Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 — Ávísanamálið Framhald af bls. 32 : kvæmdastjóri heildverzlunar Á.H. Magnússon. 7. Hreiðar Albertsson, bifreiða- stjóri, fyrrverandi starfsmaður Klúbbsins. 8. Eyþór Þórarinsson, bifreiða- stjóri, mágur Hreiðars. 9. Sigurjón Ingason, flokksstjóri í lögregiunni í Reykjavík. 10. Arent Claessen, stórkaup- maður. 11. Guðjón Styrkársson hrl. 12. Valdimar Olsen, skrifstofu- maður hjá Þórscafé. 13. Haukur Hjaltason, veitinga- maður. 14. Hrafnhildur Valdimarsdóttir, eiginkona Jóns Ragnarssonar. 15. Jóna Sigurðardóttir, eigin- kona Ásgeirs H. Magnússonar. 16. Björk Valsdóttir, eiginkona Magnúsar Leópoldssonar. 17. Sigríður Sörensdóttir, starfs- stúlka í Klúbbnum. Um þátt Hauks Hjaltasonar er það að segja, að hann hefur verið yfirheyrður sem vitni, en óljóst er með ávisanaútgáfu og framsöl. Hrafn Bragason umboðsdómari sagðí á blaðamannafundinum í gær, að ekkert væri hægt á þessu stigi að segja um þátt hvers og eins fyrrnefndra einstaklinga í ávísanaútgáfunni, en ljóst væri að fjórir fyrstnefndu mennirnir, Jón 0. Ragnarsson, Ásgeir H. Eiríks- son, Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson, hefðu ávisað langmest og væru eins kon- ar „burðarásar ávísanastarfsem- innar“. TENGSL REIKNINGSHAFA Á fundínum í gær var lagður fram listi um tengsl reiknings- hafa innbyrðis samkvæmt fram- burði þeirra. Listinn er þannig: Nafnalisti var valinn í fram- haldi kæru Seðlabanka Islands til Sakadóms Reykjavíkur vegna meints tékkamisferlis forsvars- manna Veitingahússins Borgar- túns 32 og Hreiðars Albertssonar. Nöfnin voru valin vegna meintra tengsla innbyrðis. Samkvæmt framburðum reikningshafa eru tengslin þessi: I. —2. Jón Ö. Ragnarsson og Ásgeir H. Eiríksson eiga ásamt forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartúns 32 aðild að flestum tékkanna og þessir aðilar allir tengjast. 3.—4. Forsvarsmaður Veitinga- hússins er nú aðallega Magnús Leópoldsson, en Sigurbjörn Eiríksson á húsið sem veitinga- húsið starfar í og tékkatengsl eru mikil þarna á milli. 5. Guðmundur Þorvar Jónasson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni og forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartúns 32. 6. Ásgeir H. Magnússon tengist Jóni 0. Ragnarssyni og Ásgeiri H. Eiríkssyni. 7. Hreiðar Albertsson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni, Veitinga- húsinu Borgartúni 32, Jóni 0. Ragnarssyni og Eyþóri Þórarins- syni. 8. Eyþór Þórarinsson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni, Hreiðari Albertssyni og forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartúns 32. 9. Sigurjón Ingason tengist forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartúns 32. 10. Arent Claessen tengíst Jóni Ragnarssyni. II. Guðjón Styrkársson tengist Jóni Ragnarssyni. 12.—13. Haukur Hjaltason og Valdimar Olsen ávisa á hvor á sinn reikninginn ásamt Ásgeiri H. Eiríkssyni. Hver hlutur þeirra er í útgefnum ávísunum er óljós erin. 14., 15., 16., 17. Hrafnhildur Valdimarsdóttir er kona Jóns O. Ragnarssonar, Jóna Sigurðardótt- ir er kona Ásgeirs H. Maghús- sonar, Björk Valsdóttir er kona Magnúsar Leópoldssonar, Sigríður Sörensdóttir er starfs- stúlka í Veitingahúsinu Borgar- túni 32. Sammerkt aðild þessara kvenna er það að þær segjast gefa út tékka og vera skrifaðar fyrir reikningum sem aðrir sjái alfarið um. Tengsl þau sem hér er rætt um eru samkvæmt framburðum reikningshafa lán sem gengið hafa á milli þeirra. FYRIRTÆKI, SEM VIÐSÖGUKOMA Bankareikningar þeir sem um ræðir, eru ekki allt persónu- reikningar heldur einnig fyrir- tækjareikningar. Fyrirtækin sem koma fyrir samkvæmt upplýsing- um Hrafns eru þessi: 1. Bláfjöll hf. Með þennan reikning voru Ásgeir Hannes Eiríksson og Haukur Hjaltason. Ásgeir hefur ávísað miklu meira á þennan reikning. Framsöl hafa fundizt hjá Hauki, en aðeins á örfáum tékkum. 