Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976
29
VELX4CVKAINIDI
Velvakandi svarar ( sfma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
0 Minnispunktur
fyrir villu-
ráfandi
Skattgreiðanda
„Þröngsýnn SKATT-
GREIÐANDI hellir úr skálum
reiói sinnar í Velvakanda þriðju-
daginn 21. þ.m. og nær ekki upp í
nefið á sér fyrir reiði og talar um
yfirgang sjónvarpsmanna.
Það skyldi þó ekki vera fleiri en
hann sem greiða skatta?
Hvað skyldu sjónvarpsmenn
greiða samanlagt í skatta? Það
vakti á sinum tíroa undrun
margra, sem þekktu aðeins til
málanna, að það skyldi takast að
býrja sjónvarpsútsendingar hér á
landi fyrir tæpum 10 árum. Þeim
sem hafa kynnt sér mál. sjón-
varpsins á þessum árum sem að
hefur starfað, er það ennþá meira
undrunarefni hvernig sjónvarps-
menn okkar hafa bökstaflega
unnið hvert kraftaverkið eftir
annað, eins og þeir hafa oft verið
aðstöðu og tækjum búnir og eru
reyndar ennþá. Það má t.d. benda
á gamalt strætisvagnshróf, sem
við sjáum oft og þeir sem hafa
áhuga á vita hvað inni heldur.
Það má deila um listræn afköst
sjónvarpsins, en þá hæfileika er
ekki hægt að kenna fólki sem
hefur ekki neistann í sér og það
er önnur saga.
Oftar en einu sinni, þegar sjón-
varpsmenn frá stórþjóðunum
hafa verið staddir hér hafa þeir
orðið steinhissa á því hvernig
strákarnir hjá íslenzka sjónvarp-
inu hafa getað komið út efni, sem
hefur verið tekið upp á filmu
sama kvöldið og stundum jafnvel
nokkrum minútum áður en út-
sending hefur hafizt. Þetta getum
við ekki hjá okkur hafa þeir
margoft sagt. Við gerum okkur
heldur ekki grein fyrir þvi, hvaða
vinna og stundum áhætta liggur
að baki þegar við sitjum í makind-
um i stofum okkar og sjáum at-
burði á skjánum, sem okkur
finnst alveg sjálfsagt að fá að sjá.
Jú — SKATTGREIÐANDI góð-
ur, gleymt er þá gleypt er.... nei,
það hefur ekki vantað áhugann
hjá starfsmönnum sjónvarpsins
okkar í gegnum þessi ár sem það
hefur starfað, en því miður er
þessi áhugi ef til vill að dvina, en
hverju er það að kenna? Það
skyldi þó ekki vera skilnings-
leysi?
Ég hugsa að flestir landsmenn
séu sammála um það, að mörg eru
þau mál, sem sjónvarpsmenn okk-
ar hafa varpað kastljósum sínum
a, almenningi i landinu til heilla
og þannig reynt eftir megni að
leiðrétta misrétti á skútunni, eins
og þeir hafa getað og þó innan
þessa fræga hlutleysis-ramma.
Ætli það sé ekki líka þess vegna
að þeir sjá betur nú að mælirinn
er fullur. Eftir að hafa lesið það
sem haft er eftir Höskuldi ráðu-
neytisstjóra í einu dagblaðanna
virðist mér það lika: „Ég er hætt-
ur að líta á þetta sem launamál“
og „Við teljum okkur hafa farið
eftir öllum lögformlegum leiðum
sem okkur ber, í viðskiptum
okkar við sjónvarpsfólkið. Nú er
þessi deila orðin annars eðlis.“
„Það er nú þeirra sem húsbónda-
valdið hafa að taka ákvörðun, en
það er stjórn Rikisútvarpsins og
menntamálaráðuneytið.“
Stangast þetta ekki á við
greinargerð launamálanefndar og
Starfsmannafélags sjónvarpsins:
1. I.aunamálanefnd hefur
aldrei gert athugasemdir við aðal-
kjarasamning fjármálaráðherra
og BSRB, þótt vissulega megi
margt að þeim samningi finna,
ekki sizt að því varðar vakta-
vinnufólk. Það er hins vegar hlut-
verk ráðuneytisins og einstakra
starfsmannafélaga að semja um
röðun starfsmanna í launaflokka
innan aðalkjarasamningsins. Að
þvi er snertir Starfsmannafélag
Sjónvarpsins hafa slíkar samn-
ingaviðræður við ráðuneytið
aldrei átt sér stað. Um röðun i
launaflokka segir svo í aðalkjara-
samningi:
„7. gr. Um röðun starfa I launa-
flokka.
