og
víða f landinu undanfarna
daga.
Mengistu er talinn valda-
mestur f herforingjaklík-
unni, sem stjórnað hefur f
Eþfópfu frá því að Haile
Selassie var steypt af stóli
fyrir tveimur árum.
t gær gerðu starfsmenn ýmissa
opinberra stofnana verkföll til að
mótmæla stefnu herforingja-
stjórnarinnar, sem meðal þessara
stofnana sem þjóðnýttar voru eft-
Listamenn
í Sovét
i fangelsi
Moskva 24. sept. Reuter.
SOVÉZKA öryggislögreglan
KGB heldur enn ( fangelsi
tveimur listamönnum, sem
voru handteknir ( Leningrad
fyrir n(u dögum og sakaðir um
að hafa málað and-sovézk slag-
orð á húsveggi. Fréttir bárust
um að þeir hefðu verið látnir
lausir, en það mun ekki hafa
við rök að styðjast. Þeir eru
báðir hafðir ( einangrun. Sam-
kvæmt fjölrituðu plaggi sem
dreift hefur verið milli andófs-
manna ( Moskvu slðustu daga
segir að einnig hafi verið
handteknar tvær skáidkonur,
Yuliya Voznesenskaya og
Natalya Gum, en þeim hafi
sfðan verið sleppt að yfir-
heyrslum loknum.
Baader á
sjúkrahús
Stuttgart 24. sept. — Reuter.
ANDREAS Baader, sem sagð-
ur er einn af leiðtogum Baad-
er-Meinhofs stjórnleysingja-
hópsins, sem nú eru réttarhöld
yfir, var fluttur á sjúkrahús f
þyrlu ( sfðustu viku, þar sem
rannsakað var hvort hann væri
með krabbamein I hálsi, að þvf
er heimildir innan dómsvalds-
ins herma.
Rannsóknin leiddi ( ljós að
ekki var um krabba að ræða,
en heimildir í Stuttgart segja
að allir hinna þriggja ákærðu
hafi verið við svo slæma heilsu
að þeir hafi ekki getað verið
viðstaddir réttarhöldin að
undanförnu.
Baader og félagar hans, Jan-
Carle Raspe og Gudrun Enssl-
in, eru í haldi í fangelsi, sem
likast er virki í úthverfi
Stammheim. Þau eru ákærð
fyrir nokkur morð, sprenging-
ar og bankarán i Vestur-
Þýzkalandi I byrjun þessa ára-
tugar. Annar leiðtogi hópsins,
Ulrike Meinhof, fannst hengd
í fangaklefa sinum í maí.
Réttarhöldin hafa staðið I 16
mánuði.
ir byltinguna, eru stórverzlanir,
bankar og tryggingafélög. Fyrr í
vikunni hafði stjórnin lýst því yf-
ir að harkalega yrði tekið á slik-
um verkföllum. Siðan á miðviku-
daginn hafa fregnir ekki borizt af
handtökum, en þá kom til óeirða i
borginni og herma óstaðfestar
heimildir, að hundrað manns hafi
þá verið handteknir.
AP-símamynd.
FORD TALAR, CARTER HLUSTAR — Gerald Ford, til hægri, talar en Jimmy Carter hlýðir á (
sjónvarpsumræðum þeirra ( Ffladelflu á fimmtudag.
Fjörlítil kappræða en Ford
vann Carter í fyrstu lotu
New York — Washington —
24. september — AP — IPS.
SAMKVÆMT skoðanakönnun,
sem fram fór meðal sjónvarps-
áhorfenda ( Bandarfkjunum
stundu eftir að fyrstu kappræðu
Gerald Fords og Jimmy Carters
lauk f gærkvöldi, telja 39 af
hundraði, að forsetinn hafi borið
sigurorð af keppinauti sfnum. 31
af undraði telur að Carter hafi
farið með sigur af hólmi, en 30 af
hundraði treysta sér ekki til að
skera úr þvf hvor hafi haft betur.
Samstarfsmenn beggja hafa lýst
þv( yfir, að frambjóðandi þeirra
hafi sigrað ( þessari fyrstu lotu,
en á dagskrá voru efnahags- og
innanrfkismál. Gert var ráð fyrir
þvf, að kappræðan tæki eina og
hálfa klukkustund. Þegar tfu
mfnútur voru til leiksloka bilaði
magnaraútbúnaður, svo gera varð
hlé á kappræðunni f nærfellt
hálfa klukkustund, en fyrirspyrj-
endur héldu uppi samræðum á
meðan.