2. Hafnarbíó, prókúruhafi Jón 0. Ragnarsson. 3. Freysteinn hf., útgáfu- og auglýsingafyrurtæki. Prókúru- hafar Ásgeir Hannes Eiríksson og Valdimar Olsen. Valdimar hefur gefið út minna af ávísunum en Ásgeir, en er framseljandi á all- mörgum tékkum og er yfirheyrð- ur sem grunaður, gagnstætt Hauki Hjaltasyni, samkvæmt því sem Hrafn Bragason sagði á fundinum í gær. 4. Handbók LÍU (Landssam- band íslenzkra útvegsmanna), prókúruhafi Ásgeir Hannes Eiríksson. Freysteinn hf. mun hafa gefið þessa bók út. 5. Prentsmíði hf., prókúruhafi Ásgeir Hannes Eiríksson. 6. Veiðival sf., prókúruhafi Guðjón Styrkárssson. 7. Verzlunin Kópavogur, prókúruhafi Guðmundur Þorvar Jónasson. 8. Bær hf., fyrirtæki sem rak Klúbbinn. Prókúruhafi Björk Valsdóttir, en Magnús Leópolds- son og Sigurbjörn Eíriksson ávísuðu. 9. Lækjarmót hf., fyrirtæki sem rekur Klúbbinn. Prókúruhafi Björk Valsdóttir, en Magnús Leópoldsson ávísaði. 10. Borgartún 32 hf., fyrirtæki um húseign þá, sem Klúbburinn er í. Prókúruhafar Björk Vals- dóttir og Sigríður Sörensdóttir. Eigandi eignarinnar er Sigur- björn Eiríksson. Það kom fram á fundinum í gær, að fyrrnefnd fyrirtæki munu öll vera starfandi í dag nema Blá- fjöll hf. og Bær hf. Þá kom það fram á fundinum, að hinir yfir- heyrðu kváðust allir hafa verið í tengslum við forsvarsmenn veitingahússins Kiúbbsins nema Guðjón Stýrkársson, Ásgeir H. Magnússon og Arent Claessen. LÍU VISSI EKKERT UM REIKNINGINN Það vekur athygli, að reikning- ur í nafni handbókar LítJ hefur verið notaður við ávlsunaútgáf- una. Morgunblaðið sneri sér f gær til Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LtU, og spurði hann um málið. Kristján sagði: „Mál þetta er þannig vaxið, að Ásreir H. Eirfksson sá fyrir mörgum árum um útgáfu handbókar LlU. Hann safnaði m.a. auglýsingum í bókina og stóðu þær undir útgáfunni, þannig að LlÚ hafði engar fjár- hagslegar skuldbindingar gagn- vart útgáfunni. Okkur var með öllu ókunnugt um tilvist þessa reiknings á nafni sambandsins og erum nú fyrst að frétta af því hvernig hann hefur verið notað- ur. Þykir okkur furðulegt að hægt skuli að stofna í banka reikning á nafni LlÚ, án þess að samráð sé haft við okkur. LlÚ mun krefja viðkomandi banka skýringa á þessu máli.“ MEGINHLUTI ÁVlSANNA EKKI ATHUGUNARVERÐUR Eins og fram kom á fyrsta blaðamannafundi Hrafns Braga- sonar nam heildarupphæð þeirra ávísana sem dómsrannsóknin nær til um 2000 milljónum króna. At- hugun Seðlabankans náði til 26 reikninga en reikningshafar voru 15, allir nema Magnús Leópolds- son og Sigurbjörn Eiríksson á nafnalistanum, en þeir munu ekki hafa haft leyfi til að hafa opna bankareikninga. Aftur á móti ávlsuðu þeir á reikningana, eins og fyrr segir. Það kom fram hjá Hrafni Bragasyni á fyrsta fundinum, að 5 aðilar hefi gefið út ávfsanir fyrir 100 til 557 millj- ónir króna á tveggja ára tlmabili og 8 aðilar hafa framselt ávlsanir yfir 100 milljónir á tímabilinu. Á blaðamannafundinum