Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. að er ómaksins vert að gera samanburð á mis- munandi afstöðu Alþýðu- bandalagsins til einstakra mála, eftir því hvort það hefur átt aðild að rikis- stjórn eða verið í stjórnar- andstöðu. Eitt skýrasta dæmið um tvískinnungs- hátt þessa tækifærisflokks er afstaða hans til skamm- tíma veiðisamninga við Breta: annars vegar 1973, er hann átti aðild að ríkis- stjórn, og hins vegar 1976, er hann stóð utan ríkis- stjórnar. Bæði íslenzkir fiskifræðingar og Norð- austur- atlantshafs-fiskveiðiráðið töldu veiðisókn í þorsk- stofninn á þessu hafsvæði, íslandsmið meðtalin, helm- ingi meiri en þol hans leyfði þegar á árinu 1972 og kunngjörðu sjávarút- vagsráðherra Alþýðu- bandalagsins þessa skoðun sína. Engu að síður stóð þessi sjávarútvegsráð- herra og þinglið Alþýðu- bandalagsins allt að veiði- samningi við Breta, sem þolir engan samanburð við þann skammtíma samning, er gerður var á þessu ári og rennur út 1. desember nk. Samningurinn 1973 náði til 139 brezkra togara, sem þýddi, að um 70 togarar gátu verið að veiðum í einu dag hvern sem samningur- inn gilti. Núverandi samn- ingur gerir ráð fyrir 24 tog- urum að veiðum að meðal- tali á dag. Samningurinn frá 1973 gilti til tveggja ára en samningurinn nú til að- eins 6 mánaða. Samningur- inn 1973 gerði ráð fyrir 130.000 tonna ársafla Bret- um til handa eða 260.000 tonna afla á samningstíma- bilinu. Samningurinn nú getur naumast þýtt meir en 30.000 tonna heildarafla þeirra. Samkvæmt samn- ingnum 1973 máttu Bretar veiða upp að 12 mílna mörkum, nú hvergi nær en að 20 mílna mörkum og á verulegum svæðum aðeins að 30 mílna mörkum. Að auki virða Bretar sam- kvæmt nýrri samningnum mun stærri alfriðuð svæði. Samkvæmt samningnum frá 1973 vóru 9000 fkm haf- svæðis okkar lokaðir Bret- um, nú 52.000 fkm eða fimmfalt stærra svæði. Samningurinn 1973 fól ekki í sér neins konar viðurkenningu á útfærsl- unni í 50 sjómílur 1972, en núgildandi samningur fól í sér tvímælalausa viður- kenningu Breta á útfærslu okkar í 200 mílur. Fyrri samningurinn fól ekki í sér neins konar skilyrt ákvæði um, hvað við tæki að hon- um loknum, sem reyndist nýtt þorskastríð, en núgild- andi samningur útilokar að Bretar geti nokkru sinni beitt viðlíka bolabrögðum sem herskipaíhlutun á ís- landsmiðum. Þá fól samn- ingur Alþýðubandalagsins við Breta ekki í sér þau tollfríðindi, samkvæmt bókun sex, sem núgildandi samningur hefur tryggt okkur á EBE-mörkuðum. Eina afsökunin, sem Al- þýðubandalagið hefur teflt fram fyrir þessari mismun- andi afstöðu sinni, er sú, að það hafi í raun verið and- vígt samningum, sem þing- menn þess og sjávarút- vegsráðherra studdu með atkvæði sínu á Alþingi, en þessi afstaða hafi verið nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi stjórnarað- ild þess. Það var sum sé mikilvægara en sannfær- ing þingmanna þess og verndun ofveiddra fisk- stofna. Slík afstaða er máske mannleg en stór- mannleg er hún ekki. Alþýðubandalagið talar á stundum digurbarkalega um gengislækkanir, sölu- skattshækkanir og tengsl kaupgjalds og vísitölu (verðlags). Engu að síður var það vinstri stjórnin, með aðild Alþýðubanda- lagsins, sem rauf tengsl kaupgjalds og vísitölu, felldi gengið og hækkaði söluskattinn. Það tjáði sig jafnvel fúst til kaupbind- ingar, ef verða mætti til að lengja lífdaga vinstri stjórnarinnar. Alþýðu- bandalagið hefur og verið hávært um skattamisrétti í þjóðfélaginu, sem vissu- lega er fyrir hendi, en um hitt er þagað í Þjóðviljan- um, að núverandi skatta- lög, með göllum sínum og kostum, er það sem kom út úr endurskoðun vinstri stjórnarinnar á þessari lög- gjöf. Að vísu hafa í tíð nú- verandi ríkisstjórnar verið gerðar minni háttar breyt- ingar á þessari löggjöf, sem miðuðu að því að minnka misréttið og frekari skatta- lagabreytingar í þá átt eru boðaðar, er þing kemur saman í haust. Enn má minna á hástemmdar heitstreng- ingar Alþýðubandalagsins um úrsögn úr Nató og brottför varnarliðsins. Engu að síður undi flokk- urinn hag sínum vel í tveimur vinstri stjórnum, innan Nato og með varnar- liðið hið næsta sér. Kefla- víkurgöngur vóru ekki gerðir skórnir fyrr en að ráðherrastólunum misst- um. Heilindi og hreinar linur hafa ekki einkennt stjórn- málaferil Alþýðubanda- lagsins. Það hefur hagað seglum eftir vindi og af- staða