Stórblöðum f Evrópu ber saman
um að kappræðan hafi verið
bragðdauf, og sum þeirra segja,
að sá aðili, sem tvfmælalaust hafi
tapað sé sá, sem sá um tæknihlið-
ina. Le Monde segir, að umræð-
urnar hafi verið „dálftið leiðin-
legar“, en Ford forseti hafi virzt
hafa verið betur undirbúinn.
„Jafnvel Ford geispaði f kapp-
ræðunum miklu,“ segir The
London Evening News, og Le Soir
f Briissel heldur þvf fram að
menn hafi orðið fyrir minni von-
brigðum með Ford en Carter.
1 ieikhúsinu f Ffladelffu þar
sem kappræðan fór fram voru um
500 manns saman komnir. Talið
er að um 100 milljónir banda-
rfskra kjósenda hafi setið við
sjónvarpstækin þetta kvöld, aúk
ótaldra milljóna erlendis.
A næsta sjónvarpsfundi þeirra
Fords og Carters, sem fram fer f
San Francisco 6. október n.k.,
verður fjallað um utanrfkis- og
öryggismál.
Fátt kom á óvart á fundi þeirra
Fords og Carters og flest af því,
sem á góma bar, könnuðust menn
við frá þvi I baráttu þeirra fyrir
forkosningarnar i sumar. Ljóst
var, að Carter lagði áherzlu á að
kveða niður þann draug, að hann
væri óákveðinn í afstöðu sinni til
stefnumála almennt, en Ford
gerði sér einkum far um að koma
fram sem ákveðinn og ábyrgur
stjórnmálamaður sem hefði tögl
og hagldir I stjórn Bandaríkj-
anna. Nokkrum sinnum sló í
brýnu milli keppinautanna, t.d.
þegar Ford ásakaði Carter um að
leggja blessun sina yfir sifellt
kostnaðarsamari rekstur þingsins
undir stjórn Demókrataflokksins,
þar sem starfsfólki fjölgaði stöð-
ugt. Carter reiddist og svaraði að
bragði, að ef Ford ætlaði að gera
hann ábyrgan fyrir afrekum
þingsins, þar sem hann ætti eng-
an hlut að máli, þá væri ekki
nema sanngjarnt, að Ford væri
látinn svara til saka fyrir verk
stjórnar Nixons, þar sem forset-
inn núverandi hefði borið hluta
ábyrgðarinnar.
1 þeim þætti umræðnanna, sem
fjallaði um efnahagsmál, bar for-
setinn Carter það á brýn að hafa á
prjónunum framkvæmdaáætlan-
ir, sem hækka mundu skattbyrði
almennings um 100 til 200
milljónir dala á ári, en hélt þvf
um leið fram, að sjálfur stefndi
hann að framkvæmdum f sam-
ræmi við aukinn hagvöxt. Forset-
inn hældi sér af þvi að hafa komið
þjóðinni yfir erfiðasta hjallann í
efnahagsmálum og sagði að tekizt
hefði að snúa samdrætti I stöðug-
an hagvöxt að undanförnu, enda
hefði vinnandi fólk i Bandarfkj-
unum aldrei verið fleira en nú,
eða um 88 milljónir. Carter sagði
að þar sem 7.9 af hundraði banda-
rísku þjóðarinnar byggju við at-
vinnuleysi væri stjórn Fords ekki
atvinnustjórn heldur styrkja-
stjórn.
Báðir áttu frambjóðendurnir
erfitt með að gera fyrirspyrjend-
um sinum grein fyrir því hvernig
þeir ætluðu að fara að þvf að
lækka skatta og láta reikninga
rfkisins standast á.
Framhald & bls. 18
Vængur DC-9 risti
búk Trident-þotunnar
Belgrad — 24. september — Reuter.
JtJGÓSLAVNESKA rannsóknar-
nefndin, sem hefur það verkefni
að kanna orsakir flugslyssins þar
sem tvær farþegaþotur af gerðun-
um DC-9 og Trident rákust saman
f námunda við Zagreb fyrir hálf-
um mánúði og 176 manns létu
Norskt skólaskip lendir
í fellibyl á Atlantshafi
Haag — 24. september — Reuter
NORSKA skólaskipið Christian
Radich lenti f fellibyl á Atlants-
hafi f morgun. Seglabúnaður
skipsins skemmdist illa, en 103
manna áhöfn er um borð.