I gær upp- lýsti Hrafn, að meginhluti fyrr- nefndra ávlsana hafi ekki þótt athugunarverður. Frá þvf Hrafn hélt sfðast blaða- mannafund, föstudaginn 17. sept- ember, hafa komið fyrir dóminn sem vitni ýmsir bankamenn. Eru það aðalgjaldkerar bankanna, deildarstjórar hlaupareiknings- deilda og bankastjórar. Þeir hafa staðfest að munnlegar yfirdrátt- arheimildir eru veittar, en telja að það sé aðeins gert til skamms tlma I einu. Sýnist misjafnlega tryggilega gengið frá slfkum yfir- dráttarheimildum. Þá hafa þeir tjáð sig um nokkur þeirra reikn- ingsyfirlita, sem fyrir lágu I rétt- inum. Hefur því verið haldið fram af bankamönnunum, að sum reikningsyfirlitin veiti greinilega vísbendingu um keðjuávfsana- starfsemi, en svo er ekki talið um önnur. Ávísun I keðju þarf ekki að vera bókuð innstæðulaus i reikningsyfirliti og heldur ekki að falla utan yfirdráttarheimild- ar, því bjarga mátti innstæðuleys- inu með annarri ávfsun áður en fyrri ávfsunin kom til bókunar, segir I greinagerð Hrafns Braga- sonar i gær._______________ SEGJAST HAFA VITAÐ UM SKYNDIKANNANIR Þegar Hrafn Bragason var spurður að því á fundinum I gær, hvort könnuð yrði ávísanaútgáfa lengra aftur I tímann, sagði hann að það væri ákveðið. Hins vegar yrði könnuð ávísanastarfsemi allt fram að þeim tfma að Reiknistofa bankanna tók til starfa 11. júnf s.l. en tók fram, að flestum reikn- inganna hefði verið búið að loka fyrir þann tíma. Er nú búið að loka öllum reikningum, sem könnunin náði til. Þá hefur þótt ástæða til að kanna fleiri reikn- inga en þá sem Seðlabankinn kannaði sérstaklega, þar á meðal f Samvinnubankanum, en hann var eini viðskiptabankinn, sem könn- un Seðlabankans náði ekki til. Ekki hafa aðrir sparisjóðir en Sparisjóðurinn Pundið komið við sögu þessa máls. Hrafn Bragason upplýsti það á fundinum í gær, að Seðlabanki Islands hefði s.l. fimmtudag ritað viðskiptabönkunum bréf og greint þeim frá nöfnum allra reikningshafa. Þá upplýsti Hrafn ennfremur, að sumir reiknings- hafa töldu sig hafa vitneskju um skyndikannanir, sem Seðlabank- inn lét framkvæma annað slagið áður en Reiknistofa bankanna tók til starfa. Einn reikningshafanna, Ásgeir H. Eirfksson, sagði að hann hefði haft vitneskju um all- ar skyndikannarirnar, sem gerðar voru á tfmabilinu, sem könnun Seðlabankans náði yfir, enda „hafi þetta verið alkunna um all- an bæ“. Þá kvaðst Ásgeir hafa heyrt að bankastjórar hefðu látið beztu viðskiptavini sfna vita um skyndikannanir fyrirfram, þann- ig að þeir gætu hagrætt hlutun- um, en Hrafn sagði að Ásgeir hefði ekki getað nefnt miklar heimildir fyrir þessu. SEÐLABANKINN LÆTUR LOKA ÖLLUM REIKNINGUM Morgunblaðið sneri sér f gær- kvöldi til Sveinbjörns Hafliðason- ar, lögfræðings Seðlabankans, Sveinbjörn staðfesti að umrætt bréf hafði verið sent til viðskipta- bankanna á fimmtudaginn, hefði þeim þar verið skipað að loka öllum reikningum, sem menn þeir, sem Seðlabankinn kærði, hafa haft. Sagði Sveinbjörn, að þetta væri alltaf gert þegar Seðla- bankinn sendi slfkar kærur, en f þetta sinn hefði það verið dregið vegna rannsóknarinnar, sem fram hefur farið undanfarnar vikur. Sveinbjörn vildi sem minnst segja um þann framburð sumra reikn- ingshafa, að þeir hefðu vitað fyr- irfram um skyndikannanir, en sagði að þetta mál yrði vænt- anlega tekið sérstaklega fyrir á næstunni. Eins og fram hefur komið áður, telja umræddir reikningshafar, að þeir hafi