þess til manna og málefna einkum mótazt af pólitiskum framamöguleik- um foringja þess. Þess vegna er falskur tónn í bar- áttusöngvum þess í dag og siðborin stefnuskrá flokks- ins í ætt við lopa, sem teygja má í allar áttir. Vegir liggja til allra átta Sinfóníutónleikar SINFONÍHHEJÓMSVEIT íslands hóf vetrarstarfið með Ivennum tónleikum, þeim fyrri á miðvikudaginn, þar sem strengjasveit hljómsveitarinnar flutti verk eftir Mozart og Bach, ogþeim seinni, á fimmtudaginn, þar sem blásarasveitin lék verk frá ýmsum tímum. Þessir tónleikar voru framhald námskeiðs fyrir hljóm- sveit arfélaga og sem kennarar voru fengnir György I’auk fiðluleikari, en hann hefur áður komið til íslands og lék þá með Sinfóníuhljómsveitinni fiðlukonsert eftir Beethoven, og Per Brevig básúnuleikari. Nú til dags eru námskeið haldin á fjölmörgum sviðum og sérfræðingum þykir ekki lengur minnkun að því þó þeim sé skipað á bekk með nemendum. Margt er þar til umfjöllunar og ekki allt merkilegt fyrir þá sem fremst- ir standa í flokki, en hefur oft orðið til þess að koma á samstarfi milli einstaklinga og hópa og verið mikil hjálp þeim er minna máttu sín. Þá hefur ekki síður komið i ljós þörfin fyrir úrbætur og á hvaða hátt slík námskeið gætu bætt þar um. Tónlistarmenn, ekki síður en í öðrum starfsgreinum, þurfa á því að halda að rjúfa þrúgandi forræði vanans, sjá og heyra nýtt, endurnýja viðhorf sin til eldri viðfangsefna og koma til starfs vel undirbúnir, fullir áhuga og vilja til enn meiri afreka en áður. Strengleikar Elnisskrá: M«/art Adagioog fúga Kach Kiúlukonscrt ( a-moll Bach Eiúlukonscrt í d-moll Stjúrnandi of> cinlcikari György Pauk Adagio <>k fúga cr ckki að bla* nij<>>: Mozart-lcR cnda cr fúgan ckki það form er „vínar- klassikcrarnir" lögúu áherzlu á og voru þeir reyndar ásakaðir fyrir kunnáttuleysi í meðferð þess. Þær fáu fúgur, sem eftir þá liggja. þykja ofhlaðnar og meira hljómrænar en „kontra- punktískar" enda eru þær ekki mjög þekktar utan þessi Bach György Pauk fúga Mozarts. Það var auðheyrt að György Pauk hafði æft vel því hljómur sveitarinnar var víða mjög góður. Fúgan var þó bæði of hröð og mikið til án þeirra litbirgða sem nauðsyn- lega þarf að undirstrika í þessum viðamikla tónhálki. Hvað svo sem réð vali verk- efna hefði mátt að skaðlausu sleppa t.d. seinni konsertinum og láta strengjasveitina leika verk frá öðru stíltimabili. György Pauk er mjög fær og einstaklega líflegur fiðlu- leikari. Leikgleði hans stakk svolftið í stúf við hlutlaust og svipbrigðalítið atferli hljóm- sveitarmannanna. Því hefur verið haldið fram, að hlutlaus likamssatða hamli eða stafi af skorti á innlifun og þar sem hljóðfæraleikur sé leikræn tjáning, nokkurs konar „leik- hús“, hljóti túkun tilfinninga- legra fyrirbæra að koma fram í atferli, nema þá að flytjandi skilji þau ekki. Horna- blástur Efnisskrá: Stravinsky Sinfónía (f einum þætti) Dvorak Sercnada op. 44 Orlando di Lasso Provide Dominum Giovanne Gabrieli Sonata octavitoni Strauss Sercnadaop. 7 WalterRoss The Exorcism Stjórnandi: Per Brevig. Það er ekki ofmælt, að öðrum ólöstuðum, að blásurum sin- fóníuhljómsveitarinnar hefur á undanförnum árum farið mjög mikið fram og má fullyrða að tónleikarnir s.l. fimmtudag hefðu vart verið mögulegir fyr- ir svo sem 10 árum. 1 heild voru tónleikarnir mjög skemmtileg- ir, þó undirrituðum þætti mest til koma flutningsins á verkum Orlando di Lasso og Giovanni Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSS0N Per Brevig Gabrieli, ekki vegna þess að þau séu tæknilega frábrugðin öðrum verkum tónleikanna, heldur vegna þeirrar fegurðar og gögfi sem tónlist þessara tónhöfunda býr yfir. Sinfónfan eftir Stravinsky var vel flutt og sömuleiðis serenöðurnar eftir Dvorak og Strauss, þó Dvorak hefði mátt vera hraðari á köfl- um. Særingaþulan eftir Ross var þægileg og skemmtileg áheyrnar og án þess að vekja með manni nokkurn grun um djöfullegan innblástur. Þó Per Brevig sé mætur tón- listarmaður var stjórn hans helzt til of „akademisk" og án tilþrifa. Að lokum má geta þess, að mjög fáir virtust hafa tlma til að hlusta á hljómsveitina og einhvern veginn var að tónleik- um staðið með sérstæðu áhuga- leysi af útvarpsins hálfu, bæði varðandi gerð efnisskrár og auglýsingar á þessum tónleik- um. Jón Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.