1. mgr. Við röðun starfa í launa-
flokka skal að meginstefnu til
höfð hliðsjón af röðun skv. sér-
samningum bandalagsfélaga 1974
með siðari breytingum sbr. yfirlit
yfir samsvörun i launaflokka á
fylgiskjali nr. 1.
2. mgr. Frá þessari reglu má þó
vikja, ef ástæða er til vegna
samanburðar við kjör á almenn-
um vinnumarkaði eða af öðrum
gildum orsökum.“
Þennan hluta aðalkjarasamn-
ingsins telur launamálanefnd að
fjármálaráðuneytið hafi ekki
staðið við. Fulltrúar fjármála-
ráðuneytisins hafa einfaldlega
neitað að ræða rök launamála-
nefndar i þessu sambandi.
Ég held að allir sjái að hægri
höndin veit ekki hvað sú vinstri
er að gera í ráðuneytinu og þurfi
ekki til skarpskyggni sjónvarps-
manna okkar. Nú, svo er það Vil-
hjálmur, ætli hann viti ekki sitt
hlutverk ennþá? Það er eins gott
að kunna sína rullu, þegar tjaldið
verður dregið frá 11. október n.k.
Gamall sjónvarpsáhugamaður".
„Mér finnst ekki rétt að vera
alltaf að ráðast þetta á sjónvarps-
starfsmennina," sagði maður sem
hringdi í Velvakanda í fyrradag.
„Þetta eru oft ósanngjarnar að-
finnslur og þeir hafa ekki eins
góð laun og margir virðast halda.
Ég er sjálfur rikisstarfsmaður og
veit þvi vel að laun okkar ríkis-
starfsmanna yfirleitt eru ekkert
of há og mér finnst ekki rétt að
níðast svo i orðum á þessu fólki.
Menn verða nú að geta haft laun
til að borga sína skatta."
Viðbrögðin við sjónvarpsleys-
inu eru á marga vegu og þessi
sýnishorn eru nokkuð á annan
veg er þau sem hafa verið hér í
dálkunum að undanförnu.
San Lucas. Að vlsu var ferðin
löng niður eftir öllum tanganum,
en hann þóttist vita að það kæmi
sér vel siðar.
— Bllstjórinn stóð við húsið
þar sem herbergi Jacks var. Jack
nam staðar við bláa Chevroletinn.
— Miguel, viltu gera dálitið f.vr-
ir mlg?
— J á, senor.
— Hann hefði ekki getað verið
heppnari, þvi að maðurinn virtist
fús að þóknast honum i einu og
öllu og aukinheldur var hann
bæði viðfelldinn og glaðlegur
ungur maður. Auk þess virtist
hann þrátt fyrir ungan aldur
kunna skil á mörgu hér ( grennd-
inni og hafði varla samkjaftað á
leiðinni hingað.
— Viltu fara inn i bæinn og
athuga hvort þú getur haft uppi á
vini mfnum, sem býr hérna ein-
hvers staðar. A gistihúsi eða á
móteli.
— Kannski á Hacienda?
— Reyndu. Hann heitir Vernon
Fix. F-I-X. Ef þú finnur hann þá
kemurðu með hann til mfn. 1
lagi?
— Já. Röð af skjannahvftum
tönnum kom (Ijós og hann bjó sig
til að leggja af stað. Jack gekk
HÖGNI HREKKVÍSI
»-/*
„Segið mér, gefum víð stig fyrir riddaralega fram-
komu?“
Byggingaþjónusta Arkitekta
Grensásvegi11
Fiskiskip til sölu
140 lesta stálskip með nýrri vél
1 20 lesta byggt 1972.
170 lesta byggt 1963 endurbyggingu lokið á
þessu ári.
60 lesta stálbátur með 360 lesta Wichmann
I 972. Veiðarfæri fylgja.
50 lesta eikarbátur með Cat 335 1970
II lesta súðbyrðingur byggður 1 972
Höfum kaupendur að góðum 150 — 250 lesta
skipum.
FISKISKIP,
Pósthússtræti 13, sími 22475,
heimasimi sölumanns 13742,
Kjartan Jónsson, lögfræðingur.
Þessi stórglæsilegi
Pontiac Grand Am 1973
Er til sölu. Með öllu 400 cu.in., sjálfsk., rafm. rúður,
stereo. Til sýnis í dag, laugardag og sunnudag frá kl.
9—5, í Hvassaleiti 14.
(Haukur Ingimarsson 3h h)