ekki staðið að ávis- anakeðjum eða stundað annað ávísanamisferli. Aftur á móti hafi þeir gefið út innstæðulausar ávfs- anir, enda hafi þeir haft yfirdrátt í bönkunum og gert þetta með þeirra leyfi. Á móti hafi þeir greitt refsivexti. Skýrði Jón Ragn- arsson frá því við yfirheyrslurn- ar, að hann hefði eitt árið greitt 400 þúsund krónur í refsivexti og eitt sinn hefði hann verið í 6 milljón króna yfirdrætti hjá ákveðnum banka, og hefði hann haft til þess munnlega heimild. MIKIL VINNA EFTIR Hrafn Bragason umboðsdómari sagði að lokum, að geysimikið verk væri eftir við úrvinnslu gagna, og væri alveg óvíst hvenær hann lyki málinu. Þá verður yfir- heyrslum haldið áfram. Þær fara fram í húskynnum Borgardóms að Túngötu 7 og eru réttarhöldin opin- — íþróttir Kringlukast Sigurlína Hreiðarsdóttir, Ár. 28,52 metrar Spjótkast: Dóróþea Reimarsdóttir, Sv. 29,49 metrar 100 metra hlaup: Aðalsteinn Bern- harðsson, Fr 11,7 sek. 200 metra hlaup: Aðalsteinn Bern- harðsson, Fr. 23,7 sek. 400 metra hlaup Aðalsteinn Bern- harðsson, Fr 52,0 sek. 800 metra hlaup: Aðalsteinn Bern- harðsson, Fr. 2:08,6 mín. 1500 metra hlaup: Benedikt Björgvinsson, Dbr. 10:32,7 mín. 5000 metra hlaup: Benedikt Björgvinsson,, Dbr. 1 7:43,2 mín. 110 metra grindahlaup: Aðalsteinn Bernharðsson, Fr 1 6,9 sek. 4X100 metra grindahlaup: A-sveit Reynis 49,3 sek. Langstökk: Aðalsteinn Bernharðsson, Fr. 6,55 metrar Hástökk: Aðalsteinn Bernharðsson, Fr. 1,60 metrar Þrístökk: Aðalsteinn Bernharðsson, Fr 1 3,61 metrar Stangarstökk. Valdimar Bragason, Sv. 2,70 metrar Kúluvarp: Þóroddur Jóhannsson, M Kringlukast: Matthías Ásgeirsson, Sv. Spjótkast: Jóhannes Aslaugsson, N — Starfsfólk / Framhald af bls. 32 framt skal nefndin hafa hliðsjón af launum sambærilegra starfs- hópa, sem taka laun hjá íslenzka ríkinu, og á almennum vinnu- markaði, sbr. 7 grein aðalkjara- samnings BSRB og fjármálaráð- herra frá 1. apríl 1976. Skal hún sfðan á grundvelli þessara athug- ana gera tillögur um stöðu starfs- manna sjónvarpsins í launakerf- inu. Stefnt skal að því að nefndin skili áliti fyrir lok þessa árs. Sjónvarpsútsending féll fyrst niður á föstudegi fyrir viku. Ekki var rætt við fulltrúa starfsmanna sjónvarpsins fyrst f stað, en sam- kvæmt upplýsingum, sem fram komu á fundinum kallaði Gunnar Thoroddsen, sem gegnir forsætis- ráðherrastörfum í fjarveru Geirs Hallgrímssonar, fulltrúa sjón- varpsmanna á sinn fund til þess að heyra rök þeirra. I framhaldi af þeim fundi komst á samband milli starfsfólksins og Vilhjálms Hjálmarssonar, sem tók málið í sínar hendur og sagði Eiður Guðnason að það hefði ekki verið sízt menntamálaráðherra að þakka að aftur hæfist vinna í sjónvarpinu og að fundizt hefði lausn, sem starfsmennirnir teldu viðunandi eftir atvikum. „Eftir sem áður búum við við kerfi, sem við teljum óviðunandi," sagði Eið- ur Guðnason, „og ætli ríkið að halda sæmilega góðum starfs- krafti, verður það að fella niður atvinnurekendasjónarmið, sem áttu við fyrir 40 árum.