Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
Börnin í
Bjöllubæ
eflir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
— Ekki fyrir köngurló, sagöi skrímslið,
sem húkti á gólfinu fyrir framan Lillu
litlu. — Það er slæmt fyrir köngurló,
alveg einstaklega slæmt!
— En skrítið! kallaði Lilla. — Þetta skil
ég nú ekki. Það er þvert á móti slæmt að
vera harðbrjósta, því að harðbrjósta fólk
er oft vont við aðra og alveg sama, þó að
þeim líði illa. Sá, sem er harðbrjósta,
verður alltaf harðbrjósta, en sá sem er
góðhjartaður og góðviljaður gerir öllum
gott.
— Það getur vel verið, að þér finnist
það, sagói köngurlóin og andvarpaði. —
Ég veit það eitt, að köngurlær eiga að
vera harðbrjósta og ég er það ekki. Ég
hef aldrei verið það. Og fyrst þú veist
þetta get ég byrjað á sögunni.
Lilla hagræddi sér á gólfinu og þrýsti
Púnta aö sér. — Svona, Púnti hvíslaði
Lilla. — Nú fáum við að heyra sögu, sem
er leyndarmál og enginn veit nema við og
köngurlóin.
Og svo hóf köngurlóin söguna sína.
Jæja, sagði hún. — Við vorum sjö
systkinin og áttum öll heima í vef undir
kommóðunni hjá henni mömmu okkar.
Þetta var stór og mikill vefur og það var
gaman að fara í eltingarleik um hann
allan. Pabbi var dauður og mamma leyfði
okkur að gera allt, sem okkur datt í hug.
Hún var besta mamman, sem nokkur lítil
köngurló getur eignast og samt var hún
ekkert góðhjörtuð. Nei, mamma vissi
ekki, hvað brjóstgæói eru og hún gat
borðað húsflugur eins og henni væri
borgað fyrir það. Hún borðaði eiginlega
allt sem að kjafti kom og hún át hann
pabba minn líka.
— Hamingjan hjálpi mér, sagði Lilla.
— Þetta er hræðilegt!
— Nei, nei, það er alls ekkert hræði-
legt, sagði köngurlóin. — Það er bara
alveg satt, að köngurlóamömmurnar éta
köngurlóapabbana ef þær geta það. Það
er nú einu sinni köngurlóa siður og því
alveg sjálfsagt og rétt í köngurlóa aug-
um. En áfram með smjörið. Já, ég hef
aldrei komið flugu niður um dagana. Það
Eg er hrædd um að maðurinn r
minn hafi misst trúna á lækna-
vfsindin.
Leystu þessa gátu snöggnast:
Það vex ekki á trjám, en ég
þarf á þvf að halda núna — og
það ert þú sem situr á þvf?
Málæði kostar ekki mikið.
Það kemur til af þvf, að fram-
boðið er svo miklu meira en
eftirspurnin
Dagurinn í dag er morgundag-
urinn, sem þú hafðir áhyggjur
út af f gær.
Ungi maðurinn sagði við prest-
inn að giftingarathöfninni lok-
inni: Jæja, prestur minn, hvað
á ég að borga?
Við prestarnir höfum nú engan
ákveðinn taxta fyrir svona at-
hafnir, en þér megið greiða
mér eins og þér metið fegurð
konu yðar.
Ungi maðurinn rétti þá prestin-
um 2 krónur, sem þá leit á
V____________________
brúðina og gaf eiginmanninum
1 krónu til baka.
Hvað tfminn flýgur með ást-
inni, — Hvað ástin flýgur með
tfmann.
Dómarinn var að yfirheyra sak-
borninginn, sem dreginn hafði
verið fyrir lög og dóm fyrir að
gefa heiðarlegum borgarahögg
á nefið.
— En sagði sakborningurinn,
ég var bara að gera að gamni
mfnu.
— Maður minn, svaraði dómar-
inn. Réttindi þfn -1iI skemmt-
ana enda þar sem nef annarra
manna byrja.
Nei, sérðu maður! —
FÓLK!
KVEN-
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
30
hann hafði boðið henni góða nótt
f lyftunni. Hann hafði skilið eftir
bréf f móttökunni til hennar. sem
hún átti aðfá um morgunínn eftir
og sfðan hafði hann ekið út á
flugvöllinn.
„Kæra Linn.
Ég sagði yður að ég myndi loka
yður inni, ef ég gæti. Þar sem ég
treysti mér ekki til að gera alvöru
úr þvf er ég bara farínn — einn.
Everest er ekki á búgarðinum.
Vður er óhætt að trúa mér hvað
það snertir. Reg Curtis sendi mér
boð og ég ætla að hitta þá þar sem
þeir dvelja núna. Því miður er
yður ekki boðið.
