Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
fclk í
fréttum
Fjandvinir
hittast
Það var mikið um að vera á Hótel Sahara (
Las Vegas fyrir nokkru. Fyrir framan hljóð-
nemann stóðu Dean Martin og Jerry Lewis,
sem gerðu garðinn frægan á sjötta áratugn-
um og léku saman 116 kvikmyndum áður en
upp úr slitnaði vinskapnum árið 1956.
Sameiginlegur vinur þeirra beggja, Frank
Sinatra, vann að þvf baki brotnu 1 þrjá mán-
uði að koma á fundi þeirra og tókst það loks
eftir miklar fortölur. Eins og áður sagði
hittust þeir félagarnir fyrrverandi á Hótel
Sahara 1 Las Vegas en þar hélt Lewis
skemmtun til styrktar börnum sem þjást af
vöðvarýrnun, en til þeirra hefur hann safnað
nærri 28 milljónum dollara á þessu ári.
-f Það vildi til 1 Frönsku ölp-
unum fyrir nokkrum dögum, að
lyfta sem flytur fólk frá bæn-
um Grenoble og upp á Bastillu-
fjall bilaði og urðu 36 farþegar
að hafast við lyftuklefunum
klukkustundum saman áður en
unnt var að koma þeim til
hjálpar. Til björgunarstarf-
anna var notuð þyrla og var
þessi mynd tekin meðan á þeim
stóð. Þess má þó geta að lyftan
var ný af nálinni, tekin 1 notk-
un f júlf sfðastliðnum.
Uppog
gfír
+ Sjóskiðafþróttin er vinsæl
vfða um lönd og hefur meira að
segja rutt sér dálftið til rúms
hér á landi. Þó er ekki Ifklegt
að margir geti ieikið þessar
listir eftir hér enda eru hér á
ferðinni atvinnumenn I fþrótt-
inni. Myndin er tekin f Flórfda
og kalla þeir þetta atriði „upp
og yfir“.
Harpa og Heiðar með verð-
launin, sem þau fengu fyrir
beztu frumsömdu táninga-
dansana.
Hlutu verðlaun
fyrir beztu
táningadansana
f AGUST s.l. sóttu danskennar-
arnir Harpa Pálsdóttir og
Heiðar Ástvaldsson þing dans-
kennara hjá Dansk Danselære-
foreníng f Danmörku. Þar fór
m.a. fram keppni um beztu
frumsömdu táningadansana
og hlutu þau Harpa og Heiðar
1. og 3. verðlaun fyrir tvo
dansa, sem þau sendu f þessa
keppni.
Auk þess að sækja þingið
sóttu þau námskeið I táninga-
dönsum í dansskóla Barböru
Weber og í dansskóla Udo
Bier, sem eru í Wiesbaden í
Þýzkalandi.
Fleira hefur verið að gerast
hjá danskennurum við dans-
skóla Heiðars Astvaldssonar,
þvi í júnímánuði kom hingað
enski danskennarinn Joan
Richards og hélt 10 daga nám-
skeið fyrir kennara skólans, en
Joan kenndi ýmis ný tilbrigði i
samkvæmisdönsum.
Þá fóru þau Edda Rut Páls-
dóttir og Heiðar til Englands i
maí og stunduðu þar nám i
dansskóla Alex Moore i Lond-
on.
Tveggp daga flóa-
markaður FEF
FLÖAMARKAÐUR Félags ein-
stæðra foreldra verður að Hall-
veigarstöðum um helgina og hefst
kl. 2 á laugardag. Verður opið kl.
2—5 bæði laugardag og sunnu-
dag.
Mikið úrval er þar á boðstól-
um af nýjum fatnaði, notuðum
fötum, búsáhöldum, matvælum,
borðsilfri og skrautmunum, hús-
munum og barnastólum o.fl. Þá
verður happdrætti og verður
dregið í þvi á sunnudagskvöld.
Meðal vinninga er vikudvöl I
Kerlingarfjöllum, málsverður i
Nausti fyrir tvo, svefnpoki, borð-
lampi, eldhúsklukka o.fl. Einnig
verða seldir lukkupakkar með
sælgæti og leikföngum. Allur
ágóði rennur i Húsbyggingarsjóð
Félags einstæðra foreldra, en
hann hefur fest kaup á húseign-
inni Skeljanesi 6 og er ætlunin að
koma þar upp neyðar- og bráða-
birgðahúsnæði fyrir einstæða for-
eldra með börn.
— Myndlist
Framhald af bls. 12
hann hlyti næg verkefni á þeim
sviðum, sem hann kemur sterk-
astur fram — eða hins vegar að
hann skapaði verkefnin sjálfur.
Full ástæða er til að þakka
ánægjulega sýningu, sem þeim
sem hér ritar kom allmjög á
óvart, fyrir ýmsra hluta sakir.
Ber af heilum hug að óska lista-
manninum heilla og velfarnað-
ar.
25
EIMSKIP
A NÆSTUNNI
FERMA SKIP VOR
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR SEGIR:
ANTWERPEN:
Grundarfoss
27. sept.
Úðafoss 4. okt.
Tungufoss 1 1. okt.
Grundarfoss 18.okt.
ROTTERDAM:
Grundarfoss 28. sept.
Úðafoss 5. okt.
Tungufoss 1 2. okt.
Grundarfoss 1 9. okt.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 28. sept.
Mánafoss 5. okt.
Dettifoss 1 2. okt.
! Mánafoss 1 9. okt.
Dettifoss 26. okt.
HAMBORG:
Dettifoss 30. sept.
Mánafoss 7. okt.
Dettifoss 14. okt.
Mánafoss 21. okt.
Dettifoss 28. okt.
PORTSMOUTH:
Selfoss 28. sept.
Goðafoss 1. okt.
Bakkafoss 4. okt.
Brúarfoss 1 2. okt.
Hofsjökull 25. okt.
Bakkafoss 25. okt.
KAUPMANNAHÖFN:
írafoss 28. sept.
Múlafoss 5. okt.
frafoss 1 2. okt.
Múlafoss 1 9. okt.
Irafoss 26. okt.
GAUTABORG:
írafoss 29. sept.
Múlafoss 6. okt.
Irafoss 1 3. okt.
Múlafoss 20. okt.
(rafoss 27. okt.
HELSINGBORG:
„Skip" 28. sept.
Álafoss 14. okt.
Álafoss 28. okt.
; KRISTIANSAND:
„Skip" 1. okt.
Álafoss 1 5. okt.
Álafoss 29. okt.
GDYNIA/GDANSK:
Urriðafoss 1. okt.
Fjallfoss 22. okt.
VALKOM:
Urriðafoss 8. okt.
Fjallfoss 20. okt.
VENTSPILS:
Urriðafoss 9. okt.
WESTON POINT:
Kljáfoss 30. sept.
Kljáfoss 1 2. okt.
REGLUBUNDNAR
VIKULEGAR
HRAÐFERÐIR FRÁ:
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN,
ROTTERDAM
ALLT MEÐ