“ Það kom fram á fundinum að sjónvarpsstarfsmenn eru hlut- fallslega miklu neðar í launakerfi íslenzka ríkisins en sjónvarps- starfsmenn í Svíþjóð og Dan- mörku. Þar við bætist að vinnu- álag hjá fslenzka sjónvarpinu er margfalt á við vinnuálag i þessum löndum, sakir mannfæðar hér. Þá gagnrýndu sjónvarpsstarfs- menn talsvert hvernig ríkið stæði að samningsgerð við starfsfólk sitt. 1 þessum viðræðum.sem fram hafa farið undanfarna daga, kom fulltrúi fjármálaráðuneytisins aldrei inn í myndina, en helzt fannst starfsmönnunum ámælis- vert, að i sambandi við samnings- gerð við þá, sögðu þeir að ekki hefði verið haft samband við yfir- menn sjónvarpsins. Fjármálaráðuneytið hefur til- kynnt að dregið yrði 6 daga kaup frá launum starfsfólks sjónvarps- ins um næstu mánaðamót, en sið- an kom tilkynning að vegna tækniatriða yrði frádráttur frá launum ekki fyrr en um mánaða- mótin október-nóvember. Starfs- menn sjónvarpsins buðu sjón- varpinu i gær að vinna án kostn- aðar stofnunarinnar 6 fimmtu- daga til þess að vinna upp það tap, sem stofnunin hefði orðið fyrir vegna verkfalls þeirra. — Ródesía Framhald af bls. 1 með þeim skilyrðum að aðrir aðil- ar deilunnar féllust einnig á þær. Forsætisráðherrann sagði, að bráðabirgðastjórnin mundi sam- anstanda af ráðherraráði og ríkis- ráði. Svartir ættu að hafa meiri- hluta í ráðherraráðinu, og æðsti ráðherra yrði svartur. Á ráðið að hafa ráðgjafarvald. í rlkisráðinu verða jafn margir svartir og hvít- ir, en formaðurinn verður hvítur. Verður ráðið æðsta vald landsins. Skipar það ráðherra og semur drög að stjórnarskrá. Upplýsingafulltrúi þess arms Afríska þjóðarráðsins, sem Joshua Nkomo er leiðtogi fyrir, Wille Musarurwa, sagði í kvöld, að þó að ráðið gæti ekki séð af hverju fresturinn til að koma á meirihlutastjórn hefði ekki verið eitt ár, þá væri það ekki óyfirstíg- anlegt vandamál, ekki sízt þar sem Afríkumenn hefðu meiri- hluta í bráðabirgðastjórninni. Hann kvaðst þó ekki ánægður með að varnarmálaráðherrann og lögreglumálaráðherrann skyldu báðir vera hvítir, en hann fagnaði því að tveggja þriðjuhluta at- kvæða væri krafizt við samþykkt- ir í ríkisráðinu. 1 tilkynningu brezku stjórnar- innar 1 dag segir að samþykki Ródesfustjórnar við tillögum Kissingers vekji góða von um að friðsamleg lausn muni verða á Ródesíudeilunni. í Washington lýsti Ford, forseti, ánægju sinni með samþykkt tillagnanna og sagði að með afstöðu sinni hefði Smith komið f veg fyrir blóðbað í suðurhluta Afríku. Ródesfustjórn bíður nú með óþreyju eftir viðbrögðum frá öðr- um leiðtogum og hreyfingum Af- rfkumanna f landinu, og leiðtog- um annarra Afríkuþjóða. Smith gaf ekkert f skyn f ræðu sinni um það við hvaða leiðtoga Afríku- manna rætt verður um myndun bráðabirgðastjórnar. Helztu leið- togar eru Joshua Nkomo, Abel Muzoreva, biskup, séra Ndabaningi Sithole og Robert Mugabe. Nkomo er leiðtogi hófsamari arms Afrfska þjóðarráðsins og hefur verið litið á hann sem hugs- anlegan forsætisráðherra í meiri- hlutastjórn. Muzorewa, biskup, sem er í útlegð að eigin vilja, er leiðtogi hins armsins og heldur þvf fram, að hann eigi meiri stuðning meðal svarts almenn- ings. Sithole er leiðtogi Zimbawe (afrfskt nafn á Ródesíu) þjóðar- sambandsins, sem er bannað og Mugabe er pólitfskur leiðtogi „þriðja aflsins", sem heldur uppi skæruhernaði frá Mózambique. — Háskóla- kennsla Framhald af bls. 30 eftir samninga BHM og fjármála- ráðuneytisins í vetur og dómsorð Kjaradóms nú stefnir gengi Háskóla íslands sem vfsindastofn- unar f bráða hættu, þar sem þau bægja frá honum vel hæfu starfs- liði og starfsmönnum háskólans er gert turvelt og f mörgum til- vikum ókleift að helga sig störf- um sínum heilir og óskiptir. 4. Félag háskólakennara mun undirbúa róttækari aðgerðir f kjaramálum í haust."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.