Eg vona að þér bfðið mfn. Eg
skai hafa samband við yður eins
fljótt og ég get. Þér megið ekki
fara að flækja yður f neitt. Mér er
alvara með það. Aðhafist ekki
neitt.
Jack.“
Það var ekki vegna þess hann
væri sérlega vongóður um að hún
myndi gera eins og hann bað
hana um. En hann gerði sér að
minnsta kosti vonir um að ekkert
illt gæti hent hana, fyrst Everest
og lífverðir hans voru ekki f Tex-
as um þessar mundir.
Svo varð hann kvfðinn. Ætli
Helene hafi orðið eftir á búgarð-
inum. Ef hún væri þar og Linn
heimsækti hana ...
Hann þorði ekki að hugsa lengi.
Hann reyndi að hugsa um það
eitt að senn myndi hann komast á
leiðarenda og eftir þvf sem hann
bezt vissi var Vern Fix f Cabo San
Lucas. Þá væru þeir að minnsta
kosti tveir gegn óvininum.
Hann hafði hringt til Tom Krug
frá Tuscon. Það var sunnudagur
og ritstjórinn var heima.
— Er Vern ekki f Mexico,
spurði hann.
— Ég held það hljóti að vera.
Hann ætlaði að taka bflferjuna til
La Pax og var með áform á prjón-
unum um að vera þar f tfu daga.
Hann ætlaði að hringja til mfn
frá Mazatlan, þegar hann kæmí
heim og hann hefur ekki gert það.
— Veiztu hvar hann heldur til?
— Nei, en ég held þetta sé
ósköp Iftill staður.
Hann hafði einnig hringt til
Dwight og reynt að róa hann.
Fréttin um dauða Sue Ann hafði
komið Dwight f uppnám. Hann
hafði bersýnilega fundið einhver
tengsl milli skyndibrottfarar Ev-
erest og slyssins á nágrannabú-
garðinum.
— Ekki meira en áður, sagði
Jack. En hann talaði þverrt um
hug sér, vegna þess þann vildi
ekki valda Percy meiri áhyggjum
en hann þóttist finna að hann
bæri með sér. Fvrst mér hefur
verið sagt að koma bendir það til
að allt sé með eðlilegum brag.
— En Jack... röddin var
biðjandi. — Ef þeir hafa haldið
að Sue Ann Carrfngton vissi eitt-
hvað hafa þeir sem hægast komizt
að þvf að hún hefði sfna vítneskju
úr. yður. Ef þér farið til Mexico
eigið þér á hættu að ganga beint f
gildrutja
7. KAFLI
—- Hótel Cabo San Lucas kúrði
sig upp að klettunum við Kyrra-
hafið dökkgrænt af sfðustu geisl-
um dagsins og fjöllin meðfram
ströndinni glóðu f rauðum lit-
hrigðum kvöldsins.
— Jack gekk eftir pálmagöng-
um að aðalbyggingu gistihússins.
Hann sá að lystisnekkja lá fyrir
akkerum niðri f bugtinni.
— Hvar get ég fengið að
hringja? spurði hann mannínn á
litlu skrifstofunni. Það var sami
maðurinn og hafði fulivissað
hann um það þegar hann skrifaði
sig inn á hðtelið að þar byggi
enginn sem héti Vernon Vix og
hefði ekki gert það.
— Við höfum engan sfma, sagði
Mexicaninn glaðlega. — Þetta er
afskekkt svæði, skal ég segja
yður. Við höfum heldur ekki
sjónvarp. En við höfum stutt-
bylgjusendi ef það er óhemju
mikilvægt...
— Maðurinn sem ég þarf að ná
tali af býr hér f Cabo San Lucas.
Það er rithöfundurinn James
Everest.
— Ö, já, Senor Everest. Þér
verðið vfst að fara heim til hans
ef þér viljið tala við hann. Eg sé
enga leið til að ná sambandi við
hann.
— Vitið þér hvar hann býr.
Ungi maðurinn kinkaði kolli.
— Allir þekkja húsið sem hann
býr f. Það er f nokkurra kflómetra
fjarlægð héðan út með strönd-
inni. Það er við lítla vfk og hann
hefur látið gera þar bryggju fyrir
smábáta og sömuleiðís hefur
hann látið gera völl fyrir einka-
vélina sfna.
— Þakka yður fyrir upplýsing-
arnar. Hann sneri aftur til her-
bergis sfns. Hann ætlaði að ráðast
til atlögu án nokkurrar viðvör-
unar. En ekki fyrr en á morgun.
Hann varof seint á ferðinnitdag
og fyndi ekki staðinn f myrkrinu.
— Hann var feginn þvf að hafa
leigt bfl og bflstjóra f La Paz f
stað þess að bfða allan daginn
eftir bflnum sem átti að ganga á
milli flugstöðvarinnar og Cabo