Þegar fellibylurinn skall á var
skipið statt 500 mflur norðvestur
af strönd Frakklands og voru
engin skip i námunda við það. 10
skip, sem voru á Biskayaflóa,
héldu þegar i áttina að skipinu, og
voru tvö komin á vettvang þegar
siðast fréttist.
Skipið var smiðað árið 1937.
Enda þótt það sé seglskip er það
búið vél sem hægt er að gripa til
þegar seglabúnaður kemur ekki
að notum.
Christian Radich hefur komið
til Islands.
Enn ekkert lát á bar-
dögum í Líbanon
lffið, hefur skýrt frá þvf, að væng-
ur DC-þotunnar hafi rist búk
Trident-þotunnar þegar árekstur-
inn varð. Hafi bæði flugförin ver-
ið f réttri flughæð, og greinilega
hafi stjórnanda DC-þotunnar ver-
ið ljóst að hverju stefndi rétt áð-
ur en áreksturinn varð, en honum
hafi ekki gefizt ráðrúm til að af-
stýra honum.
Telja rannsóknarmennirnir, að
við áreksturinn hafi flugmenn
Trident-þotunnar særzt svo, að
þeir hefðu engan veginn getað
haft stjórn á henni, enda þótt hún
hafi bersýnilega haldið áfram að
fljúga nokkurn spöl áður en hún
tók kollsteypu og hrapaði til jarð-
ar.
Áður hafði rannsóknin leitt í
ljós, að flugveður hafi verið
ákjósanlegt þegar slysið varð og
flugstjórnartæki á Zagreb-
flugvelli hafi starfað eðlilega. Þvi
hefur verið haldið fram, að orsak-
ir slyssins megi rekja til
brenglaðs tíma- og fjarlægðar-
skyns einhverra þeirra, sem hlut
áttu að máli, og eru fjórir flugum-
ferðarstjórar í haldi þar sem
grunur leikur á að þeir beri
ábyrgð á flugslysinu.
Beirút —24. september — AP
GRIMMILEGIR bardagar geis-
uðu f Lfbanon f dag þrátt fyrir
umsamið vopnahlé, sem samið
var um f þvf skyni að gefa Elias
Sarkis forseta landsins ráðrúm til
friðarumleitana f upphafi
embættisferils sfns, og þrátt fyrir
það, að múhameðstrúarmenn
halda þennan dag hátfðlegan. Tal-
ið er að 100 manns hið fæsta hafi
fallið og 160 særzt sfðasta sólar-
hring.
Bardagar voru 'harðastir I
Beirút og til að auka enn á at-
ganginn skutu múhameðstrúar-
menn án afláts upp I loftið, en
slikt er venja þeirra á þessum
degi, sem er hinn siðasti I föst-
unni, er staðið hefur í mánuð.
Boðað hafði verið til þriðja
samningafundar þeirra Elias
Sarkis, Yassir Arafats og Naji
Jamil, yfirmanns sýrlenzka flug-
hersins I landinu, en honum var
frestað vegna hátíðar múhameðs-
trúarmanna. Nýr fundur hefur
enn ekki verið boðaður.
Elias Sarkis hefur átt langar
viðræður við Hasan Sabri Kohli,
samningamann Arababandalags-
ins. Slikar umræður höfðu legið
niðri um langt skeið, meðan þess
var beðið að Elias Sarkis tæki við
völdum, og var það hans fyrsta
verk að taka þær upp á ný.
Heimildamenn segja, að um-
ræðurnar snúist fyrst og fremst
um það að koma á raunhæfu
vopnahléi, svo hægt sé að hefja
eiginlegar samningaviðræður,
sem miði að stjórnmálalegri lausn
á styrjöldinni í Libanon. Sömu
heimildamenn segja, að Yassir
Arafat sé staðráðinn I þvi að veita
Elias Sarkis tækifæri til að koma
á ráðstefnu þar sem hægt sé að
leiða málið til lykta.
MIG-þotan flutt
í smáhlutum
Hakodata — 24. sept. — Reuter
JAPANSKIR og Bandarfskir
sérfræðingar tóku sovézku or-
rustuþotuna MIC-25 (Foxbat)
f sundur f dag, og flutti banda-
rfsk flutningavél hana sfðan f
japanska herstöð f námunda
við Tókýó, þar sem hún verður
geymd á næstunni.
Sovétmenn hafa mótmælt
meðferð Japana á þessu máli
harðlega, en flugmaður þot-
unnar hefur fengið hæli sem
pólitfskur flóttamaður f
Bandarfkjunum.